Viðspyrna ferðaþjónustunnar á erfiðum tíma

Fyrrverandi ferðamálastjóri og eigandi sveitahótels í Fljótum í Skagafirði skrifar um hvernig eigi að bregðast við þeim erfiðleikum sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir.

Auglýsing

Skyndi­lega hætti fólk að ferð­ast.

Eftir stöðugan vöxt alþjóð­legrar ferða­þjón­ustu und­an­far­inn ára­tug var okkur í einu vet­fangi sýnt fram á fall­valt­leika okkar dag­lega lífs og vænt­inga. Okkur var kippt niður á harða jörð­ina: þegar allt kemur til alls er heilsan mik­il­væg­ust. Við fyllt­umst ótta um að missa hana og erum núna til­búin að fórna létt­væg­ari lífs­gæðum til að reyna að tryggja okkur heil­brigt líf til lengri tíma. Allt í einu getum við ekki farið þangað sem við vilj­um, gert það sem okkur langar til eða hitt þá sem okkur fýs­ir. Og allt í einu verður þetta þrí­skipta frelsi minna mik­il­vægt en góður hand­þvott­ur.

Ferða­þjón­ustan byggir á því að þetta þrí­frelsi sé til stað­ar. Hún grund­vall­ast á ferða­frelsi fólks og að til séu áfanga­stað­ir, eft­ir­sókn­ar­verðir í augum ferða­langa, sem eru til­búnir að taka á móti því. Hún krefst þess að áfanga­stað­ur­inn hafi upp á upp­lif­anir að bjóða sem veita lífs­fyll­ingu til skemmri eða lengri tíma og að þjón­ustan sem veitt er sé í sam­ræmi við vænt­ing­ar; en einnig að tryggt sé að gest­irnir hagi sér með ábyrgum hætti og umgjörðin sé til þess ætluð að áfanga­stað­ur­inn sitji ekki undir skemmd­um. Hún grund­vall­ast á sam­skipt­um: gestir að hitta gest­gjafa, fólk að hitta fólk. Maður er manns gam­an.

Íslensk ferða­þjón­usta varð mik­il­væg­asta atvinnu­grein þjóð­ar­innar á síð­ast liðnum ára­tug. Hún er víð­feðm, skapar margs­konar störf fyrir fólk um allt land með alls­konar bak­grunn og reynslu. Öflug fyr­ir­tæki hafa orðið til í atvinnu­grein­inni, sem leiða sókn á erlenda mark­aði, tryggja aðgengi að land­inu, skapa ímynd og vænt­ingar og setja markið í þjón­ustugæðum og ábyrgum rekstri. Hryggjar­stykki þjón­ust­unnar eru smærri fyr­ir­tæki um allt land, þar sem sköp­un­ar­kraftur og frum­kvæði ein­stak­linga nýtur sín og fólki gefst tæki­færi til að skapa sér líf á eigin for­send­um. 

Auglýsing
Nú er fyr­ir­séð að það eru erf­iðir tímar fram und­an­. Eftir ára­tuga­langt góð­æri voru blikur á lofti innan atvinnu­grein­ar­innar áður en veiran velti henni um koll. Þetta áfall, eins og önn­ur, mun ganga yfir og nú ríður á að rétt sé haldið á málum og hugsað til lengri tíma:

Tryggjum að áfram verði hlúð að gæðum og þekk­ingu sem for­sendum upp­risu atvinnu­grein­ar­inn­ar:

Það verður freist­andi að rjúka af stað með til­boð um útsölu­verð á ferð­um. Slíkt getur verið að ein­hverju leyti nauð­syn­legt, en gleymum okkur ekki í sam­keppn­inni niður á botn­inn. Sam­keppni um við­skipta­vini, ein­göngu á grund­velli verð­lags, leiðir á end­anum til lægri launa, minni þjón­ustugæða og tak­mark­aðrar upp­lif­unar gesta og við munum ekki geta staðið við of lágt verð­lag til lengdar ef við viljum standa undir nafni sem gæða­á­fanga­stað­ur. Ein­blínum á að bjóða eft­ir­sókn­ar­verða gæða­vöru á sann­gjörnu verði.

Hlúum að smærri fyr­ir­tækjum um allt land og tryggjum að þau gleym­ist ekki í þeim aðgerðum sem framundan eru:

Lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki eru hryggjar­stykkið í íslenskri ferða­þjón­ustu. Nýsköpun í ferða­þjón­ustu á sér gjarnan stað fyrir til­stilli ein­yrkja, sem sam­eina lífstíl og atvinnu, koma nýjum áfanga­stöðum á kortið og opna augu við­skipta­vina fyrir nýjum upp­lif­un­um, vegna þess að þeir þrá að lifa því lífi sem þeir kjósa sér. Slíkir frum­kvöðlar geta orðið kjöl­festa í atvinnu­lífi smærri byggð­ar­laga og skapað með tím­anum mik­il­væg störf sem ekki er auð­velt að flytja í burtu með handafli.

Rjúkum ekki í umfangs­miklar bráða­að­gerðir í mark­aðs­málum án lang­tíma­hugs­un­ar:

Að sumu leyti má segja að allir áfanga­staðir heims verði nýir áfanga­staðir þegar fólk fer að huga að alþjóð­legum ferða­lögum að nýju. ­Sam­keppnin verður hörð.

Bati ferða­þjón­ust­unnar verður lang­hlaup sem mjög mun verða háð við­horfum fólks gagn­vart því að ferð­ast yfir­höf­uð, en ekki síður gagn­vart því hvernig áfanga­staðir rækta gildi sín og bak­garð. Ísland nýtur enn virð­ingar sem áfanga­staður þeirra sem vilja upp­lifa stór­brotna nátt­úru án síu og njóta vin­gjarn­legrar þjón­ustu og atlæt­is. Aðeins hefur fallið á þá ímynd á und­an­förnum árum - nú er tæki­færi til að end­ur­skoða hvert stefnir og hvert við viljum fara.

Allra mik­il­væg­ast er að hlúa að fjöregg­inu:

Nú sem aldrei fyrr er mik­il­vægt að missa ekki sjónar á því að þessi mik­il­væg­asta atvinnu­grein lands­ins á allt sitt undir nátt­úru, umhverfi og vernd­un­ar­sjón­ar­mið­u­m. G­leymum okkur ekki við að spýta í lófa og taka til við fram­kvæmd­ir. Hugsum til langs tíma, til næstu kyn­slóða og munum að þess­ari vá mun ljúka. Þegar nýr dagur rís megum við ekki vera búin að moka burtu for­sendum íslenskrar ferða­þjón­ustu til fram­tíð­ar.

Það eru erf­iðir tímar fram undan og freist­andi að rífa upp ham­ar­inn og rjúka af stað til að bjarga mál­u­m. ­Göngum var­lega um þær dyr og vöndum okk­ur, til að mölva ekki undan þeim tæki­færum sem leyn­ast í langri fram­tíð, fyrir okkur og næstu kyn­slóð­ir.

Höf­undur er fyrr­ver­andi ferða­mála­stjóri og eig­andi sveita­hót­els í Fljótum í Skaga­firði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar