Að endurraða gildunum okkar

Ástþór Ólason telur að við séum komin á ákveðna endarstöð og að við þurfum að fara endurraða gildum okkar.

Auglýsing

Það getur verið erf­iður sann­leikur að hugsa að núna sé ver­öldin kom­inn á vissan stað þar sem við þurfum að fara end­ur­raða okkar hugs­unum eða gild­unum í okkar lífi. Miðað við ástandið í ver­öld­inni í dag þá er óhjá­kvæmi­legt að velta ekki þess­ari spurn­ingu fyrir sér. En hversu miklum tíma við eyðum í að hug­leiða þetta er sjálf­sagt mis­jafnt enda er hver og einn ein­stak­lingur að reyna að halda geði í þessu þjóð­fé­lagi sem fær­ist áfram á hrað­bergi. Við stöndum frammi fyrir þeim tímum að tæknin er okkar besti vinur og óvinur hvernig hún auð­veldar okkur að hafa sam­skipti við umheim­inn og nálg­ast upp­lýs­ing­ar, á sama tíma er hún helsta ógn sem hægt er að stýra með mark­vissum og skil­virkum hætti. Má nefna að kjarn­orku­vopn eru ekki eins áber­andi og áður fyrr enda eru þau kom­inn í ósýni­legt form eins og við höfum tekið eftir nýlega gaseitrun og kór­óna vírus­inn. Þannig að leggj­ast aftur og hugsa í kyrrð og ró er nauð­syn­legt til að reyna að skilja hvernig ver­öldin virkar og af hverju hún virkar svona. En það er ekki eins­dæmi enda var mik­ill hug­s­uður eða þýski heim­spek­ing­ur­inn Friedrich Ni­etzsche ­sem taldi að mann­eskjan þyrfti að fara end­ur­raða sínum gildum í sínu líf, ekki ýkja langt síð­an. Hann talar um í bók sinni „Thus ­S­poke Z­ar­at­hustra“ sem kom út árið 1881, að heim­ur­inn væri á kross­götum á milli þess að glata sínum gildum og að fara end­ur­raða þeim. Ni­etzsche fann fyrir breyt­ing­unum sem áttu sér stað í ver­öld­inni á þessum tíma og sá hvernig ein­stak­ling­ur­inn var mikið að þjást af óþörfu. Hann vildi meina að ein­stak­ling­ur­inn væri búin að lifa eftir öðrum gildum en honum lang­aði ekki sem gerði hann bæði svekktan og ósáttan sem bjó til sterk­ari til­hneig­ingu fyrir til­gangs­leys­inu í hans til­vist. Ni­etzsche tók eftir því að eina leiðin út úr þessum þján­ingum væri að end­ur­raða sínum gildum og gerast sinn „of­ur­mað­ur“ eða „ubermensch“.

En af hverju var Ni­etzsche að benda á að ein­stak­ling­ur­inn þyrfti að fara end­ur­raða sínum gildum er áhuga­verð spurn­ing og felur í sér langan aðdrag­anda. Ni­etzsche var vel vak­andi ein­stak­lingur sem hafði bæði menntun í guð­fræði og heim­speki sem gerði það að verkum að hann hafði djúpa og víð­tæka sýn inn í báða þessa heima. Það gerði honum kleift að horfa blákalt á ver­öld­ina sem stóð fyrir framan hann og hvernig hún væri búin að þró­ast. Í bók sinni „Beyond ­Good and Evil“ sem kom út árið 1886. Þar kemur hann fram með þá kenn­ingu að sinn guð væri dáinn sem varð til þess að Ni­etzsche á einu augna­bliki var tal­inn vera mesta ógn við vest­rænt sam­fé­lag þar sem hann átti að hafa byggt sína kenn­ingu og hugsun á bábilju og hreinu skeyt­ing­ar­leysi gagn­vart trúnni. En þetta hugs­un­ar­leysi hafði líka margt fram að færa sem er áhuga­vert er að skoða nán­ar. Ni­etzsche las gríska heim­spek­ing­inn Sókrates í túlkun Platós, stóíska heim­spek­ing­ana Epict­etu­s og ­Seneca, kristin trú, franska heim­spek­ing­inn Rene Descartes, og þýska heim­spek­ing­inn ­Ge­or­ge Hegel.

Í þess­ari grein ætla ég að reyna að svara þess­ari spurn­ingu „af hverju við eigum að end­ur­raða okkar gild­um?“ Þess­ari spurn­ingu verður gefið góð skil til að reyna að skilja hvað lá á bak­við hugs­un Ni­etzsche. En ég tek það fram að þessi leið að svar­inu er mín til­gáta að þess­ari kenn­ingu hans eftir lestur á sömu bókum og Ni­etzsche las. Þannig aug­ljós­lega aðrir sem geta dregið ályktun með öðru­vísi hætti. En hvernig hann túlkar þessa sögu manns­and­ans verður reynt að botna og sömu­leiðis verður þessi kenn­ing hans færð yfir á sam­fé­lagið á okkar tíma enda erum við á ein­hvers­konar umbreyt­ing­ar­skeiði sem eng­inn veit hvað verður af í fram­hald­inu.

Sókrates

Grikk­land var þekkt fyrir þekk­ing­ar­lind nokkrum árum áður en krist­in­takan átti sér stað. Þar voru hugs­uðir eins og Sókrates, Plató og ­Aristótel­es. Þeir áttu það allt sam­eig­in­legt að þeir rann­sök­uðu sál ein­stak­lings­ins og hvernig hún sam­ræmd­ist sam­fé­lags­gerð­inni. Sókrates skrif­aði aldrei orð enda taldi hann slíkt tefja hugs­un­ar­ferlið sem ætti að vera í ákveðnu flæði að hverju sinni. En nem­andi hans var Plató sem heim­færði hans hugsun sem kom út í fjöld­inn allan af bókum eins „Sympos­i­um“ sem var end­ur­út­gefin árið 1976 og „The Trail and Deat­h of Socrates“ sömu­leiðis end­ur­út­gefin en árið 2001. 

Auglýsing
En sam­kvæmt Plató, lagði Sókrates ofurá­herslu á að ein­stak­ling­ur­inn ætti að finna far­veg fyrir sínar hugs­anir og ekki láta guð­ina segja sér til um. Hann var hlynntur því að ein­stak­ling­ur­inn ætti að rækta með sér gagn­rýnda hugsun og ætti að æfa sig í að færa rök fyrir þeim hugs­un­um. Hann var líka sam­mála því að ein­stak­ling­ur­inn ætti að vinna eftir gildum eins og heið­ar­leika, sann­gildi, sann­girni o.s.frv. Þetta skap­aði ákveðið and­rúms­loft sem aðrir hugs­uðir tóku til sín og þró­uðu áfram. En Sókrates var dæmdur til dauða fyrir það að beita gagn­rýndi hugsun og fyrir að virkja ungt fólk til að gera slíkt hið sama.

Epict­etu­s og ­Seneca

Arf­leið grískra hugs­unar var í höndum stóískra heim­spek­inga sem voru upp á þeim tímum þar sem kristnitakan var að ganga í garð og nokkrum árum eftir hana. En bæð­i Epict­etu­s og ­Seneca voru undir áhrifum Sókratesar varð­andi að beita gagn­rýndi hugsun og að mað­ur­inn ætti að lifa heilsu­sam­legu lífi í sam­ræmi við eðli nátt­úr­una. En þessar hug­leið­ingar koma fram í bók Epict­etu­s „D­iscour­se and ­Sel­ect­ed W­rit­ing“ end­ur­út­gefin árið 2004 og ­Seneca „­Lett­er­s from a ­Stoic“ end­ur­út­gefin árið 2008. Að mað­ur­inn ætti ekki að sækj­ast eftir meiri en hann þurfti eins og fæðu, föt, og þak yfir höf­uð­ið. En þeir voru líka með­vit­aðir um að mað­ur­inn vildi líka sækj­ast eftir árangri og vel­gengni í sínu lífi. Þeir hug­leiddu vilj­ann sem ætti hafa mikil hlut­skipti hjá ein­stak­lingn­um. Þeir vildu meina að vilj­inn væri drif­kraftur ein­stak­lings­ins en ætti að vera í góðu sam­komu­lagi við var­kárni þannig að ein­stak­lingurinn myndi ekki verða í sjálf­heldu eða halda sjálfum sér í skefj­um. Þeir voru líka sam­mála um að ein­stak­ling­ur­inn ætti að hafa æðru­leysi gagn­vart sam­fé­lags­legum þáttum eins og órétt­læti, ójafn­rétti enda væri það í hlut manns­ins að velja á milli hvar hann vildi að sinn vilji myndi orsakast. Þeir töldu einnig að ein­stak­ling­ur­inn ætti að mæta sínum ótta með sterkum og föstum hætti. Að dauði, líf og elli væri órjúf­an­legur partur af þróun manns­ins þannig að mað­ur­inn ætti ekki að ótt­ast slíkt.

Jesús krist­ur og kristi­leg­u ­gildin

Kristin trú varð að veru­leik­um um svipað leyti og stóískir hugs­uðir áttu erindi sem erf­iði. Hún varð op­in­ber­leg ­fyrir nákvæm­lega 2200 árum síðan og kom í kjöl­farið á Jesús Krist og hans skila­boð­um. En Jesús Krist var kross­festur fyrir að standa vörðu um rétt­læti og vera fylgj­andi sterkum mann­legum gild­um. Með dauða hans var sett af stað sið­ferð­is­kerfi sem fólkið átti að fylgja. Trúin sjálf mið­ast út frá boð­orð­unum tíu sem sneri að „eigi skaltu þú drepa, stela eða drýgja hór“ sem var ákveðin sam­fé­lags­leg lína sem átti að miða ein­stak­lings hugsun og hegð­un. En það eru tvær hliðar á þess­ari trú vegna þess að ein­stak­ling­ur­inn getur annað hvort verið fylgj­andi Jesús Krists eða þeim sem kross­festu Jesús Krist. Þetta sið­ferð­is­kerfi fékk marga hugs­uðu til að velta vöngum sínum yfir hver væri hin rétt­mæti sann­leikur á bak­við þessi trú­ar­brögð. Er heim­ur­inn fylgj­andi Jesús Krist eða þeim sem kross­festu hann? Þetta kemur fram í Bibl­í­unn­i, ­Gospel of John og ­Gospel of Lu­ke.

Rene Descartes

Franski heim­spek­ing­ur­inn Descartes var einmitt af þeim meiðum að beita gagn­rýndi hugsun enda eyddi hann miklum tíma í að skilja þetta yfir­skil­vit­lega sam­band manns og guðs með til­lit til kristin trú­ar. Hann var uppi á 17. öld en er tal­inn vera með þeim fyrstu sem gagn­rýnir þetta óáþreif­an­lega sam­band. Í bók sinni „Medita­tions on Fir­st P­hilosphy“ sem kom út árið 1641, kemur hann fram með „tví­hyggju kenn­ing­una“ að mað­ur­inn væri upp­settur þannig að hugur hans væri aðskil­inn frá hans lík­ama. Ástæð­una taldi hann að þegar mað­ur­inn væri heima hjá sér við lestur bóka þá væri hann ekki að hreyfa sinn lík­ama heldur væri hann aðskil­inn sínum lík­ama. Þar væri hugur hans sem réði ferð­inni og líka að mað­ur­inn þyrfti ekki að hreyfa sína útlimi til að ímynda sér. Hann gæti setið heima hjá sér, lesið bók og ímyndað sér að hann væri ann­ars staðar en hann væri. Þarna tal­að­i Descartes um að hug­ur­inn væri aðskil­inn lík­am­an­um. Þessi kenn­ing hefur verið mikið þrætu­epli og varð til þess að hugs­uðir fóru að horfa á allt í líf­inu frá tveimur hlið­um, hvort sem það var efni eða andi, kirkjan eða vís­indi eða hið jákvæða eða nei­kvæða.

Georg Hegel

Er þýskur heim­spek­ingur sem velti fyrir sér einmitt þessu með það jákvæða og nei­kvæða eða eins og hann kallar það; þátt­inn og and­stæð­una. Hann er talin vera ein af braut­ryðj­endum til­vist­ar­stefn­unnar vegna þess að til­vist manns­ins var honum ofar­lega í huga. Í bók sinni „Phen­omen­ology of ­Spi­rit“ sem kom út árið 1807, braut Hegel hug­ann um hvað það væri sem sam­fé­lagið tæk­ist á við sem væri margt nei­kvætt eins og órétt­læti, ójafn­rétti, kúg­un, fátækt en á sama tíma væri rétt­læti, jafn­rétti, ekki kúgun og fólk var vel efn­að. 

Auglýsing
Hann var mið­aður við hvað ein­stak­ling­ur­inn gæti gert í slíkri stöðu þegar hann væri þjak­aður af nei­kvæðum hugs­unum og þeirri þján­ingu sem fylgdi með. Hann gæti nýtt sér þessar aðstæður til að breyta um í sínu umhverfi með því að sam­eina það nei­kvæða og jákvæða í ein­hverja aðra mynd­un. Þannig vilji ein­stak­lings­ins væri að not­færa sér hið nei­kvæða og búa til eitt­hvað jákvætt sem myndi enda sem ein­hver ­sam­run­i af þessu tvennu.

Tím­arnir okkar með­ Ni­etzsche í bak­sýn­is­spegl­inum

Það er óhætt að segja að Ni­etzsche hafi stúd­erað ein­stak­ling­inn og sam­fé­lagið í sögu manns­and­ans. Hvernig hann komst að að við ættum að end­ur­raða gildum okkar var í ólínu­legri þróun frá heil­ræðum grískra og stóískrar yfir í félags­legt taum­hald sem kristin trú hafði í för með sér, tví­hyggja Descartes að þætt­inum og and­stæð­unni hjá Hegel. Hann var upp­fullur af enda­lausum hug­myndum og var dygg­ur áð­dá­and­i ­gagn­rýndra hugs­unar og var sam­mála um að lífið væri skil­yrð­is­laust og þján­ing væri óhjá­kvæmi­leg. Hann var í mik­illi mót­sögn við kristin trú og fannst skila­boðin vera á skjön við það sem Jesús Krist boð­aði. Með þessu mynd­aði hann með sér enn sterk­ari skoðun að hann gæti aðskilið sjálfan sig frá þeim kenn­ingum og hug­myndum sem hann var ekki sam­mála í anda Descartes. Hann þar af leið­andi leiddi hug­ann um hið nei­kvæða og jákvæða og sam­einað þessa orku í eina ein­ingu til að lifa af. Með þessu taldi hann að mað­ur­inn ætti að end­ur­raða sínum gildum vegna þess að sið­ferð­is­kerfið í vest­rænu sam­fé­lagi væri á sandi reist eða hefði verið dul­búið sem Jesús Kristur en var í raun og veru þeir sem kross­festu Jesús Krist. Þarna taldi hann sömu­leiðis að sinn guð væri dáinn sem gerði það að verkum að nýjum gildum þyrfti að huga að vegna þess að gömlu gildin væri rúin sínu trausti.

Það er alveg hægt að sam­ræma okkar tíma í dag við það sem Ni­etzsche lagði fram á sínum tíma sem er að end­ur­raða gild­unum okk­ar. Við búum í sam­fé­lagi þar sem fals fréttir birta lýg­ina ­sem sann­leik­ann. Ytri veru­leiki er merki­legri en okkar innri veru­leiki. Ein­stak­ling­ur­inn er met­inn af hversu mikið hann á af eign­um, bíl­um, og hvernig hans birt­ing­ar­mynd kemur fyrir í tengslum við ver­ald­lega hluti eins og föt, skart­gripi, raf­tæki og hversu oft hann kemst erlend­is. Ein­stak­ling­ur­inn getur verið vel klæddur frá toppi til táar og komið vel fram en er síðan með sið­ferði á við hýenu, hefur enga stjórnun á sínu lægsta eðli. Þetta eru hlutir sem sam­fé­lagið metur að verð­leikum og skiptir innri maður ekki neinu máli eins og við­horf til heið­ar­leika, sann­gildi, rétt­læt­is­kennd­ar, jafn­rétti, og sterk ein­stak­lings­vit­und. Síðan eru það loft­lags­málin sem hafa koll­varpað sam­fé­lag­inu sem hefur kallað á gjör­breyta lifn­að­ar­hætti og lífsmáta í kjöl­far­ið. Núna síð­ast kór­ónu vírus­inn sem ætlar að ýta undir efna­hags­hrun með ein­hverjum hætti. Það er margt að eiga sér stað í sam­fé­lag­inu og það er eng­inn fásinna að hug­leiða að það sé kom­inn mögu­lega tími til að við end­ur­hugsum lífið og gildin sem við fylgjum eft­ir. Að rækta innri gildi óháð sam­fé­lags­legum spegli sem sýnir meir og meir hið órétt­mæta sjálf sem hefur týnst í þessum hlut­bund­u ­sam­böndum sem mann­eskjan hefur þróað með sér. Til dæmis að gervi greind sé nán­ast að kom­ast á þann stað sem vit­und manns­ins er, er aug­ljós­lega í mik­illi mót­sögn við þró­un­ar­kenn­ingu Charles D­arwins og tví­hyggju Rene Descartes. Líka hrein móðgun við það nátt­úru lög­mál sem við eigum að lifa við sem er að beita rök­hugsun til að geta sagst vera æðri dýr­unum ann­ars erum við að blekkja okk­ur. Við búum nefni­lega við þau for­rétt­indi að geta beit tungu­mál­inu og rök­hugsun sem er eins nálægt að mað­ur­inn kemst að guði eða guð­un­um. Ef við til­einkum okkur þetta að við þurfum að fara end­ur­raða gild­unum okkar og förum eftir þeim gildum sem við viljum að séu leið­andi í okkar lífi, þá náum við að verða okkar „of­ur­mað­ur“ eða „ubermensch“.

Höf­undur er seiglurað­gjafi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar