Tækifærin að loknum faraldri

Valdimar Halldórsson segir að ferðaþjónustan hafi byggt upp hagkerfið síðastliðin ár, og nú þurfi að horfa til þess að hún geti risið upp aftur, samhliða aukinni áherslu á „eitthvað annað“.

Auglýsing

Nán­ast öll fyr­ir­tæki í helstu atvinnu­greinum í land­inu þurfa nú að end­ur­skipu­leggja starf­semi sína vegna COVID-19. Ferða­þjón­usta fær mesta skell­inn strax og þarf nú að búa sig undir erf­iða næstu 6-12 mán­uði. Ferða­þjón­ustan er marg­slungin atvinnu­grein og afleidd áhrif munu valda því að flestallar aðrar atvinnu­greinar finna fyrir því þegar hún hikst­ar. Atvinnu­leysi mun rjúka upp tíma­bundið á meðan far­ald­ur­inn gengur yfir. Við þessu er lítið hægt að gera.

Gjald­eyr­is­tekjur síð­ustu ára mik­il­vægar

Frá árinu 2010 hefur ferða­þjón­ustan og annar útflutn­ingur á vöru og þjón­ustu blómstrað og af þeim sökum hefur ytri staða þjóð­ar­bús­ins batnað hratt á til­tölu­lega fáum árum. Skyn­sam­leg hag­stjórn hins opin­bera og úrvinnsla hrun­mála hefur einnig haft sitt að segja. Sem sagt, digur gjald­eyr­is­forði Seðla­bank­ans og lágt skulda­hlut­fall rík­is­ins eru m.a. því að þakka að gjald­eyr­is­tekjur og skatt­tekjur frá ferða­þjón­ustu hafa á síð­ustu árum marg­fald­ast.Heimild: Hagstofa Íslands Vita­skuld eiga aðrar atvinnu­greinar líkt og sjáv­ar­út­vegur og hin fjöl­mörgu glæsi­legu hug­verka­tengdu fyr­ir­tæki í land­inu líka sinn þátt í að gjald­eyr­is­tekjur hafa auk­ist.

Stjórn­völd og bankar hafa kynnt sín fyrstu úrræði fyrir atvinnu­lífið og lofa þau góðu. Lík­legt er að meira þurfi til í ljósi þró­unar COVID-19 far­ald­urs­ins í okkar helstu við­skipta­lönd­um. Rík­is­sjóður þarf því að gefa eftir af sinni sterku fjár­hags­legu stöðu til að hjálpa ferða­þjón­ustu og öðrum atvinnu­greinum sem nú eru tíma­bundið í vanda. Til fram­tíðar litið er einnig lífs­nauð­syn­legt að umhverfi sprota- og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja gleym­ist ekki og frum­kvöðla­sjóðir verði efldir sam­hliða öðrum aðgerðum í atvinnu­líf­inu.

Sterkir inn­viðir ferða­þjón­ustu

Eftir alla upp­bygg­ing­una í ferða­þjón­ust­unni frá árinu 2010 er Ísland með sterka inn­viði fyrir kom­andi ár sem von­andi verða blóm­leg eftir að núver­andi far­aldur er afstað­inn. Þessi upp­bygg­ing hefur mikið til byggst upp af einka­fram­taki fjöl­breyti­legra fyr­ir­tækja í öllum stærð­ar­flokk­um. Glæsi­leg hótel og gisti­heim­ili hafa risið víða. Fjöl­breytt bændag­ist­ing hefur byggst upp út um land og aukið bjart­sýni og atvinnu­mögu­leika á lands­byggð­inn­i. 

Auglýsing
Metnaðarfull afþrey­ing­ar­fyr­ir­tæki hafa sömu­leiðis byggst upp – nýj­ustu dæmin eru frá­bær­lega vel skipu­lagðir bað­staðir líkt og Vök Baths við Egils­staði og Sjó­böðin á Húsa­vík og er þá margt annað ótalið. Loks hafa sam­göngur batnað og aðstaða við fjöl­farna ferða­manna­staði einnig og eiga eftir að batna enn frekar með fyr­ir­hug­aðri upp­bygg­ingu á næstu miss­er­um. Fyrir okkur sem búum norðan heiða verður t.a.m. stór áfangi þegar hinn svo­kall­aði Dem­ants­hringur (Goða­foss, Mývatn, Detti­foss, Ásbyrgi, Húsa­vík) mun form­lega opna á bundnu slit­lagi á kom­andi sumri.

Hvernig breyt­ist ferða­hegðun í heim­in­um?

Þegar yfir­stand­andi far­aldri lýkur á heims­vísu mun ferða­þjón­usta lifna við. Lík­legt er að ferða­hegðun geti breyst og ferða­tíðni dreg­ist saman fyrstu árin eftir far­ald­ur­inn. Hvernig nákvæm­lega þetta ger­ist veit eng­inn og heldur ekki hversu hratt ferða­þjón­ustan mun lifna við. Í þessu öllu geta falist tæki­færi fyrir Ísland. Vin­sæl­ustu ferða­manna­staðir heims hafa á und­an­förnum árum verið helstu stór­borgir heims­ins, New York, Par­ís, Moskva, Prag, Amster­dam og svo fram­veg­is. Og stór­borg­irnar verða auð­vitað áfram vin­sæl­ar. Á næstu árum er þó vel hugs­an­legt að ferða­hegðun gæti breyst eftir slíkan far­aldur sem geisar á þann hátt að margir ferða­menn velji í meiri mæli að sækja heim lönd og staði þar sem örtröðin er minni en á miðjum stór­borg­ar­stræt­um. Og að sama skapi gæti ferða­tíðnin breyst með auknum tækni­fram­förum við funda­höld og ferða­menn ferð­ist þá sjaldnar en stoppi lengur á hverjum stað. Allt þetta getur skapað tæki­færi fyrir Ísland.

Vel skipu­lögð mark­aðs­her­ferð mik­il­væg

Einn liður í að koma Íslandi ræki­lega á kortið eftir að far­aldr­inum lýkur er vel skipu­lögð mark­aðs­her­ferð erlend­is. Stjórn­völd og greinin sjálf hafa rætt um slíka her­ferð þegar séð er fyrir end­ann á far­aldr­in­um. Með vel skipu­lagðri mark­aðs­her­ferð fyrir Ísland eru stór tæki­færi til að laða til okkar ferða­menn sem vilja nú koma og njóta ein­stakrar íslenskrar nátt­úru á öruggum stað, anda að sér fersku lofti utan kraðaks stór­borga og upp­lifa landið og nýta sér þjón­ustu frá þeim fjöl­mörgu metn­að­ar­fullu afþrey­ing­ar­fyr­ir­tækjum sem byggst hafa upp á síð­ustu árum. Næstu ár eftir að far­aldr­inum slotar geta því orðið góð á Íslandi ef að rétt er á spilum hald­ið.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Norð­ur­sigl­ingar hf á Húsa­vík og stjórn­ar­maður í Isa­via og Sjó­böð­unum á Húsa­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar