Yfirlýsing og aðgerðapakki óskast

Logi Einarsson telur að ríkisstjórnin þurfi að senda skýr skilaboð og það sem skipti mestu máli í þjóðhagslegu samhengi sé að ráðist verði í aðgerðir sem séu almennar og miði að því að halda uppi heildareftirspurn í hagkerfinu til skemmri og lengri tíma.

AuglýsingRík­is­stjórnin þarf að senda skýr skila­boð sem allra fyrst um að hún muni gera það sem þarf til að takast á við efna­hags­legt áfall af völdum kór­óna­veirunn­ar. Þörfin er brýn því vænt­ingar fólks og fyr­ir­tækja ráða miklu um fram­vindu efna­hags­mála. Ef stjórn­völd hika og draga lapp­irnar er hætt við að skell­ur­inn verði verri fyrir alla.

Fyrsta skrefið er að stjórn­völd lýsi því yfir og lofi að þau muni gera það sem til þarf – og svo að slík yfir­lýs­ing sé trú­verðug þarf sam­stillt átak rík­is­stjórnar og Seðla­banka auk sam­ráðs við aðila vinnu­mark­að­ar­ins og Alþingi. Það hefði strax áhrif á vænt­ing­ar. Því næst þarf að bakka þessa yfir­lýs­ingu upp með aðgerða­pakka.

Auglýsing

Í honum þurfa að vera mark­vissar aðgerðir sem bein­ast beint að fólki og fyr­ir­tækjum í þeim geirum sem verða fyrir fyrsta og versta högg­inu, t.d. í ferða­þjón­ustu og menn­ing­ar- og skemmt­ana­brans­anum – og þá þarf einnig að hlaupa sér­stak­lega undir bagga með fyr­ir­tækjum sem missa stóran hluta starfs­manna í sótt­kví eða ein­angr­un. En það er ekki nóg; þetta er bara hluti af pakk­an­um.

Það sem skiptir mestu máli í þjóð­hags­legu sam­hengi er að ráð­ist verði í aðgerðir sem eru almenn­ari og miða að því að halda uppi heild­ar­eft­ir­spurn í hag­kerf­inu til skemmri og lengri tíma. Þegar einka­neysla og útflutn­ingur skreppa skyndi­lega saman þarf hið opin­bera að stíga fram af krafti með fyr­ir­heitum um að taka a.m.k. hluta af slak­an­um, einkum í því skyni að aðrir geirar atvinnu­lífs­ins þurfi ekki að draga saman seglin um of vegna vænt­inga um minni heild­ar­eft­ir­spurn. Ann­ars munu of mörg störf tap­ast og of mörg heim­ili lenda í hremm­ing­um, að óþörfu.

Yfir­lýs­ing og aðgerða­pakki eins og hér er lýst væru ekki bara í sam­ræmi við trausta þjóð­hag­fræði heldur er þetta líka nákvæm­lega það sem öll nágranna­ríki okkar hafa verið að gera á und­an­förnum dög­um, á gríð­ar­lega stórum skala. Þetta finna rík­is­stjórnir Dan­merk­ur, Nor­egs, Sví­þjóðar og Þýska­lands sig knúnar til að gera, jafn­vel þótt ekk­ert þess­ara ríkja reiði sig á ferða­þjón­ustu í nærri sama mæli og Ísland.

Nú er ekki nóg að tala bara út í eitt um að staða þjóð­ar­bús­ins sé gríð­ar­lega sterk; það þarf að nýta þessa sterku stöðu til að grípa til nauð­syn­legra aðgerða. Ekki síður í ljósi þess að atvinnu­leysi var þegar að aukast, löngu áður en veiran lét á sér kræla, auk þess sem vel­ferð­ar­kerfið stendur á alltof veikum grunni, eins og alþjóð veit, þar á meðal Land­spít­ali og aðrar heil­brigð­is­stofn­anir sem hafa lengi verið á nipp­inu með að ráða við venju­legt árferði, hvað þá neyð­ar­á­stand.

Í þessu máli mun Sam­fylk­ingin veita rík­is­stjórn­inni stuðn­ing og standa með öllum aðgerðum sem draga úr nei­kvæðum efna­hags­á­hrifum kór­óna­veirunn­ar. Við höfum veitt rík­is­stjórn­inni gott ráð­rúm og vinnu­frið og áttum von á frek­ari aðgerðum fljót­lega eftir síð­ustu helgi. En for­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra greindu frá því, á fundi for­manna stjórn­mála­flokka á mánu­dag – hvort sem það reyn­ist rétt eða ekki – að engra frek­ari aðgerða væri að vænta í þess­ari viku. Og þá vökn­uðu áhyggj­ur, því aðgerða er sann­ar­lega þörf. Þessi orð eru rituð til að ítreka afstöðu Sam­fylk­ing­ar­innar í þessu máli og reka á eftir rík­is­stjórn­inn­i. 

Höf­undur er for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar