Vanvirðing við innflytjendur

Gauti Kristmannsson segir að útlendingar verði útundan þegar kemur að upplýsingagjöf um útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann gerir þá kröfur að yfirvöld og fjölmiðlar í landinu sinni öllum borgurum þess óháð móðurmáli þeirra.

Auglýsing

Und­an­farnar vikur hefur far­ald­ur­inn geisað og yfir­völd gera sitt best til að miðla upp­lýs­ingum til lands­manna og er það vel. Við höfum fengið upp­lýs­ingar mat­reiddar með yfir­veg­uðum hætti og meira að segja nettröllin þegja að mestu og er þá mikið unn­ið.

En það er einn hópur sem mér sýn­ist hafa orðið illi­lega útund­an. Við höfum jú séð að allar fréttir RÚV, og og ann­arra miðla að ein­hverju leyti líka, eru tákn­mál­stúlk­aðar þessa dag­ana, einnig blaða­manna­fundir Almanna­varna með land- og sótt­varna­lækni og fleir­um. Þetta er mjög gott og sýnir vit­und um að ekki skilji allir tal­aða íslensku og að alvar­leiki máls­ins kallar á þetta. En ég hef ekki orðið var við að slíkir við­burðir séu túlk­aðir eða þýddir á tungu­mál inn­flytj­enda sem búa hér tug­þús­undum saman og eru einnig veiga­miklir skatt­borg­arar í þessu landi. Það er með ólík­indum að stjórn­völd og fjöl­miðlar sýni þessum borg­urum lands­ins í raun van­virð­ingu með þessum hætti, fyrir utan þá aug­ljósu stað­reynd að þeir hafa þá ekki sömu upp­lýs­ingar og vit­neskju til að átta sig á hvernig ber að hegða sér í þess­ari vá sem að steðj­ar.

Auglýsing
Það eru vissu­lega ein­hverjar felu­síður með ensku og pólsku hér og þar og meira að segja hefur eitt­hvað verið textað á ensku eins og allt þetta verka­fólk og iðn­að­ar­menn frá Aust­ur-­Evr­ópu, svo ekki sé minnst á fólk sem komið hefur enn lengra að, tali reiprenn­andi ensku. Svo er ekki, það er tómt mál að tala um að nota ensku sem sam­skipta­mál við stóra hópa inn­flytj­enda þegar um er að ræða svo alvar­legt mál sem þennan far­ald­ur. Það er ekki hægt að nota ensku sem alíbí þegar svona mikil vá steðjar að, það þarf að ávarpa fólkið á tungu­máli sem það skil­ur. Það hrein­lega verður að þýða eða túlka skila­boðin til fólks­ins.

Útvarps­stjóri hefur nefnt að verið væri að und­ir­búa ein­hverjar þýð­ingar á pólsku og er það vel, en það er of seint og ég ótt­ast að það verði ekki nógu mik­ið. Ekki þýðir að segja mér að það sé of þung­lama­legt eða ekki hægt, það eru til margar leiðir til að koma þessum upp­lýs­ingum á fram­færi, með þýddum skila­boð­um, það væri hægt að sýna frétta­manna­fund­ina túlk­aða á hljóðrásum hjá fjöl­miðl­um, eða textaða með ein­hverri seink­un. Það eru allir mögu­leikar fyrir hendi og þetta fólk á rétt á upp­lýs­ingum frá þeim yfir­völdum sem það greiðir skatta sína til. Ég geri þá kröfur að yfir­völd og fjöl­miðlar í þessu landi sinni öllum borg­urum þess óháð móð­ur­máli þeirra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar