Efnahagslegu áhrifin munu vara í marga mánuði eftir að veikin gengur yfir

Seðlabankastjóri segist vonast til þess að útbreiðsla COVID-19 muni ganga yfir á þremur mánuðum. Efnahagslegu áhrif hennar muni hins vegar vara í margar mánuði umfram það. Ferðaþjónustan muni koma til baka.

Ásgeir Jónsson
Auglýsing

„Von­andi gengur veikin yfir á þremur mán­uð­um. Efna­hags­legu áhrifin munu vara eitt­hvað leng­ur. Þetta er hins vegar tíma­bund­ið. Það er það sem er jákvætt. Allir far­ald­ar, þeir ganga yfir­.“ 

Þetta sagði Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri í sam­eig­in­legum morg­un­þætti allra miðla RÚV í morg­un. 

Ás­geir sagði að staðan nú væri „eld­skírn“ fyrir ferða­þjón­ust­una. Hún muni ekki skila neinum telj­andi tekjum á öðrum árs­fjórð­ungi. Hún hafi gengið í gegnum sam­drátt á síð­asta ári þegar ferða­mönnum fækk­aði um 20 pró­sent og núver­andi ástand komi svo ofan í það. „Hún verður von­andi end­ur­skipu­lögð og síðan nátt­úru­lega verður Ísland áfram ferða­þjón­ustu­land. Og hún komi til baka. Þetta er spurn­ing um tíma, hvort það verði sex mán­uðir eða tólf mán­uð­ir, hún er að koma til bak­a.“

Ásgeir var spurður hversu slæmt ástandið væri orðið og hverjar spár Seðla­banka Íslands um áhrif þess væru. Hann sagði það áður hafa gerst fyrir Ísland að landið hefði tapað stórum hluta útflutn­ings­tekna sinna, til dæmis þegar síldin fór. Nú njótum við þess hins vegar að hafa gripið til marg­hátt­aðra ráð­staf­ana eftir hrunið 2008 sem hjálpi til við að bregð­ast vel við nú. Þar skipti til dæmis máli að háir eig­in­fjár­aukar hafi verið settir á bank­ana í land­inu sem geri það að verkum að þeir eigi 25 pró­sent eigið fé. Nú sé hægt að losa um það eigið fé til að hjálpa fyr­ir­tækj­unum í land­inu með fyr­ir­greiðslu. 

Það hjálpi líka til  við að mæta sam­drætti í útflutn­ingi að neysla Íslend­inga hefur dreg­ist skarpt sam­an. Fólk eyði minna, fari ekki til útlanda, kaupi ekki mikið af inn­fluttum fatn­aði og svo fram­veg­is. Það hjálpi til við að halda við greiðslu­jöfn­uði.

Auglýsing
Aðspurður hvaða sviðs­myndir bank­inn væri að vinna með sagði Ásgeir: „Það verður að hafa í huga að sviðs­myndir eru ekki spár.“ Ljóst væri að sam­dráttur væri framundan en þjóðin yrði vænt­an­lega í ein­hvers­konar sótt­kví næstu þrjá mán­uð­ina. Efna­hags­legu áhrifin myndu vara leng­ur. Bank­inn hafi ekki gefið út neinar spár sem stendur vegna þess að óvissan væri ein­fald­lega of mikið og það yrði þá ein­ungis „leikur að töl­u­m“.

Ásgeir sagð­ist upp­lifa að allir væru að róa í sömu átt. Líf­eyr­is­sjóðir hefðu sam­þykkt að halda að sér höndum og fara ekki úr landi með fé tíma­bundið og bank­arnir væru allir að vilja gerð­ir.

Á kynn­ing­ar­fundi í Seðla­bank­anum í gær, sem var hald­inn vegna þess að ákveðið var í annað sínn á viku að lækka vexti niður í sögu­legar lægðir og afnema sveiflu­jöfn­un­ar­auka bank­anna, 

sagði Ásgeir að ekki ætti að búast við því að það yrði tíð­inda­­laust úr Seðla­­bank­­anum á næst­unni, bank­inn væri bara „rétt að byrja“ að takast á við stöð­una í efna­hags­líf­inu.

Þegar hann var beð­inn um að skýra hvað fælist í þessu benti hann á að nýi Seðla­bank­inn, sem varð til við sam­ein­ingu við Fjár­mála­eft­ir­litið um síð­ustu ára­mót, hefði fleiri tæki til að bregð­ast við en áður, þegar stjórn­tæki hans var að uppi­stöðu stýri­vext­ir.

Ásgeir sagði að Seðla­bank­inn gæti til að mynda beitt efna­hags­reikn­ingi sín­um. Hann væri nú, eftir mikla veik­ingu krón­unnar und­an­far­ið, með 930 millj­arða króna í gjald­eyr­is­vara­forða. Með honum væri til dæmis hægt að hafa áhrif á lausa­fjár­stöðu bank­anna. 

Aðspurður hvort hann hefði boð­vald yfir bönkum og líf­eyr­is­sjóðum svar­aði Ásgeir: „Já og nei, ég er nátt­úru­lega æðsti yfir­maður fjár­mála­eft­ir­lits í land­in­u.“ Hann benti þó á að yfir­leitt gangi bankar ekki gegn Seðla­bank­anum og fram til þessa hafi allt farið fram í mestu vin­semd og sam­starfi.

Þegar Ásgeir var spurður um hvernig staða heim­il­anna yrði varin benti hann á að í fyrstu aðgerðum væri væri bæði Seðla­bank­inn og rík­is­stjórnin að hugsa um að koma í veg fyrir að fólk missi vinn­una, með því meðal ann­ars að lækka vexti og tryggja lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu. Það séu ekki ein­ungis aðgerðir fyrir fyr­ir­tæki, heldur fólkið í land­in­u. 

Að lokum sagði Ásgeir að þrátt fyrir að krónan hefði veikst um tíu pró­sent á skömmum tíma þá hefði hann ekki trú á því að verð­bólga væri í kort­un­um. Aðrir kraftar toga þar á móti til að halda henni í skefj­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfileg fjarlægð breytist í 1 metra samkvæmt nýju reglunum.
„Þú þarft ekki að kynnast nýju fólki í sumar“
Nýjar reglur og leiðbeiningar fyrir veitingastaði og kaffihús hafa verið gefnar út í Svíþjóð. Samkvæmt þeim skal halda 1 metra bili milli hópa. Yfir 5.400 manns hafa dáið vegna COVID-19 í landinu, þar af var tilkynnt um 41 í gær.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ríki og borg hækka framlög til Bíó Paradísar um 26 milljónir
Framlag ríkis og borgar hækkar samtals um 26 milljónir á ári í uppfærðum samstarfssamningi við Heimili kvikmyndanna, rekstraraðila Bíós Paradísar. Stefnt er að því að opna bíóið um miðjan september en þá fagnar Bíó Paradís tíu ára afmæli.
Kjarninn 2. júlí 2020
Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók kipp upp á við eftir að COVID-19 faraldurinn skall á Ísland .Hann hefur hins vegar dalað á ný í síðustu könnunum.
Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 6,7 prósentustigum minna fylgi en í síðustu kosningum og myndu ekki fá meirihluta atkvæða ef kosið yrði í dag. Þrír flokkar í stjórnarandstöðu mælast yfir kjörfylgi en tveir undir.
Kjarninn 2. júlí 2020
Áfram verslað með Icelandair þrátt fyrir tilkynningu um mögulega greiðslustöðvun
Grunur þarf að vera um ójafnan aðgang fjárfesta að innherjaupplýsingum til þess að viðskipti með bréf Icelandair verði stöðvuð tímabundið í Kauphöllinni. Aðilar á fjármálamarkaði furða sig sumir á því að enn sé verslað og bréfin ekki athugunarmerkt.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ketill Sigurjónsson
Átök á raforkumarkaði stóriðju
Kjarninn 2. júlí 2020
Jafnréttismál eru orðin hluti af sjálfsmynd Íslands – og jafnrétti að vörumerki
Jafnréttismál eru hluti af sjálfsmynd Íslands, samkvæmt nýrri rannsókn. Það lýsir sér m.a. í tilkomu Kvennalistans, kjöri Vigdísar Finnbogadóttur og valdatíð Jóhönnu Sigurðardóttur og Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 2. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Framtíð 5G á Íslandi
Kjarninn 2. júlí 2020
Stilla úr auglýsingunni.
Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi
Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.
Kjarninn 1. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent