Styðjum fleiri en þá stóru

Logi Einarsson bendir á að kórónuveiran muni ganga yfir og með réttum viðbrögðum geti Íslendingar lágmarkað þann efnahagslega og samfélagslega kostnað sem af henni hlýst.

Auglýsing

Sam­staða og sam­hjálp er það sem dugar okkur best í bar­átt­unni sem nú er fyrir höndum – bæði til að vinna bug á veirunni og til að sigr­ast á þeim efna­hags­legu erf­ið­leikum sem við okkur blasa. Við sýnum sam­stöðu með því að fylgja öll fyr­ir­mælum heil­brigð­is­yf­ir­valda til hins ítrasta, hvort sem við erum í áhættu­hópi eða ekki, og við viljum að sam­hjálp sé leið­ar­stef í öllum efna­hags­að­gerðum stjórn­valda svo eng­inn hópur sam­fé­lags­ins þurfi að bera of þungar byrðar þegar á móti blæs.

Það sem má ekki ger­ast

Þetta eru á marga lund skrýtnir tímar í póli­tík. En það er gömul saga og ný að á kreppu­tímum kalla jafn­vel hörð­ustu hægri­menn eftir víð­tækum rík­is­stuðn­ingi og háum fjár­hæðum úr okkar sam­eig­in­legu sjóð­um. Nú er uppi rík krafa um að stjórn­völd stígi fram af krafti og komi atvinnu­líf­inu til bjargar – og sú krafa er rétt­mæt, því þetta þurfa stjórn­völd svo sann­ar­lega að gera.

Það má hins vegar ekki ger­ast að útkoman verði rík­is­stuðn­ingur við þá stóru og sterku en kaldur kap­ít­al­ismi fyrir alla hina. Sam­fylk­ingin leggur höf­uð­á­herslu á þetta – ekki aðeins með árangur aðgerð­anna og vel­ferð almenn­ings í huga, heldur líka vegna þess að það skiptir máli fyrir traust í sam­fé­lag­inu og trú fólks á að lýð­ræðið virki sem skyldi þegar á reyn­ir. Þess vegna viljum að fólk í við­kvæmri stöðu fái þá hjálp sem þarf og að smærri fyr­ir­tæki hafi jafnan aðgang að aðstoð, eða jafn­vel enn betri, en þau sem eru stærri.

Auglýsing

Hluta­bætur það besta í pakk­anum

Rík­is­stjórnin kynnti á dög­unum aðgerða­pakka sem fengið hefur flýti­með­ferð í þing­inu en var því miður ekki unn­inn í sam­ráði stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu. Und­an­tekn­ingin frá því er hluta­bóta­leiðin svo­kall­aða, sem batn­aði mjög í með­förum vel­ferð­ar­nefndar og jókst að umfangi, en það er stærsta og mik­il­væg­asta aðgerðin í pakk­an­um. Eftir nauð­syn­legar breyt­ingar nær hluta­bóta­leiðin niður í 25 pró­sent starfs­hlut­fall og er með sér­stöku gólfi þannig að laun fólks hald­ast óskert undir 400 þús­und krónum á mán­uði. Þar náðum við breyt­ingum til hins betra.

Að öðru leyti bein­ist aðgerða­pakki rík­is­stjórn­ar­innar að mestu beint að fyr­ir­tækjum og ber þar hæst ýmsa fresti á sköttum og gjöldum og svokölluð brú­ar­lán til fyr­ir­tækja sem verða fyrir tekju­falli. Sam­fylk­ingin styður allt það sem þokar okkur í rétt átt og aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar eru betri en ekk­ert. En hitt er ljóst að undir for­ystu Sam­fylk­ing­ar­innar hefði ýmis­legt verið gert á annan hátt og nú verður tæpt á þremur mik­il­vægum atriðum sem betur hefðu mátt fara, þó list­inn sé ekki tæm­andi.

Meiri og mark­viss­ari stuðn­ing við fyr­ir­tæki

Í fyrsta lagi ættum við að ráð­ast í meiri og mark­viss­ari stuðn­ing við þau fyr­ir­tæki sem nú eru komin í algjört frost. Frestir og lán duga vel til að fresta vand­anum og dreifa honum yfir lengra tíma­bil – og slíkar aðgerðir geta nægt til að bjarga þeim fyr­ir­tækjum sem lenda í minni­háttar tekju­falli yfir skemmri tíma. En nú er fjöldi fyr­ir­tækja kom­inn í algjört frost og þá hverfa tekj­urnar alveg þó fastur rekstr­ar­kostn­aður haldi áfram að hrann­ast upp.

Sum fyr­ir­tæki geta kannski kom­ist í gegnum slíkan brot­sjó með frestum og lánum en standa þá eftir veik­burða og skuldum hlað­in; önnur fara beint í þrot, einkum minni fyr­ir­tæki sem eru á virkum sam­keppn­is­mark­aði og þau sem reiða sig beint eða óbeint á komu ferða­manna til lands­ins. Þetta er ástæða þess að dönsk stjórn­völd greiða nú 25 til 80 pró­sent af föstum kostn­aði þeirra fyr­ir­tækja sem verða fyrir tekju­falli upp á 40 pró­sent eða meira, og það eru greiðslur sem koma til við­bótar við skatta­fresti og brú­ar­lán á borð við það sem stjórn­völd hér­lendis hafa boð­að.

Þá er brýnt að ríkið hlaupi sér­stak­lega undir bagga með litlum fyr­ir­tækj­um, sjálf­stætt starf­andi og við­kvæmum sprot­um. Ann­ars er hætt við að aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar sem fara í gegnum banka­kerfið skili sér of seint og of illa til slíkra fyr­ir­tækja. Hér hafa engar sér­stakar ráð­staf­anir í þá veru komið fram en til sam­an­burðar ganga dönsk stjórn­völd enn lengra til að mæta tekju­falli sjálf­stætt starf­andi og fyr­ir­tækja með færri en tíu starfs­menn; það er gert með því að greiða þeim allt að 75 pró­sent af fyrri tekj­um, allt þar til far­ald­ur­inn er geng­inn yfir.

Ekki ætti að ausa út pen­ingum án skil­yrða

Í öðru lagi skiptir miklu máli að stjórn­völd séu ekki að ausa út pen­ingum til fyr­ir­tækja án þess að því fylgi nokkur skil­yrði. Rík­is­stuðn­ing við ein­stök fyr­ir­tæki á ekki hugsa eins og pen­inga­gjöf til eig­enda þeirra – slíkan stuðn­ing á aðeins að veita ef þörf krefur og þá með hags­muni sam­fé­lags­ins alls að leið­ar­ljósi. Þess vegna er ekki nema eðli­legt að fjár­fram­lögum úr rík­is­sjóði til bjargar fyr­ir­tækjum fylgi skýr skil­yrði.

Rík­is­stjórnin hefur boðað víð­tækan beinan stuðn­ing við fyr­ir­tæki án nokk­urra skil­yrða sem miða að því að tryggja sem mestan sam­fé­lags­legan ávinn­ing af aðgerð­un­um. Sam­fylk­ingin telur það mis­ráð­ið. Betur færi á því að rík­is­stuðn­ingi fylgdu skil­yrði, t.d. um að ekki verði ráð­ist í fjölda­upp­sagnir á sama tíma og að fyr­ir­tæki sem þiggja stuðn­ing greiði ekki út arð eða kaupi eigin hluta­bréf í beinu fram­haldi, né greiði ofur­laun eða bónusa.

Styðjum fleiri en fyr­ir­tækin

Í þriðja lagi ættum við að styðja fleiri en fyr­ir­tækin í land­inu. Auð­vitað viljum við bjarga þeim fyr­ir­tækjum sem bjargað verður og það sem er mik­il­væg­ast af öllu er að standa vörð um störf fólks. En það vekur þó furðu að nær allar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar ganga til fyr­ir­tækja á meðan lítið sem ekk­ert er gert fyrir ein­stak­linga, fjöl­skyld­ur, sveit­ar­fé­lög eða heil­brigð­is­stofn­an­ir.

Til dæmis er barna­bóta­auk­inn ekki nema rúm­lega 1 pró­sent af þeirri upp­hæð sem gefin var upp í kynn­ingu rík­is­stjórn­ar­innar sem heild­ar­um­fang aðgerð­anna. Barna­bóta­auk­inn er góð aðgerð, til að vinna gegn nei­kvæðum efna­hags­á­hrifum vegna veirunnar á heim­ilum barna, en ekki sér­lega rausn­ar­leg. Að öðru leyti er ekki að finna neinar sér­stakar aðgerðir fyrir ein­stak­linga og fjöl­skyldur nema telja megi ávísun að fjár­hæð 5000 krónur sem á að hvetja fólk til ferða­laga inn­an­lands. Engar aðgerðir eru boð­aðar til að tryggja hús­næð­is­ör­yggi fólks.

Þá er sitt­hvað í pakk­anum sem þyngir byrði sveit­ar­fé­laga án þess að nokkur stuðn­ingur komi á móti. Það getur reynst erfitt víða um land enda sveit­ar­fé­lögum snið­inn þröngur stakkur þegar kemur að fjár­mögnun sinni, ólíkt rík­is­sjóði, sem ætti ekki að velta frek­ari byrðum á sveit­ar­fé­lög í ástandi sem þessu.

Alda atvinnu­leysis var byrjuð að ganga yfir landið löngu áður en veiran lét á sér kræla, en nú er hún að breyt­ast í flóð­bylgju. Í þessu sam­hengi er mik­il­vægt að átta sig á því atvinnu­lausir ein­stak­lingar og fjöl­skyldur þeirra eru í sér­lega við­kvæmri stöðu þegar margir aðrir eru í sömu sporum og fjöldi fólks eygir nú litla mögu­leika á að finna sér nýja vinnu á næstu miss­er­um. Sam­fylk­ingin vill því hækka grunnatvinnu­leys­is­bætur strax til að koma til móts við þennan við­kvæma hóp á þessum erf­iðum tím­um.

Síð­ast en ekki síst er und­ar­legt að ekki hafi enn komið fram skýr áætlun eða a.m.k. fyr­ir­heit um aukið fjár­magn til heil­brigð­is­stofn­ana. Oft var þörf en nú er nauð­syn. Land­spít­ali og aðrar heil­brigð­is­stofn­anir hafa átt fullt í fangi með að ráða við venju­legt árferði, hvað þá neyð­ar­á­stand af völdum heims­far­ald­urs. Að sama skapi ættu stjórn­völd að ganga til samn­inga við hjúkr­un­ar­fræð­inga hið fyrsta – heil­brigð­is­kerfið verður ekki rekið án þeirra.

Gerum bet­ur, fyrr en seinna

Umfang aðgerð­anna sem rík­is­stjórnin hefur kynnt er ein­fald­lega of lít­ið, á það bentum við strax og nú kepp­ast hags­muna­að­ilar og hag­fræð­ingar við að taka undir það og hvetja stjórn­völd til dáða. Sam­an­burður við við­brögð ann­arra ríkja í Vest­ur­-­Evr­ópu er allur á eina leið: hér á landi eru stjórn­völd að gera minnst og hreyfa sig hæg­ast – jafn­vel þó ferða­þjón­usta sé mun mik­il­væg­ari fyrir Ísland en löndin í kringum okk­ur.

Þetta átti við um fyrstu aðgerð­irn­ar, sem kynntar voru 10. mars undir yfir­skrift­inni „Við­spyrna fyrir íslenskt efna­hags­líf“ og voru í algjöru skötu­líki, sömu­leiðis hluta­bóta­frum­varpið eins og það var afgreitt úr rík­is­stjórn og loks aðgerða­pakk­ann sem var kynntur í Hörpu. Fjár­mála­ráð­herr­ann hefur oft talað um að betra sé að gera of mikið en of lítið í aðstæðum sem þessum, sem er alveg rétt, en þess sér samt lít­inn stað í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Eins og hér hefur verið rakið þarf einkum þrennt að koma til svo aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar geti talist full­nægj­andi til að taka á þeim efna­hags­legu erf­ið­leikum sem við okkur bla­sa:

  1. Meiri og mark­viss­ari stuðn­ingur við fyr­ir­tæki, einkum þau sem horfa nú fram á algjört frost, auk sér­stakra aðgerða fyrir minni fyr­ir­tæki og við­kvæma sprota. 
  2. Fjár­fram­lögum til bjargar fyr­ir­tækjum ættu að fylgja skýr skil­yrði til að tryggja sem mestan sam­fé­lags­legan ávinn­ing af aðstoð­inn­i. 
  3. Stuðn­ingur við fleiri en fyr­ir­tækin – og þar má nefna ein­stak­linga og fjöl­skyldur í við­kvæmri stöðu, sveit­ar­fé­lög og svo auð­vitað heil­brigð­is­stofn­an­ir.

Sam­staða og sam­hjálp eru grunn­gildi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Á þeim stöndum við föstum fót­um, nú sem aldrei fyrr, og ef við berum gæfu til að gera það sem sam­fé­lag þá getum við lagt góðan grunn fyrir Ísland til fram­tíð­ar; með fjöl­breyttu og sveigj­an­legu atvinnu­lífi og öruggum und­ir­stöðum sem þola vel efna­hags­leg áföll. Veiran mun ganga yfir og með réttum við­brögðum getum við lág­markað þann efna­hags­lega og sam­fé­lags­lega kostnað sem af henni hlýst.

Höf­undur er for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar