Palli var einn í heiminum í Papúa Nýju-Gíneu

Eggert Gunnarsson hugleiðir áhrif COVID-19 faraldursins en hann er búsettur í Gorka í Papúa Nýju-Gíneu.

Auglýsing

Til­finn­ingin er eins og ýtt hafi verið á pásu og allt mann­líf sett í bið. En kannski er það ekki bara til­finn­ing heldur fúlasta alvara. Und­an­farnar vikur hafa íbúar Papúa Nýju-Gíneu sem er annað tveggja ríkja sem skipta hinni frjósömu og gjöf­ulu eyju á milli sín. Hið sjálf­stæða ríki Papúa Nýja-Gínea er á aust­ur­helm­ingi eyj­ar­innar og Vest­ur­-Papúa, sem er stjórnað af Indónesíu er eins og nafnið gefur til kynna á vest­ur­hluta eyj­ar­inn­ar. Ástr­alía liggur suður af eyj­unn­i.  

Það eru miklar sam­göngur og tengsl á milli Papúa Nýju-Gíneu og Ástr­alíu bæði af menn­ing­ar­legum toga þar sem Ástr­alir voru síð­ustu nýlendu­herr­arnir og efna­hags­lega. Áströlsk fyr­ir­tæki stunda mikla náma­vinnslu í land­inu og þró­un­ar­að­stoð er mik­il. Minna fer fyrir sam­skiptum Ástr­ala við Vest­ur­-Papúa sem er að reyna af veikum mætti að fá sjálf­stæði frá Indónesíu. Það er, að sinni, borin von þar sem land­ið, eins og sjálf­stæði hlut­inn, er mjög gjöf­ult af nátt­úru­auð­lindum og Indónesar munu ekki sleppa sínum tökum fyrr en í fulla hnef­ana og Ástr­alir vilja ekki styggja þennan fjöl­menna nágranna sinn í norð­vestri.  

Eðal­málm­ar, kol, olía, gas er til staðar á eyj­unni í tölu­verðum mæli. Skóg­ar­högg er stundað beggja vegna landamær­anna af mik­illi ákefð. Landið er fjöl­skrúð­ugt. Hér eru regn­skóg­ar, vot­lendi, mikið fjall­lendi og auð­vitað strendur sem umlykja land­ið. Nátt­úru­feg­urð mikil en ásókn námu­fyr­ir­tækja og skóg­ar­höggs­manna er mikil og nátt­úruperlur lands­ins hafa orðið fyrir miklu tjóni og það sér ekki fyrir end­ann á þeirri þró­un.

Auglýsing

Á eyj­unni og eyj­unum í kring eru eld­fjöll sem láta fyrir sér finna með reglu­legu milli­bili sem er að mestum lík­indum ein ástæða þess að jarð­veg­ur­inn er ein­stak­lega frjór. 

Mynd: Aðsend

Í PNG eiga um 800 ætt­bálkar megnið af land­inu og skipta því á milli sín. Það eru oft tölu­verður róstur og erj­ur, á milli ætt­bálkanna, sem eru stundum blóð­ugar þegar ágrein­ingur um landa­merki og hags­muni keyrir úr hófi. Þrátt fyrir þetta hefur land­inu sem öðl­að­ist sjálf­stæði 16. sept­em­ber 1975 tek­ist að kom­ast í gegnum flestar þær hremm­ingar sem steðja að ný sjálf­stæðum ríkjum þó að spill­ing sé land­læg.   

Það er talið að um átta millj­ónir manna búi í Papúa Nýju-Gíneu, þó að hærri tölur hafi verið nefnd­ar. Höf­uð­borgin er Port Mor­esby með um 260.000 íbúa og Lae sem er aðal hafn­ar- og iðn­að­ar­borg lands­ins státar af um 101.000 íbú­um. Talið er að um 80 pró­sent þjóð­ar­innar búi í dreif­býli, í þorp­um, sem rækta allt það græn­meti sem íbú­arnir þurfa og svína, kan­ínu, geita og hænsna­rækt er stunduð í nokkrum mæli einnig.  Landið gefur vel af sér og það sem ekki er nauð­syn­legt til að brauð­fæða þorps­bú­ana er selt á mark­aði.

Sjálfs­þurft­ar­bú­skapur þessi hefur gert þjóð­inni kleift að lifa af efna­hags­þreng­ingar sem hafa verið og eru tölu­verðar án þess að fólk svelti heilu hungri. Fátækt er þó mikil og nær­ing­ar­skortur á meðal barna er mik­ill. Heil­brigð­is­kerfið og mennta­kerfið eru vel hönn­uð, ef svo má að orði kom­ast, en fjársvelt þannig að þau veita ekki þá þjón­ustu sem til er ætl­ast.  

Enn sem komið er hefur ekki reynt mikið á heil­brigð­is­kerfið í sam­bandi við alheims­plág­una Covid-19. Þegar þetta er skrifað hefur aðeins eitt til­vik greinst með veiruna og lifði við­kom­andi af. 

Mynd: Aðsend

Ástr­alía er næsti nágrann­inn og þar er útbreiðsla veirunnar tölu­verð og þrátt fyrir aðgerðir þar­lendra stjórn­valda er útbreiðslan enn að aukast. Stjórn­völd í Papúa Nýju-Gíneu vita það full­vel að þau eru ekki vel í stakk búin til að takast á við far­aldur sem þennan og nú um síð­ustu helgi var gripið til mik­illa var­úð­ar­ráð­staf­ana. Land­inu var hrein­lega skellt í lás í einu vet­fangi. Flug til og frá land­inu var að mestu lagt niður á laug­ar­degi. Tveimur dögum seinna var allt inn­an­lands­flug lagt niður og þar sem vega­sam­göngur eru væg­ast sagt bág­bornar þá eru flug­sam­göngur lífæð þjóð­ar­inn­ar. Fólki er einnig gert að sitja heima og mörk­uðum hefur verið lokað og allar sam­komur meira og minna bann­að­ar. Þetta er risa­skref fyrir þjóð­ina þar sem dag­legt líf snýst að miklum hluta um mark­aði og það að hitta vini og kunn­ingja á förnum vegi og tyggja með þeim hnetu sem hér kall­ast buai sem hefur mild örvandi áhrif. Almennt tekur fólk þessu með jafn­að­ar­geði og margir hafa farið heim í þorpið sitt eða halda sig heima við. Versl­unum og annarri þjón­ustu eru settar nokkrar skorður um styttri opn­un­ar­tíma og eins og tíðkast hér þegar mikið gengur á reyna stjórn­völd að hefta aðgang að versl­unum sem selja alkó­hól til þess að stemma stigu við of mik­illi drykkju sem er nokkuð algeng hér­.  

Ég er búsettur í bæ sem heitir Gorka sem er stað­settur í aust­ur­hluta hálendis lands­ins og vinn þar við sam­nefndan háskóla. Hér er lofts­lagið ein­stakt og allt hrein­lega blómstrar allan árs­ins hring. Dag­arnir eru nokkuð hlý­ir, oft um 22 til 23 gráðu hiti en kvöldin mun sval­ari og of rignir tölu­vert að mestu þó á kvöldin og nótt­unni. Papúa Nýja-Gínea er þekkt fyrir tölu­verða glæpa­tíðni og nokkuð er um ofbeldi en Goroka er talin vera örugg­asti bær lands­ins. Íbú­arnir eru almennt mjög vina­legir og þó að þeir vilji þiggja smá­ræði fyrir hvaða við­vik sem þeir þurfa að sinna – þó að það til­heyri starfs­lýs­ingu þeirra – þá er flest á ljúfum nót­um.

Háskól­an­um, sem stað­settur er á hæð utan megin byggð­ar­kjarna bæj­ar­ins, hefur verið lokað og hér eru fáir á ferli. Und­an­farnar vikur hef ég í raun­inni verið í tölu­verðri ein­angrun þar sem við fjöl­skyldan höfum ekki farið mikið út af háskóla­lóð­inni nema til að ná í nauð­synj­ar. Hér er tölu­verður ótti og kannski ekki af ósekju þar sem að ef þessi far­sótt nær að fóta sig hér og dreifa sér þá er voð­inn vís og alls óvíst með útkom­una. Rík­is­stjórn lands­ins undir stjórn for­sæt­is­ráð­herr­ans James Marape hefur unnið nokkuð ötul­lega að því að reyna að fræða þjóð­ina um þá ógn sem steðjar að. Það hefur gengið þokka­lega og ekki hefur borið á miklum múgæs­ingi sem er ekki óþekkt fyr­ir­bæri hér. Hins­vegar varð mér hugsað til ábend­inga um hand­þvott og önnur þrif þegar vatnið fór loks að renna úr kran­anum aftur eftir langa mæðu hér í Global Village þar sem ég á heima, brúnt að lit. Með það fór ég og sótti drykkj­ar­vatn í tank sem er ekki langt í burtu frá hús­in­u. 

Á föstu­dag hringdi ég í leigu­bíl­stjór­ann sem ekur mér iðu­lega á milli staða og bað hann að skutl­ast með mig í versl­un­ar­ferð til að kaupa inn það sem við þurfum fyrir næstu tvær til þrjár vik­ur. Mér skilst að háskól­inn hjálpi við að koma starfs­mönnum á milli staða og heim aftur en sú þjón­usta er nokkuð stopul og ég vildi ekki eyða lung­anu úr deg­inum í þessa ferð. Þar sem skóla­lóð­inni hefur verið lokað gekk ég niður að aðal­hlið­inu til móts við leigu­bíl­stjór­ann, Nixon, sem beið fyrir utan hlið­ið. Á skóla­lóð­inni er iðu­lega líf og fjör og mikið af fólki saman komið en að þessu sinni voru harla fáir á ferli. Það eru versl­anir rétt fyrir utan hliðið sem selja helstu nauð­synja­vöru og sígar­ettur og auð­vitað buai. Þessar búðir voru lok­aðar og götu­sal­arnir voru líka á bak og burt. Ég kom út um hliðið eftir að hafa heilsað örygg­is­vörð­unum og vipp­aði mér í fram­sætið og kastaði kveðju á bílstjór­ann sem þar sat með grímu fyrir vit­unum sem hann hafði vænt­an­lega notað í nokkra daga og garð­yrkju­hanska á hönd­unum sem héldu um stýr­ið. Hann sá undr­un­ina á and­liti mínu og sagði: „Eitt­hvað verður maður að gera til að bjarga sér.“ Með það ók hann af stað og það voru mjög fáir á ferli miðað við það sem við eigum að venj­ast á föstu­dags­eft­ir­mið­degi. Það voru þó nokkrir að versla en langt því frá eins margir og vana­legt er á þessum tíma dags. Mat­vöru­búðum og öðrum versl­unum hafa verið settar nokkuð þrengri skorður um opn­un­ar­tíma en þeir mark­aðir þar sem fólk kemur saman til að selja græn­meti, ávexti og allra handa aðrar vörur hefur verið lok­að. Lög­reglan rekur götu­sala til síns heima og lífið er um margt mun lit­laus­ara en við eigum að venj­ast hér.

Auðar götur Mynd: Aðsend

Á leið­inni upp hæð­ina aftur röbbuðum við Nixon saman og eins og starfs­bræðrum hans er von og vísa veit hann margt um það sem er að ger­ast í nærum­hverf­inu og eins og er venjan í hans starfs­stétt þá hefur hann skoðun á flestu. Hann trúði mér fyrir því að hann væri viss um að far­ald­ur­inn væri jú stað­reynd og að það væri víst að fólk veikt­ist og dæi af völdum veirunnar en hann sagð­ist viss um að annað og meira byggi und­ir. Þarna var á ferð­inni alheims-­sam­sær­is­kenn­ing og okkur vannst ekki tími til að kryfja hana til mergjar þar sem að leiðin er ekki löng frá bænum að háskól­an­um. Við fengum að aka upp hæð­ina vegna þess að ég sagði örygg­is­vörð­unum að ég gæti ekki haldið á öllu því sem ég keypti alla leið­ina heim. Að öðrum kosti er öll umferð öku­tækja sem ekki tengj­ast háskól­anum beint bönn­uð. 

Það er í raun­inni mikil kyrrð og ró sem ríkir hér og eftir því sem best er vitað er sama hægt að segja um aðra staði lands­ins. Port Mor­esby er mun rólegri en vant er og það sem kemur við kaunin á íbúum þar er að verð á buai hefur hækkað frá einu kína upp í 7 kína fyrir eina hnetu. Þetta kemur sér vel fyrir þá sem selja hana og borg­ar­stjór­inn sem hefur reynt að gera neyslu á hnet­unni útlæga úr borg­inni hlýtur að vera mjög ánægður með þá hjálp sem þetta veitir í að hefta neysl­una.  

Þetta er skrifað á laug­ar­dags­eft­ir­mið­degi og ég var svo hepp­inn að fá að fara í stuttan rúnt um bæinn rétt í þann mund sem útgöngu­bann átti að taka gildi núna klukkan fjórt­án. Það voru harla fáir á ferð og þeir sem voru á ferð­inni í ein­hverjum erindum voru stopp­aðir af sveitum lög­reglu­manna og her­manna sem kvaddar höfðu verið út til að fylgja eftir útgöngu­bann­inu. Ég var í öku­tæki sem notað er sem sjúkra­bíll og merkt í bak og fyrir sem slíkt en þar sem ég var að sveifla far­sím­anum til að ná þeim myndum sem fylgja þess­ari grein vorum við stopp­aðir og lög­reglu­mað­ur­inn sem það gerði krafð­ist þess að fá að sjá mynda­safnið í sím­anum til að vera full­viss um að ég hefði ekki tekið myndir af því sem þeir voru að fást við. Kannski ekki nema von þar sem lög­reglan liggur undir ámæli fyrir ofbeldi í garð þeirra sem þeir hand­taka.  

Þær aðgerðir sem eru í gangi núna eru tíma­bundnar og munu standa yfir til og með sjötta apr­íl. Það er ekki vitað hvað tekur við eftir það en það fer auð­vitað eftir stöðu mála í land­inu og hvort að fleiri til­vik af Covid-19 hafi greinst eður ei.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar