Seðlabankastjóri segir bankann vera „rétt að byrja“ að takast á við stöðuna

Ásgeir Jónsson segir að Seðlabankinn eigi enn ýmis tól í vopnabúri sínu til að bregðast við síversnandi efnahagshorfum. Þá segir seðlabankastjóri hækkun sveiflujöfnunaraukans hafa verið „hárrétta ákvörðun“, sem nú sýni gildi sitt.

Ásgeir Jónsson
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri hóf upp­lýs­inga­fund pen­inga­stefnu­nefndar og fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar vegna þeirra aðgerða sem nefnd­irnar kynntu í morg­un, vaxta­lækkun og afnáms sveiflu­jöfn­un­ar­aukans, á því að taka það skýrt fram það væri rangt, sem haldið hefði verið fram, að það hefðu verið mis­tök að hækka sveiflu­jöfn­un­ar­auk­ann á síð­asta ári.

Fjár­mála­kerfið hefur gagn­rýnt ákvörðun fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar um hækkun sveiflu­jöfn­un­ar­aukans, sem hækk­aði síð­ast um 0,25 pró­sentu­stig í byrjun febr­ú­ar, upp í 2 pró­sent. Yngvi Örn Krist­ins­son hag­fræð­ingur Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja kall­aði þannig eftir því í haust, í blaða­grein, að sú ákvörðun yrði end­ur­skoðuð og sveiflu­jöfn­un­ar­auk­inn jafn­vel lækk­að­ur.

„Rétti dag­ur­inn til þess að gera við þakið er ekki þegar það rignir heldur þegar það er sól,“ sagði Ásgeir og sagði hækkun sveiflu­jöfn­un­ar­aukans hafa verið „hár­rétta ákvörð­un“ sem hefði nú leitt til þess að banka­kerfið á Íslandi væri bólgið af eigið fé og vel undir það búið að takast á við þá maka­lausu stöðu sem nú er uppi í efna­hags­má­um.

Auglýsing

 „Eig­in­fjár­staða bank­anna er gríð­ar­lega sterk, um 25 pró­sent, það þekk­ist ekki í lönd­unum í kringum okk­ur,“ sagði seðla­banka­stjóri, en hann tók það skýrt fram að algjört skil­yrði fyrir afnámi sveiflu­jöfn­un­ar­aukans nú væri að bank­arnir greiddu engan arð til eig­enda sinna á þessu ári. Pen­ing­arnir þyrftu að vera áfram inni í bönk­unum og Seðla­bank­inn myndi fylgj­ast vel með því.

Frek­ari tíð­inda að vænta frá Seðla­bank­anum

Seðla­banka­stjóri sagði að ekki ætti að búast við því að það yrði tíð­inda­laust úr Seðla­bank­anum á næst­unni, bank­inn væri bara „rétt að byrja“ að takast á við stöð­una í efna­hags­líf­inu.

„Það hefur átt sér gríð­­ar­­leg þróun erlendis í því hvernig Seðla­­bankar hafa verið að beita sér og við erum ekki búin að gera neitt af þeim,“ sagði Ásgeir og bætti við að hinn nýji Seðla­­banki, eftir sam­ein­ingu við Fjár­­­mála­eft­ir­lit­ið, hefði ótal tól í sínu vopna­­búri.Hann var hins vegar ekki til­bú­inn að sýna mikið frekar á spil­in, er einn fund­ar­gesta í Seðla­bank­anum spurði hvaða mögu­legu aðgerðir hefðu verið rædd­ar. 

„Við erum að hugsa ýmsa hluti, ég held að það verði ekki tíð­inda­laust héð­an, á næstu vikum og mán­uð­um, við skulum orða það þannig. En kannski ekk­ert sem ég vil deila með þér núna, samt sem áður,“ sagði Ásgeir, sem hafði þó fyrr á fund­inum ekki úti­lokað að Seðla­bank­inn myndi kaupa rík­is­skulda­bréf, þó það hefði ekki sér­stak­lega komið til tals.

Varð­andi kaup á rík­is­skulda­bréfum kom það fram í máli Þór­ar­ins G. Pét­urs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra sviðs hag­fræði og pen­inga­stefnu hjá bank­an­um, að erlendir seðla­bankar sem hefðu gripið til þess ráðs væru í annarri stöðu en er uppi hér á Íslandi, þar sem meg­in­vextir hér eru hærri. Þeir hefðu þannig ekki tök á því að grípa til vaxta­lækk­ana, eins og Seðla­banki Íslands hefur nú gert tvær vikur í röð.

Ræddi bara gjald­eyr­is­málin við líf­eyr­is­sjóð­ina

Seðla­banka­stjóri fund­aði með for­svars­mönnum Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða í gær og í kjöl­farið sendu sam­tökin út hvatn­ingu til félags­manna sinna, líf­eyr­is­sjóða lands­ins, um að halda að sér höndum hvað gjald­eyr­is­kaup varðar næstu mán­uði. Ásgeir var spurður um hvað þetta sam­tal hefði snú­ist um og sagði hann það ein­ungis hafa snúið að gjald­eyr­is­mark­aðn­um. 

„Að öðru leyti var ég ekki að segja þeim hvernig þeir ættu að fjár­festa pen­ing­un­um, þó að það væri freist­and­i,“ sagði Ásgeir í léttum tóni, en spurn­ingin laut að því hvort hann hefði einnig hvatt líf­eyr­is­sjóð­ina til þess að ein­beita sér að fjár­fest­ingum inn­an­lands fremur en erlendis á næst­unni. Svo er ekki.

Greint var frá því í Mark­að­inum í morgun að Seðla­bank­inn hefði selt gjald­eyri fyrir and­virði átta millj­arða íslenskra króna í síð­ustu viku, þar af fyrir 3,6 millj­arða á föstu­dag­inn. Ásgeir ljóstr­aði því upp á fund­inum að engin inn­grip hefðu átt sér stað af hálfu Seðla­bank­ans á gjald­eyr­is­mark­aði það sem af er þess­ari viku.

Ásgeir sagði aðspurður að það væri „mjög gott“ að vera með sjálf­stæða mynt við núver­andi aðstæð­ur, við hefðum með því sveigj­an­leika til að bregð­ast við og einnig væri hollt að krónan væri að veikjast, en hún hefur veikst um 10 pró­sent frá ára­mót­u­m. 

„Veik­ing krón­unnar er í sjálfu sér ekk­ert meiri en hjá öðrum smærri mynt­um, það er þannig ef það er óvissa eða óstöð­ug­leiki á alþjóða­vett­vangi sækja fjár­festar í stærri mynt­irn­ar, dollarann, evr­una, jen­ið,“ sagði seðla­banka­stjóri.

Tíma­bundið áfall

Ásgeir sagði mik­il­vægt að muna að útbreiðsla kór­ónu­veirunnar væri tíma­bundið áfall og að efna­hags­að­gerð­irnar yrðu að ein­hverju leyti að byggj­ast á því. Ísland yrði áfram vin­sælt ferða­manna­land þegar fólk færi aftur að ferð­ast og þegar krísan væri yfir­staðin yrðum við fljót­lega komin aftur í við­skipta­jöfn­uð.

Seðla­banka­stjóri var einnig spurður að því hvort hann væri með til­mæli til almenn­ings, um það hvernig fólk ætti að haga sínum per­sónu­legu fjár­málum við þær aðstæður sem nú eru upp­i. 

„Þegar stórt er spurt. Ég held að það sé mjög mik­il­vægt að fólk haldi ró sinni. Þessi veiki er hættu­leg af því það stafar hætta að lífi fólks og heilsu, en sem efna­hags­á­fall er þetta skamm­vinnt áfall sem við ættum að geta farið í gegn­um,“ sagði Ásgeir og bætti við að fólk ætti ekki að þurfa að breyta öllum áætl­unum um líf sitt, þó að það væri kannski erfitt fyrir hann að vera að gefa ráð um það.

Fram kom í máli nefnd­ar­manna að við­búið væri að sam­dráttur yrði á Íslandi í ár, en í nýj­ustu spá Seðla­bank­ans var búist við um 1 pró­sent hag­vexti. Næsta þjóð­hags­spá bank­ans verður gefin út í maí.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent