Brexit – Tvísýnar horfur

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, skrifar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og afleiðingar hennar.Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, skrifar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og afleiðingar hennar.

Auglýsing

Útganga Stóra-Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu, Brex­it, stað­festir þá meg­in­reglu Evr­ópu­sam­bands­ins að full­veldi aðild­ar­ríkja þess er óskert. Þau geta gengið út hvenær sem þeim sýnist, sam­kvæmt 50. gr. Lissa­bonsátt­mál­ans. Brex­it, er sér­mál Eng­lend­inga sem Skotar hat­ast við og Úlster­búar vilja forð­ast.

Brex­it-­fer­ill Eng­lend­inga markast af innri vand­ræðum þeirra sjálfra, klofn­ingi og klúðri. Nú er þessu lok­ið. Framundan eru marg­hátt­aðar breyt­ingar og rösk­un, en ekk­ert bendir til ann­ars en þess að Eng­lend­ingar kom­ist vel á skrið innan skamms tíma. Farn­ist þeim illa, verður það enn og aftur vegna eigin innri vand­ræða þeirra sjálfra.

Þrátt fyrir ævin­týra­leg stór­yrði bygg­ist andúð Eng­lend­inga á Evr­ópu­sam­band­inu ekki á reynslu þeirra af aðild­inni. Eng­lend­ingar voru alltaf marg­klofnir í afstöðu sinni og and­staða hávær. Í sem skemmstu máli eru helstu útgöngu­á­stæður þeirra eig­in­lega innri mál þjóð­ar­innar sjálfr­ar. - Eng­lend­ingar vilja ein­fald­lega ekki, og margir þeirra hafa aldrei vilj­að, sam­eig­in­legar stjórn­valds­stofn­anir með öðrum ríkj­um; - eða sam­eig­in­legan dóm­stól eða lög­sögu; - eða sam­eig­in­leg landa­mæri eða gæslu; - eða sam­eig­in­lega stjórn­sýslu, skatta og reglu­verk; - eða sam­eig­in­lega versl­un­ar­samn­inga, loft­ferða­stjórn eða fisk­veiði­stjórn. 

Stóra-Bret­land er fjögur þjóð­fé­lög með um 66 millj­ónir manna. Þessar þjóðir eru vel færar um að fara sínar eigin leið­ir. Allir geta skilið útgöngu­á­stæður Eng­lend­inga, þótt skoð­anir á þeim séu og verði auð­vitað skipt­ar. Í Brex­it-á­róðr­inum birt­ust margar fleiri ástæð­ur, mis­jafn­lega mál­efna­legar og margar til­hæfu­laus­ar. Þær hafa líka haft mikil áhrif og jafn­vel velt hlass­in­u. 

Út­göngu­á­stæður Eng­lend­inga eru að miklu leyti óháðar Evr­ópu­sam­vinn­unni og eiga sér djúpar og lang­stæðar rætur í þjóð­arsál­inni, miklu eldri og seig­ari rætur en Evr­ópu­sam­band­ið. Að sumu leyti burð­ast Eng­lend­ingar enn með gamlar heims­veld­is­byrðar í þjóð­arsál­inni, og von­andi verða þær þeim ekki að fóta­kefli.

Auglýsing
Bretar hafa haft marg­vís­legar und­an­þágur og sér­stöðu innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Þeir hafa notið víð­tækra for­rétt­inda á mik­il­vægum svið­um, t.d. í banka- og fjár­mála­kerf­inu sem er Eng­lend­ingum mjög mik­il­vægt. En það gleym­ist að aðrir Evr­ópu­menn fundu þetta greini­lega og þetta olli stöðugri gremju ann­arra í sam­starf­inu. Hund­ruð fjár­mála­fyr­ir­tækja og fyr­ir­tækja á öðrum sviðum í öðrum aðild­ar­ríkjum hafa nú beðið lengi eftir því að Eng­lend­ing­arnir hypji sig loks­ins. Þau hugsa sér gott til glóð­ar­innar að taka sætin sem Eng­lend­ingar hafa not­ið.

Þessu til við­bótar liggur fyrir að mörg bresk fjár­mála­fyr­ir­tæki hafa und­an­farið aukið umsvif sín á meg­in­land­inu, í sam­starfi við aðra og í sam­starfs- og dótt­ur­fyr­ir­tækj­um. Þau hyggj­ast tryggja aðild sína að mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins áfram, og ýmsir telja að þá muni enn minnka vægi fjár­mála­mið­stöðv­ar­innar í mið­borg Lund­úna. Í þessu öllu eru tví­sýnar horfur fyrir Eng­lend­inga um fram­haldið á kom­andi árum.  

Um þessar mundir bein­ist athygli manna auð­vitað að hugs­an­legum afleið­ingum kór­ónu­veirunnar á stöðu og fram­tíð Evr­ópu­sam­vinn­unn­ar, hvernig Evr­ópu­sam­band­inu og evr­unni reiðir af eða hvort ein­hvers konar upp­lausn verð­ur. Hitt er annað mál að með útgöngu Breta má einnig búast við því að mjög dragi úr varúð og and­stöðu gegn rót­tækri sam­þætt­ingu og stór­rík­is­þróun innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Mörgum er þetta annað áhyggju­efni.

Höf­undur er fyrr­ver­andi skóla­stjóri.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar