Seðlabankastjóri segir bankann vera „rétt að byrja“ að takast á við stöðuna

Ásgeir Jónsson segir að Seðlabankinn eigi enn ýmis tól í vopnabúri sínu til að bregðast við síversnandi efnahagshorfum. Þá segir seðlabankastjóri hækkun sveiflujöfnunaraukans hafa verið „hárrétta ákvörðun“, sem nú sýni gildi sitt.

Ásgeir Jónsson
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri hóf upp­lýs­inga­fund pen­inga­stefnu­nefndar og fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar vegna þeirra aðgerða sem nefnd­irnar kynntu í morg­un, vaxta­lækkun og afnáms sveiflu­jöfn­un­ar­aukans, á því að taka það skýrt fram það væri rangt, sem haldið hefði verið fram, að það hefðu verið mis­tök að hækka sveiflu­jöfn­un­ar­auk­ann á síð­asta ári.

Fjár­mála­kerfið hefur gagn­rýnt ákvörðun fjár­mála­stöð­ug­leika­nefndar um hækkun sveiflu­jöfn­un­ar­aukans, sem hækk­aði síð­ast um 0,25 pró­sentu­stig í byrjun febr­ú­ar, upp í 2 pró­sent. Yngvi Örn Krist­ins­son hag­fræð­ingur Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja kall­aði þannig eftir því í haust, í blaða­grein, að sú ákvörðun yrði end­ur­skoðuð og sveiflu­jöfn­un­ar­auk­inn jafn­vel lækk­að­ur.

„Rétti dag­ur­inn til þess að gera við þakið er ekki þegar það rignir heldur þegar það er sól,“ sagði Ásgeir og sagði hækkun sveiflu­jöfn­un­ar­aukans hafa verið „hár­rétta ákvörð­un“ sem hefði nú leitt til þess að banka­kerfið á Íslandi væri bólgið af eigið fé og vel undir það búið að takast á við þá maka­lausu stöðu sem nú er uppi í efna­hags­má­um.

Auglýsing

 „Eig­in­fjár­staða bank­anna er gríð­ar­lega sterk, um 25 pró­sent, það þekk­ist ekki í lönd­unum í kringum okk­ur,“ sagði seðla­banka­stjóri, en hann tók það skýrt fram að algjört skil­yrði fyrir afnámi sveiflu­jöfn­un­ar­aukans nú væri að bank­arnir greiddu engan arð til eig­enda sinna á þessu ári. Pen­ing­arnir þyrftu að vera áfram inni í bönk­unum og Seðla­bank­inn myndi fylgj­ast vel með því.

Frek­ari tíð­inda að vænta frá Seðla­bank­anum

Seðla­banka­stjóri sagði að ekki ætti að búast við því að það yrði tíð­inda­laust úr Seðla­bank­anum á næst­unni, bank­inn væri bara „rétt að byrja“ að takast á við stöð­una í efna­hags­líf­inu.

„Það hefur átt sér gríð­­ar­­leg þróun erlendis í því hvernig Seðla­­bankar hafa verið að beita sér og við erum ekki búin að gera neitt af þeim,“ sagði Ásgeir og bætti við að hinn nýji Seðla­­banki, eftir sam­ein­ingu við Fjár­­­mála­eft­ir­lit­ið, hefði ótal tól í sínu vopna­­búri.Hann var hins vegar ekki til­bú­inn að sýna mikið frekar á spil­in, er einn fund­ar­gesta í Seðla­bank­anum spurði hvaða mögu­legu aðgerðir hefðu verið rædd­ar. 

„Við erum að hugsa ýmsa hluti, ég held að það verði ekki tíð­inda­laust héð­an, á næstu vikum og mán­uð­um, við skulum orða það þannig. En kannski ekk­ert sem ég vil deila með þér núna, samt sem áður,“ sagði Ásgeir, sem hafði þó fyrr á fund­inum ekki úti­lokað að Seðla­bank­inn myndi kaupa rík­is­skulda­bréf, þó það hefði ekki sér­stak­lega komið til tals.

Varð­andi kaup á rík­is­skulda­bréfum kom það fram í máli Þór­ar­ins G. Pét­urs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra sviðs hag­fræði og pen­inga­stefnu hjá bank­an­um, að erlendir seðla­bankar sem hefðu gripið til þess ráðs væru í annarri stöðu en er uppi hér á Íslandi, þar sem meg­in­vextir hér eru hærri. Þeir hefðu þannig ekki tök á því að grípa til vaxta­lækk­ana, eins og Seðla­banki Íslands hefur nú gert tvær vikur í röð.

Ræddi bara gjald­eyr­is­málin við líf­eyr­is­sjóð­ina

Seðla­banka­stjóri fund­aði með for­svars­mönnum Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða í gær og í kjöl­farið sendu sam­tökin út hvatn­ingu til félags­manna sinna, líf­eyr­is­sjóða lands­ins, um að halda að sér höndum hvað gjald­eyr­is­kaup varðar næstu mán­uði. Ásgeir var spurður um hvað þetta sam­tal hefði snú­ist um og sagði hann það ein­ungis hafa snúið að gjald­eyr­is­mark­aðn­um. 

„Að öðru leyti var ég ekki að segja þeim hvernig þeir ættu að fjár­festa pen­ing­un­um, þó að það væri freist­and­i,“ sagði Ásgeir í léttum tóni, en spurn­ingin laut að því hvort hann hefði einnig hvatt líf­eyr­is­sjóð­ina til þess að ein­beita sér að fjár­fest­ingum inn­an­lands fremur en erlendis á næst­unni. Svo er ekki.

Greint var frá því í Mark­að­inum í morgun að Seðla­bank­inn hefði selt gjald­eyri fyrir and­virði átta millj­arða íslenskra króna í síð­ustu viku, þar af fyrir 3,6 millj­arða á föstu­dag­inn. Ásgeir ljóstr­aði því upp á fund­inum að engin inn­grip hefðu átt sér stað af hálfu Seðla­bank­ans á gjald­eyr­is­mark­aði það sem af er þess­ari viku.

Ásgeir sagði aðspurður að það væri „mjög gott“ að vera með sjálf­stæða mynt við núver­andi aðstæð­ur, við hefðum með því sveigj­an­leika til að bregð­ast við og einnig væri hollt að krónan væri að veikjast, en hún hefur veikst um 10 pró­sent frá ára­mót­u­m. 

„Veik­ing krón­unnar er í sjálfu sér ekk­ert meiri en hjá öðrum smærri mynt­um, það er þannig ef það er óvissa eða óstöð­ug­leiki á alþjóða­vett­vangi sækja fjár­festar í stærri mynt­irn­ar, dollarann, evr­una, jen­ið,“ sagði seðla­banka­stjóri.

Tíma­bundið áfall

Ásgeir sagði mik­il­vægt að muna að útbreiðsla kór­ónu­veirunnar væri tíma­bundið áfall og að efna­hags­að­gerð­irnar yrðu að ein­hverju leyti að byggj­ast á því. Ísland yrði áfram vin­sælt ferða­manna­land þegar fólk færi aftur að ferð­ast og þegar krísan væri yfir­staðin yrðum við fljót­lega komin aftur í við­skipta­jöfn­uð.

Seðla­banka­stjóri var einnig spurður að því hvort hann væri með til­mæli til almenn­ings, um það hvernig fólk ætti að haga sínum per­sónu­legu fjár­málum við þær aðstæður sem nú eru upp­i. 

„Þegar stórt er spurt. Ég held að það sé mjög mik­il­vægt að fólk haldi ró sinni. Þessi veiki er hættu­leg af því það stafar hætta að lífi fólks og heilsu, en sem efna­hags­á­fall er þetta skamm­vinnt áfall sem við ættum að geta farið í gegn­um,“ sagði Ásgeir og bætti við að fólk ætti ekki að þurfa að breyta öllum áætl­unum um líf sitt, þó að það væri kannski erfitt fyrir hann að vera að gefa ráð um það.

Fram kom í máli nefnd­ar­manna að við­búið væri að sam­dráttur yrði á Íslandi í ár, en í nýj­ustu spá Seðla­bank­ans var búist við um 1 pró­sent hag­vexti. Næsta þjóð­hags­spá bank­ans verður gefin út í maí.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent