Norðurlandasamstarf á fordæmalausum tímum

Tryggvi Felixson skrifar grein í tilefni af degi Norðurlanda 23. mars 2020.

Auglýsing

Við lifum á fordæmalausum tímum! Á fordæmalausum tímum gæti verið skynsamlegt að leita til vina um álit og samstarf. Hefur það verið gert? 

Þann 23. mars 1962 samþykktu Norðurlöndin Helsinkisamninginn. Í inngangi segir að ríkisstjórnir landanna vilji efla náin menningartengsl Norðurlandaþjóðanna og samstöðu í réttar- og þjóðfélagsmálum, auka samstarf með sameiginlegum reglum og ná fram hagkvæmri verkaskiptingu milli landanna á öllum sviðum þar sem skilyrði eru fyrir hendi. Þá segir í annar grein samningsins að ríkisborgarar annarra norrænna landa skuli njóta sama réttar og ríkisborgarar viðkomandi lands. 

Samningurinn sem kenndur er við höfuðborg Finnlands, er einskonar stjórnarskrá og hornsteinn samstarfs ríkja Norðurlanda sem kristallast í Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni. Að vanda væri dagurinn 23. mars haldinn hátíðlegur og Norrænu félögin alls staðar á Norðurlöndum hefðu dregið fána að húni og boða til mannfagnaðar, ef ekki væri fyrir alvarlega smithættu í ríkjunum fimm og á Álandseyjum, Grænlandi og í Færeyjum. 

Fram hefur komið að utanríkisráðherrar landanna hafi átt símafund 17. mars um fordæmalaust ástand og voru sammála um mikilvægi þess að Norðurlöndin standi þétt saman á þessum óvissutímum. Einnig hafa borist af því fréttir að heilbrigðis- og félagsmálaráðherrar Norðurlanda hafi borið saman bækur sínar 19. Mars. Á fundinum var víst staðfest að ríkin eigi svo margt sameiginlegt hvert og geti því lært af aðgerðum hvers annars á heilbrigðissviðinu sem nýta má í baráttunni gegn COVID-19.  Meira segir ekki af árangri fundanna.

Auglýsing
Í tilefni af „degi Norðurlandanna“ er því rík ástæða til að rifja upp hvort stjórnvöld hafi gleymt ákvæðum Helsinkisamningsins. Hafa sóttvarnaryfirvöld skipts á upplýsingum um hvaða ráðstafanir má grípa til og hvort gagn væri af því að samhæfa aðgerðir? Hafa fjármálaráðherrar borið saman bækur sínar og stillt saman strengi um ráðstafanir í ríkisfjármálum til að draga úr efnahagsáfalli? Hafa samgönguráðherrar fjallað um hvernig með samstilltu átaki megi koma í veg fyrir alvarlegt ástand hjá helstu flugfélögum landanna? Hafa forsætisráðherrarnir rætt hvernig megi sjá til þess að Ísland og Noregur verði með í samstarfi ESB ríkja um takmarkanir á mannflutningum? Hafa heilbrigðisráðherrarnir rætt hvort með samstarfi megi afla fleiri öndunarvéla fyrir sjúkrahús landanna? Og svo mætti lengi telja.

Vonandi er svarið „já“ við framangreindum spurningum. En af því hafa ekki borist fréttir. Það er löngu tímabært virkja það afl sem er að finna í samstarf Norðurlanda í viðnámi gegn fordæmalausri pest, og upplýsa almenning um það. Aukið samstarf gæti reynst virkt meðal gegn vágestinum sem norrænu þjóðirnar berjast nú við, að því er virðist hver um sig án teljandi samstarfs.

Höfundur er hagfræðingur og hefur starfað um langt ára bil sem sérfræðingur og skrifstofustjóri hjá Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar