Fyrirheitna landið

Fyrrverandi utanríkisráðherra skrifar um hið norræna samfélagsmódel.

Auglýsing

Það fer varla fram hjá neinum sem nennir að fylgj­ast með rök­ræðum for­seta­fram­bjóð­enda demókrata í Banda­ríkj­unum í próf­kjörs­ferl­inu að leið­ar­hnoð­ið, sem allt snýst um, er hið nor­ræna sam­fé­lags­mód­el. Þeir fram­bjóð­end­ur, sem á annað borð hafa eitt­hvað til mál­anna að leggja, beina sjónum sínum þangað í leit að lausn­um. Amer­íka er ekki lengur land tæki­fær­anna fyrir þorra almenn­ings.  Það eru Norð­ur­lönd hins vegar afdrátt­ar­laust.

Mál­efna­lega er ljóst hverjir hafa und­ir­tök­in. Það eru Bernie Sand­ers, hin ald­ur­hnigni sós­í­alde­mókrati frá Vermont, sem er sá sem helst tendrar hug­sjó­naglóð hjá ungu kyn­slóð­inni. Og Elisa­beth War­ren sem þyk­ist vera „kap­ít­alisti“ en er skil­getið afsprengi New Deal, kona með lausnir á mein­semdum kap­ít­al­ism­ans. En það er alger óþarfi að kalla það sós­í­al­isma.  Sós­í­alde­mókrati er rétta orð­ið. Við köllum það jafn­að­ar­stefnu. Í munni hag­fræð­inga, og ann­arra fræði­manna, heitir þetta Nor­ræna mód­el­ið. Það er það sem málið snýst um. Þar er að finna lausn­irnar á þeim þjóð­fé­lags­legu mein­semdum sem hrjá þorra Banda­ríkja­manna á loka­skeiði nýfrjáls­hyggju­tíma­bils­ins.

Dan­mörk er orðin fyr­ir­mynd­ar­ríki. Nor­egur verð­skuldar ekki síður athygli, ekki síst að því er varðar auð­linda­nýt­ingu og nátt­úru­vernd. Sví­þjóð var fyrir skömmu útnefnd sam­keppn­is­hæf­asta þjóð­fé­lag í heimi. Finn­land hreppti fyrstu verð­laun fyrir „há­tækn­i-infrastrúkt­úr“ í upp­lýs­inga­tækni og almanna­sam­göng­um. Silf­ur­skeið­ung­ur­inn í Hvíta hús­inu sem sér ofsjónum yfir að kín­verski auð­hring­ur­inn Huawei hefur skotið Könum ref fyrir rass í 5. kyn­slóð upp­lýs­inga­tækn­innar (5G), leggur það nú til að Amer­ík­anar kaupi upp ráð­andi hlut í Erics­son og Nokia, helstu hátækni­fyr­ir­tækjum Skand­in­avíu til að vega upp for­skot Kín­verja. Loks lagði hann til að Amer­ík­anar keyptu Græn­land til að koma í veg fyrir að Kína nái fót­festu við nýt­ingu hinna ríkulu nátt­úru­auð­linda hánorð­urs­ins.

Hvers vegna er það að þeir sem sækj­ast eftir for­seta­emb­ætt­inu í Banda­ríkj­unum líta fyrst og fremst til Skand­in­avíu í leit að lausnum á þeim félags­legu vanda­málum sem hrjá Banda­ríkja­menn? Það er vegna þess, að þær lausnir sem þar er að finna, hafa skilað miklum árangri í reynd. Stjörnu­vitnið um það er ensk-am­er­íska viku­ritið Economist. Fyrir fáeinum árum komust sér­fræð­ingar þess að þeirri nið­ur­stöðu í sér­stakri úttekt, að „Nor­ræna mód­elið væri árang­urs­rík­asta efna­hags-­sam­fé­lags­mód­elið á plánet­unni á tímum alþjóða­væð­ing­ar­inn­ar. Þessi sam­fé­lags­gerð nær að sam­eina hvor tveggja, hag­kvæmni og jöfn­uð. Þar er að finna bæði sam­keppn­is­hæf­ustu þjóð­fé­lög heims og þau sem helst hafa hamlað gegn vax­andi ójöfn­uð­i.“

Svarið við nýfrjáls­hyggj­unni

Sögu­lega séð varð Nor­ræna mód­elið til sem við­brögð við til­vist­ar­kreppu hins stjórn­lausa fjár­málakapital­isma sem leiddi til heimskrepp­unnar á fjórða ára­tug síð­ustu ald­ar. Jafn­að­ar­menn á Norð­ur­löndum horfðu ann­ars vegar á hrun hins hams­lausa kap­ít­al­isma í vestri sem brot­lenti í krepp­unni; hins vegar fylgd­ust þeir með til­raun Stalíns í Sov­ét­ríkj­unum við að iðn­væða frum­stætt land­bún­að­ar­ríki með aðferðum lög­reglu­rík­is­ins. Ann­ars vegar hafði fram­leiðslu­vél kap­ít­al­ism­ans brætt úr sér þannig að það þurfti atbeina rík­is­ins til að koma henni í gang aft­ur; hins vegar var alls­herjar þjóð­nýt­ing fram­leiðslu­tækj­anna undir stjórn rík­is, sem afnam lýð­ræði, mann­rétt­indi og rétt­ar­rík­ið. 

Auglýsing
Norrænir jafn­að­ar­menn höfn­uðu báðum leið­um. Svíar sögð­ust ætla að fara „þriðju leið­ina“. Þeir við­ur­kenndu nyt­semi sam­keppni á mörk­uð­um, þar sem mark­aðs­kerfið átti við, til þess að tryggja hag­kvæma nýt­ingu fram­leiðslu­þátta og full­nægja eft­ir­spurn almenn­ings eftir neyslu­vör­um. En hið lýð­ræð­is­lega rík­is­vald setti mörk­uð­unum strangar sam­keppn­is­reglur til þess að fyr­ir­byggja öfga­fulla fylgi­kvilla óbeisl­aðs mark­aðs­kerfi: Ein­ok­un, ráð­andi hlut­deild á mörk­uð­um, sam­þjöppun auðs á fáar hendur og reglu­bundnar krepp­ur, sem enda jafnan í hruni, án atbeina rík­is­valds­ins. M.ö.o. mark­aðs­kerfið var ekki afnu­mið, þar sem það átti við, heldur laut það sam­fé­lags­legri stjórn. Og veiga­mikil sam­fé­lags­svið eins og mennt­un, heilsu­gæsla, orku­fram­leiðsla og dreif­ing og almanna­sam­göngur voru rekin sem sam­fé­lags­þjón­usta þar sem hagn­að­ar­sjón­ar­mið áttu ekki við. 

Aðferð­irnar eru kunn­ug­leg­ar. Almanna­trygg­ingar (sjúkra-, slysa-, elli-, og atvinnu­leys­is­trygg­ing­ar), gjald­frjáls aðgangur að heilsu­gæslu og mennt­un.  Allt þetta var kostað af skatt­kerfi sem var stig­hækk­andi eftir efni og aðstæð­um. Það hefur t.d. brugð­ist í Banda­ríkj­un­um. Hinir ofur­ríku og fjöl­þjóða­auð­hringir greiða ýmist enga skatta eða miklu lægra hlut­fall af tekjum sínum en almenn­ing­ur. For­stjóri Amazon greiðir t.d. 0.00052% af tekjum sínum í heild­ar­skatt. Sam­kvæmt Nor­ræna mód­el­inu rekur rík­is­valdið líka virka stefnu á vinnu­mark­aðnum til að koma í veg fyrir atvinnu­leysi, skapa störf og þjálfa þá sem verða fyrir tíma­bundnu atvinnu­leysi, til ann­arra starfa. 

Veiga­mik­ill þáttur kerf­is­ins snýst um að tryggja með sam­fé­lags­legum aðgerðum hús­næði handa öllum á við­ráð­an­legum kjör­um. Þetta hefur t.d. alger­lega brugð­ist á tíma­bili nýfrjáls­hyggj­unnar hvort heldur er í Reykja­vík eða San Frans­isco. Þetta er orðið að alþjóð­legu vanda­máli.  Lausn­irnar eru kunn­ug­legar og gam­al­reynd­ar. Það sem skortir er póli­tískur vilji til íhlut­unar þegar mark­aðs­öflin bregð­ast. Meg­in­til­gang­ur­inn með íhlutun hins lýð­ræð­is­lega rík­is­valds er að tryggja jafn­ari tekju- og eigna­skipt­ingu en ella væri nið­ur­staða mark­að­ar­ins –og þar með auk­inn félags­legan hreyf­an­leika í stað ríg­skorð­aðrar stétta­skipt­ing­ar.  Allt snýst þetta um mann­rétt­indi, ekki ölm­us­ur. 

Nor­ræna mód­elið

Nið­ur­staðan er þjóð­fé­lag þar sem ríkir meiri jöfn­uður í tekju og eigna­skipt­ingu en ella væri og þekk­ist ann­ars stað­ar. Þetta þýðir að frelsi ein­stak­lings­ins er ekki for­rétt­indi fárra heldur eru landa­mæri frels­is­ins útvíkkuð í nafni mann­rétt­inda. Félags­legur hreyf­an­leiki – getan til að bæta hag sinn með dugn­aði og fyr­ir­hyggju – er í reynd mun meiri á Norð­ur­löndum en ann­ars stað­ar. Banda­ríki norð­ur­-Am­er­íku eru ekki lengur „land tæki­færanna“. Sér­stök könnun á félags­legum hreyf­an­leika í háþró­uðum þjóð­fé­lögum leiddi í ljós að Norð­ur­löndin fjögur skip­uðu efstu sæt­in. Banda­ríkin og Bret­land voru í neðstu sæt­u­m. 

Sér­fræð­ingar viku­rits­ins Economist segja að „Norð­ur­löndin séu laus við þær plágur sem hrjá Banda­rík­in. Það gildi einu hvaða mæli­kvarða við bregðum á heilsu­far þjóð­fé­lags­ins – hvort heldur eru hag­fræði­legir mæli­kvarðar eins og fram­leiðni og nýsköpun eða félags­legir kvarðar eins og jafn­rétti og glæpa­tíðni: allar kann­anir sýna að Norð­ur­löndin hafa skilað bestum árangri.“ 

Nor­ræna mód­elið er eina efna­hags-­sam­fé­lags­mód­elið sem varð til í hug­mynda­fræði­legum átökum lið­innar aldar sem hefur stað­ist dóm reynsl­unnar á tíma­bili hnatt­væð­ingar í upp­hafi 21stu ald­ar. Sov­ét­mód­elið hefur verið huslað á ösku­haug sög­unn­ar. Stjórn­laust mark­aðs­kerfi – sam­kvæmt for­skrift nýfrjáls­hyggj­unnar – hefur brot­lent í tvígang á sama tíma­bili með skelfi­legum afleið­ingum fyrir þorra fólks – en verið forðað frá enda­legu hruni með atbeina rík­is­valds­ins í meiri­háttar björg­un­ar­leið­öngrum sem hafa verið kost­aðir af almenn­ing­i. 

Árangur gegn áróðri

Tíma­bil nýfrjáls­hyggj­unnar hófst á 8nda ára­tug sein­ustu aldar sem upp­reisn gegn hinu sós­í­alde­mókrat­íska vel­ferð­ar­ríki. Sjálft vel­ferð­ar­rík­ið, með sínum háu og stig­hækk­andi sköttum og öfl­ugum rík­is­geira, er að mati nýfrjáls­hyggju trú­boðs­ins ósjálf­bært. Íhlutun rík­is­ins um starf­semi mark­aða er ævin­lega af hinu illa; dregur úr vexti og leiðir til stöðn­un­ar. Nýfrjáls­hyggju­menn hafa stöðugt haldið því fram að vegna skorts á frum­kvæði og nýsköpun (e. dyna­mism) sé vel­ferð­ar­ríkið dauð­anum líkt. Offjölgun skrif­finna á vegum rík­is­ins og stofn­ana þess endi að lokum í útrým­ingu frelsis og alræð­is­ríki (Hayek). 

Nú vitum við bet­ur. Stað­reynd­irnar tala fyrir sig sjálf­ar. Ótelj­andi skýrslur um hin sam­ræmdu próf þjóð­ríkj­anna á tíma­bili hnatt­væð­ingar bera að sama brunni. Einu gildir hvaða mæli­kvarða við notum – nið­ur­staðan er hin sama: Norð­ur­löndin eru í sér­flokki. Einu ríkin sem nálg­ast þau í árangri á sumum sviðum eru hin svoköll­uðu „Asíu­tígris­dýr“ (Jap­an, S-Kór­ea, Taiwan, Singa­por o.fl). Öll eiga þessi lönd það sam­eig­in­legt að ríkið er fyr­ir­ferða­mikið og virt varð­andi íhlutun í starf­semi mark­aðs­kerf­is­ins á lyk­ilsvið­u­m. 

Þetta á ekk­ert síður við hag­ræna mæli­kvarða en aðra. Hag­vöxt­ur, rann­sóknir og þró­un, tækninýj­ung­ar, fram­leiðni, sköpun starfa (ekki síst í hátækni­grein­um), mennt­un­ar­stig, félags­legur hreyf­an­leiki, jafn­ræði kynja, lág­mörkun fátækt­ar, heilsu­far og lang­lífi, gæði inn­viða, aðgengi að óspilltri nátt­úru, - almenn lífs­gæði. Minni ójöfn­uður en alls staðar ann­ars stað­ar. Ráð­ríkt lýð­ræði. Aðbún­aður að frum­kvöðl­um: Hvar er fljót­leg­ast að stofna fyr­ir­tæki? Í Banda­ríkj­un­um? Nei, þau eru númer 38 á þeim lista. Dan­mörk er númer eitt. 

Fyr­ir­heitna landið

Banda­ríski hag­fræð­ing­ur­inn Daron Acemoglu (af tyrk­neskum upp­runa), pró­fessor við Massachu­setts Institute of Technology, lýsir þessu svona:

„Soci­al-democracy“ (sem Nor­ræna mód­elið er besta dæmið um) birt­ist í ýmsum myndum í Evr­ópu eftir stríð var umgjörðin utan um og orsökin fyrir því ein­stæða blóma­skeiði. Þetta á líka við um Banda­ríkin þar sem New Deal Roos­evelts og áfram­hald­andi þjóð­fé­lags­um­bætur í fram­haldi af því inn­leiddu nokkra meg­in­þætti hins sós­í­alde­mókrat­íska vel­ferð­ar­kerfis t.d. kjara­samn­inga við stétt­ar­fé­lög, elli­líf­eyri og gjald­frjálsan aðgang að skólum á vegum ríkis eða sveit­ar­fé­laga.“

Og hann bætir við:

„Það sem við þurfum á að halda nú í Banda­ríkj­unum er ekki mark­aðstrú­boð í anda nýfrjáls­hyggju né svelt­andi sósi­al­ismi af Sov­ét­gerð­inni. Það sem við þurfum á að halda er soci­al-democracy“ – jafn­að­ar­stefna. Við þurfum öfl­ugan atbeina rík­is­ins til þess að koma böndum á ofvaxið vald mark­aðs­risa. Laun­þegar á vinnu­mark­aði þurfa meiri rétt; almanna­þjón­ustu og örygg­is­net handa hinum verst settu verður að styrkja. Síðan en ekki síst þurfa Banda­ríkin að móta stefnu á vegum stjórn­valda um starf­semi auð­hringa til þess að tryggja að afrakstur efna­hags­stefn­unnar þjóni hags­munum allrar þjóð­ar­inn­ar. 

Loka­orð hag­fræð­ings­ins eru þessi: „Það á ekki að afnema mark­að­ina, það á að koma böndum á þá. Nor­ræna mód­elið var ekki um að útrýma mark­aðs­kerf­inu heldur að hemja það undir félags­legri stjórn. Það var ekki um að trufla sam­keppni á mörk­uð­um; þvert á móti var það um að setja leik­reglur sem tryggðu sam­keppni undir félags­legu eft­ir­lit­i.“

Það er einmitt þetta sem hefur brugð­ist og er und­ir­rót þeirrar upp­drátt­ar­sýki sem hrjáir bæði Banda­ríkin og Evr­ópu á öld ójafn­aðar undir merkjum nýfrjáls­hyggju.

Eða eins og Tage Erlander – for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóðar í ald­ar­fjórð­ung og e.t.v. öfl­ug­asti umbóta­maður lið­innar aldar – hafði að við­kvæði: „Mark­að­ur­inn er þarfur þjónn en óþol­andi hús­bónd­i.“

Höf­undur var for­maður Alþýðu­flokks­ins, flokks íslenskra jafn­að­ar­manna 1984-1996. Nýj­ustu bækur hans eru: „The Nor­dic Model vs The NeoLi­beral Chal­lenge (Lamb­ert Academic publ­is­hing) – sjá www.mor­e­books.de; og Tæpitungu­laust; lífs­skoðun jafn­að­ar­manns (HB útgáfan 2019)

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar