Hefðir málsins

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur sjöundi pistillinn.

Auglýsing

7. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að kynna sér hefðir máls­ins sem best og taka mið af þeim, án þess að láta þær hefta eðli­lega tján­ingu.

Tungu­málið er sam­skipta­tæki – gerir okkur kleift að miðla upp­lýs­ingum milli fólks og menn­ingu milli kyn­slóða. Til að það þjóni þessum til­gangi er mik­il­vægt að í því ríki festa – að not­endur máls­ins geti treyst því að aðrir noti málið á um það bil sama hátt, í sam­ræmi við íslenska mál­hefð. Fram­burð­ur, beyg­ing­ar, orða­röð, merk­ing, föst orða­sam­bönd – allt eru þetta þættir sem sæmi­legt sam­komu­lag verður að vera um meðal mál­not­enda. Að öðrum kosti er hætt við að úr verði mis­skiln­ingur eða skiln­ings­leysi og þar með hættir málið að geta gegnt hlut­verki sínu.

Þess vegna þurfum við að leggja áherslu á að börn til­einki sér hefðir máls­ins sem best á mál­töku­skeiði, með því að tala sem mest við þau, lesa fyrir þau og með þeim, láta þeim í té efni á íslensku til að hlusta og horfa á. En til­einkun hefða heldur áfram eftir mál­töku­skeiðið – þótt festa sé komin á mál­kerfið sjálft höldum við áfram á ung­lings­árum og fram eftir aldri, raunar alla ævi, að læra ný orð og ný orða­sam­bönd og átta okkur á ýmsum venjum og blæ­brigðum í notkun orða, við­eig­andi málsniði o.s.frv.

Þótt hefð­irnar séu mik­il­vægar þýðir það ekki að þær séu óbreyt­an­leg­ar, eða við eigum að láta þær njörva okkur nið­ur. Hefð er eðli máls­ins sam­kvæmt sam­komu­lags­at­riði. Ef mál­sam­fé­lagið kemur sér saman um að breyta hefð þá breyt­ist hún. Þetta er auð­vitað dálítið erfitt við­fangs vegna þess að um þetta „sam­komu­lag“ eru aldrei greidd atkvæði og það er hvergi skráð. En ef hópur mál­not­enda er far­inn að beita mál­inu á ein­hvern annan hátt en áður hefur tíðkast – beygja orð öðru­vísi, nota orð í annarri merk­ingu en áður, o.s.frv. – þá er orðin til ný hefð, ný mál­venja.

Auglýsing

Fyrri hefð er samt enn í fullu gildi enda er ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að mis­mun­andi hefðir – mis­mun­andi mál­venjur – séu uppi í mál­sam­fé­lag­inu á sama tíma. Það er ekk­ert að því að hópur fólks segi mig langar en annar hópur mér langar, eða hópur fólks segi vegna bygg­ingar húss­ins en annar hópur vegna bygg­ingu húss­ins, o.s.frv. Vissu­lega geta orðið árekstrar milli hefða, og ein­hver mis­skiln­ingur getur skap­ast stöku sinn­um. En fólk sem notar málið sam­kvæmt nýju hefð­inni kann­ast oft­ast við þá eldri, og not­endur þeirrar eldri átta sig oft­ast á þeirri nýju þegar hún fer að breið­ast út – þótt vissu­lega sé ekki víst að þeir felli sig við hana.

Meg­in­at­riðið er að mis­mun­andi mál­hefðir geta lifað hlið við hlið lang­tímum saman án þess að það valdi vand­kvæð­um. Hefð­irnar eru vissu­lega mik­il­vægar og almennt séð æski­legt að halda í þær. En ef þær eru farnar að hefta eðli­lega tján­ingu, þrengja svig­rúm okkar til að nota málið á lif­andi hátt þannig að það þjóni sam­fé­lag­inu, þá eru þær orðnar til bölv­un­ar. Það er ekk­ert að því að breyta mál­staðl­inum og gefa úreltar hefðir upp á bát­inn.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Kerfislægur rasismi
Kjarninn 6. júlí 2020
Mörg störf hafa horfið vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á ferðaþjónustuna.
Rúmlega 27 þúsund færri störf mönnuð á öðrum ársfjórðungi en í fyrra
Samkvæmt nýrri starfaskráningu frá Hagstofu Íslands voru 2.600 laus störf á Íslandi á öðrum ársfjórðungi, en störfunum sem voru mönnuð á íslenskum vinnumarkaði fækkaði um rúmlega 27 þúsund á milli ára.
Kjarninn 6. júlí 2020
Tvö tilvik þar sem lögreglumenn þurftu að fara í sóttkví en fengu ekki greitt
BSRB telur með öllu óásættanlegt að framlínufólki eins og lögreglumönnum sé ekki bættur sá frítími sem þeir neyðast til að eyða í sóttkví vegna þess að þeir hafa orðið útsettir fyrir smiti af lífshættulegum sjúkdómi í störfum sínum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Verksmiðjurnar sem framleiða kórónuveiruna
Vikum saman hafa sláturhús um allan heim komist í fréttirnar vegna hópsýkinga starfsmanna af COVID-19. Skýringarnar eru margvíslegar. Í slíkum verksmiðjum er loftið kalt og rakt og fólk er þétt saman við vinnu sína.
Kjarninn 6. júlí 2020
Fólk sums staðar látið vinna „bara eins og það sé þrælar“
Barátta gegn því að fólk komi hingað í stórum stíl til að starfa launalaust eða með laun langt undir lágmarkslaunum var ofarlega í huga margra viðmælenda í nýrri skýrslu Rann­sókna­mið­stöðvar ferða­mála.
Kjarninn 5. júlí 2020
Bjarki Steinn Pétursson og Saga Yr Nazari
Vonin sú að Góðar Fréttir nái jafn miklu vægi í samfélaginu og aðrir stórir fréttamiðlar
Hópur ungs fólks safnar nú á Karolina Fund fyrir nýjum fréttamiðli. Það stefnir á að byggja upp jákvæða umgjörð í kringum fréttamiðlun.
Kjarninn 5. júlí 2020
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Þegar síga fer á seinni hlutann
Kjarninn 5. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit