Viðspyrna ferðaþjónustunnar á erfiðum tíma

Fyrrverandi ferðamálastjóri og eigandi sveitahótels í Fljótum í Skagafirði skrifar um hvernig eigi að bregðast við þeim erfiðleikum sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir.

Auglýsing

Skyndi­lega hætti fólk að ferð­ast.

Eftir stöðugan vöxt alþjóð­legrar ferða­þjón­ustu und­an­far­inn ára­tug var okkur í einu vet­fangi sýnt fram á fall­valt­leika okkar dag­lega lífs og vænt­inga. Okkur var kippt niður á harða jörð­ina: þegar allt kemur til alls er heilsan mik­il­væg­ust. Við fyllt­umst ótta um að missa hana og erum núna til­búin að fórna létt­væg­ari lífs­gæðum til að reyna að tryggja okkur heil­brigt líf til lengri tíma. Allt í einu getum við ekki farið þangað sem við vilj­um, gert það sem okkur langar til eða hitt þá sem okkur fýs­ir. Og allt í einu verður þetta þrí­skipta frelsi minna mik­il­vægt en góður hand­þvott­ur.

Ferða­þjón­ustan byggir á því að þetta þrí­frelsi sé til stað­ar. Hún grund­vall­ast á ferða­frelsi fólks og að til séu áfanga­stað­ir, eft­ir­sókn­ar­verðir í augum ferða­langa, sem eru til­búnir að taka á móti því. Hún krefst þess að áfanga­stað­ur­inn hafi upp á upp­lif­anir að bjóða sem veita lífs­fyll­ingu til skemmri eða lengri tíma og að þjón­ustan sem veitt er sé í sam­ræmi við vænt­ing­ar; en einnig að tryggt sé að gest­irnir hagi sér með ábyrgum hætti og umgjörðin sé til þess ætluð að áfanga­stað­ur­inn sitji ekki undir skemmd­um. Hún grund­vall­ast á sam­skipt­um: gestir að hitta gest­gjafa, fólk að hitta fólk. Maður er manns gam­an.

Íslensk ferða­þjón­usta varð mik­il­væg­asta atvinnu­grein þjóð­ar­innar á síð­ast liðnum ára­tug. Hún er víð­feðm, skapar margs­konar störf fyrir fólk um allt land með alls­konar bak­grunn og reynslu. Öflug fyr­ir­tæki hafa orðið til í atvinnu­grein­inni, sem leiða sókn á erlenda mark­aði, tryggja aðgengi að land­inu, skapa ímynd og vænt­ingar og setja markið í þjón­ustugæðum og ábyrgum rekstri. Hryggjar­stykki þjón­ust­unnar eru smærri fyr­ir­tæki um allt land, þar sem sköp­un­ar­kraftur og frum­kvæði ein­stak­linga nýtur sín og fólki gefst tæki­færi til að skapa sér líf á eigin for­send­um. 

Auglýsing
Nú er fyr­ir­séð að það eru erf­iðir tímar fram und­an­. Eftir ára­tuga­langt góð­æri voru blikur á lofti innan atvinnu­grein­ar­innar áður en veiran velti henni um koll. Þetta áfall, eins og önn­ur, mun ganga yfir og nú ríður á að rétt sé haldið á málum og hugsað til lengri tíma:

Tryggjum að áfram verði hlúð að gæðum og þekk­ingu sem for­sendum upp­risu atvinnu­grein­ar­inn­ar:

Það verður freist­andi að rjúka af stað með til­boð um útsölu­verð á ferð­um. Slíkt getur verið að ein­hverju leyti nauð­syn­legt, en gleymum okkur ekki í sam­keppn­inni niður á botn­inn. Sam­keppni um við­skipta­vini, ein­göngu á grund­velli verð­lags, leiðir á end­anum til lægri launa, minni þjón­ustugæða og tak­mark­aðrar upp­lif­unar gesta og við munum ekki geta staðið við of lágt verð­lag til lengdar ef við viljum standa undir nafni sem gæða­á­fanga­stað­ur. Ein­blínum á að bjóða eft­ir­sókn­ar­verða gæða­vöru á sann­gjörnu verði.

Hlúum að smærri fyr­ir­tækjum um allt land og tryggjum að þau gleym­ist ekki í þeim aðgerðum sem framundan eru:

Lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki eru hryggjar­stykkið í íslenskri ferða­þjón­ustu. Nýsköpun í ferða­þjón­ustu á sér gjarnan stað fyrir til­stilli ein­yrkja, sem sam­eina lífstíl og atvinnu, koma nýjum áfanga­stöðum á kortið og opna augu við­skipta­vina fyrir nýjum upp­lif­un­um, vegna þess að þeir þrá að lifa því lífi sem þeir kjósa sér. Slíkir frum­kvöðlar geta orðið kjöl­festa í atvinnu­lífi smærri byggð­ar­laga og skapað með tím­anum mik­il­væg störf sem ekki er auð­velt að flytja í burtu með handafli.

Rjúkum ekki í umfangs­miklar bráða­að­gerðir í mark­aðs­málum án lang­tíma­hugs­un­ar:

Að sumu leyti má segja að allir áfanga­staðir heims verði nýir áfanga­staðir þegar fólk fer að huga að alþjóð­legum ferða­lögum að nýju. ­Sam­keppnin verður hörð.

Bati ferða­þjón­ust­unnar verður lang­hlaup sem mjög mun verða háð við­horfum fólks gagn­vart því að ferð­ast yfir­höf­uð, en ekki síður gagn­vart því hvernig áfanga­staðir rækta gildi sín og bak­garð. Ísland nýtur enn virð­ingar sem áfanga­staður þeirra sem vilja upp­lifa stór­brotna nátt­úru án síu og njóta vin­gjarn­legrar þjón­ustu og atlæt­is. Aðeins hefur fallið á þá ímynd á und­an­förnum árum - nú er tæki­færi til að end­ur­skoða hvert stefnir og hvert við viljum fara.

Allra mik­il­væg­ast er að hlúa að fjöregg­inu:

Nú sem aldrei fyrr er mik­il­vægt að missa ekki sjónar á því að þessi mik­il­væg­asta atvinnu­grein lands­ins á allt sitt undir nátt­úru, umhverfi og vernd­un­ar­sjón­ar­mið­u­m. G­leymum okkur ekki við að spýta í lófa og taka til við fram­kvæmd­ir. Hugsum til langs tíma, til næstu kyn­slóða og munum að þess­ari vá mun ljúka. Þegar nýr dagur rís megum við ekki vera búin að moka burtu for­sendum íslenskrar ferða­þjón­ustu til fram­tíð­ar.

Það eru erf­iðir tímar fram undan og freist­andi að rífa upp ham­ar­inn og rjúka af stað til að bjarga mál­u­m. ­Göngum var­lega um þær dyr og vöndum okk­ur, til að mölva ekki undan þeim tæki­færum sem leyn­ast í langri fram­tíð, fyrir okkur og næstu kyn­slóð­ir.

Höf­undur er fyrr­ver­andi ferða­mála­stjóri og eig­andi sveita­hót­els í Fljótum í Skaga­firði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar