Landbúnaður og lopapeysur

Guðjón Sigurbjartsson varar við því að hlustað sé á þjóðernis popúlista sem nú reyni að nýta sér óöryggistilfinningu vegna hrunsins til að skara eld að köku sérhagsmuna landbúnaðarins á kostnað almennings.

Auglýsing

Eftir hrunið 2008 pakk­aði margur land­inn í vörn og fór að velja Íslenskt og prjóna lopa­peys­ur.

Núna, þegar við erum að upp­lifa hrun vegna COVID-19 vilja sumir nýta tæki­færið og kalla eft­ir stór­kost­legum fjár­út­gjöldum almenn­ings í þágu land­bún­aðar svo sem ylrækt­ar. Rökin eru mat­væla­ör­yggi, að við verðum að fram­leiða nóg fyrir okk­ur.

Það má margt gott um land­bún­að­inn segja og reyndar fram­leiðslu fal­legra lopa­peysa ef út í það er far­ið, en við lifum ekki lengur á land­bún­að­in­um, hann styðst í dag við úrelta hug­mynda­fræði og er alfarið háður stuðn­ingi almenn­ings. 

Við lifum á frjálsum við­skiptum og góðum sam­göng­um. Þannig seljum við til útlanda um 99% af fiskaf­urð­um, ferða­þjón­ust­an, stærsta atvinnu­grein­in, lifir nán­ast ein­göngu á góðum sam­göngum og svipað má segja um orku­frekan iðn­að.

Það er ekk­ert að því og reyndar bæði sann­gjarnt og fag­urt að vinna saman yfir landa­mæri og kaupa frá öðrum löndum það sem við höfum þörf á svo sem græn­met­i og blóm sem ódýr­ara er að fram­leiða í sól og yl sunnar á hnett­in­um. Þannig ættum við að hjálpa fólki í þró­un­ar­löndum að fram­leiða meira og kaupa af því hluta fram­leiðsl­unnar eins og mörg Evr­ópu­lönd gera.

Ef við viljum byggja upp aukið mat­væla­ör­yggi í ljósi hugs­an­legra stór­ham­fara, stríðs og tregðu í flutn­ingum ættum við að skipu­leggja það mál af yfir­vegun og víð­sýni. Þannig gætum við komið okkur upp nokk­urra mán­aða birgðum af þurr­mat, lyfjum og fleiru sem myndi þurfa ef til þessa kæmi. Þá ættum við að auka vegan ­fæði sem er umhverf­is­vænt og stuðlar að vel­ferð dýra. 

Mikið af núver­andi land­bún­aði myndi stoppa í flutn­inga­stoppi vegna aðfanga­leys­is. Þannig þurfum við að flytja inn um tvö kíló af korni fyrir hvert kg. sem við fram­leiðum af kjúklinga og svína­kjöti. Auk þess þarf íhluti í allan þann tækni­búnað sem nú er eðli­lega not­aður í sveitum lands­ins.

Auglýsing
Þegar COVID-19 far­aldr­inum slotar þurfum við á allri okkar útsjón­ar­semi og fjár­munum að halda til að ná okkur fjár­hags­lega. Það er þörf á að fara vel með fé og auka hag­kvæma fram­leiðslu í stað þess að ausa fé í óhag­kvæma og úrelta starf­semi.

Í dag erum við að styrkja land­bún­að­inn beint með sköttum um 15 millj­arða króna og óbeint með toll­vernd um nálægt 25 millj­arða króna. Það telj­ast um 3.000 bændur í land­inu og um 7.000 vinna við mat­væla­vinnslu land­bún­að­ar­af­urða og auð­vitað fleiri við veiðar og vinnslu sjáv­ar­af­urða. 

Ef við í stað­inn styðjum hvern bónda 400.000 kr. á mán­uði kostar það skatt­greið­endur um 15 millj­arða króna á ári. Við ættum að breyta styrkja­kerf­inu þannig að Evr­ópskri fyr­ir­mynd að greiða virkum bændum ein­hverja slíka upp­hæð og fella niður toll­vernd. Þá ættum við að veita bændum frelsi til að stunda þá grein land­bún­aðar sem þeir kjósa. Einnig ættum við að gefa bændum færi á ná sér í auka­tekjur með til dæmis aðgerðum í þágu umhverf­is­ins, dýra- og plöntu­vernd­ar, að fegra land­ið, skóg­rækt og fleira.

Með þessu móti virkjum við mark­aðs­öflin til að þróa land­bún­að­inn að þörfum lands­ins.

Þetta væri raun­veru­lega land­inu, almenn­ingi og neyt­endum í hag. Mat­ar­út­gjöld neyt­enda myndu lækka um að minn­ast kosti 10.000 króna á mann. Það munar um það fyrir fátæka, sér­stak­lega barna­fjöl­skyldur því það þarf um 20.000 króna tekjur til að greiða 10.000 króna ­út­gjöld. Fyrir fjög­urra manna fjöl­skyldu myndi nið­ur­fell­ing mat­ar­tolla því jafn­gilda um 80.000 króna launa­hækk­un.

Ekki hlusta á þjóð­ern­is popúlista ­sem nú reyna að nýta sér óör­ygg­is­til­finn­ing­u ­vegna hruns­ins til að skara eld að köku sér­hags­muna land­bún­að­ar­ins á kostnað almenn­ings. Við lifum í frjálsum opnum heimi í dag og þannig viljum við hafa það.

Höf­undur er við­skipta­fræð­ingur úr sveit.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar