Yfirlýsing og aðgerðapakki óskast

Logi Einarsson telur að ríkisstjórnin þurfi að senda skýr skilaboð og það sem skipti mestu máli í þjóðhagslegu samhengi sé að ráðist verði í aðgerðir sem séu almennar og miði að því að halda uppi heildareftirspurn í hagkerfinu til skemmri og lengri tíma.

AuglýsingRík­is­stjórnin þarf að senda skýr skila­boð sem allra fyrst um að hún muni gera það sem þarf til að takast á við efna­hags­legt áfall af völdum kór­óna­veirunn­ar. Þörfin er brýn því vænt­ingar fólks og fyr­ir­tækja ráða miklu um fram­vindu efna­hags­mála. Ef stjórn­völd hika og draga lapp­irnar er hætt við að skell­ur­inn verði verri fyrir alla.

Fyrsta skrefið er að stjórn­völd lýsi því yfir og lofi að þau muni gera það sem til þarf – og svo að slík yfir­lýs­ing sé trú­verðug þarf sam­stillt átak rík­is­stjórnar og Seðla­banka auk sam­ráðs við aðila vinnu­mark­að­ar­ins og Alþingi. Það hefði strax áhrif á vænt­ing­ar. Því næst þarf að bakka þessa yfir­lýs­ingu upp með aðgerða­pakka.

Auglýsing

Í honum þurfa að vera mark­vissar aðgerðir sem bein­ast beint að fólki og fyr­ir­tækjum í þeim geirum sem verða fyrir fyrsta og versta högg­inu, t.d. í ferða­þjón­ustu og menn­ing­ar- og skemmt­ana­brans­anum – og þá þarf einnig að hlaupa sér­stak­lega undir bagga með fyr­ir­tækjum sem missa stóran hluta starfs­manna í sótt­kví eða ein­angr­un. En það er ekki nóg; þetta er bara hluti af pakk­an­um.

Það sem skiptir mestu máli í þjóð­hags­legu sam­hengi er að ráð­ist verði í aðgerðir sem eru almenn­ari og miða að því að halda uppi heild­ar­eft­ir­spurn í hag­kerf­inu til skemmri og lengri tíma. Þegar einka­neysla og útflutn­ingur skreppa skyndi­lega saman þarf hið opin­bera að stíga fram af krafti með fyr­ir­heitum um að taka a.m.k. hluta af slak­an­um, einkum í því skyni að aðrir geirar atvinnu­lífs­ins þurfi ekki að draga saman seglin um of vegna vænt­inga um minni heild­ar­eft­ir­spurn. Ann­ars munu of mörg störf tap­ast og of mörg heim­ili lenda í hremm­ing­um, að óþörfu.

Yfir­lýs­ing og aðgerða­pakki eins og hér er lýst væru ekki bara í sam­ræmi við trausta þjóð­hag­fræði heldur er þetta líka nákvæm­lega það sem öll nágranna­ríki okkar hafa verið að gera á und­an­förnum dög­um, á gríð­ar­lega stórum skala. Þetta finna rík­is­stjórnir Dan­merk­ur, Nor­egs, Sví­þjóðar og Þýska­lands sig knúnar til að gera, jafn­vel þótt ekk­ert þess­ara ríkja reiði sig á ferða­þjón­ustu í nærri sama mæli og Ísland.

Nú er ekki nóg að tala bara út í eitt um að staða þjóð­ar­bús­ins sé gríð­ar­lega sterk; það þarf að nýta þessa sterku stöðu til að grípa til nauð­syn­legra aðgerða. Ekki síður í ljósi þess að atvinnu­leysi var þegar að aukast, löngu áður en veiran lét á sér kræla, auk þess sem vel­ferð­ar­kerfið stendur á alltof veikum grunni, eins og alþjóð veit, þar á meðal Land­spít­ali og aðrar heil­brigð­is­stofn­anir sem hafa lengi verið á nipp­inu með að ráða við venju­legt árferði, hvað þá neyð­ar­á­stand.

Í þessu máli mun Sam­fylk­ingin veita rík­is­stjórn­inni stuðn­ing og standa með öllum aðgerðum sem draga úr nei­kvæðum efna­hags­á­hrifum kór­óna­veirunn­ar. Við höfum veitt rík­is­stjórn­inni gott ráð­rúm og vinnu­frið og áttum von á frek­ari aðgerðum fljót­lega eftir síð­ustu helgi. En for­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra greindu frá því, á fundi for­manna stjórn­mála­flokka á mánu­dag – hvort sem það reyn­ist rétt eða ekki – að engra frek­ari aðgerða væri að vænta í þess­ari viku. Og þá vökn­uðu áhyggj­ur, því aðgerða er sann­ar­lega þörf. Þessi orð eru rituð til að ítreka afstöðu Sam­fylk­ing­ar­innar í þessu máli og reka á eftir rík­is­stjórn­inn­i. 

Höf­undur er for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 47. þáttur: Myrk hliðarveröld
Kjarninn 22. janúar 2021
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.
Vegagerðin setur göng í gegnum Reynisfjall og veg á bökkum Dyrhólaóss á dagskrá
Óstöðug fjaran við Vík kallar á byggingu varnargarðs ef af áformum Vegagerðarinnar um færslu hringvegarins verður. Hinn nýi láglendisvegur myndi liggja í næsta nágrenni svæða sem njóta verndar vegna jarðminja og lífríkis.
Kjarninn 22. janúar 2021
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum
Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.
Kjarninn 22. janúar 2021
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar