Viðspyrna ferðaþjónustunnar á erfiðum tíma

Fyrrverandi ferðamálastjóri og eigandi sveitahótels í Fljótum í Skagafirði skrifar um hvernig eigi að bregðast við þeim erfiðleikum sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir.

Auglýsing

Skyndi­lega hætti fólk að ferð­ast.

Eftir stöðugan vöxt alþjóð­legrar ferða­þjón­ustu und­an­far­inn ára­tug var okkur í einu vet­fangi sýnt fram á fall­valt­leika okkar dag­lega lífs og vænt­inga. Okkur var kippt niður á harða jörð­ina: þegar allt kemur til alls er heilsan mik­il­væg­ust. Við fyllt­umst ótta um að missa hana og erum núna til­búin að fórna létt­væg­ari lífs­gæðum til að reyna að tryggja okkur heil­brigt líf til lengri tíma. Allt í einu getum við ekki farið þangað sem við vilj­um, gert það sem okkur langar til eða hitt þá sem okkur fýs­ir. Og allt í einu verður þetta þrí­skipta frelsi minna mik­il­vægt en góður hand­þvott­ur.

Ferða­þjón­ustan byggir á því að þetta þrí­frelsi sé til stað­ar. Hún grund­vall­ast á ferða­frelsi fólks og að til séu áfanga­stað­ir, eft­ir­sókn­ar­verðir í augum ferða­langa, sem eru til­búnir að taka á móti því. Hún krefst þess að áfanga­stað­ur­inn hafi upp á upp­lif­anir að bjóða sem veita lífs­fyll­ingu til skemmri eða lengri tíma og að þjón­ustan sem veitt er sé í sam­ræmi við vænt­ing­ar; en einnig að tryggt sé að gest­irnir hagi sér með ábyrgum hætti og umgjörðin sé til þess ætluð að áfanga­stað­ur­inn sitji ekki undir skemmd­um. Hún grund­vall­ast á sam­skipt­um: gestir að hitta gest­gjafa, fólk að hitta fólk. Maður er manns gam­an.

Íslensk ferða­þjón­usta varð mik­il­væg­asta atvinnu­grein þjóð­ar­innar á síð­ast liðnum ára­tug. Hún er víð­feðm, skapar margs­konar störf fyrir fólk um allt land með alls­konar bak­grunn og reynslu. Öflug fyr­ir­tæki hafa orðið til í atvinnu­grein­inni, sem leiða sókn á erlenda mark­aði, tryggja aðgengi að land­inu, skapa ímynd og vænt­ingar og setja markið í þjón­ustugæðum og ábyrgum rekstri. Hryggjar­stykki þjón­ust­unnar eru smærri fyr­ir­tæki um allt land, þar sem sköp­un­ar­kraftur og frum­kvæði ein­stak­linga nýtur sín og fólki gefst tæki­færi til að skapa sér líf á eigin for­send­um. 

Auglýsing
Nú er fyr­ir­séð að það eru erf­iðir tímar fram und­an­. Eftir ára­tuga­langt góð­æri voru blikur á lofti innan atvinnu­grein­ar­innar áður en veiran velti henni um koll. Þetta áfall, eins og önn­ur, mun ganga yfir og nú ríður á að rétt sé haldið á málum og hugsað til lengri tíma:

Tryggjum að áfram verði hlúð að gæðum og þekk­ingu sem for­sendum upp­risu atvinnu­grein­ar­inn­ar:

Það verður freist­andi að rjúka af stað með til­boð um útsölu­verð á ferð­um. Slíkt getur verið að ein­hverju leyti nauð­syn­legt, en gleymum okkur ekki í sam­keppn­inni niður á botn­inn. Sam­keppni um við­skipta­vini, ein­göngu á grund­velli verð­lags, leiðir á end­anum til lægri launa, minni þjón­ustugæða og tak­mark­aðrar upp­lif­unar gesta og við munum ekki geta staðið við of lágt verð­lag til lengdar ef við viljum standa undir nafni sem gæða­á­fanga­stað­ur. Ein­blínum á að bjóða eft­ir­sókn­ar­verða gæða­vöru á sann­gjörnu verði.

Hlúum að smærri fyr­ir­tækjum um allt land og tryggjum að þau gleym­ist ekki í þeim aðgerðum sem framundan eru:

Lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki eru hryggjar­stykkið í íslenskri ferða­þjón­ustu. Nýsköpun í ferða­þjón­ustu á sér gjarnan stað fyrir til­stilli ein­yrkja, sem sam­eina lífstíl og atvinnu, koma nýjum áfanga­stöðum á kortið og opna augu við­skipta­vina fyrir nýjum upp­lif­un­um, vegna þess að þeir þrá að lifa því lífi sem þeir kjósa sér. Slíkir frum­kvöðlar geta orðið kjöl­festa í atvinnu­lífi smærri byggð­ar­laga og skapað með tím­anum mik­il­væg störf sem ekki er auð­velt að flytja í burtu með handafli.

Rjúkum ekki í umfangs­miklar bráða­að­gerðir í mark­aðs­málum án lang­tíma­hugs­un­ar:

Að sumu leyti má segja að allir áfanga­staðir heims verði nýir áfanga­staðir þegar fólk fer að huga að alþjóð­legum ferða­lögum að nýju. ­Sam­keppnin verður hörð.

Bati ferða­þjón­ust­unnar verður lang­hlaup sem mjög mun verða háð við­horfum fólks gagn­vart því að ferð­ast yfir­höf­uð, en ekki síður gagn­vart því hvernig áfanga­staðir rækta gildi sín og bak­garð. Ísland nýtur enn virð­ingar sem áfanga­staður þeirra sem vilja upp­lifa stór­brotna nátt­úru án síu og njóta vin­gjarn­legrar þjón­ustu og atlæt­is. Aðeins hefur fallið á þá ímynd á und­an­förnum árum - nú er tæki­færi til að end­ur­skoða hvert stefnir og hvert við viljum fara.

Allra mik­il­væg­ast er að hlúa að fjöregg­inu:

Nú sem aldrei fyrr er mik­il­vægt að missa ekki sjónar á því að þessi mik­il­væg­asta atvinnu­grein lands­ins á allt sitt undir nátt­úru, umhverfi og vernd­un­ar­sjón­ar­mið­u­m. G­leymum okkur ekki við að spýta í lófa og taka til við fram­kvæmd­ir. Hugsum til langs tíma, til næstu kyn­slóða og munum að þess­ari vá mun ljúka. Þegar nýr dagur rís megum við ekki vera búin að moka burtu for­sendum íslenskrar ferða­þjón­ustu til fram­tíð­ar.

Það eru erf­iðir tímar fram undan og freist­andi að rífa upp ham­ar­inn og rjúka af stað til að bjarga mál­u­m. ­Göngum var­lega um þær dyr og vöndum okk­ur, til að mölva ekki undan þeim tæki­færum sem leyn­ast í langri fram­tíð, fyrir okkur og næstu kyn­slóð­ir.

Höf­undur er fyrr­ver­andi ferða­mála­stjóri og eig­andi sveita­hót­els í Fljótum í Skaga­firði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar