Ekkert rugl

Við­skipta­stjóri hjá Nas­daq Iceland segir að fjármálamarkaðurinn verði að komast í gegnum þessa krísu án þess að eftir standi sviðin jörð vafasamra viðskiptahátta, markaðsmisnotkunarmála og innherjasvika.

Auglýsing

Ég vildi óska þess að ég hefði eitt­hvað gáfu­legt að segja og skrifa um COVID-19. Því miður er það ekki raun­in. Mín þekk­ing á við­brögðum við veiru­far­aldri byggir alfarið á kvik­mynd­inni Out­br­eak og hinni stór­góðu Out­br­eak 2, the Virus takes Man­hatt­an, með Jean Claude Van Damme. Í ofaná­lag verður að við­ur­kenn­ast að ég man frekar lítið eftir Out­br­eak og að Out­br­eak 2 er ekki alvöru kvik­mynd. 

Sjálfur starfa ég á fjár­mála­mörk­uð­um, nánar til­tekið við rekstur Kaup­hall­ar­inn­ar. Hlut­verk okkar sem störfum á fjár­mála­mörk­uðum er nokkuð ein­falt í svona krís­um: Ekki þvæl­ast fyrir og aðstoða þá sem eru að bjarga heim­inum með aðgengi að fjár­magni. Það má raunar segja að þetta eigi alltaf að vera hlut­verk okk­ar, þó það hafi reyndar átt það til að gleym­ast. 

Við höfum áður stillt fjár­mála­mörk­uðum upp í hetju­hlut­verk­ið. Reynt að vera númer eitt, baðað okkur í sviðs­ljós­inu og gert til­raun til þess að skapa raun­veru­leg verð­mæti úr því að færa fjár­magn fram og til baka. Það heppn­að­ist ekki mjög vel. Fjár­mála­mark­aðir þurfa að vera meira eins og Q frekar en James Bond. Láta lítið fyrir okkur fara og útvega hetj­unni þau tæki og tól sem við­kom­andi þarf til að bjarga deg­in­um. 

Á næstu vikum og mán­uðum þýðir þetta ann­ars vegar að tryggja þurfi heim­il­unum og atvinnu­líf­inu aðgengi að fjár­magni og annan stuðn­ing, eins og við á. Halda öllu gang­andi og gott bet­ur. Það hefur verið hug­hreystandi að sjá skjót við­brögð stjórn­valda, Seðla­bank­ans og bank­anna á síð­ustu dögum í þessu furðu­lega ástandi.

Auglýsing
Hins vegar að búa þurfi þannig um hnút­ana að fjár­mála­kerfið geti hjálpað frum­kvöðlum og fyr­ir­tækjum að grípa tæki­færin sem munu mynd­ast þegar styttir upp. Einn liður á þeim verk­efna­lista er nokkuð ein­fald­ur: Ekk­ert rugl. Í hrun­inu tap­að­ist mikið traust. Ekki ein­ungis vegna þess hve illa fór, heldur einnig hvers vegna, sam­an­ber skýrslur rann­sókn­ar­nefnda Alþing­is, nið­ur­stöður dóms­mála og aðrar umfjall­anir um við­skipta­hætti fyrir hrun. Án trausts á fjár­mála­mörk­uðum gengur mun erf­ið­ara en ella að byggja upp öfl­ugt og fjöl­breytt atvinnu­líf. 

Sagt er að tím­inn lækni öll sár, en þetta sár hefur verið allt of lengi að gróa. Frá því í febr­úar 2009 og þar til í febr­úar 2020 hefur mæli­kvarði á traust á banka­kerf­inu t.d. mjakast úr 4 í 21, skv. könnun Gallup á trausti til stofn­ana. Árið 2008 stóð gildið í 40. Ég tel ekki ólík­legt að heim­færa megi þessa þróun á fjár­mála­mark­aði í víð­ari skiln­ingi. Vissu­lega hreyf­ing í rétta átt, en langt frá því að vera ásætt­an­legt. Með þessu áfram­haldi tekur það okkur tíu ár í við­bót að nálg­ast það traust sem var á fjár­mála­mörk­uðum árið 2008, sem var þó varla fram­úr­skar­and­i. 

Að því leyt­inu til er þetta kjörið tæki­færi. Ef við komumst í gegnum þessa krísu án þess að eftir standi gjald­eyr­is­höft og sviðin jörð vafa­samra við­skipta­hátta, mark­aðs­mis­notk­un­ar­mála og inn­herja­svika höfum við von­andi sýnt það í verki að við eigum traust skil­ið. Við þurfum að gera bók­staf­lega allt sem við getum til að passa upp á þetta. Það er mikið í húfi og ef vel tekst til gæti íslenskur fjár­mála­mark­aður að mörgu leyti verið í mun sterk­ari stöðu en fyrir þessa krísu, til­bú­inn til að standa á hlið­ar­lín­unni og aðstoða þá sem ætla að bjarga heim­inum með aðgengi að fjár­magni. En fyrst: Ekk­ert rugl. 

Höf­undur er við­­skipta­­stjóri hjá Nas­daq Iceland.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar