Brexit – Tvísýnar horfur

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, skrifar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og afleiðingar hennar.

Auglýsing

Útganga Stóra-Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu, Brex­it, stað­festir þá meg­in­reglu Evr­ópu­sam­bands­ins að full­veldi aðild­ar­ríkja þess er óskert. Þau geta gengið út hvenær sem þeim sýnist, sam­kvæmt 50. gr. Lissa­bonsátt­mál­ans. Brex­it, er sér­mál Eng­lend­inga sem Skotar hat­ast við og Úlster­búar vilja forð­ast.

Brex­it-­fer­ill Eng­lend­inga markast af innri vand­ræðum þeirra sjálfra, klofn­ingi og klúðri. Nú er þessu lok­ið. Framundan eru marg­hátt­aðar breyt­ingar og rösk­un, en ekk­ert bendir til ann­ars en þess að Eng­lend­ingar kom­ist vel á skrið innan skamms tíma. Farn­ist þeim illa, verður það enn og aftur vegna eigin innri vand­ræða þeirra sjálfra.

Þrátt fyrir ævin­týra­leg stór­yrði bygg­ist andúð Eng­lend­inga á Evr­ópu­sam­band­inu ekki á reynslu þeirra af aðild­inni. Eng­lend­ingar voru alltaf marg­klofnir í afstöðu sinni og and­staða hávær. Í sem skemmstu máli eru helstu útgöngu­á­stæður þeirra eig­in­lega innri mál þjóð­ar­innar sjálfr­ar. - Eng­lend­ingar vilja ein­fald­lega ekki, og margir þeirra hafa aldrei vilj­að, sam­eig­in­legar stjórn­valds­stofn­anir með öðrum ríkj­um; - eða sam­eig­in­legan dóm­stól eða lög­sögu; - eða sam­eig­in­leg landa­mæri eða gæslu; - eða sam­eig­in­lega stjórn­sýslu, skatta og reglu­verk; - eða sam­eig­in­lega versl­un­ar­samn­inga, loft­ferða­stjórn eða fisk­veiði­stjórn. 

Stóra-Bret­land er fjögur þjóð­fé­lög með um 66 millj­ónir manna. Þessar þjóðir eru vel færar um að fara sínar eigin leið­ir. Allir geta skilið útgöngu­á­stæður Eng­lend­inga, þótt skoð­anir á þeim séu og verði auð­vitað skipt­ar. Í Brex­it-á­róðr­inum birt­ust margar fleiri ástæð­ur, mis­jafn­lega mál­efna­legar og margar til­hæfu­laus­ar. Þær hafa líka haft mikil áhrif og jafn­vel velt hlass­in­u. 

Út­göngu­á­stæður Eng­lend­inga eru að miklu leyti óháðar Evr­ópu­sam­vinn­unni og eiga sér djúpar og lang­stæðar rætur í þjóð­arsál­inni, miklu eldri og seig­ari rætur en Evr­ópu­sam­band­ið. Að sumu leyti burð­ast Eng­lend­ingar enn með gamlar heims­veld­is­byrðar í þjóð­arsál­inni, og von­andi verða þær þeim ekki að fóta­kefli.

Auglýsing
Bretar hafa haft marg­vís­legar und­an­þágur og sér­stöðu innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Þeir hafa notið víð­tækra for­rétt­inda á mik­il­vægum svið­um, t.d. í banka- og fjár­mála­kerf­inu sem er Eng­lend­ingum mjög mik­il­vægt. En það gleym­ist að aðrir Evr­ópu­menn fundu þetta greini­lega og þetta olli stöðugri gremju ann­arra í sam­starf­inu. Hund­ruð fjár­mála­fyr­ir­tækja og fyr­ir­tækja á öðrum sviðum í öðrum aðild­ar­ríkjum hafa nú beðið lengi eftir því að Eng­lend­ing­arnir hypji sig loks­ins. Þau hugsa sér gott til glóð­ar­innar að taka sætin sem Eng­lend­ingar hafa not­ið.

Þessu til við­bótar liggur fyrir að mörg bresk fjár­mála­fyr­ir­tæki hafa und­an­farið aukið umsvif sín á meg­in­land­inu, í sam­starfi við aðra og í sam­starfs- og dótt­ur­fyr­ir­tækj­um. Þau hyggj­ast tryggja aðild sína að mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins áfram, og ýmsir telja að þá muni enn minnka vægi fjár­mála­mið­stöðv­ar­innar í mið­borg Lund­úna. Í þessu öllu eru tví­sýnar horfur fyrir Eng­lend­inga um fram­haldið á kom­andi árum.  

Um þessar mundir bein­ist athygli manna auð­vitað að hugs­an­legum afleið­ingum kór­ónu­veirunnar á stöðu og fram­tíð Evr­ópu­sam­vinn­unn­ar, hvernig Evr­ópu­sam­band­inu og evr­unni reiðir af eða hvort ein­hvers konar upp­lausn verð­ur. Hitt er annað mál að með útgöngu Breta má einnig búast við því að mjög dragi úr varúð og and­stöðu gegn rót­tækri sam­þætt­ingu og stór­rík­is­þróun innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Mörgum er þetta annað áhyggju­efni.

Höf­undur er fyrr­ver­andi skóla­stjóri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
None
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 47. þáttur: Myrk hliðarveröld
Kjarninn 22. janúar 2021
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.
Vegagerðin setur göng í gegnum Reynisfjall og veg á bökkum Dyrhólaóss á dagskrá
Óstöðug fjaran við Vík kallar á byggingu varnargarðs ef af áformum Vegagerðarinnar um færslu hringvegarins verður. Hinn nýi láglendisvegur myndi liggja í næsta nágrenni svæða sem njóta verndar vegna jarðminja og lífríkis.
Kjarninn 22. janúar 2021
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum
Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.
Kjarninn 22. janúar 2021
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar