Við erum öll barnavernd!

Félags- og barnamálaráðherra biðlar til almennings, nágranna og allra annarra aðstandenda að vera meðvituð, hafa augun opin og huga sérstaklega að börnum sem við höldum að búi við erfiðar aðstæður.

Auglýsing

Þó COVID-19 veiran virðist ekki herja á börn með sama hætti og ýmsa aðra hópa þá taka áskoranirnar sem stafa af faraldrinum á sig ólíkar myndir sem geta skapað aukna hættu fyrir öryggi og velferð barna. Á nokkrum vikum hefur daglegt líf fjölskyldna á Íslandi og um heim allan breyst mikið og sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og öryggi margra barna.


Aðstæðurnar hafa mikil áhrif á börn

Um þessar mundir er aukið álag á öllu samfélaginu og þá ekki síst mikilvægustu einingu þess, fjölskyldunni. Kvíði og streita getur skapast í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og minna aðgengi að stuðnings- og þjónustukerfum, bæði fagaðilum og ömmum, öfum og öðrum fjölskyldumeðlimum.  

Reynslan sýnir okkur því miður að við þessar aðstæður aukast líkur á að börn verði þolendur vanrækslu og ofbeldis, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt. Þetta hefur verið raunin í faröldrum síðustu áratuga og nýlegar upplýsingar frá Kína og Ítalíu hafa staðfest. 

Auglýsing

Skert starfsemi skóla og leikskóla samhliða minni samgangi milli fólks veldur því að börn þurfa oft á tíðum að búa lengur við þessar aðstæður áður en aðstoð berst. Þetta sjáum við nú þegar hér á landi þar sem tilkynningum til barnaverndar hefur fækkað, þvert á það sem aðstæður og reynslan sýnir að ætti að vera raunin. 


Aðstæðurnar magna upp skuggahliðar áfengis- og vímuefna

Í aðstæðum eins og þeim sem nú eru uppi hér á landi sem og annars staðar, er hætta á því að neysla áfengis og annarra vímugjafa aukist og verði til skaða. Í gær fengum við þær fréttir að áfengissala á Íslandi hefði aukist töluvert síðustu vikur. Þó að flestir drekki hóflega og af skynsemi þá er ærin ástæða til þess að vera meðvitaður um eigin áfengisneyslu og sýna ábyrgð. Sterkt samband er á milli óhóflegrar áfengis- og vímuefnaneyslu og ofbeldis af ýmsum toga s.s. heimilisofbeldis og vanrækslu barna. 

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) fjallar sérstaklega um þessi mál í tengslum við COVID-19 og á heimasíðu stofnunarinnar segir meðal annars að notkun áfengis og vímuefna sé ekki rétta leiðin til að takast á við aukið álag eða kvíða sem fylgir faraldrinum. Í morgun bárust fréttir af því að Grænland hefði af þessu slíkar áhyggjur að þeir hafi ákveðið að bannað skyndilega alla áfengissölu í landinu til 15. apríl hið minnsta. Ástæðan er sú að vegna lokunar stofnana og veitingastaða þá myndi áfengisneysla aukast í heimahúsum og aukin hætta væri á að börn gætu lent í aðstæðum þar sem ekki væri hægt að grípa inn eða fylgjast með. 

Án þess að sá sem þetta riti sé að tala fyrir aukinni forræðishyggju þá er mikilvægt að hvert og eitt okkar hafi ofangreint hugfast á næstu vikum og mánuðum. Áfengisneysla er ekki einkamál þess sem neytir því hún hefur oftar en ekki líka áhrif á fjölskyldu, vini og aðra.  


Við erum öll barnavernd!

Á Íslandi höfum við sterkt barnaverndarkerfi sem stendur vörð um velferð barnanna okkar. Starfsmenn í barnavernd standa nú sem fyrr vaktina og stíga inn í aðstæður þegar þess er þörf. Staðan er hins vegar enn flóknari núna en við eigum að venjast. Minni samgangur milli fólks og sú staðreynd að börn eru minna í skóla og öðrum úrræðum sem veita þeim öryggi og stuðning veldur því að ekki verður alltaf upplýst um erfiðar aðstæður barna og að þau þurfi því að búa lengur við þær aðstæður áður en aðstoð berst. 

Í ljósi alls þá er full ástæða til að biðla til almennings, nágranna og allra annarra aðstandenda að vera meðvituð, hafa augun opin og huga sérstaklega að börnum sem við höldum að búi við erfiðar aðstæður. Öllum ber að tilkynna um aðstæður barns ef áhyggjur vakna. Ekki bíða eftir að aðrir gera það, ekki bíða eftir aðstæður breytist. Hringdu í 112 og tilkynntu. 


Þá má benda á að Hjálparsími Rauðakrossins, 1717 (og netspjall á www.1717.is) hefur verið efldur og þangað geta allir leitað og fengið aðstoð eða ráðgjöf allan sólarhringinn.


Alveg eins og við erum öll almannavarnir þá erum við öll barnavernd. Hvert og eitt okkar getur skipt öllu máli í lífi barns!


Höfundur er félags- og barnamálaráðherra.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar