Landbúnaður og lopapeysur

Guðjón Sigurbjartsson varar við því að hlustað sé á þjóðernis popúlista sem nú reyni að nýta sér óöryggistilfinningu vegna hrunsins til að skara eld að köku sérhagsmuna landbúnaðarins á kostnað almennings.

Auglýsing

Eftir hrunið 2008 pakk­aði margur land­inn í vörn og fór að velja Íslenskt og prjóna lopa­peys­ur.

Núna, þegar við erum að upp­lifa hrun vegna COVID-19 vilja sumir nýta tæki­færið og kalla eft­ir stór­kost­legum fjár­út­gjöldum almenn­ings í þágu land­bún­aðar svo sem ylrækt­ar. Rökin eru mat­væla­ör­yggi, að við verðum að fram­leiða nóg fyrir okk­ur.

Það má margt gott um land­bún­að­inn segja og reyndar fram­leiðslu fal­legra lopa­peysa ef út í það er far­ið, en við lifum ekki lengur á land­bún­að­in­um, hann styðst í dag við úrelta hug­mynda­fræði og er alfarið háður stuðn­ingi almenn­ings. 

Við lifum á frjálsum við­skiptum og góðum sam­göng­um. Þannig seljum við til útlanda um 99% af fiskaf­urð­um, ferða­þjón­ust­an, stærsta atvinnu­grein­in, lifir nán­ast ein­göngu á góðum sam­göngum og svipað má segja um orku­frekan iðn­að.

Það er ekk­ert að því og reyndar bæði sann­gjarnt og fag­urt að vinna saman yfir landa­mæri og kaupa frá öðrum löndum það sem við höfum þörf á svo sem græn­met­i og blóm sem ódýr­ara er að fram­leiða í sól og yl sunnar á hnett­in­um. Þannig ættum við að hjálpa fólki í þró­un­ar­löndum að fram­leiða meira og kaupa af því hluta fram­leiðsl­unnar eins og mörg Evr­ópu­lönd gera.

Ef við viljum byggja upp aukið mat­væla­ör­yggi í ljósi hugs­an­legra stór­ham­fara, stríðs og tregðu í flutn­ingum ættum við að skipu­leggja það mál af yfir­vegun og víð­sýni. Þannig gætum við komið okkur upp nokk­urra mán­aða birgðum af þurr­mat, lyfjum og fleiru sem myndi þurfa ef til þessa kæmi. Þá ættum við að auka vegan ­fæði sem er umhverf­is­vænt og stuðlar að vel­ferð dýra. 

Mikið af núver­andi land­bún­aði myndi stoppa í flutn­inga­stoppi vegna aðfanga­leys­is. Þannig þurfum við að flytja inn um tvö kíló af korni fyrir hvert kg. sem við fram­leiðum af kjúklinga og svína­kjöti. Auk þess þarf íhluti í allan þann tækni­búnað sem nú er eðli­lega not­aður í sveitum lands­ins.

Auglýsing
Þegar COVID-19 far­aldr­inum slotar þurfum við á allri okkar útsjón­ar­semi og fjár­munum að halda til að ná okkur fjár­hags­lega. Það er þörf á að fara vel með fé og auka hag­kvæma fram­leiðslu í stað þess að ausa fé í óhag­kvæma og úrelta starf­semi.

Í dag erum við að styrkja land­bún­að­inn beint með sköttum um 15 millj­arða króna og óbeint með toll­vernd um nálægt 25 millj­arða króna. Það telj­ast um 3.000 bændur í land­inu og um 7.000 vinna við mat­væla­vinnslu land­bún­að­ar­af­urða og auð­vitað fleiri við veiðar og vinnslu sjáv­ar­af­urða. 

Ef við í stað­inn styðjum hvern bónda 400.000 kr. á mán­uði kostar það skatt­greið­endur um 15 millj­arða króna á ári. Við ættum að breyta styrkja­kerf­inu þannig að Evr­ópskri fyr­ir­mynd að greiða virkum bændum ein­hverja slíka upp­hæð og fella niður toll­vernd. Þá ættum við að veita bændum frelsi til að stunda þá grein land­bún­aðar sem þeir kjósa. Einnig ættum við að gefa bændum færi á ná sér í auka­tekjur með til dæmis aðgerðum í þágu umhverf­is­ins, dýra- og plöntu­vernd­ar, að fegra land­ið, skóg­rækt og fleira.

Með þessu móti virkjum við mark­aðs­öflin til að þróa land­bún­að­inn að þörfum lands­ins.

Þetta væri raun­veru­lega land­inu, almenn­ingi og neyt­endum í hag. Mat­ar­út­gjöld neyt­enda myndu lækka um að minn­ast kosti 10.000 króna á mann. Það munar um það fyrir fátæka, sér­stak­lega barna­fjöl­skyldur því það þarf um 20.000 króna tekjur til að greiða 10.000 króna ­út­gjöld. Fyrir fjög­urra manna fjöl­skyldu myndi nið­ur­fell­ing mat­ar­tolla því jafn­gilda um 80.000 króna launa­hækk­un.

Ekki hlusta á þjóð­ern­is popúlista ­sem nú reyna að nýta sér óör­ygg­is­til­finn­ing­u ­vegna hruns­ins til að skara eld að köku sér­hags­muna land­bún­að­ar­ins á kostnað almenn­ings. Við lifum í frjálsum opnum heimi í dag og þannig viljum við hafa það.

Höf­undur er við­skipta­fræð­ingur úr sveit.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar