Hetjur spítalanna

Rut Einarsdóttir skrifar um fórnfýsi starfsfólks veirudeildar Landspítalans sem vinnur ómetanlegt starf við fordæmalausar aðstæður.

Auglýsing

Þegar þessi grein er skrifuð hafa yfir 1500 COVID-19 sýni verið greind á Íslandi á mjög skömmum tíma. Aftur á móti höfum við ekki heyrt mikið um fólkið á bak­við grein­ing­ar­vinn­una. Þetta er fólk sem vinnur linnu­laust þessa dag­ana, hátt í 16 tíma vaktir dag eftir dag og er mætt aftur á land­spít­al­ann klukkan 7 á morgn­ana án þess að kvarta. COVID-19 grein­ing­ar­vinnan leggst ofan á aðra grein­ing­ar­vinnu sem þau sinna dag­lega og því held ég að við hin getum ekki ímyndað okkur álagið á þeim, eða þeim sem sinna sjúk­lingum sem koma inn.

Þau hafa verið svo lukku­leg að fá styrki frá ýmsum fyr­ir­tækjum sem halda þeim gang­andi, því lít­ill er tím­inn fyrir mál­tíðir og enn minni til þess að fara heim til þess að elda svo kostn­aður myndi ann­ars aukast mjög fyrir þau, og eins og við vitum eru laun starfs­fólks spít­al­anna ekki öfunds­verð fyr­ir. Ég veit að það ylj­aði mér um hjarta­rætur að sjá fyr­ir­tæki gefa þeim vörur án þess að aug­lýsa það, og hvet ég önnur fyr­ir­tæki til þess að gera slíkt hið sama til þess að sýna þeim stuðn­ing á tímum sem þess­um. Þau eiga það svo sann­ar­lega skil­ið. 

Auglýsing
Þetta eru for­dæma­lausar aðstæður á okkar tímum á Íslandi, og jafn­vel á heims­vísu. Við vitum ekki hvað mun ger­ast næst, en með fólk eins og starfs­fólk spít­al­anna á Íslandi hef ég von um að við munum kom­ast í gegnum þetta. 

Sjálf er ég búsett í London þar sem fólk kemst ekki grein­ingu, jafn­vel þó það sé með hita og öll ein­kenni. Það hefur sýnt mér hvað við erum heppin á Íslandi að eiga fólk eins og þau að, og sam­heldn­ina í land­inu. Eftir erf­iðan vetur með snjó­flóðum og stormum hefur aldrei reynt eins mikið á og núna, og það hefur sýnt sig trekk í trekk í vetur að þegar við stöndum saman komumst við í gegnum hvað sem er. 

Til starfs­fólks spít­al­anna, og grein­ing­ar­deild­ar­innar langar mig bara til þess að segja: Takk! Ég er viss um að ég tala fyrir meiri­hluta þjóð­ar­innar þegar ég segi að fórn­fúsa starf ykkar við ótrú­lega aðstæður er ómet­an­legt og við stöndum við bakið á ykk­ur. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svindlarar nýta sér óttann
Stundum er sagt að tækifærin séu alls staðar, fólk þurfi bara að koma auga á þau. Evrópulögreglan, Europol, varar við fólki sem nú, á dögum kórónuveirunnar, hefur komið auga á tækifæri til að auðgast á kostnað samborgaranna.
Kjarninn 29. mars 2020
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar