Hefðir málsins

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur sjöundi pistillinn.

Auglýsing

7. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að kynna sér hefðir máls­ins sem best og taka mið af þeim, án þess að láta þær hefta eðli­lega tján­ingu.

Tungu­málið er sam­skipta­tæki – gerir okkur kleift að miðla upp­lýs­ingum milli fólks og menn­ingu milli kyn­slóða. Til að það þjóni þessum til­gangi er mik­il­vægt að í því ríki festa – að not­endur máls­ins geti treyst því að aðrir noti málið á um það bil sama hátt, í sam­ræmi við íslenska mál­hefð. Fram­burð­ur, beyg­ing­ar, orða­röð, merk­ing, föst orða­sam­bönd – allt eru þetta þættir sem sæmi­legt sam­komu­lag verður að vera um meðal mál­not­enda. Að öðrum kosti er hætt við að úr verði mis­skiln­ingur eða skiln­ings­leysi og þar með hættir málið að geta gegnt hlut­verki sínu.

Þess vegna þurfum við að leggja áherslu á að börn til­einki sér hefðir máls­ins sem best á mál­töku­skeiði, með því að tala sem mest við þau, lesa fyrir þau og með þeim, láta þeim í té efni á íslensku til að hlusta og horfa á. En til­einkun hefða heldur áfram eftir mál­töku­skeiðið – þótt festa sé komin á mál­kerfið sjálft höldum við áfram á ung­lings­árum og fram eftir aldri, raunar alla ævi, að læra ný orð og ný orða­sam­bönd og átta okkur á ýmsum venjum og blæ­brigðum í notkun orða, við­eig­andi málsniði o.s.frv.

Þótt hefð­irnar séu mik­il­vægar þýðir það ekki að þær séu óbreyt­an­leg­ar, eða við eigum að láta þær njörva okkur nið­ur. Hefð er eðli máls­ins sam­kvæmt sam­komu­lags­at­riði. Ef mál­sam­fé­lagið kemur sér saman um að breyta hefð þá breyt­ist hún. Þetta er auð­vitað dálítið erfitt við­fangs vegna þess að um þetta „sam­komu­lag“ eru aldrei greidd atkvæði og það er hvergi skráð. En ef hópur mál­not­enda er far­inn að beita mál­inu á ein­hvern annan hátt en áður hefur tíðkast – beygja orð öðru­vísi, nota orð í annarri merk­ingu en áður, o.s.frv. – þá er orðin til ný hefð, ný mál­venja.

Auglýsing

Fyrri hefð er samt enn í fullu gildi enda er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að mis­mun­andi hefðir – mis­mun­andi mál­venjur – séu uppi í mál­sam­fé­lag­inu á sama tíma. Það er ekk­ert að því að hópur fólks segi mig langar en annar hópur mér langar, eða hópur fólks segi vegna bygg­ingar húss­ins en annar hópur vegna bygg­ingu húss­ins, o.s.frv. Vissu­lega geta orðið árekstrar milli hefða, og ein­hver mis­skiln­ingur getur skap­ast stöku sinn­um. En fólk sem notar málið sam­kvæmt nýju hefð­inni kann­ast oft­ast við þá eldri, og not­endur þeirrar eldri átta sig oft­ast á þeirri nýju þegar hún fer að breið­ast út – þótt vissu­lega sé ekki víst að þeir felli sig við hana.

Meg­in­at­riðið er að mis­mun­andi mál­hefðir geta lifað hlið við hlið lang­tímum saman án þess að það valdi vand­kvæð­um. Hefð­irnar eru vissu­lega mik­il­vægar og almennt séð æski­legt að halda í þær. En ef þær eru farnar að hefta eðli­lega tján­ingu, þrengja svig­rúm okkar til að nota málið á lif­andi hátt þannig að það þjóni sam­fé­lag­inu, þá eru þær orðnar til bölv­un­ar. Það er ekk­ert að því að breyta mál­staðl­inum og gefa úreltar hefðir upp á bát­inn.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tveggja metra fjarlægð skal ávallt vera milli fólks, hvar sem það kemur saman.
Ertu farin að ryðga í reglum um samkomubann? Hér er upprifjun
Meginlínan í samkomubanni er þessi: Það mega ekki fleiri en tuttugu koma saman og alltaf – sama hversu margir eru saman – skal halda tveggja metra fjarlægð frá næsta manni. Það gildir jafnt á vinnustað, úti í búð og í heimahúsum.
Kjarninn 1. apríl 2020
Hertar sóttvarnaaðgerðir á Vestfjörðum
Gripið hefur verið til hertra sóttvarnaaðgerða í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. Leik- og grunnskólum verður lokað og samkomubann miðast við fimm manns.
Kjarninn 1. apríl 2020
Dóra Björt Guðjónsdóttir
Stafræn bylting bætir líf borgarbúa
Kjarninn 1. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Starfsemi Hugarafls í samkomubanni
Kjarninn 1. apríl 2020
Steingrímur Ólafsson
Pestir, Inc. og Corp.
Kjarninn 1. apríl 2020
Alma Möller landlæknir á fundinum í dag.
Apple og Google eru að yfirfara íslenska smitrakningaforritið
Bandarísku stórfyrirtækin Apple og Google eru að yfirfara snjallsímaforritið Rakning C-19, sem heilbrigðisyfirvöld hafa látið smíða til að auðvelda smitrakningu á Íslandi. Appið verður aðgengilegt þegar þessari rýni er lokið.
Kjarninn 1. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun mæla með því við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að samkomubann verði framlengt út apríl.
Þórólfur mælir með samkomubanni út mánuðinn: „Veiran mun ekki virða páska“
„Núna reynir virkilega á úthaldið og samstöðuna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi yfirvalda í dag. Hann mun gera tillögu til heilbrigðisráðherra um framlengingu samkomubanns út apríl.
Kjarninn 1. apríl 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr
Miðstjórn ASÍ telur að nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr og skýra sýn. Þá sé málflutningur SA bæði rangur og villandi.
Kjarninn 1. apríl 2020
Meira úr sama flokkiÁlit