Sálfræðileg viðbrögð á óvissutímum

Heimir Snorrason sálfræðingur fjallar um 6 atriði í hegðun og tilfinningalífi á meðan á óvissuástandi stendur.

Auglýsing

Á óvissu­tímum er eðli­legt að fólk kom­ist í upp­nám. Eins og orðið gefur til kynna þá felur óvissa í sér ástand þar sem fleiri spurn­ingar en svör er að finna. Okkur líður best ef að við vitum hvað er í vændum og getum gert ráð­staf­an­ir. Mig langar að fjalla um 6 atriði sem tengj­ast hegðun og til­finn­inga­lífi okkar á meðan á óvissu­á­standi stend­ur. Margt að því sem fer hér á eftir getur virst aug­ljóst en getur svo gleymst þegar álagið eykst. Því er mik­il­vægt að æfa sig á þessum við­brögðum á meðan álagið er minna svo við getum notað þau þegar á reyn­ir. 

1. Við lærum af mót­læti

Fólk er almennt sterkt og þrautseigt. Ef við þyldum ekki álag værum við löngu útdauð. 

Bestu við­brögð: Við getum notað þennan tíma til að læra betur inn á okkur og hvernig við bregð­umst við álagi. Klöppum okkur á bakið fyrir það hversu kær­leiks­rík og umburð­ar­lynd við erum og hversu hratt og skipu­lega við bregð­umst við. Útkoma þessa álags­tíma gæti því verið að við sýnum náung­anum meiri samúð og skiln­ing. 

Auglýsing
Við getum verið hreykin af eigin við­brögðum og munum treysta okkur betur til að takast á við krísur í fram­tíð­inni. Við þroskumst í mót­læti ef að við beinum orku okkar inn á réttar braut­ir. 

2. Ein­földum upp­lýs­ingar

Við skiljum betur ein­faldar upp­lýs­ingar undir álagi. Marg­vís­leg skila­boð eru að ber­ast okkur á sama tíma og við höfum ekki getu til að vinna úr þeim öll­um. Einnig gleymum við frekar hlutum sem sagðir eru við okkur undir álag­i. 

Bestu við­brögð: Tölum með ein­földum hætti hvort við annað og köllum eftir við­bót­ar­upp­lýs­ingum ef að við teljum okkar hafa mis­skilið eitt­hvað. Vörumst að end­ur­hlaða frétta­síð­urnar til að fá nýj­ustu upp­lýs­ing­ar. Það við­heldur oft óþarfa upp­námi. Mín vinnu­regla er að ráð­leggja fólki að fara inn á frétta­miðla ekki oftar en 3-4x á dag til að skoða nýj­ustu frétt­ir. Meiri frétta­neysla hefur ekki jákvæð áhrif á til­finn­inga­líf eða getu til að bregð­ast við aðstæð­u­m. 

3. Temjum okkur sveigj­an­leika 

Erfitt getur verið að breyta hegð­un­ar­mynstri fólks í óvissu sér­stak­lega ef að það gengur gegn sann­fær­ingu þess. Við rétt­lætum hegðun okkar með til­finn­ingum frekar en rök­um. Ef að margir bregð­ast við eigin upp­námi frekar en að hlusta á rök er meiri hætta á glund­roða. Mynd: Signý Kolbeinsdóttir

Bestu við­brögð: Það er því mjög mik­il­vægt að upp­lýs­ingar komi frá aðilum sem almennt eru taldir áreið­an­legir og traust­vekj­andi. Opin­berar stofn­anir þurfa að tala með skýrum hætti við þjóð­ina eins og mér sýn­ist þeir hafi gert hingað til. Við þurfum þá að vera til­búin að taka sönsum og breyta hegðun sam­kvæmt því. 

4. Treystum fag­fólki

Eðli­legt er að fólk finni til hræðslu og kvíða við svona aðstæð­ur. Kvíði getur verið hjálp­legur upp að vissu marki en við þær aðstæður sem eiga sér staðar í dag er hætt við að of mik­ill kvíði vinni gegn okk­ur. Óró­leiki vekur upp auk­inn kvíða í okkar nán­asta umhverfi sem aftur smitar út í sam­fé­lagið og eykur almennt upp­nám. 

Bestu við­brögð: Ein­földum áreitið með því að fara eftir ábend­ingum frá ábyrgum aðilum og láta þar við sitja. Treystum yfir­völdum eins og við óskum eftir því að börnin okkar treysti okk­ur. Sinnum hugð­ar­efnum okkar og róum okkur niður frekar en að sækj­ast eftir æsingi. Heyrum í vinum og vanda­mönnum og stöndum sam­an. Sýnum áhyggjum ann­ara skiln­ing en ýtum ekki undir of miklar áhyggj­ur. 

5. Vörumst sjálf­lægni

Hætt er við að sumum finn­ist gengið fram hjá sér við þessar aðstæður og vilja fara eigin leið­ir. Margar ástæður geta verið fyrir því. Til dæmis að við­kom­andi skortir upp­lýs­ing­ar; efa­semdir um fyrætl­anir stjórn­valda; mikið upp­nám eða mikil sjálf­lægni. Slík við­brögð hafa bæði nei­kvæð áhrif á við­kom­andi og hafa marg­feldn­is­á­hrif út í sam­fé­lagið þar sem traust minnkar og fólk fer að vinna hvert fyrir sig frekar en sýna sam­stöð­u. 

Bestu við­brögð: Eins og kom fram hér að ofan er mik­il­vægt að treysta opin­berum aðil­um. Þeir geta gert mis­tök undir miklu álagi og hröðum breyt­ingum en eru samt þeir sem hafa mesta hæfni, fjár­magn og mann­afla til að ákveða bestu við­brögð­in. Ef við teljum að sumir í kring um okkur séu að fá sér­með­ferð er mik­il­vægt að skoða það með ró og rök­semdum og setja í sam­hengi. Það er ekki víst að við skiljum aðstæður rétt þegar við erum sjálf undir álag­i. 

6. Leit­aðu hjálpar ef þörf krefur

Við erum ekki sér­fræð­ingar í krís­um. Við munum því gera mörg mis­tök og bregð­ast óheppi­lega við. Aukn­ing getur verið á rifr­ildum hjóna og óþol­in­mæði gagn­vart börn­um. Van­traust getur auk­ist í sam­fé­lag­in­u. 

Bestu við­brögð: Sýnum okkur skiln­ing og höldum áfram á þeirri leið sem við höfum markað okk­ur. Gerum allt sem í okkar valdi stendur til að draga úr ósætti og deilum jafn­vel þótt að það gæti virst sem við séum að láta í minni pok­ann til skamms tíma. Það ber vott um þroska að láta ekki reiði og rétt­læt­is­kennd ráða för. Ef okkur líður eins og við getum ekki lengur höndlað þær til­finn­ingar sem við erum að takast á við getur verið gott að leita tíma­bundið á náðir sál­fræð­ings eða ann­arra fag­að­ila.

Höf­undur er sál­fræð­ingur hjá fjar­þjón­ustu Tölum Sam­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar