Efnahagslegu áhrifin munu vara í marga mánuði eftir að veikin gengur yfir

Seðlabankastjóri segist vonast til þess að útbreiðsla COVID-19 muni ganga yfir á þremur mánuðum. Efnahagslegu áhrif hennar muni hins vegar vara í margar mánuði umfram það. Ferðaþjónustan muni koma til baka.

Ásgeir Jónsson
Auglýsing

„Von­andi gengur veikin yfir á þremur mán­uð­um. Efna­hags­legu áhrifin munu vara eitt­hvað leng­ur. Þetta er hins vegar tíma­bund­ið. Það er það sem er jákvætt. Allir far­ald­ar, þeir ganga yfir­.“ 

Þetta sagði Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri í sam­eig­in­legum morg­un­þætti allra miðla RÚV í morg­un. 

Ás­geir sagði að staðan nú væri „eld­skírn“ fyrir ferða­þjón­ust­una. Hún muni ekki skila neinum telj­andi tekjum á öðrum árs­fjórð­ungi. Hún hafi gengið í gegnum sam­drátt á síð­asta ári þegar ferða­mönnum fækk­aði um 20 pró­sent og núver­andi ástand komi svo ofan í það. „Hún verður von­andi end­ur­skipu­lögð og síðan nátt­úru­lega verður Ísland áfram ferða­þjón­ustu­land. Og hún komi til baka. Þetta er spurn­ing um tíma, hvort það verði sex mán­uðir eða tólf mán­uð­ir, hún er að koma til bak­a.“

Ásgeir var spurður hversu slæmt ástandið væri orðið og hverjar spár Seðla­banka Íslands um áhrif þess væru. Hann sagði það áður hafa gerst fyrir Ísland að landið hefði tapað stórum hluta útflutn­ings­tekna sinna, til dæmis þegar síldin fór. Nú njótum við þess hins vegar að hafa gripið til marg­hátt­aðra ráð­staf­ana eftir hrunið 2008 sem hjálpi til við að bregð­ast vel við nú. Þar skipti til dæmis máli að háir eig­in­fjár­aukar hafi verið settir á bank­ana í land­inu sem geri það að verkum að þeir eigi 25 pró­sent eigið fé. Nú sé hægt að losa um það eigið fé til að hjálpa fyr­ir­tækj­unum í land­inu með fyr­ir­greiðslu. 

Það hjálpi líka til  við að mæta sam­drætti í útflutn­ingi að neysla Íslend­inga hefur dreg­ist skarpt sam­an. Fólk eyði minna, fari ekki til útlanda, kaupi ekki mikið af inn­fluttum fatn­aði og svo fram­veg­is. Það hjálpi til við að halda við greiðslu­jöfn­uði.

Auglýsing
Aðspurður hvaða sviðs­myndir bank­inn væri að vinna með sagði Ásgeir: „Það verður að hafa í huga að sviðs­myndir eru ekki spár.“ Ljóst væri að sam­dráttur væri framundan en þjóðin yrði vænt­an­lega í ein­hvers­konar sótt­kví næstu þrjá mán­uð­ina. Efna­hags­legu áhrifin myndu vara leng­ur. Bank­inn hafi ekki gefið út neinar spár sem stendur vegna þess að óvissan væri ein­fald­lega of mikið og það yrði þá ein­ungis „leikur að töl­u­m“.

Ásgeir sagð­ist upp­lifa að allir væru að róa í sömu átt. Líf­eyr­is­sjóðir hefðu sam­þykkt að halda að sér höndum og fara ekki úr landi með fé tíma­bundið og bank­arnir væru allir að vilja gerð­ir.

Á kynn­ing­ar­fundi í Seðla­bank­anum í gær, sem var hald­inn vegna þess að ákveðið var í annað sínn á viku að lækka vexti niður í sögu­legar lægðir og afnema sveiflu­jöfn­un­ar­auka bank­anna, 

sagði Ásgeir að ekki ætti að búast við því að það yrði tíð­inda­­laust úr Seðla­­bank­­anum á næst­unni, bank­inn væri bara „rétt að byrja“ að takast á við stöð­una í efna­hags­líf­inu.

Þegar hann var beð­inn um að skýra hvað fælist í þessu benti hann á að nýi Seðla­bank­inn, sem varð til við sam­ein­ingu við Fjár­mála­eft­ir­litið um síð­ustu ára­mót, hefði fleiri tæki til að bregð­ast við en áður, þegar stjórn­tæki hans var að uppi­stöðu stýri­vext­ir.

Ásgeir sagði að Seðla­bank­inn gæti til að mynda beitt efna­hags­reikn­ingi sín­um. Hann væri nú, eftir mikla veik­ingu krón­unnar und­an­far­ið, með 930 millj­arða króna í gjald­eyr­is­vara­forða. Með honum væri til dæmis hægt að hafa áhrif á lausa­fjár­stöðu bank­anna. 

Aðspurður hvort hann hefði boð­vald yfir bönkum og líf­eyr­is­sjóðum svar­aði Ásgeir: „Já og nei, ég er nátt­úru­lega æðsti yfir­maður fjár­mála­eft­ir­lits í land­in­u.“ Hann benti þó á að yfir­leitt gangi bankar ekki gegn Seðla­bank­anum og fram til þessa hafi allt farið fram í mestu vin­semd og sam­starfi.

Þegar Ásgeir var spurður um hvernig staða heim­il­anna yrði varin benti hann á að í fyrstu aðgerðum væri væri bæði Seðla­bank­inn og rík­is­stjórnin að hugsa um að koma í veg fyrir að fólk missi vinn­una, með því meðal ann­ars að lækka vexti og tryggja lausa­fjár­fyr­ir­greiðslu. Það séu ekki ein­ungis aðgerðir fyrir fyr­ir­tæki, heldur fólkið í land­in­u. 

Að lokum sagði Ásgeir að þrátt fyrir að krónan hefði veikst um tíu pró­sent á skömmum tíma þá hefði hann ekki trú á því að verð­bólga væri í kort­un­um. Aðrir kraftar toga þar á móti til að halda henni í skefj­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent