Vanvirðing við innflytjendur

Gauti Kristmannsson segir að útlendingar verði útundan þegar kemur að upplýsingagjöf um útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann gerir þá kröfur að yfirvöld og fjölmiðlar í landinu sinni öllum borgurum þess óháð móðurmáli þeirra.

Auglýsing

Und­an­farnar vikur hefur far­ald­ur­inn geisað og yfir­völd gera sitt best til að miðla upp­lýs­ingum til lands­manna og er það vel. Við höfum fengið upp­lýs­ingar mat­reiddar með yfir­veg­uðum hætti og meira að segja nettröllin þegja að mestu og er þá mikið unn­ið.

En það er einn hópur sem mér sýn­ist hafa orðið illi­lega útund­an. Við höfum jú séð að allar fréttir RÚV, og og ann­arra miðla að ein­hverju leyti líka, eru tákn­mál­stúlk­aðar þessa dag­ana, einnig blaða­manna­fundir Almanna­varna með land- og sótt­varna­lækni og fleir­um. Þetta er mjög gott og sýnir vit­und um að ekki skilji allir tal­aða íslensku og að alvar­leiki máls­ins kallar á þetta. En ég hef ekki orðið var við að slíkir við­burðir séu túlk­aðir eða þýddir á tungu­mál inn­flytj­enda sem búa hér tug­þús­undum saman og eru einnig veiga­miklir skatt­borg­arar í þessu landi. Það er með ólík­indum að stjórn­völd og fjöl­miðlar sýni þessum borg­urum lands­ins í raun van­virð­ingu með þessum hætti, fyrir utan þá aug­ljósu stað­reynd að þeir hafa þá ekki sömu upp­lýs­ingar og vit­neskju til að átta sig á hvernig ber að hegða sér í þess­ari vá sem að steðj­ar.

Auglýsing
Það eru vissu­lega ein­hverjar felu­síður með ensku og pólsku hér og þar og meira að segja hefur eitt­hvað verið textað á ensku eins og allt þetta verka­fólk og iðn­að­ar­menn frá Aust­ur-­Evr­ópu, svo ekki sé minnst á fólk sem komið hefur enn lengra að, tali reiprenn­andi ensku. Svo er ekki, það er tómt mál að tala um að nota ensku sem sam­skipta­mál við stóra hópa inn­flytj­enda þegar um er að ræða svo alvar­legt mál sem þennan far­ald­ur. Það er ekki hægt að nota ensku sem alíbí þegar svona mikil vá steðjar að, það þarf að ávarpa fólkið á tungu­máli sem það skil­ur. Það hrein­lega verður að þýða eða túlka skila­boðin til fólks­ins.

Útvarps­stjóri hefur nefnt að verið væri að und­ir­búa ein­hverjar þýð­ingar á pólsku og er það vel, en það er of seint og ég ótt­ast að það verði ekki nógu mik­ið. Ekki þýðir að segja mér að það sé of þung­lama­legt eða ekki hægt, það eru til margar leiðir til að koma þessum upp­lýs­ingum á fram­færi, með þýddum skila­boð­um, það væri hægt að sýna frétta­manna­fund­ina túlk­aða á hljóðrásum hjá fjöl­miðl­um, eða textaða með ein­hverri seink­un. Það eru allir mögu­leikar fyrir hendi og þetta fólk á rétt á upp­lýs­ingum frá þeim yfir­völdum sem það greiðir skatta sína til. Ég geri þá kröfur að yfir­völd og fjöl­miðlar í þessu landi sinni öllum borg­urum þess óháð móð­ur­máli þeirra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar