Landbúnaður og lopapeysur

Guðjón Sigurbjartsson varar við því að hlustað sé á þjóðernis popúlista sem nú reyni að nýta sér óöryggistilfinningu vegna hrunsins til að skara eld að köku sérhagsmuna landbúnaðarins á kostnað almennings.

Auglýsing

Eftir hrunið 2008 pakk­aði margur land­inn í vörn og fór að velja Íslenskt og prjóna lopa­peys­ur.

Núna, þegar við erum að upp­lifa hrun vegna COVID-19 vilja sumir nýta tæki­færið og kalla eft­ir stór­kost­legum fjár­út­gjöldum almenn­ings í þágu land­bún­aðar svo sem ylrækt­ar. Rökin eru mat­væla­ör­yggi, að við verðum að fram­leiða nóg fyrir okk­ur.

Það má margt gott um land­bún­að­inn segja og reyndar fram­leiðslu fal­legra lopa­peysa ef út í það er far­ið, en við lifum ekki lengur á land­bún­að­in­um, hann styðst í dag við úrelta hug­mynda­fræði og er alfarið háður stuðn­ingi almenn­ings. 

Við lifum á frjálsum við­skiptum og góðum sam­göng­um. Þannig seljum við til útlanda um 99% af fiskaf­urð­um, ferða­þjón­ust­an, stærsta atvinnu­grein­in, lifir nán­ast ein­göngu á góðum sam­göngum og svipað má segja um orku­frekan iðn­að.

Það er ekk­ert að því og reyndar bæði sann­gjarnt og fag­urt að vinna saman yfir landa­mæri og kaupa frá öðrum löndum það sem við höfum þörf á svo sem græn­met­i og blóm sem ódýr­ara er að fram­leiða í sól og yl sunnar á hnett­in­um. Þannig ættum við að hjálpa fólki í þró­un­ar­löndum að fram­leiða meira og kaupa af því hluta fram­leiðsl­unnar eins og mörg Evr­ópu­lönd gera.

Ef við viljum byggja upp aukið mat­væla­ör­yggi í ljósi hugs­an­legra stór­ham­fara, stríðs og tregðu í flutn­ingum ættum við að skipu­leggja það mál af yfir­vegun og víð­sýni. Þannig gætum við komið okkur upp nokk­urra mán­aða birgðum af þurr­mat, lyfjum og fleiru sem myndi þurfa ef til þessa kæmi. Þá ættum við að auka vegan ­fæði sem er umhverf­is­vænt og stuðlar að vel­ferð dýra. 

Mikið af núver­andi land­bún­aði myndi stoppa í flutn­inga­stoppi vegna aðfanga­leys­is. Þannig þurfum við að flytja inn um tvö kíló af korni fyrir hvert kg. sem við fram­leiðum af kjúklinga og svína­kjöti. Auk þess þarf íhluti í allan þann tækni­búnað sem nú er eðli­lega not­aður í sveitum lands­ins.

Auglýsing
Þegar COVID-19 far­aldr­inum slotar þurfum við á allri okkar útsjón­ar­semi og fjár­munum að halda til að ná okkur fjár­hags­lega. Það er þörf á að fara vel með fé og auka hag­kvæma fram­leiðslu í stað þess að ausa fé í óhag­kvæma og úrelta starf­semi.

Í dag erum við að styrkja land­bún­að­inn beint með sköttum um 15 millj­arða króna og óbeint með toll­vernd um nálægt 25 millj­arða króna. Það telj­ast um 3.000 bændur í land­inu og um 7.000 vinna við mat­væla­vinnslu land­bún­að­ar­af­urða og auð­vitað fleiri við veiðar og vinnslu sjáv­ar­af­urða. 

Ef við í stað­inn styðjum hvern bónda 400.000 kr. á mán­uði kostar það skatt­greið­endur um 15 millj­arða króna á ári. Við ættum að breyta styrkja­kerf­inu þannig að Evr­ópskri fyr­ir­mynd að greiða virkum bændum ein­hverja slíka upp­hæð og fella niður toll­vernd. Þá ættum við að veita bændum frelsi til að stunda þá grein land­bún­aðar sem þeir kjósa. Einnig ættum við að gefa bændum færi á ná sér í auka­tekjur með til dæmis aðgerðum í þágu umhverf­is­ins, dýra- og plöntu­vernd­ar, að fegra land­ið, skóg­rækt og fleira.

Með þessu móti virkjum við mark­aðs­öflin til að þróa land­bún­að­inn að þörfum lands­ins.

Þetta væri raun­veru­lega land­inu, almenn­ingi og neyt­endum í hag. Mat­ar­út­gjöld neyt­enda myndu lækka um að minn­ast kosti 10.000 króna á mann. Það munar um það fyrir fátæka, sér­stak­lega barna­fjöl­skyldur því það þarf um 20.000 króna tekjur til að greiða 10.000 króna ­út­gjöld. Fyrir fjög­urra manna fjöl­skyldu myndi nið­ur­fell­ing mat­ar­tolla því jafn­gilda um 80.000 króna launa­hækk­un.

Ekki hlusta á þjóð­ern­is popúlista ­sem nú reyna að nýta sér óör­ygg­is­til­finn­ing­u ­vegna hruns­ins til að skara eld að köku sér­hags­muna land­bún­að­ar­ins á kostnað almenn­ings. Við lifum í frjálsum opnum heimi í dag og þannig viljum við hafa það.

Höf­undur er við­skipta­fræð­ingur úr sveit.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar