Ekkert rugl

Við­skipta­stjóri hjá Nas­daq Iceland segir að fjármálamarkaðurinn verði að komast í gegnum þessa krísu án þess að eftir standi sviðin jörð vafasamra viðskiptahátta, markaðsmisnotkunarmála og innherjasvika.

Auglýsing

Ég vildi óska þess að ég hefði eitt­hvað gáfu­legt að segja og skrifa um COVID-19. Því miður er það ekki raun­in. Mín þekk­ing á við­brögðum við veiru­far­aldri byggir alfarið á kvik­mynd­inni Out­br­eak og hinni stór­góðu Out­br­eak 2, the Virus takes Man­hatt­an, með Jean Claude Van Damme. Í ofaná­lag verður að við­ur­kenn­ast að ég man frekar lítið eftir Out­br­eak og að Out­br­eak 2 er ekki alvöru kvik­mynd. 

Sjálfur starfa ég á fjár­mála­mörk­uð­um, nánar til­tekið við rekstur Kaup­hall­ar­inn­ar. Hlut­verk okkar sem störfum á fjár­mála­mörk­uðum er nokkuð ein­falt í svona krís­um: Ekki þvæl­ast fyrir og aðstoða þá sem eru að bjarga heim­inum með aðgengi að fjár­magni. Það má raunar segja að þetta eigi alltaf að vera hlut­verk okk­ar, þó það hafi reyndar átt það til að gleym­ast. 

Við höfum áður stillt fjár­mála­mörk­uðum upp í hetju­hlut­verk­ið. Reynt að vera númer eitt, baðað okkur í sviðs­ljós­inu og gert til­raun til þess að skapa raun­veru­leg verð­mæti úr því að færa fjár­magn fram og til baka. Það heppn­að­ist ekki mjög vel. Fjár­mála­mark­aðir þurfa að vera meira eins og Q frekar en James Bond. Láta lítið fyrir okkur fara og útvega hetj­unni þau tæki og tól sem við­kom­andi þarf til að bjarga deg­in­um. 

Á næstu vikum og mán­uðum þýðir þetta ann­ars vegar að tryggja þurfi heim­il­unum og atvinnu­líf­inu aðgengi að fjár­magni og annan stuðn­ing, eins og við á. Halda öllu gang­andi og gott bet­ur. Það hefur verið hug­hreystandi að sjá skjót við­brögð stjórn­valda, Seðla­bank­ans og bank­anna á síð­ustu dögum í þessu furðu­lega ástandi.

Auglýsing
Hins vegar að búa þurfi þannig um hnút­ana að fjár­mála­kerfið geti hjálpað frum­kvöðlum og fyr­ir­tækjum að grípa tæki­færin sem munu mynd­ast þegar styttir upp. Einn liður á þeim verk­efna­lista er nokkuð ein­fald­ur: Ekk­ert rugl. Í hrun­inu tap­að­ist mikið traust. Ekki ein­ungis vegna þess hve illa fór, heldur einnig hvers vegna, sam­an­ber skýrslur rann­sókn­ar­nefnda Alþing­is, nið­ur­stöður dóms­mála og aðrar umfjall­anir um við­skipta­hætti fyrir hrun. Án trausts á fjár­mála­mörk­uðum gengur mun erf­ið­ara en ella að byggja upp öfl­ugt og fjöl­breytt atvinnu­líf. 

Sagt er að tím­inn lækni öll sár, en þetta sár hefur verið allt of lengi að gróa. Frá því í febr­úar 2009 og þar til í febr­úar 2020 hefur mæli­kvarði á traust á banka­kerf­inu t.d. mjakast úr 4 í 21, skv. könnun Gallup á trausti til stofn­ana. Árið 2008 stóð gildið í 40. Ég tel ekki ólík­legt að heim­færa megi þessa þróun á fjár­mála­mark­aði í víð­ari skiln­ingi. Vissu­lega hreyf­ing í rétta átt, en langt frá því að vera ásætt­an­legt. Með þessu áfram­haldi tekur það okkur tíu ár í við­bót að nálg­ast það traust sem var á fjár­mála­mörk­uðum árið 2008, sem var þó varla fram­úr­skar­and­i. 

Að því leyt­inu til er þetta kjörið tæki­færi. Ef við komumst í gegnum þessa krísu án þess að eftir standi gjald­eyr­is­höft og sviðin jörð vafa­samra við­skipta­hátta, mark­aðs­mis­notk­un­ar­mála og inn­herja­svika höfum við von­andi sýnt það í verki að við eigum traust skil­ið. Við þurfum að gera bók­staf­lega allt sem við getum til að passa upp á þetta. Það er mikið í húfi og ef vel tekst til gæti íslenskur fjár­mála­mark­aður að mörgu leyti verið í mun sterk­ari stöðu en fyrir þessa krísu, til­bú­inn til að standa á hlið­ar­lín­unni og aðstoða þá sem ætla að bjarga heim­inum með aðgengi að fjár­magni. En fyrst: Ekk­ert rugl. 

Höf­undur er við­­skipta­­stjóri hjá Nas­daq Iceland.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi KVH fyrr í dag. Frá vinstri: Björn Brynjúlfur Björnsson, Már Guðmundsson, Konráð S. Guðjónsson og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Vilja sértækan stuðning til ferðaþjónustunnar
Fyrrverandi seðlabankastjóri og yfirhagfræðingur SA kalla eftir sértækum styrkjum til þeirra sem hafa beðið tjón af sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda.
Kjarninn 23. september 2020
Sema Erla Serdar
Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands
Kjarninn 23. september 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ekki bara eitthvað bras
Kjarninn 23. september 2020
Stefán Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Stjórnarformaður LIVE: Fagmennska og hagsmunir sjóðfélaga réðu för
Stefán Sveinbjörnsson stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir í yfirlýsingu að sjaldan hafi einn fjárfestingarkostur verið rýndur jafn vel og þátttaka í hlutafjárútboði Icelandair. Áhættan verið metin of mikil, miðað við vænta ávöxtun.
Kjarninn 23. september 2020
Ríkustu tíu prósent landsmanna eiga tæplega þrjú þúsund milljarða í eigin fé
Frá lokum árs 2010 og út árið 2019 urðu til 3.612 milljarðar króna í nýju eigin fé á Íslandi. Af þeim fóru 1.577, eða 44 prósent, til þeirra tæplega 23 þúsund fjölskyldna sem mynda ríkustu tíu prósent landsmanna.
Kjarninn 23. september 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór lýsir yfir vantrausti á varaformann stjórnar LIVE
Formaður VR segir að Fjármálaeftirlitið hljóti að taka málflutning Guðrúnar Hafsteinsdóttur, varaformanns stjórnar LIVE, til skoðunar og meta hana vanhæfa til starfa í stjórn lífeyrissjóðsins vegna yfirlýsinga í fjölmiðlum um útboð Icelandair Group.
Kjarninn 23. september 2020
Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð
Miðflokkurinn eykur mest við sig fylgi í nýrri könnun
Fylgi Sjálfstæðisflokksins, Pírata, Miðflokksins og Sósíalistaflokksins eykst milli kannana MMR en fylgi Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Framsóknar, VG og Flokks fólksins minnkar.
Kjarninn 23. september 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Fjármálaeftirlitið kannar ákvarðanatöku lífeyrissjóða í tengslum við útboð Icelandair
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur hafið könnun á ákvarðanatöku lífeyrissjóða í kringum hlutafjárútboð Icelandair Group. Seðlabankastjóri segir óheppilegt að hagsmunaaðilar sitji í stjórnum lífeyrissjóða og taki ákvarðanir um fjárfestingar.
Kjarninn 23. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar