Vanvirðing við innflytjendur

Gauti Kristmannsson segir að útlendingar verði útundan þegar kemur að upplýsingagjöf um útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann gerir þá kröfur að yfirvöld og fjölmiðlar í landinu sinni öllum borgurum þess óháð móðurmáli þeirra.

Auglýsing

Und­an­farnar vikur hefur far­ald­ur­inn geisað og yfir­völd gera sitt best til að miðla upp­lýs­ingum til lands­manna og er það vel. Við höfum fengið upp­lýs­ingar mat­reiddar með yfir­veg­uðum hætti og meira að segja nettröllin þegja að mestu og er þá mikið unn­ið.

En það er einn hópur sem mér sýn­ist hafa orðið illi­lega útund­an. Við höfum jú séð að allar fréttir RÚV, og og ann­arra miðla að ein­hverju leyti líka, eru tákn­mál­stúlk­aðar þessa dag­ana, einnig blaða­manna­fundir Almanna­varna með land- og sótt­varna­lækni og fleir­um. Þetta er mjög gott og sýnir vit­und um að ekki skilji allir tal­aða íslensku og að alvar­leiki máls­ins kallar á þetta. En ég hef ekki orðið var við að slíkir við­burðir séu túlk­aðir eða þýddir á tungu­mál inn­flytj­enda sem búa hér tug­þús­undum saman og eru einnig veiga­miklir skatt­borg­arar í þessu landi. Það er með ólík­indum að stjórn­völd og fjöl­miðlar sýni þessum borg­urum lands­ins í raun van­virð­ingu með þessum hætti, fyrir utan þá aug­ljósu stað­reynd að þeir hafa þá ekki sömu upp­lýs­ingar og vit­neskju til að átta sig á hvernig ber að hegða sér í þess­ari vá sem að steðj­ar.

Auglýsing
Það eru vissu­lega ein­hverjar felu­síður með ensku og pólsku hér og þar og meira að segja hefur eitt­hvað verið textað á ensku eins og allt þetta verka­fólk og iðn­að­ar­menn frá Aust­ur-­Evr­ópu, svo ekki sé minnst á fólk sem komið hefur enn lengra að, tali reiprenn­andi ensku. Svo er ekki, það er tómt mál að tala um að nota ensku sem sam­skipta­mál við stóra hópa inn­flytj­enda þegar um er að ræða svo alvar­legt mál sem þennan far­ald­ur. Það er ekki hægt að nota ensku sem alíbí þegar svona mikil vá steðjar að, það þarf að ávarpa fólkið á tungu­máli sem það skil­ur. Það hrein­lega verður að þýða eða túlka skila­boðin til fólks­ins.

Útvarps­stjóri hefur nefnt að verið væri að und­ir­búa ein­hverjar þýð­ingar á pólsku og er það vel, en það er of seint og ég ótt­ast að það verði ekki nógu mik­ið. Ekki þýðir að segja mér að það sé of þung­lama­legt eða ekki hægt, það eru til margar leiðir til að koma þessum upp­lýs­ingum á fram­færi, með þýddum skila­boð­um, það væri hægt að sýna frétta­manna­fund­ina túlk­aða á hljóðrásum hjá fjöl­miðl­um, eða textaða með ein­hverri seink­un. Það eru allir mögu­leikar fyrir hendi og þetta fólk á rétt á upp­lýs­ingum frá þeim yfir­völdum sem það greiðir skatta sína til. Ég geri þá kröfur að yfir­völd og fjöl­miðlar í þessu landi sinni öllum borg­urum þess óháð móð­ur­máli þeirra.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Smitum fjölgar um eitt á milli daga.
Tuttugu og eitt smit og átta utan sóttkvíar
Tuttugu og einn einstaklingur greindist með COVID-19 hérlendis í gær. Minnihluti þeirra, eða átta manns, voru utan sóttkvíar við greiningu.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Ástandið kallar á að við setjum okkur í spor annarra – og er prófsteinn á siðferði okkar
Sjaldan hefur verið mikilvægara að staldra við og íhuga aðgerðir stjórnvalda vegna þerrar heilsuvár sem vofir yfir. Við það vaknar fjöldi siðferðislegra spurninga og ræddi Kjarninn við Vilhjálm Árnason til þess að komast nær svörum í flóknum aðstæðum.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Eiríkur Ragnarsson
Að hanga heima hefur aldrei verið betra
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar