Yfirlýsing og aðgerðapakki óskast

Logi Einarsson telur að ríkisstjórnin þurfi að senda skýr skilaboð og það sem skipti mestu máli í þjóðhagslegu samhengi sé að ráðist verði í aðgerðir sem séu almennar og miði að því að halda uppi heildareftirspurn í hagkerfinu til skemmri og lengri tíma.

AuglýsingRík­is­stjórnin þarf að senda skýr skila­boð sem allra fyrst um að hún muni gera það sem þarf til að takast á við efna­hags­legt áfall af völdum kór­óna­veirunn­ar. Þörfin er brýn því vænt­ingar fólks og fyr­ir­tækja ráða miklu um fram­vindu efna­hags­mála. Ef stjórn­völd hika og draga lapp­irnar er hætt við að skell­ur­inn verði verri fyrir alla.

Fyrsta skrefið er að stjórn­völd lýsi því yfir og lofi að þau muni gera það sem til þarf – og svo að slík yfir­lýs­ing sé trú­verðug þarf sam­stillt átak rík­is­stjórnar og Seðla­banka auk sam­ráðs við aðila vinnu­mark­að­ar­ins og Alþingi. Það hefði strax áhrif á vænt­ing­ar. Því næst þarf að bakka þessa yfir­lýs­ingu upp með aðgerða­pakka.

Auglýsing

Í honum þurfa að vera mark­vissar aðgerðir sem bein­ast beint að fólki og fyr­ir­tækjum í þeim geirum sem verða fyrir fyrsta og versta högg­inu, t.d. í ferða­þjón­ustu og menn­ing­ar- og skemmt­ana­brans­anum – og þá þarf einnig að hlaupa sér­stak­lega undir bagga með fyr­ir­tækjum sem missa stóran hluta starfs­manna í sótt­kví eða ein­angr­un. En það er ekki nóg; þetta er bara hluti af pakk­an­um.

Það sem skiptir mestu máli í þjóð­hags­legu sam­hengi er að ráð­ist verði í aðgerðir sem eru almenn­ari og miða að því að halda uppi heild­ar­eft­ir­spurn í hag­kerf­inu til skemmri og lengri tíma. Þegar einka­neysla og útflutn­ingur skreppa skyndi­lega saman þarf hið opin­bera að stíga fram af krafti með fyr­ir­heitum um að taka a.m.k. hluta af slak­an­um, einkum í því skyni að aðrir geirar atvinnu­lífs­ins þurfi ekki að draga saman seglin um of vegna vænt­inga um minni heild­ar­eft­ir­spurn. Ann­ars munu of mörg störf tap­ast og of mörg heim­ili lenda í hremm­ing­um, að óþörfu.

Yfir­lýs­ing og aðgerða­pakki eins og hér er lýst væru ekki bara í sam­ræmi við trausta þjóð­hag­fræði heldur er þetta líka nákvæm­lega það sem öll nágranna­ríki okkar hafa verið að gera á und­an­förnum dög­um, á gríð­ar­lega stórum skala. Þetta finna rík­is­stjórnir Dan­merk­ur, Nor­egs, Sví­þjóðar og Þýska­lands sig knúnar til að gera, jafn­vel þótt ekk­ert þess­ara ríkja reiði sig á ferða­þjón­ustu í nærri sama mæli og Ísland.

Nú er ekki nóg að tala bara út í eitt um að staða þjóð­ar­bús­ins sé gríð­ar­lega sterk; það þarf að nýta þessa sterku stöðu til að grípa til nauð­syn­legra aðgerða. Ekki síður í ljósi þess að atvinnu­leysi var þegar að aukast, löngu áður en veiran lét á sér kræla, auk þess sem vel­ferð­ar­kerfið stendur á alltof veikum grunni, eins og alþjóð veit, þar á meðal Land­spít­ali og aðrar heil­brigð­is­stofn­anir sem hafa lengi verið á nipp­inu með að ráða við venju­legt árferði, hvað þá neyð­ar­á­stand.

Í þessu máli mun Sam­fylk­ingin veita rík­is­stjórn­inni stuðn­ing og standa með öllum aðgerðum sem draga úr nei­kvæðum efna­hags­á­hrifum kór­óna­veirunn­ar. Við höfum veitt rík­is­stjórn­inni gott ráð­rúm og vinnu­frið og áttum von á frek­ari aðgerðum fljót­lega eftir síð­ustu helgi. En for­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra greindu frá því, á fundi for­manna stjórn­mála­flokka á mánu­dag – hvort sem það reyn­ist rétt eða ekki – að engra frek­ari aðgerða væri að vænta í þess­ari viku. Og þá vökn­uðu áhyggj­ur, því aðgerða er sann­ar­lega þörf. Þessi orð eru rituð til að ítreka afstöðu Sam­fylk­ing­ar­innar í þessu máli og reka á eftir rík­is­stjórn­inn­i. 

Höf­undur er for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar