Brexit – Tvísýnar horfur

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, skrifar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og afleiðingar hennar.

Auglýsing

Útganga Stóra-Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu, Brex­it, stað­festir þá meg­in­reglu Evr­ópu­sam­bands­ins að full­veldi aðild­ar­ríkja þess er óskert. Þau geta gengið út hvenær sem þeim sýnist, sam­kvæmt 50. gr. Lissa­bonsátt­mál­ans. Brex­it, er sér­mál Eng­lend­inga sem Skotar hat­ast við og Úlster­búar vilja forð­ast.

Brex­it-­fer­ill Eng­lend­inga markast af innri vand­ræðum þeirra sjálfra, klofn­ingi og klúðri. Nú er þessu lok­ið. Framundan eru marg­hátt­aðar breyt­ingar og rösk­un, en ekk­ert bendir til ann­ars en þess að Eng­lend­ingar kom­ist vel á skrið innan skamms tíma. Farn­ist þeim illa, verður það enn og aftur vegna eigin innri vand­ræða þeirra sjálfra.

Þrátt fyrir ævin­týra­leg stór­yrði bygg­ist andúð Eng­lend­inga á Evr­ópu­sam­band­inu ekki á reynslu þeirra af aðild­inni. Eng­lend­ingar voru alltaf marg­klofnir í afstöðu sinni og and­staða hávær. Í sem skemmstu máli eru helstu útgöngu­á­stæður þeirra eig­in­lega innri mál þjóð­ar­innar sjálfr­ar. - Eng­lend­ingar vilja ein­fald­lega ekki, og margir þeirra hafa aldrei vilj­að, sam­eig­in­legar stjórn­valds­stofn­anir með öðrum ríkj­um; - eða sam­eig­in­legan dóm­stól eða lög­sögu; - eða sam­eig­in­leg landa­mæri eða gæslu; - eða sam­eig­in­lega stjórn­sýslu, skatta og reglu­verk; - eða sam­eig­in­lega versl­un­ar­samn­inga, loft­ferða­stjórn eða fisk­veiði­stjórn. 

Stóra-Bret­land er fjögur þjóð­fé­lög með um 66 millj­ónir manna. Þessar þjóðir eru vel færar um að fara sínar eigin leið­ir. Allir geta skilið útgöngu­á­stæður Eng­lend­inga, þótt skoð­anir á þeim séu og verði auð­vitað skipt­ar. Í Brex­it-á­róðr­inum birt­ust margar fleiri ástæð­ur, mis­jafn­lega mál­efna­legar og margar til­hæfu­laus­ar. Þær hafa líka haft mikil áhrif og jafn­vel velt hlass­in­u. 

Út­göngu­á­stæður Eng­lend­inga eru að miklu leyti óháðar Evr­ópu­sam­vinn­unni og eiga sér djúpar og lang­stæðar rætur í þjóð­arsál­inni, miklu eldri og seig­ari rætur en Evr­ópu­sam­band­ið. Að sumu leyti burð­ast Eng­lend­ingar enn með gamlar heims­veld­is­byrðar í þjóð­arsál­inni, og von­andi verða þær þeim ekki að fóta­kefli.

Auglýsing
Bretar hafa haft marg­vís­legar und­an­þágur og sér­stöðu innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Þeir hafa notið víð­tækra for­rétt­inda á mik­il­vægum svið­um, t.d. í banka- og fjár­mála­kerf­inu sem er Eng­lend­ingum mjög mik­il­vægt. En það gleym­ist að aðrir Evr­ópu­menn fundu þetta greini­lega og þetta olli stöðugri gremju ann­arra í sam­starf­inu. Hund­ruð fjár­mála­fyr­ir­tækja og fyr­ir­tækja á öðrum sviðum í öðrum aðild­ar­ríkjum hafa nú beðið lengi eftir því að Eng­lend­ing­arnir hypji sig loks­ins. Þau hugsa sér gott til glóð­ar­innar að taka sætin sem Eng­lend­ingar hafa not­ið.

Þessu til við­bótar liggur fyrir að mörg bresk fjár­mála­fyr­ir­tæki hafa und­an­farið aukið umsvif sín á meg­in­land­inu, í sam­starfi við aðra og í sam­starfs- og dótt­ur­fyr­ir­tækj­um. Þau hyggj­ast tryggja aðild sína að mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins áfram, og ýmsir telja að þá muni enn minnka vægi fjár­mála­mið­stöðv­ar­innar í mið­borg Lund­úna. Í þessu öllu eru tví­sýnar horfur fyrir Eng­lend­inga um fram­haldið á kom­andi árum.  

Um þessar mundir bein­ist athygli manna auð­vitað að hugs­an­legum afleið­ingum kór­ónu­veirunnar á stöðu og fram­tíð Evr­ópu­sam­vinn­unn­ar, hvernig Evr­ópu­sam­band­inu og evr­unni reiðir af eða hvort ein­hvers konar upp­lausn verð­ur. Hitt er annað mál að með útgöngu Breta má einnig búast við því að mjög dragi úr varúð og and­stöðu gegn rót­tækri sam­þætt­ingu og stór­rík­is­þróun innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Mörgum er þetta annað áhyggju­efni.

Höf­undur er fyrr­ver­andi skóla­stjóri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar