Við erum öll barnavernd!

Félags- og barnamálaráðherra biðlar til almennings, nágranna og allra annarra aðstandenda að vera meðvituð, hafa augun opin og huga sérstaklega að börnum sem við höldum að búi við erfiðar aðstæður.

Auglýsing

Þó COVID-19 veiran virð­ist ekki herja á börn með sama hætti og ýmsa aðra hópa þá taka áskor­an­irnar sem stafa af far­aldr­inum á sig ólíkar myndir sem geta skapað aukna hættu fyrir öryggi og vel­ferð barna. Á nokkrum vikum hefur dag­legt líf fjöl­skyldna á Íslandi og um heim allan breyst mikið og sótt­varn­ar­að­gerðir hafa, þrátt fyrir mik­il­vægi sitt, raskað rútínu og öryggi margra barna.Aðstæð­urnar hafa mikil áhrif á börn

Um þessar mundir er aukið álag á öllu sam­fé­lag­inu og þá ekki síst mik­il­væg­ustu ein­ingu þess, fjöl­skyld­unni. Kvíði og streita getur skap­ast í tengslum við sam­komu­bann, efna­hags­legar áskor­anir og minna aðgengi að stuðn­ings- og þjón­ustu­kerf­um, bæði fag­að­ilum og ömm­um, öfum og öðrum fjöl­skyldu­með­lim­um.  

Reynslan sýnir okkur því miður að við þessar aðstæður aukast líkur á að börn verði þolendur van­rækslu og ofbeld­is, hvort sem það er and­legt, lík­am­legt eða kyn­ferð­is­legt. Þetta hefur verið raunin í far­öldrum síð­ustu ára­tuga og nýlegar upp­lýs­ingar frá Kína og Ítalíu hafa stað­fest. 

Auglýsing

Skert starf­semi skóla og leik­skóla sam­hliða minni sam­gangi milli fólks veldur því að börn þurfa oft á tíðum að búa lengur við þessar aðstæður áður en aðstoð berst. Þetta sjáum við nú þegar hér á landi þar sem til­kynn­ingum til barna­verndar hefur fækk­að, þvert á það sem aðstæður og reynslan sýnir að ætti að vera raun­in. Aðstæð­urnar magna upp skugga­hliðar áfeng­is- og vímu­efna

Í aðstæðum eins og þeim sem nú eru uppi hér á landi sem og ann­ars stað­ar, er hætta á því að neysla áfengis og ann­arra vímu­gjafa auk­ist og verði til skaða. Í gær fengum við þær fréttir að áfeng­is­sala á Íslandi hefði auk­ist tölu­vert síð­ustu vik­ur. Þó að flestir drekki hóf­lega og af skyn­sem­i þá er ærin ástæða til þess að vera með­vit­aður um eigin áfeng­is­neyslu og sýna ábyrgð. Sterkt sam­band er á milli óhóf­legrar áfeng­is- og vímu­efna­neyslu og ofbeldis af ýmsum toga s.s. heim­il­is­of­beldis og van­rækslu barna. 

Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin (WHO) fjallar sér­stak­lega um þessi mál í tengslum við COVID-19 og á heima­síðu stofn­un­ar­innar segir meðal ann­ars að notkun áfengis og vímu­efna sé ekki rétta leiðin til að takast á við aukið álag eða kvíða sem fylgir far­aldr­in­um. Í morgun bár­ust fréttir af því að Græn­land hefði af þessu slíkar áhyggjur að þeir hafi ákveðið að bannað skyndi­lega alla áfeng­is­sölu í land­inu til 15. apríl hið minnsta. Ástæðan er sú að vegna lok­unar stofn­ana og veit­inga­staða þá myndi áfeng­is­neysla aukast í heima­húsum og aukin hætta væri á að börn gætu lent í aðstæðum þar sem ekki væri hægt að grípa inn eða fylgj­ast með. 

Án þess að sá sem þetta riti sé að tala fyrir auk­inni for­ræð­is­hyggju þá er mik­il­vægt að hvert og eitt okkar hafi ofan­greint hug­fast á næstu vikum og mán­uð­um. Áfeng­is­neysla er ekki einka­mál þess sem neytir því hún hefur oftar en ekki líka áhrif á fjöl­skyldu, vini og aðra.  Við erum öll barna­vernd!

Á Íslandi höfum við sterkt barna­vernd­ar­kerfi sem stendur vörð um vel­ferð barn­anna okk­ar. Starfs­menn í barna­vernd standa nú sem fyrr vakt­ina og stíga inn í aðstæður þegar þess er þörf. Staðan er hins vegar enn flókn­ari núna en við eigum að venj­ast. Minni sam­gangur milli fólks og sú stað­reynd að börn eru minna í skóla og öðrum úrræðum sem veita þeim öryggi og stuðn­ing veldur því að ekki verður alltaf upp­lýst um erf­iðar aðstæður barna og að þau þurfi því að búa lengur við þær aðstæður áður en aðstoð berst. 

Í ljósi alls þá er full ástæða til að biðla til almenn­ings, nágranna og allra ann­arra aðstand­enda að vera með­vit­uð, hafa augun opin og huga sér­stak­lega að börnum sem við höldum að búi við erf­iðar aðstæð­ur. Öllum ber að til­kynna um aðstæður barns ef áhyggjur vakna. Ekki bíða eftir að aðrir gera það, ekki bíða eftir aðstæður breyt­ist. Hringdu í 112 og til­kynnt­u. Þá má benda á að Hjálp­ar­sími Rauða­kross­ins, 1717 (og net­spjall á www.1717.is) hefur verið efldur og þangað geta allir leitað og fengið aðstoð eða ráð­gjöf allan sól­ar­hring­inn.Alveg eins og við erum öll almanna­varnir þá erum við öll barna­vernd. Hvert og eitt okkar getur skipt öllu máli í lífi barns!Höf­undur er félags- og barna­mála­ráð­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar