Hrun sem hefur aldrei sést áður kallar á aðgerðir sem þóttu óhugsandi fyrir viku

Auglýsing

Sá sem heldur því fram að hann viti hvernig ástandið sem nú varir muni enda, er lík­lega að ljúga. Ríki eftir ríki hafa gripið til aðgerða sem fyrir skemmstu hefðu þótt óhugs­andi til að berj­ast við útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómn­um. Á örfáum dögum lok­uðu Banda­ríkin til að mynda landa­mærum sínum gagn­vart Evr­ópu án fyr­ir­vara og sam­ráðs og Schen­gen-­svæðið lok­aði síðan sínum landa­mærum, eftir að tíu ríki innan þess höfðu látið eina frum­for­sendu Evr­ópu­sam­starfs­ins, frjálst flæði fólks, lönd og leið í sinni bar­áttu við vágest­inn. 

Það sem blasir hins vegar við er að afleið­ing­arnar verða geig­væn­leg­ar. Fyrst þær mann­legu, með útbreiðslu smita og auknum fjölda lát­inna um heim all­an. Síð­an, þegar það hefur tek­ist að hemja útbreiðsl­una, hinar miklu efna­hags­legu og sam­fé­lags­legu afleið­ingar þess að halda heilu alþjóða­væddu hag­kerf­unum meira og minna í sótt­kví vikum eða mán­uðum saman og hefta ferða­frelsi í heim­inum nær algjör­lega sam­hliða. 

Í fyrsta sinn á frið­ar­tímum í nútíma­sög­unni erum við að horfa á aðstæður þar sem öllum efna­hags­legum afleið­ingum er ýtt til hliðar – gerðar að tíma­bundnu auka­at­riði – á meðan að háð er stríð til að verja líf fjölda manns. 

Þá ákvörðun þarf ekki nokkur ein­stak­lingur með sam­hygð og mennsku að melta. Hún er bara eðl­is­læg, sjálfs­bjarg­ar­við­leitn­in. Enda er ekk­ert frelsi og engin leit að lífs­ham­ingj­unni án lífs­ins sjálfs. 

Langur feril framundan

í nýrri grein­ingu ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins McK­insey, sem birt var í upp­hafi viku, er stillt upp tveimur sviðs­mynd­um. Önnur gerir ráð fyrir skemmri efna­hags­legum sam­drætti og gengur út frá því að fjöldi smit­aðra í Norð­ur- og Suð­ur­-Am­er­íku og Evr­ópu nái hámarki um miðjan apr­íl, en að smit í Asíu verði á áfram í rénun og að smit í Afr­íku og Eyjálfu verði tak­mörk­uð. Í þess­ari sviðs­mynd er gert ráð fyrir því að veiran liggi að mestu niður yfir sum­ar­tím­ann en þegar hún blossi upp aftur í haust sé við­bún­aður miklu betri og aðstæður orðnar við­ráð­an­legri. Í þeirri sviðs­mynd er reiknað með að það mundi taka fram á fjórða árs­fjórð­ung 2020 fyrir hag­kerfi Evr­ópu og Banda­ríkj­anna að sjá ein­hvern vísi að raun­veru­legum efna­hags­legum bata. Mis­mun­andi er svo eftir löndum hversu lengi sá bati yrði að skila sér þang­að. Fyrir lönd sem treysta til dæmis á ferða­þjón­ustu sem arð­bær­ustu stoð­ina undir efna­hags­kerf­inu sínu myndi hann ekki birt­ast fyrr en í fyrsta lagi ein­hvern tím­ann á næst ári. 

Auglýsing
Hin sviðs­myndin gerir ráð fyrir langvar­andi sam­drætti. Þar er lagt út frá því að fjöldi smita muni ná hámarki í maí í Amer­ík­u-álf­unum og Evr­ópu, aðal­lega vegna óvið­un­andi við­bragða við að hefja umfangs­miklar próf­anir og koma á aðgerðum sem tryggi við­eig­andi faðm­flótta (e. social distancing). Þá er einnig gert ráð fyrir því að veiran sé ekki árs­tíða­bundin og og halda áfram að dreifast út árið 2020, sem við­heldur þeim var­úð­ar­ráð­stöf­unum sem nú eru við lýði, að minnsta kosti að hluta.

Þessi sviðs­mynd myndi, sam­kvæmt grein­ingu McK­insey, skila því að áhrif á efna­hags­kerfi heims­ins yrðu grafal­var­leg, og nálægt þeim sem urðu á árunum 2008 til 2009, þegar alþjóða­fjár­málakreppan geis­aði. Lands­fram­leiðsla í flestum helstu efna­hag­skrefum myndi drag­ast veru­lega saman og efna­hags­bat­inn ekki hefj­ast fyrr en á öðrum árs­fjórð­ungi 2021. 

Aðrar sviðs­myndir sem teikn­aðar hafa verið upp af sér­fræð­ing­um, út frá þeim gögnum sem liggja fyr­ir, telja að sú kreppa sem blasir við eigi sér ein­ungis ein­hvers­konar hlið­stæðu í krepp­unni miklu sem skall á 1929.

Vert er að taka fram að það er sem stendur ekki hægt að gera neinar spár um nokkurn skap­aðan hlut. Það veit eng­inn hvenær veiran gengur niður eða hvernig sam­fé­lögin munu bregð­ast við efna­hags­lega þegar það ger­ist. Hvort alþjóða­sam­vinna sem áður var meit­luð í stein en hefur nú verið algjör­lega vikið til hliðar í ljósi neyðar muni verða söm eft­ir. Allt eru þetta leikur að töl­um. En sviðs­mynd­ir, miðað við gefnar for­send­ur, gefa ein­hverja mynd af því sem gæti gerst.

Hrun í fram­boði og eft­ir­spurn

Það sem sem gerir yfir­stand­andi kreppu ein­staka er að við erum að eiga við er hrun í bæði fram­boði og eft­ir­spurn. Fram­boðs­hrunið er, hingað til, að uppi­stöðu bundið við Asíu, að mestu Kína. Þegar það ríki, annað stærsta efna­hags­veldi heims­ins og stærsti fram­leið­andi hans, greip til sinna drastísku aðgerða til að hemja útbreiðslu kór­ónu­veirunnar fyrr á þessu ári þá voru efna­hags­legu áhrifin á heim­inn gríð­ar­leg. Allt í einu vant­aði einn mik­il­væg­asta hlekk­inn í fram­leiðslu­keðj­unni. Fyrstu tölur um sam­drátt í fram­leiðni í Kína sem birt­ust í byrjun þess­arar viku sýndu að verk­smiðju­virkni þar hefði dreg­ist saman um 13,5 pró­sent í síð­asta mán­uði miðað við febr­ú­ar­mánuð í fyrra. Alls dróst fjár­fest­ing í Kína saman um 25 pró­sent í febr­úar 2020.

Eft­ir­spurnin á stærsta kaup­enda­mark­aði í heimi, Banda­ríkj­un­um, er síðan hrun­in. Hún er líka hrunin á öðrum risamark­aði, Evr­ópu. Og alls staðar ann­ars stað­ar.

Eins og því hefur verið lýst af sér­fræð­ingum þá virka gömlu leið­irnar til að auka hana ekki núna. Leiðir til að gera pen­inga ódýra, með því að auka aðgengi að þeim með lækkun vaxta eða meira af lausu fé fyrir banka, og von­ast til að með fulla vasa fari neyt­and­inn í versl­un­ar­mið­stöð­ina og kaupi kerfin aftur í gang. Nú má neyt­and­inn í mörgum til­vikum hins vegar ekki fara í versl­un­ar­mið­stöð­ina (vegna útgöngu- eða sam­komu­banns), hann vill ekki fara þangað (vegna þess að hann er hræddur við að smit­ast af veiru) og varan sem hann myndi kaupa er ekki til (vegna þess að íhlutir í henni sem er vana­lega fram­leiddir í Kína eru ekki aðgengi­legir sem stend­ur).

Góðar fréttir og verri fréttir

Það komu goðar fréttir í gær, þegar Alma Möller land­læknir greindi frá því að hápunkt­ur­inn í veirusmitum og álagi á heil­brigð­is­kerfið vegna þeirra, er áætl­aður um miðjan næsta mán­uð. Það að hægt sé að setja fram slíka grein­ingu gefur til­finn­ingu um að sér­fræð­ing­arnir sem stýra þeim ótrú­legu aðgerðum sem nú eru í fram­kvæmd séu að sjá fyrir sér ein­hvern fer­il, og byggja það meðal ann­ars á upp­lýs­ingum frá þeim ríkjum sem eru komin lengra inn í þessar hörm­ung­ar, sér­stak­lega Kína og Ítal­íu. En munum að þetta er auð­vitað bara sviðs­mynda­grein­ing.

Þá verður hins vegar langur vegur enn eftir við að sinna þeim sem enn eru sjúkir og hindra frek­ari útbreiðslu. Íslend­ingar eru auð­vitað í for­rétt­inda­stöðu til að takast á við vand­ann að mörgu leyti, ver­andi örþjóð á eyju úti í miðju ball­ar­hafi með að uppi­stöðu eina leið inn í land­ið, gott almanna­varna-, vel­ferð­ar- og heil­brigð­is­kerfi, stuttar boð­leiðir og hátt mennt­un­ar­stig sér­fræð­inga í öllum geirum til að mæta þessum áskor­un­um.

Við gátum líka farið í mjög umfangs­miklar aðgerðir við að rekja smit, sér­stak­lega þar sem veiran var upp­haf­lega borin hingað til lands af tveimur hópum íslenskra skíða­ferða­langa sem hægt var að kort­leggja. Þær rakn­ing­ar­að­gerðir eru lík­lega hlut­falls­lega þær umfangs­mestu í heimi og með þeim gátum við skipu­lagt okkur fyr­ir­byggj­andi til að verja við­kvæm­ustu hópanna. Þannig var hægt að bjarga manns­líf­um, dreifa álag­inu á heil­brigð­is­kerfið og von­andi kom­ast í gegnum þetta súr­r­eal­íska stríð með engum eða mjög fáum dauðs­föll­u­m. 

Langt í efna­hags­lega við­snún­ing­inn

Það þarf samt að segja það upp­hátt að hér er ekki að fara að koma neinn efna­hags­legur við­snún­ingur í sum­ar. Hann kemur ekki í haust og ekki um jól­in. Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri tal­aði um sex til tólf mán­uði fyrir ferða­þjón­ust­una við að hefj­ast handa við upp­risu í við­tali í morgun. Þar var Ásgeir var­færin í spá­mennsku, sem er mjög skilj­an­legt stöðu hans vegna.

Hvort við­snún­ing­ur­inn geti haf­ist að ein­hverju leyti á næsta ári veltur á því hvernig heim­inum öllum tekst að eiga við veiruna, hvaða tak­mark­anir verða á ferða­lögum og allri sam­fé­lags­legri virkni, eins og t.d. starf­semi veit­inga­staða og ann­arra sam­komu­staða, til að koma í veg fyrir að far­ald­ur­inn blossi upp á ný. Mögu­lega verður fundið bólu­efni, en það virð­ist á fréttum af þeirri leit vera ansi langt í að það sé raun­hæft. 

Auglýsing
Á Íslandi vinna tugir þús­unda í ferða­þjón­ustu. Helm­ingur allra starfa sem orðið hefur til hér­lendis síð­ast­lið­inn tæpan ára­tug er í geir­anum og flest hinna voru í geirum eins og bygg­ing­ar­iðn­aði sem hefur blómstrað vegna ferða­þjón­ustu. Nýt­ing á her­bergjum hót­ela á Íslandi er vana­lega 65 til 70 pró­sent í mars­mán­uði, sem er auð­vitað tölu­vert utan háanna­tíma þegar þorri tekn­anna kemur inn, en hann er í júlí og ágúst. Einn rekstr­ar­að­ili hót­els sagði mér fyrr í vik­unni að nýt­ingin hjá honum nú væri níu pró­sent. Og færi lækk­andi, enda síð­ustu ferða­menn­irnir að fara frá land­inu. Sum­arið er meira og minna afbók­að. Það er ein­fald­lega ekk­ert að koma í kass­ann. Þessa stöðu má yfir­færa á þús­undir fyr­ir­tækja. Og svo á þús­undir fyr­ir­tækja sem treysta á afleiddar tekjur frá ferða­þjón­ustu.

Önnur arð­bærasta stoðin undir rekstri okkar hag­kerfis er sjáv­ar­út­veg­ur. Höggið þar er líka svaka­legt. Sala á ferskum fiski, sem nam 80 millj­örðum króna í fyrra, hefur stöðvast. Engin veit­inga­hús sem selja þann fisk eru ein­fald­lega opin og skyndi­lega breytt neyslu­hegðun vegna aðstæðna lætur fólk sækja í mat með meira geymslu­þol.

Atvinnu­lífið þarf önd­un­ar­vél

Við stöndum frammi fyrir aðstæðum þar sem atvinnu­lífið er eins og sjúk­lingur sem þarf á önd­un­ar­vél að halda. Fái hann ekki það vél­ræna súr­efni mun hvert líf­færið á fætur öðru bila og sjúk­ling­ur­inn á end­anum deyja. Ríkið á önd­un­ar­vél og nóg af súr­efni. Það þarf að setja vél­ina á sjúk­ling­inn og skeyta engu um hversu lengi hann þurfi að vera í henni. Eina sem skiptir máli er að hann lifi, fyrir sam­fé­lagið allt. 

Sem stendur eru við hins vegar enn að beita munn við munn aðferð­inni. Þær leiðir sem stjórn­völd hafa kynnt, sem fel­ast aðal­lega í því að fresta helm­ingi af stað­greiðslu opin­berra gjalda um mánuð og leggja fram frum­varp sem boðar að atvinnu­rek­endur geti látið atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð borga 20 til 50 pró­sent af launum starfs­fólks svo lengi sem það taki á sig 20 pró­sent launa­lækkun upp að 650 þús­und króna heild­ar­laun­um, og enn meiri eftir það, til 1. júli. Þetta er of lít­ið, í of skamman tíma og nýt­ist ekk­ert þeim fyr­ir­tækjum sem eru ein­fald­lega tekju­laus núna. Þau geta ekk­ert borgað 50 til 80 pró­sent af launum starfs­manna. 

Lík­lega verður önd­un­ar­vél­inni trillað fram í dag eða á morg­un. Von­andi verða þær aðgerðir sem þá verða kynntar af stærð­argráðu sem aldrei hefur sést áður. Það þarf að við­halda venju­leik­anum eins og hægt er. Halda fyr­ir­tækjum á lífi, fólki á launum og öllum í hús­næði. Það þarf að tryggja mat og lyf fyrir alla. Þetta eru verk­efnin nún­a. ­Síðar getum við tek­ist á um hvernig kerfið á að vera til fram­búðar og hvaða dýr­mætu lex­íur við lærum í þess­ari lotu.

Leggur til vaxta­laus lán fyrir öll fyr­ir­tæki

Alls konar hug­myndir eru uppi út um allan heim um útfærsl­ur. Flest nágranna­ríki okkar á Norð­ur­löndum hafa stigið inn og boðað aðgerðir þar sem flestir lands­menn verða í raun rík­is­starfs­menn tíma­bund­ið, en mæta í sína venju­legu vinnu þegar bönnum lyft­ir, óháð því hvort þeir hafi eitt­hvað að gera þar eða ekki. Banda­ríkja­for­seti vill senda öllum lands­mönnum þús­und doll­ara ávísun og hvetja þá til að eyða henni í neyslu, sem sýnir algjört skiln­ings­leysi hans á vanda­mál­in­u. 

Andrew Ross Sork­in, pistla­höf­undur hjá The New York Times og rit­­stjóri Deal­book hluta vefs blaðs­ins, skrif­aði eina bestu bók sem skrifuð hefur verið um það tíma­bil þegar stóru bank­­arnir á Wall Street rið­uðu til falls, á árunum 2007 til 2009, bók­ina To Big To Fail. Hann gjör­þekkir kreppur og hefur sér­hæft sig í þeim.

Í gær skrif­aði hann skoð­ana­grein sem birt var í The New York Times. Þar lagði hann til við­bragða­leið, sem hann byggði á sam­tölum við trún­að­ar­menn sem hafa komið að við­brögðum við öllum helstu fjár­mála­á­föllum sem dunið hafa á heim­inum á und­an­förnum árum og ára­tug­um. 

Leiðin sem Sorkin leggur til, eða lausnin eins og hann kallar hana, er eft­ir­far­andi: Stjórn­völd bjóða öllum banda­rískum fyr­ir­tækj­um, stórum og smá­um, verk­tökum og öðrum ein­yrkj­um, vaxta­laust brú­ar­lán á meðan að krísan stendur yfir. Það verði svo end­ur­greitt á fimm árum eftir að henni lýk­ur. Eina skil­yrðið fyrir lán­unum er að fyr­ir­tækin haldi áfram að veita að minnsta kosti 90 pró­sent starfs­manna sinna atvinnu á sömu launum og þeir höfðu áður en krísan hófst. Aðgerð­irnar ættu einnig að vera aft­ur­virkar, þannig að öllum sem hefur verið sagt upp á síð­ustu tveimur vikum myndi verða tryggð end­ur­ráðn­ing og laun. „Áætl­unin myndi halda nán­ast öllum í vinnu og halda fyr­ir­tækj­um, frá flug­fé­lögum til veit­inga­staða, á lífi án þess að velja sig­ur­veg­ara og tap­ara,“ skrif­aði Sork­in. 

Fall­byssu­skotið má ekki geiga

Það að verið sé að fleyta svona hug­myndum í vöggu kap­ít­al­ism­ans, Banda­ríkj­un­um, ætti að sýna hversu ein­stakar aðstæður eru uppi. Eftir ára­tugi af því að einka­væði arð­inn á nú að rík­i­s­væða allt tap­ið. Vegna þess að það er eina leiðin til að kom­ast í gegnum stöð­una. Þá þarf að vanda sig mjög við að gæta sann­girni þannig að eignir ein­hverja fjár­magns­eig­enda, ann­arra en líf­eyr­is­sjóða lands­manna, verði ekki varðar umfram almenn­ing. Þær eignir fara nú aft­ast í röð­ina. 

Það sem Sorkin leggur til er ein leið. Það er stjórn­mála­manna og sér­fræð­inga Seðla­bank­ans að finna út hvaða leið henti Íslandi en mark­miðið verður að vera það sama og hjá Sork­in. Mjög nauð­syn­legt er að skapa algjöra, eða að minnsta kosti nær algjöra, sam­stöðu milli stjórn­mála­brota og stofn­ana um íslensku lausn­ina. 

Ef það tekst ekki, og of lítið verður gert af ein­hverjum ástæð­um, þá er vert að ótt­ast raun­veru­lega um sam­fé­lags­sátt­mál­ann. Traust milli almenn­ings og stofn­ana er nú þegar lít­ið. Ef fall­byssu­skotið geigar fer það niður í ekk­ert.

Gangi öllum sem standa nú í brúnni sem best í þeim verk­efnum sem blasa við. Við þurfum öll nauð­syn­lega á því að halda að þeim tak­ist vel til.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari