„Allir vinna“ en ekki allar

Oddný Harðardóttir telur að kynjahalli sé á aðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins.

Auglýsing

„Allir vinna“ var átak sem hrint var af stað á sínum tíma til að glæða störf iðn­að­ar­manna sem höfðu misst vinn­una í banka­hrun­inu. Margir þeirra þurftu þá að fara úr landi til að afla sér við­ur­vær­is. Átakið tókst vel en það beind­ist nær ein­göngu að störfum sem karlar sinntu. End­ur­greiðsla á virð­is­auka­skatti af vinnu iðn­að­ar­manna við heim­ili fólks og fram­kvæmdir sveit­ar­fé­laga varð til þess að verk­efnin marg­föld­uð­ust og margir iðn­að­ar­menn fengu vinnu. Alþingi sam­þykkti í gær að setja átakið aftur af stað.

Við­brögð við kreppum hafa alltaf verið karllæg. Í heimskrepp­unni miklu sem skall á haustið 1929 í Banda­ríkj­un­um, fólust aðal­við­brögð stjórn­valda gegn atvinnu­leysi í því að byggja vegi og brýr. Karlar fengu vinnu. Hið sama hefur verið uppi á ten­ingnum hér á landi en nú er kom­inn tími til að breyta því. Löngu er tíma­bært að hugað sé einnig að hefð­bundnum kvenna­störf­um.

Kvenna­störf í hættu

Hár­greiðslu­stofur og snyrti­stofur um land allt eru lok­aðar vegna sam­komu­banns. Oft­ast eru það konur sem reka sitt eigið fyr­ir­tæki um starf­sem­ina. Oftar en ekki er eig­and­inn eini starfs­mað­ur­inn. Ef engar tekjur koma í kass­ann nægir þess­ari starf­semi ekki að fá frestun á greiðslum opin­berra gjalda eða nýta sér hluta­at­vinnu­leys­is­bæt­ur. Meira þarf að koma til. Og það er sjálf­sagt að reyna að bæta stöð­una hjá þessum kvenna­stéttum líkt og þegar hefur verið ákveðið að gera varð­andi karla­stétt­ir, með því að fella starf­sem­ina undir átakið „Allir vinna“. Ég vildi að efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis legði fram  breyt­ing­ar­til­lögur í þessa veru en vilji stjórn­ar­liða stóð ekki til þess, a.m.k. ekki að sinn­i. 

Auglýsing

Nið­ur­staða þeirra var að bæta enn einni karla­stétt­inni við úrræð­ið; bif­véla­virkj­um. Sem er vissu­lega gott en af hverju ekki sauma­stof­ur, nudd­stofur og gull­smið­ir, hár­greiðslu- og snyrti­stofur svo dæmi séu tek­in? Enn hef ég ekki fengið að sjá rökin fyrir því að fjölga ekki hefð­bundnum kvenna­stéttum sem gætu nýtt sér úrræð­ið.

Í efna­hag­skrepp­unni sem fylgir COVID-19 far­aldr­inum hefur fólk sem sinnir ýmsum þjón­ustu­störfum misst vinn­una, þjón­ustu­störfum sem konur sinna í mörgum til­vik­um. 

Það er kynja­halli á aðgerðum stjórn­valda sem eiga að vinna gegn atvinnu­leysi og hjálpa fyr­ir­tækjum að standa af sér storm­inn, konum í óhag. Þennan kynja­halla verður að rétta af strax í næsta aðgerð­ar­pakka stjórn­valda, sem þau segja að sé á næsta leyti.

Höf­undur er full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar í efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþing­is.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar