Þegar ég hitti Jónas – Nokkur orð um smitun ... þ.e. félagslega smitun

Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði, ætlar að taka sér tak og sýna aukið frumkvæði í félagslegum samskiptum næstu vikurnar.

Auglýsing

Ég rakst á Jónas í Byko um dag­inn, sem end­aði með því að við tókum spjall sam­an. Það er svo sem ekki í frá­sögur fær­andi nema fyrir þær sakir að ég þekki Jónas nán­ast ekk­ert, veit ekk­ert um hans hagi og hef ekki rek­ist á hann í árarað­ir. Jónas er eitt­hvað eldri en ég, en ég kann­ast við hann í gegnum Kjartan hálf­bróðir minn. En ef ég á að vera heið­ar­legur þá sá ég Jónas útundan mér þar sem ég stóð í spartl­deild­inni þegar hann gekk fram­hjá mér ásamt kon­unni sinni – ég held alla vega að þetta hafi verið konan hans – en ég lét sem ég væri nið­ur­sokk­inn í að lesa aftan á spartltúbuna sem ég hélt á í stað þess að eiga frum­kvæði að sam­skiptum við Jónas. Þegar Jónas sá mig kom aftur á móti á hann augna­bliks hik, en svo vatt hann sér upp að mér og heils­aði mér með virktum (þó hvorki með handa­bandi, faðm­lagi né kossum). Við áttum í kjöl­farið mjög gott og skemmti­legt spjall á gang­inum í Byko sem lauk með því að ég sló eitt­hvað á létta strengi og hjónin – ég geri enn ráð fyrir því að konan hans Jónasar hafi verið með honum – hlógu dátt. Síðan kvödd­umst við. 

Ástæða þess að ég hef pistil­inn á þess­ari sögu er sú að spjallið við Jónas gerði mér gott. Mér hlýn­aði um hjarta­rætur að Jónas hafi tekið þá ákvörðun að koma og tala við mig á gang­inum í Byko. Einnig var ég ánægður með að hann og konan (hans) hafi hlegið að glettni minni, það blés mér byr í brjóst. Og vegna frum­kvæðis Jónasar að spjall­inu okkar þá var ég ekki með sam­visku­bit yfir að hafa ekki þóst taka eftir Jónasi og kon­unni (hans) þegar þau voru í þann mund að ganga fram hjá mér í versl­un­inni stuttu áður. Ég var því nokkuð brattur og glaður þegar ég gekk út úr verslun Byko þennan eft­ir­mið­dag­inn, þrátt fyrir að það hafi verið á öðrum degi sam­komu­banns á Íslandi vegna COVID-19 veirunn­ar. 

Auglýsing
COVID-19 veiran er vágestur sem nú herjar á lands­menn, sem og á heims­byggð­ina alla. Veiran er ekki ein­ungis hættu­leg lík­am­legri heilsu fólks heldur hefur hún einnig víð­tækar efna­hags­leg­ar, sál­rænar og félags­legar afleið­ingar í för með sér. Ástandið sem hefur skap­ast setur þannig lífs­við­ur­væri fjölda fólks í hættu, dregur úr sam­skiptum fólks í raun­heimum og ýtir undir félags­lega ein­angrun með öllum þeim nei­kvæðu afleið­ingum sem þessu fylg­ir. Það finna þannig allir fyrir nei­kvæðum áhrifum óværunnar á sínu lífi, með einum eða öðrum hætti – en mis­miklum þó. 

Sem félags­fræð­ingi þá er mér sér­stak­lega umhugað um félags­lega heilsu þjóð­ar­innar á tímum sem þess­um. Og ég er von­andi ekki einn um það, því í þessu sam­hengi má rifja upp að í skýrslu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins á hag­sæld og lífs­gæðum íslensku þjóð­ar­inn­ar, frá því í sept­em­ber 2019, kemur fram að félags­leg sam­skipti skipti mjög miklu máli fyrir lífs­gæði fólks hér á landi og jafn­vel meiru máli en hag­vöxt­ur. For­sæt­is­ráð­herra hefur í því sam­bandi sér­stak­lega nefnt að stjórn­völd þurfi að hlúa vel að því hvernig þau geti betur byggt upp félags­leg tengsl manna á milli. Það verk­efni á sér­stak­lega vel við um þessar mund­ir. 

Það er okkur mann­fólk­inu bæði gagn­legt og nauð­syn­legt að eiga í félags­legum sam­skiptum og leit­umst við gjarnan eftir því að tengj­ast og til­heyra ein­hverju stærra en við erum sem ein­stak­ling­ar. Við erum félags­ver­ur. Í umfjöllun sinni um trú­ar­brögð fyrri tíma benti franski félags­fræð­ing­ur­inn Emilé Durk­heim til að mynda á að trú­ar­brögðin hefðu verið vel til þess fall­inn að end­ur­skapa sam­vit­und borg­ar­anna (e. the consci­ence collect­i­ve); það er að tengja borg­ar­anna sterk­ari félags­legum og sið­ferð­is­legum böndum sem þar með gæti styrkt und­ir­stöður sam­fé­lags­legar ein­ing­ar. Í gegnum trú­ar­brögðin öðl­uð­ust ókunn­ugir sam­eig­in­lega sýn, til­gang, skiln­ing og sjálfs­mynd og tengd­ust þannig sam­eig­in­legum bönd­um. 

En í afhelg­aðri heimi nútíma­sam­fé­lags­ins – sem ein­kenn­ist af vax­andi ein­stak­lings­hyggju og óper­sónu­legri tengslum fólks, sam­hliða hnignun trú­ar­bragða sem og ann­arra hefð­bund­inna stofn­ana sam­fé­lags­ins – er ýmis­legt annað en trú­ar­brögðin sem geta treyst hin sam­fé­lags­legu bönd. Það gera til að mynda íþrótt­ir. Í nýrri fræði­grein sem er að koma út eftir mig og ber heitið „National sport success and the emergent social atmosphere: The Case of Iceland” sýni ég til dæmis fram á hvernig íslenska þjóðin hefur á und­an­förnum árum fylkt sér á bak við karla­lands­lið í knatt­spyrnu, til að mynda þegar liðið tók þátt í loka­keppni Heims­meist­ara­móts­ins árið 2018. Nið­ur­stöður könn­unar meðal lands­manna, sem birt­ast í grein­inni, sýndu meðal ann­ars að þjóðin upp­lifði betri félags­lega og and­lega líðan á meðan á mót­inu stóð en alla jafna. Til dæmis töldu þrír af hverjum fjórum svar­endum að Íslend­ingar væru almennt glað­legri, um 65% að þeir sýndu meiri sam­kennd og ríf­lega helm­ingur svar­enda töldu að sam­landar þeirra væru vina­legri á meðan á Heims­meist­ara­keppn­inni stóð, en að öllu jöfnu. Það hafði jafn­framt í för með sér að ríf­lega 70% svar­enda upp­lifðu aukið þjóð­arstolt, ríf­lega 60% fannst þeir til­heyra betur sam­fé­lag­inu sem þeir búa í, tæp­lega helm­ingur svar­enda fann fyrir auk­inni vellíðan og um 40% töldu að lífið væri betra á meðan á mót­inu stóð, heldur en vana­lega. Þegar vel gengur og árangur næst geta íþrótt­irnar þannig aukið sam­kennd og sam­hug og stuðlað að vellíðan ein­stak­linga og hópa sam­fé­lags­ins. 

Áður­nefndur Emilé Durk­heim hélt því enn frekar fram að það er ekk­ert sem þjappar fólki betur saman (þá hug­mynda­fræði­lega og til­finn­inga­lega sem hóp eða þjóð) heldur en utan­að­kom­andi hættur – líkt og COVID-19 er fyrir okkur um þessar stund­ir. Utan­að­kom­andi hættur þétta rað­irn­ar. Þá skiptir nefni­lega engu máli hvort fólk er til hægri eða vinstri í póli­tík, haldi með KR eða Breiða­blik, býr fyrir sunnan eða vest­an, hlusti á Bó eða Brí­eti, eða ferð­ist um á Hum­mer jeppa eða Trek hjóli. Óværan gerir nefni­lega engan manna­mun, sem minnir okkur á að þegar allt kemur til alls þá erum við öll í sama lið­inu. Og eins og í öllum góðum liðum þá getur sjálf þátt­takan í lið­inu dregið fram það besta hjá öllum liðs­mönnum sem í fram­hald­inu gerir liðið eitt­hvað stærra, meira og sterkara en summa ein­ing­anna sem mynda það – ekki ósvipað fót­boltalands­lið­inu okk­ar. Með öðrum orð­um, undir slíkum krefj­andi kringumstæðum þá getur fólk myndað jákvæða og upp­byggi­lega hópstemmn­ingu sem smit­ast svo manna á milli og sam­einar fólk – hvort sem um er að ræða liðs­menn fót­boltaliðs eða almenna borg­ara – í bar­átt­unni gegn and­stæð­ingn­um. 

Auglýsing
Ég er því þakk­látur fyrir það að Jónas fór að spjalla við mig á gang­inum í Byko. Ég er þó ekk­ert endi­lega viss um að Jónas hefði komið að spjalla við mig undir öðrum kring­um­stæð­um, hann var hikandi, og kannski kom hann bara til að spjalla vegna ástands­ins. En það að hann kom að spjalla gerði mér gott, og ég held að það hafi líka gert Jónasi og kon­unni (hans) gott vegna þess að félags­leg sam­skipti eru nauð­syn­leg fyrir heil­brigði okkar og hug­ar­heill. Við erum nefni­lega sterk­ari sem heild, sér­stak­lega þegar á bját­ar. 

Og þrátt fyrir sam­komu­bann og skyn­sam­leg til­mæli okkar helstu sér­fræð­inga um ein­angrun vegna COVID-19, og kannski sér­stak­lega vegna ástands­ins, þá er mik­il­vægt að við hugum að þessum jákvæðu og upp­byggi­legu félags­legu sam­skiptum á kom­andi vikum og mán­uð­um. Eitt lítið og jákvætt hæ!, bros, vink, nikk, net­spjall eða sím­tal getur þannig haft upp­byggi­leg áhrif á aðra, sem og okkur sjálf. Við getum í því sam­hengi tekið Franciscu Mwansa – kassa­af­greiðslu­konu sem margir við­skipta­vinir Bónus kann­ast við – okkur til fyr­ir­mynd­ar. En jákvæðni hennar og útgeislun gerði það að verkum að maður fór ánægð­ari út úr Bónus en maður var þegar maður kom inn í versl­un­ina. Og ekki nóg með það, þá kom maður ánægð­ari heim eftir að hafa verslað hjá hinni glað­lyndu Franciscu. Því má segja að Francisca hafi ekki ein­ungis haft jákvæð áhrif á mig sem við­skipta­vin Bónus heldur einnig á fjöl­skyld­una mína heima fyrir – þrátt fyrir að fjöl­skyldan mín hafi aldrei nokkurn tím­ann séð hana eða hitt. Þannig er áhrifa­máttur félags­legrar smit­unar (e. social contagion). Hegðun og við­mót smit­ast frá manni til manns og myndar stemm­ingu sem hefur enn frek­ari áhrif á líðan okkar og lund. 

Bros, vin­gjarn­legt við­mót, hjálp­semi og til­lit­semi kosta nefni­lega ekki neitt, en bæta allt sam­fé­lagið í formi auk­ins félags­auðs (e. social capital) – sem er senni­lega ein­hver besti díll sem ég veit um. Við getum þannig sem ein­stak­ling­ar, og sem þjóð, tekið þá ákvörðun að við ætlum að sýna okkar bestu hliðar á kom­andi miss­erum með því að vera hjálp­legri, vin­sam­legri og til­lits­sam­ari, alveg eins og við vorum þegar fót­bolta­strák­arnir okkar voru að keppa í Heims­meist­ara­keppn­inni. Það gerir okkur öllum gott, og sér­stak­lega núna þar sem þörfin á jákvæðum og upp­byggi­legum félags­legum sam­skiptum hefur sjaldan verið meiri. 

Auglýsing
Ég ætla því að taka mér tak og sýna aukið frum­kvæði í félags­legum sam­skiptum næstu vik­urnar – í anda Jónasar og Franciscu. Mitt fyrsta verk var að senda tugi nýrra vina­beiðna til fólks sem ég kann­ast við á sam­fé­lags­miðl­um, fólks sem ég vildi gjarnan tengj­ast en hef aldrei gert neitt í því fyrr en nú. Að styrkja félags­net­ið. Ég held að þessu fólki muni bara þykja pínu vænt um að fá vina­beiðni frá mér, alveg eins og mér þykir vænt um að fá slíkar beiðnir frá öðrum sem ég kann­ast við. Ég ætla líka að hringja í mömmu, auk þess að til­einka mér jákvæðni í félags­legum sam­skiptum og reyna að vera upp­byggi­leg­ur. Þessi pist­ill er einn liður í þeim aðgerð­u­m. 

Ég ætla sum sé að sýna mínar bestu hlið­ar. Því þegar sá gáll­inn er á okkur þá erum við ansi mögn­uð. Og ef við komum okkur saman á þessum krefj­andi tímum um að sýna okkar bestu hliðar í félags­legum sam­skiptum þá getur mót­lætið sem við stöndum frammi fyrir styrkt okkur sjálf, fólkið í kringum okk­ur, nær­sam­fé­lagið sem og okkur Íslend­inga sem þjóð til lengri eða skemmri tíma. Og svo allt í einu kemur lóan til að kveða burt snjó­inn …

Höf­undur er pró­fessor í félags­fræði við Háskóla Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar