Ekkert rugl

Við­skipta­stjóri hjá Nas­daq Iceland segir að fjármálamarkaðurinn verði að komast í gegnum þessa krísu án þess að eftir standi sviðin jörð vafasamra viðskiptahátta, markaðsmisnotkunarmála og innherjasvika.

Auglýsing

Ég vildi óska þess að ég hefði eitt­hvað gáfu­legt að segja og skrifa um COVID-19. Því miður er það ekki raun­in. Mín þekk­ing á við­brögðum við veiru­far­aldri byggir alfarið á kvik­mynd­inni Out­br­eak og hinni stór­góðu Out­br­eak 2, the Virus takes Man­hatt­an, með Jean Claude Van Damme. Í ofaná­lag verður að við­ur­kenn­ast að ég man frekar lítið eftir Out­br­eak og að Out­br­eak 2 er ekki alvöru kvik­mynd. 

Sjálfur starfa ég á fjár­mála­mörk­uð­um, nánar til­tekið við rekstur Kaup­hall­ar­inn­ar. Hlut­verk okkar sem störfum á fjár­mála­mörk­uðum er nokkuð ein­falt í svona krís­um: Ekki þvæl­ast fyrir og aðstoða þá sem eru að bjarga heim­inum með aðgengi að fjár­magni. Það má raunar segja að þetta eigi alltaf að vera hlut­verk okk­ar, þó það hafi reyndar átt það til að gleym­ast. 

Við höfum áður stillt fjár­mála­mörk­uðum upp í hetju­hlut­verk­ið. Reynt að vera númer eitt, baðað okkur í sviðs­ljós­inu og gert til­raun til þess að skapa raun­veru­leg verð­mæti úr því að færa fjár­magn fram og til baka. Það heppn­að­ist ekki mjög vel. Fjár­mála­mark­aðir þurfa að vera meira eins og Q frekar en James Bond. Láta lítið fyrir okkur fara og útvega hetj­unni þau tæki og tól sem við­kom­andi þarf til að bjarga deg­in­um. 

Á næstu vikum og mán­uðum þýðir þetta ann­ars vegar að tryggja þurfi heim­il­unum og atvinnu­líf­inu aðgengi að fjár­magni og annan stuðn­ing, eins og við á. Halda öllu gang­andi og gott bet­ur. Það hefur verið hug­hreystandi að sjá skjót við­brögð stjórn­valda, Seðla­bank­ans og bank­anna á síð­ustu dögum í þessu furðu­lega ástandi.

Auglýsing
Hins vegar að búa þurfi þannig um hnút­ana að fjár­mála­kerfið geti hjálpað frum­kvöðlum og fyr­ir­tækjum að grípa tæki­færin sem munu mynd­ast þegar styttir upp. Einn liður á þeim verk­efna­lista er nokkuð ein­fald­ur: Ekk­ert rugl. Í hrun­inu tap­að­ist mikið traust. Ekki ein­ungis vegna þess hve illa fór, heldur einnig hvers vegna, sam­an­ber skýrslur rann­sókn­ar­nefnda Alþing­is, nið­ur­stöður dóms­mála og aðrar umfjall­anir um við­skipta­hætti fyrir hrun. Án trausts á fjár­mála­mörk­uðum gengur mun erf­ið­ara en ella að byggja upp öfl­ugt og fjöl­breytt atvinnu­líf. 

Sagt er að tím­inn lækni öll sár, en þetta sár hefur verið allt of lengi að gróa. Frá því í febr­úar 2009 og þar til í febr­úar 2020 hefur mæli­kvarði á traust á banka­kerf­inu t.d. mjakast úr 4 í 21, skv. könnun Gallup á trausti til stofn­ana. Árið 2008 stóð gildið í 40. Ég tel ekki ólík­legt að heim­færa megi þessa þróun á fjár­mála­mark­aði í víð­ari skiln­ingi. Vissu­lega hreyf­ing í rétta átt, en langt frá því að vera ásætt­an­legt. Með þessu áfram­haldi tekur það okkur tíu ár í við­bót að nálg­ast það traust sem var á fjár­mála­mörk­uðum árið 2008, sem var þó varla fram­úr­skar­and­i. 

Að því leyt­inu til er þetta kjörið tæki­færi. Ef við komumst í gegnum þessa krísu án þess að eftir standi gjald­eyr­is­höft og sviðin jörð vafa­samra við­skipta­hátta, mark­aðs­mis­notk­un­ar­mála og inn­herja­svika höfum við von­andi sýnt það í verki að við eigum traust skil­ið. Við þurfum að gera bók­staf­lega allt sem við getum til að passa upp á þetta. Það er mikið í húfi og ef vel tekst til gæti íslenskur fjár­mála­mark­aður að mörgu leyti verið í mun sterk­ari stöðu en fyrir þessa krísu, til­bú­inn til að standa á hlið­ar­lín­unni og aðstoða þá sem ætla að bjarga heim­inum með aðgengi að fjár­magni. En fyrst: Ekk­ert rugl. 

Höf­undur er við­­skipta­­stjóri hjá Nas­daq Iceland.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar