Við komum tvíefld til baka

Þingflokksformaður Vinstri grænna skrifar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem settar hafa verið fram til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum COVID-19.

Auglýsing

Nú er rúmur mán­uður síðan greint var frá fyrsta COVID-19 smit­inu hér á landi. Á ótrú­lega stuttum tíma hefur líf okkar breyst. Nú reynum við öll að hlýða Víði, fram­boð á flugi til lands­ins er eins og um mið­bik síð­ustu aldar og ferða­þjón­ust­an, ein stærsta starfs­grein lands­ins, er í frosti. Far­ald­ur­inn hefur haft mikil áhrif á efna­hags­kerfi heims­ins og mun það taka tíma að koma dag­legu lífi okkar á rétt ról aft­ur. Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hefur sent skýr skila­boð um að hún muni gera það sem þarf til þess að koma í veg fyrir að fólk lendi í efna­hags­örð­ug­leik­um. Hið opin­bera mun standa með fólki og fyr­ir­tækjum og þannig verður skað­inn sem minnst­ur. 

Hluti af þeim aðgerðum eru svokölluð brú­ar­lán sem veitt verða til fyr­ir­tækja til að kom­ast í gegnum storm­inn án þess að fjölda­gjald­þrot verði. Málið hefur tekið breyt­ingum í með­ferð fjár­laga­nefndar og efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis og það verður tryggt að fyr­ir­tæki sem fá rík­is­á­byrgð á hluta lána sinna megi ekki greiða sér út arð eða kaupa eigin hluta­bréf á meðan þau njóta rík­is­á­byrgð­ar. Þá mun sér­stök nefnd hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd brú­ar­lána. Þannig verður tryggt að svartir sauðir mis­noti ekki almannafé og fram­kvæmdin verður sann­gjörn.

Auglýsing
Samhliða þessu var fjár­laga­nefnd með til umfjöll­unar sér­stakt fjár­fest­inga­á­tak. Sam­tals mun ríkið og opin­ber fyr­ir­tæki fjár­festa fyrir 25 millj­arða auka­lega á þessu ári. Þannig munum við skapa störf og fjár­festa í innviðum okk­ar. Fyrir var búið að ákveða fram­kvæmdir fyrir rúma 80 millj­arða króna á þessu ári. Valin voru verk­efni sem sér­fræð­ingar töldu ger­legt að koma í verk á árinu, þar sem hönnun væri lokið og svo fram­veg­is. 

Inn­spýt­ing í heil­brigð­is­kerfið

Af þessum fjár­munum fer einn millj­arður í mik­il­vægar aðgerðir í heil­brigð­is­kerf­inu okk­ar. Við­bygg­ingu við Grens­ás­deild Land­spít­al­ans verður flýtt og við­haldi flýtt víða um land. Áður voru ákveðnar fram­kvæmdir fyrir 5 ma. kr. við Nýja Land­spít­al­ann. Aldrei hefur verið jafn aug­ljóst hversu mik­il­vægt opin­bert heil­brigð­is­kerfi er og því er mik­il­vægt að horfa til fram­tíðar og styrkja það.

Þá stendur einnig til að ráð­ast í ýmis sam­göngu­verk­efni, meðal ann­ars stækkun á flug­hlaði á Akur­eyr­ar­flug­velli og nýja akbraut á Egils­staða­flug­velli. Þetta eru tíma­bærar fram­kvæmdir sem auka öryggi á inn­an­lands­flug­völl­unum okk­ar. 

Það er svo ekki hægt að tala um mik­il­vægar sam­fé­lags­legar fram­kvæmdir án þess að tala um umhverf­is­mál. Til stendur að hraða nauð­syn­legri upp­bygg­ingu til að stuðla að orku­skiptum í sam­göngum og þá verður ráð­ist í aukið átak til kolefn­is­bind­ing­ar. Mik­il­væg og græn skref á vakt Vinstri grænna. 

Við munum ráð­ast í upp­bygg­ingu á frið­lýstum svæð­um, m.a. með göngu­stíg­um, bíla­stæðum og öðrum innvið­um. Þannig mun aðstaða á Þing­völlum og við Jök­ulsár­lón stór­bæt­ast. Þannig mun upp­lifun ferða­manna vera þeim mun betri þegar ferða­þjón­ustan tekur við sér á ný.

Þá eru ótaldar aðgerðir á sviði land­bún­að­ar, nýsköp­un­ar, menn­ingar og íþrótta svo dæmi sé tek­ið. 

Það er mik­il­vægt að muna að það ástand sem við lifum nú er tíma­bund­ið. Það mun einn dag­inn taka enda og hvers­dag­ur­inn tekur aftur við. Þá munum við ekki hafa setið auðum hönd­um, heldur munum við sem sam­fé­lag koma tví­efld til bak­a. 

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Vinstri grænna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar