Norðurlandasamstarf á fordæmalausum tímum

Tryggvi Felixson skrifar grein í tilefni af degi Norðurlanda 23. mars 2020.

Auglýsing

Við lifum á for­dæma­lausum tím­um! Á for­dæma­lausum tímum gæti verið skyn­sam­legt að leita til vina um álit og sam­starf. Hefur það verið gert? 

Þann 23. mars 1962 sam­þykktu Norð­ur­löndin Helsinki­samn­ing­inn. Í inn­gangi segir að rík­is­stjórnir land­anna vilji efla náin menn­ing­ar­tengsl Norð­ur­landa­þjóð­anna og sam­stöðu í rétt­ar- og þjóð­fé­lags­mál­um, auka sam­starf með sam­eig­in­legum reglum og ná fram hag­kvæmri verka­skipt­ingu milli land­anna á öllum sviðum þar sem skil­yrði eru fyrir hendi. Þá segir í annar grein samn­ings­ins að rík­is­borg­arar ann­arra nor­rænna landa skuli njóta sama réttar og rík­is­borg­arar við­kom­andi lands. 

Samn­ing­ur­inn sem kenndur er við höf­uð­borg Finn­lands, er eins­konar stjórn­ar­skrá og horn­steinn sam­starfs ríkja Norð­ur­landa sem krist­all­ast í Norð­ur­landa­ráði og Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni. Að vanda væri dag­ur­inn 23. mars hald­inn hátíð­legur og Nor­rænu félögin alls staðar á Norð­ur­löndum hefðu dregið fána að húni og boða til mann­fagn­að­ar, ef ekki væri fyrir alvar­lega smit­hættu í ríkj­unum fimm og á Álandseyj­um, Græn­landi og í Fær­eyj­u­m. 

Fram hefur komið að utan­rík­is­ráð­herrar land­anna hafi átt síma­fund 17. mars um for­dæma­laust ástand og voru sam­mála um mik­il­vægi þess að Norð­ur­löndin standi þétt saman á þessum óvissu­tím­um. Einnig hafa borist af því fréttir að heil­brigð­is- og félags­mála­ráð­herrar Norð­ur­landa hafi borið saman bækur sínar 19. Mars. Á fund­inum var víst stað­fest að ríkin eigi svo margt sam­eig­in­legt hvert og geti því lært af aðgerðum hvers ann­ars á heil­brigð­is­svið­inu sem nýta má í bar­átt­unni gegn COVID-19.  Meira segir ekki af árangri fund­anna.

Auglýsing
Í til­efni af „degi Norð­ur­land­anna“ er því rík ástæða til að rifja upp hvort stjórn­völd hafi gleymt ákvæðum Helsinki­samn­ings­ins. Hafa sótt­varn­ar­yf­ir­völd skipts á upp­lýs­ingum um hvaða ráð­staf­anir má grípa til og hvort gagn væri af því að sam­hæfa aðgerð­ir? Hafa fjár­mála­ráð­herrar borið saman bækur sínar og stillt saman strengi um ráð­staf­anir í rík­is­fjár­málum til að draga úr efna­hags­á­falli? Hafa sam­göngu­ráð­herrar fjallað um hvernig með sam­stilltu átaki megi koma í veg fyrir alvar­legt ástand hjá helstu flug­fé­lögum land­anna? Hafa for­sæt­is­ráð­herr­arnir rætt hvernig megi sjá til þess að Ísland og Nor­egur verði með í sam­starfi ESB ríkja um tak­mark­anir á mann­flutn­ing­um? Hafa heil­brigð­is­ráð­herr­arnir rætt hvort með sam­starfi megi afla fleiri önd­un­ar­véla fyrir sjúkra­hús land­anna? Og svo mætti lengi telja.

Von­andi er svarið „já“ við fram­an­greindum spurn­ing­um. En af því hafa ekki borist frétt­ir. Það er löngu tíma­bært virkja það afl sem er að finna í sam­starf Norð­ur­landa í við­námi gegn for­dæma­lausri pest, og upp­lýsa almenn­ing um það. Aukið sam­starf gæti reynst virkt meðal gegn vágest­inum sem nor­rænu þjóð­irnar berj­ast nú við, að því er virð­ist hver um sig án telj­andi sam­starfs.

Höf­undur er hag­fræð­ingur og hefur starfað um langt ára bil sem sér­fræð­ingur og skrif­stofu­stjóri hjá Norð­ur­landa­ráði og Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inn­i.  

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar