Seðlabankastjóri segir bankann vera „rétt að byrja“ að takast á við stöðuna

Ásgeir Jónsson segir að Seðlabankinn eigi enn ýmis tól í vopnabúri sínu til að bregðast við síversnandi efnahagshorfum. Þá segir seðlabankastjóri hækkun sveiflujöfnunaraukans hafa verið „hárrétta ákvörðun“, sem nú sýni gildi sitt.

Ásgeir Jónsson
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri hóf upp­lýs­inga­fund pen­inga­stefnu­nefndar og fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar vegna þeirra aðgerða sem nefnd­irnar kynntu í morg­un, vaxta­lækkun og afnáms sveiflu­jöfn­un­ar­aukans, á því að taka það skýrt fram það væri rangt, sem haldið hefði verið fram, að það hefðu verið mis­tök að hækka sveiflu­jöfn­un­ar­auk­ann á síð­asta ári.

Fjár­mála­kerfið hefur gagn­rýnt ákvörðun fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar um hækkun sveiflu­jöfn­un­ar­aukans, sem hækk­aði síð­ast um 0,25 pró­sentu­stig í byrjun febr­ú­ar, upp í 2 pró­sent. Yngvi Örn Krist­ins­son hag­fræð­ingur Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja kall­aði þannig eftir því í haust, í blaða­grein, að sú ákvörðun yrði end­ur­skoðuð og sveiflu­jöfn­un­ar­auk­inn jafn­vel lækk­að­ur.

„Rétti dag­ur­inn til þess að gera við þakið er ekki þegar það rignir heldur þegar það er sól,“ sagði Ásgeir og sagði hækkun sveiflu­jöfn­un­ar­aukans hafa verið „hár­rétta ákvörð­un“ sem hefði nú leitt til þess að banka­kerfið á Íslandi væri bólgið af eigið fé og vel undir það búið að takast á við þá maka­lausu stöðu sem nú er uppi í efna­hags­má­um.

Auglýsing

 „Eig­in­fjár­staða bank­anna er gríð­ar­lega sterk, um 25 pró­sent, það þekk­ist ekki í lönd­unum í kringum okk­ur,“ sagði seðla­banka­stjóri, en hann tók það skýrt fram að algjört skil­yrði fyrir afnámi sveiflu­jöfn­un­ar­aukans nú væri að bank­arnir greiddu engan arð til eig­enda sinna á þessu ári. Pen­ing­arnir þyrftu að vera áfram inni í bönk­unum og Seðla­bank­inn myndi fylgj­ast vel með því.

Frek­ari tíð­inda að vænta frá Seðla­bank­anum

Seðla­banka­stjóri sagði að ekki ætti að búast við því að það yrði tíð­inda­laust úr Seðla­bank­anum á næst­unni, bank­inn væri bara „rétt að byrja“ að takast á við stöð­una í efna­hags­líf­inu.

„Það hefur átt sér gríð­­ar­­leg þróun erlendis í því hvernig Seðla­­bankar hafa verið að beita sér og við erum ekki búin að gera neitt af þeim,“ sagði Ásgeir og bætti við að hinn nýji Seðla­­banki, eftir sam­ein­ingu við Fjár­­­mála­eft­ir­lit­ið, hefði ótal tól í sínu vopna­­búri.



Hann var hins vegar ekki til­bú­inn að sýna mikið frekar á spil­in, er einn fund­ar­gesta í Seðla­bank­anum spurði hvaða mögu­legu aðgerðir hefðu verið rædd­ar. 

„Við erum að hugsa ýmsa hluti, ég held að það verði ekki tíð­inda­laust héð­an, á næstu vikum og mán­uð­um, við skulum orða það þannig. En kannski ekk­ert sem ég vil deila með þér núna, samt sem áður,“ sagði Ásgeir, sem hafði þó fyrr á fund­inum ekki úti­lokað að Seðla­bank­inn myndi kaupa rík­is­skulda­bréf, þó það hefði ekki sér­stak­lega komið til tals.

Varð­andi kaup á rík­is­skulda­bréfum kom það fram í máli Þór­ar­ins G. Pét­urs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra sviðs hag­fræði og pen­inga­stefnu hjá bank­an­um, að erlendir seðla­bankar sem hefðu gripið til þess ráðs væru í annarri stöðu en er uppi hér á Íslandi, þar sem meg­in­vextir hér eru hærri. Þeir hefðu þannig ekki tök á því að grípa til vaxta­lækk­ana, eins og Seðla­banki Íslands hefur nú gert tvær vikur í röð.

Ræddi bara gjald­eyr­is­málin við líf­eyr­is­sjóð­ina

Seðla­banka­stjóri fund­aði með for­svars­mönnum Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða í gær og í kjöl­farið sendu sam­tökin út hvatn­ingu til félags­manna sinna, líf­eyr­is­sjóða lands­ins, um að halda að sér höndum hvað gjald­eyr­is­kaup varðar næstu mán­uði. Ásgeir var spurður um hvað þetta sam­tal hefði snú­ist um og sagði hann það ein­ungis hafa snúið að gjald­eyr­is­mark­aðn­um. 

„Að öðru leyti var ég ekki að segja þeim hvernig þeir ættu að fjár­festa pen­ing­un­um, þó að það væri freist­and­i,“ sagði Ásgeir í léttum tóni, en spurn­ingin laut að því hvort hann hefði einnig hvatt líf­eyr­is­sjóð­ina til þess að ein­beita sér að fjár­fest­ingum inn­an­lands fremur en erlendis á næst­unni. Svo er ekki.

Greint var frá því í Mark­að­inum í morgun að Seðla­bank­inn hefði selt gjald­eyri fyrir and­virði átta millj­arða íslenskra króna í síð­ustu viku, þar af fyrir 3,6 millj­arða á föstu­dag­inn. Ásgeir ljóstr­aði því upp á fund­inum að engin inn­grip hefðu átt sér stað af hálfu Seðla­bank­ans á gjald­eyr­is­mark­aði það sem af er þess­ari viku.

Ásgeir sagði aðspurður að það væri „mjög gott“ að vera með sjálf­stæða mynt við núver­andi aðstæð­ur, við hefðum með því sveigj­an­leika til að bregð­ast við og einnig væri hollt að krónan væri að veikjast, en hún hefur veikst um 10 pró­sent frá ára­mót­u­m. 

„Veik­ing krón­unnar er í sjálfu sér ekk­ert meiri en hjá öðrum smærri mynt­um, það er þannig ef það er óvissa eða óstöð­ug­leiki á alþjóða­vett­vangi sækja fjár­festar í stærri mynt­irn­ar, dollarann, evr­una, jen­ið,“ sagði seðla­banka­stjóri.

Tíma­bundið áfall

Ásgeir sagði mik­il­vægt að muna að útbreiðsla kór­ónu­veirunnar væri tíma­bundið áfall og að efna­hags­að­gerð­irnar yrðu að ein­hverju leyti að byggj­ast á því. Ísland yrði áfram vin­sælt ferða­manna­land þegar fólk færi aftur að ferð­ast og þegar krísan væri yfir­staðin yrðum við fljót­lega komin aftur í við­skipta­jöfn­uð.

Seðla­banka­stjóri var einnig spurður að því hvort hann væri með til­mæli til almenn­ings, um það hvernig fólk ætti að haga sínum per­sónu­legu fjár­málum við þær aðstæður sem nú eru upp­i. 

„Þegar stórt er spurt. Ég held að það sé mjög mik­il­vægt að fólk haldi ró sinni. Þessi veiki er hættu­leg af því það stafar hætta að lífi fólks og heilsu, en sem efna­hags­á­fall er þetta skamm­vinnt áfall sem við ættum að geta farið í gegn­um,“ sagði Ásgeir og bætti við að fólk ætti ekki að þurfa að breyta öllum áætl­unum um líf sitt, þó að það væri kannski erfitt fyrir hann að vera að gefa ráð um það.

Fram kom í máli nefnd­ar­manna að við­búið væri að sam­dráttur yrði á Íslandi í ár, en í nýj­ustu spá Seðla­bank­ans var búist við um 1 pró­sent hag­vexti. Næsta þjóð­hags­spá bank­ans verður gefin út í maí.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent