Kórónuveiran laðar fram það besta hjá okkur

Ingrid Kuhlman skrifar um samstöðuna, óshérhlífnina og hjálpsemina sem brýst fram við aðstæður eins og þær sem við tökumst nú á við.

Auglýsing

Í far­aldr­inum sem nú herjar á heims­byggð­ina má ekki gleyma því að slíkir atburðir laða oft fram það besta hjá okkur mann­fólk­inu. Ekki aðeins kór­óna­veiran virð­ist bráðsmit­andi heldur einnig góð­vild, von og náunga­kær­leik­ur.

Að sjálf­sögðu ber­ast okkur af og til kald­hæðn­is­legar sög­ur, t.d. af vopn­uðum mönnum sem stela kló­settrúllum í Hong Kong eða áströlskum konum sem slást í mat­vöru­versl­unum vegna deilna um kló­sett­papp­ír. Byggt á þessum sögum væri hægt að draga þá ályktun að fólk hugsi bara um sjálft sig.

Ekk­ert er jafn fjarri raun­veru­leik­an­um. Almanna­varna­deild rík­is­lög­leglu­stjóra, sótt­varna­lækn­ir, land­læknir og fjöl­margir aðrir hafa und­an­farnar vikur gengið fum­laust til verka við að skipu­leggja varnir gegn útbreiðslu kór­ónu­veirunnar hér­lend­is. ­Rík­is­stjórnin hefur bakkað þetta frá­bæra fag­fólk upp án fáts. Starfs­fólk veiru­deildar Land­spít­al­ans hefur unnið linnu­laust við ótrú­legar aðstæður til að greina þús­undir sýna. Þús­undir lækna, hjúkr­un­ar­fræð­inga, sjúkra­liða auk starfs­fólks í ræst­ingum hafa lagt mikið á sig til að sinna veikum ein­stak­lingum og tryggja að heil­brigð­is­kerfið geti starf­að. Yfir 300 lækn­ar, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar, sjúkra­liðar og lyfja­fræð­ingar hafa auk þess skráð sig í sér­staka bak­varð­ar­sveit heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar. 

Auglýsing
Kári Stef­áns­son steig fram og bauð fram ómet­an­lega aðstoð til að fram­kvæma skimanir fyrir kór­ónu­veirunni og gera jafn­framt rann­sóknir á mögu­legum stökk­breyt­ingum veirunn­ar. Síð­ast en ekki síst þá leggj­ast íbúar lands­ins á eitt um að draga úr frek­ari útbreiðslu veirunn­ar. Við erum öll almanna­varn­ir!

Ástandið gerir okkur nán­ara

Frá Kína, Ítal­íu, Spáni og Dan­mörku ber­ast þær fregnir að krísan hefur gert fólk nán­ara. Í Kína hefur fólk að eigin sögn lært að þiggja aðstoð ann­arra. Vegna kór­ónu­veirunnar og ein­angr­unar sem margir hafa þurft að sæta hefur fólk stutt hvert annað í auknum mæli. Margir Kín­verjar segja „ji­ayou“ („ekki gef­ast upp“) til að hvetja hvert ann­að. Á Ítal­íu, þar sem hafa verið settar þröngar skorður og fólk hvatt til að vera heima hjá sér, létta Ítalir hver öðrum lund­ina með því að standa úti á svölum og syngja Abbracci­ame („faðm­aðu mig“), lag frá Napólí sem allir þekkja.Sungið á svölunum á Ítalíu. 

Börnin skrifa „Andrà tutto bene“ („þetta reddast“) á vegg­ina og hafa þessi hvatn­ing­ar­orð­in, sem voru fyrst notuð af nokkrum mæðrum í Puglia, breiðst út um alla Ítalíu eins og annar far­ald­ur. Á Spáni fóru íbúar lands­ins út á svalir rétt áður og útgöngu­bannið tók gildi og klöpp­uðu hátt til að þakka heil­brigð­is­starfs­mönnum lands­ins sem leggja nótt við nýtan dag til að tryggja heilsu og vellíðan fólks. Í Dan­mörku hefur verið stofn­aður bak­hópur á Face­book þar sem fólk býður sig fram til að hringja í aldr­aða, fara í inn­kaupa­ferðir og útrétt­ingar fyrir þá, fara með póst eða sækja lyf. 

Sam­staðan er fal­leg

Hér­lendis hafa einnig borist fjöl­margar jákvæðar frétt­ir. Eftir að mat­ar­út­hlutun Mæðra­styrks­nefndar var hætt vegna smit­hætt­u bár­ust sem dæmi þau ánægju­legu tíð­indi að fram­tak sjálf­boða­liða væri komið af stað til að aðstoða þennan við­kvæma hóp. Gras­rótin leysir þannig þennan vanda með hags­muni sam­borg­ara sinna í huga án aðkomu stjórn­valda. 

Rann­sóknir hafa sýnt að ósér­hlífni, hjálp­semi og sam­staða eykst almennt þegar á reyn­ir. Kald­hæðni víkur fyrir von. Við áttum okkur á því að við erum öll í þessu saman og þurfum að sýna ábyrgð og sam­stöðu. Áföll þjappa okkur saman og sýna hið rétta eðli Íslend­inga. Alls staðar sést fólk sem vill leggja sitt af mörk­um, með því að hlíta fyr­ir­mælum um sótt­kví, ein­angrun og sam­göngu­bann og líka með því að bjóða fram hvers konar aðstoð. Ómet­an­leg verð­mæti fel­ast í þess­ari sam­stöðu. Kannski á heims­far­ald­ur­inn eftir að færa okkur nær hvert öðru (ekki lík­am­lega þó). Eða eins og ítalski for­sæt­is­ráð­herran Guiseppe Conte orð­aði það: „Höldum fjar­lægð í dag, svo að við getum faðm­ast enn þétt­ings­fast­ara á morg­un.“

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar