Hefðir málsins

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur sjöundi pistillinn.

Auglýsing

7. Til að efla íslensku og tryggja framtíð hennar er mikilvægt að kynna sér hefðir málsins sem best og taka mið af þeim, án þess að láta þær hefta eðlilega tjáningu.

Tungumálið er samskiptatæki – gerir okkur kleift að miðla upplýsingum milli fólks og menningu milli kynslóða. Til að það þjóni þessum tilgangi er mikilvægt að í því ríki festa – að notendur málsins geti treyst því að aðrir noti málið á um það bil sama hátt, í samræmi við íslenska málhefð. Framburður, beygingar, orðaröð, merking, föst orðasambönd – allt eru þetta þættir sem sæmilegt samkomulag verður að vera um meðal málnotenda. Að öðrum kosti er hætt við að úr verði misskilningur eða skilningsleysi og þar með hættir málið að geta gegnt hlutverki sínu.

Þess vegna þurfum við að leggja áherslu á að börn tileinki sér hefðir málsins sem best á máltökuskeiði, með því að tala sem mest við þau, lesa fyrir þau og með þeim, láta þeim í té efni á íslensku til að hlusta og horfa á. En tileinkun hefða heldur áfram eftir máltökuskeiðið – þótt festa sé komin á málkerfið sjálft höldum við áfram á unglingsárum og fram eftir aldri, raunar alla ævi, að læra ný orð og ný orðasambönd og átta okkur á ýmsum venjum og blæbrigðum í notkun orða, viðeigandi málsniði o.s.frv.

Þótt hefðirnar séu mikilvægar þýðir það ekki að þær séu óbreytanlegar, eða við eigum að láta þær njörva okkur niður. Hefð er eðli málsins samkvæmt samkomulagsatriði. Ef málsamfélagið kemur sér saman um að breyta hefð þá breytist hún. Þetta er auðvitað dálítið erfitt viðfangs vegna þess að um þetta „samkomulag“ eru aldrei greidd atkvæði og það er hvergi skráð. En ef hópur málnotenda er farinn að beita málinu á einhvern annan hátt en áður hefur tíðkast – beygja orð öðruvísi, nota orð í annarri merkingu en áður, o.s.frv. – þá er orðin til ný hefð, ný málvenja.

Auglýsing

Fyrri hefð er samt enn í fullu gildi enda er ekkert því til fyrirstöðu að mismunandi hefðir – mismunandi málvenjur – séu uppi í málsamfélaginu á sama tíma. Það er ekkert að því að hópur fólks segi mig langar en annar hópur mér langar, eða hópur fólks segi vegna byggingar hússins en annar hópur vegna byggingu hússins, o.s.frv. Vissulega geta orðið árekstrar milli hefða, og einhver misskilningur getur skapast stöku sinnum. En fólk sem notar málið samkvæmt nýju hefðinni kannast oftast við þá eldri, og notendur þeirrar eldri átta sig oftast á þeirri nýju þegar hún fer að breiðast út – þótt vissulega sé ekki víst að þeir felli sig við hana.

Meginatriðið er að mismunandi málhefðir geta lifað hlið við hlið langtímum saman án þess að það valdi vandkvæðum. Hefðirnar eru vissulega mikilvægar og almennt séð æskilegt að halda í þær. En ef þær eru farnar að hefta eðlilega tjáningu, þrengja svigrúm okkar til að nota málið á lifandi hátt þannig að það þjóni samfélaginu, þá eru þær orðnar til bölvunar. Það er ekkert að því að breyta málstaðlinum og gefa úreltar hefðir upp á bátinn.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit