Tækifærin að loknum faraldri

Valdimar Halldórsson segir að ferðaþjónustan hafi byggt upp hagkerfið síðastliðin ár, og nú þurfi að horfa til þess að hún geti risið upp aftur, samhliða aukinni áherslu á „eitthvað annað“.

Auglýsing

Nán­ast öll fyr­ir­tæki í helstu atvinnu­greinum í land­inu þurfa nú að end­ur­skipu­leggja starf­semi sína vegna COVID-19. Ferða­þjón­usta fær mesta skell­inn strax og þarf nú að búa sig undir erf­iða næstu 6-12 mán­uði. Ferða­þjón­ustan er marg­slungin atvinnu­grein og afleidd áhrif munu valda því að flestallar aðrar atvinnu­greinar finna fyrir því þegar hún hikst­ar. Atvinnu­leysi mun rjúka upp tíma­bundið á meðan far­ald­ur­inn gengur yfir. Við þessu er lítið hægt að gera.

Gjald­eyr­is­tekjur síð­ustu ára mik­il­vægar

Frá árinu 2010 hefur ferða­þjón­ustan og annar útflutn­ingur á vöru og þjón­ustu blómstrað og af þeim sökum hefur ytri staða þjóð­ar­bús­ins batnað hratt á til­tölu­lega fáum árum. Skyn­sam­leg hag­stjórn hins opin­bera og úrvinnsla hrun­mála hefur einnig haft sitt að segja. Sem sagt, digur gjald­eyr­is­forði Seðla­bank­ans og lágt skulda­hlut­fall rík­is­ins eru m.a. því að þakka að gjald­eyr­is­tekjur og skatt­tekjur frá ferða­þjón­ustu hafa á síð­ustu árum marg­fald­ast.Heimild: Hagstofa Íslands Vita­skuld eiga aðrar atvinnu­greinar líkt og sjáv­ar­út­vegur og hin fjöl­mörgu glæsi­legu hug­verka­tengdu fyr­ir­tæki í land­inu líka sinn þátt í að gjald­eyr­is­tekjur hafa auk­ist.

Stjórn­völd og bankar hafa kynnt sín fyrstu úrræði fyrir atvinnu­lífið og lofa þau góðu. Lík­legt er að meira þurfi til í ljósi þró­unar COVID-19 far­ald­urs­ins í okkar helstu við­skipta­lönd­um. Rík­is­sjóður þarf því að gefa eftir af sinni sterku fjár­hags­legu stöðu til að hjálpa ferða­þjón­ustu og öðrum atvinnu­greinum sem nú eru tíma­bundið í vanda. Til fram­tíðar litið er einnig lífs­nauð­syn­legt að umhverfi sprota- og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja gleym­ist ekki og frum­kvöðla­sjóðir verði efldir sam­hliða öðrum aðgerðum í atvinnu­líf­inu.

Sterkir inn­viðir ferða­þjón­ustu

Eftir alla upp­bygg­ing­una í ferða­þjón­ust­unni frá árinu 2010 er Ísland með sterka inn­viði fyrir kom­andi ár sem von­andi verða blóm­leg eftir að núver­andi far­aldur er afstað­inn. Þessi upp­bygg­ing hefur mikið til byggst upp af einka­fram­taki fjöl­breyti­legra fyr­ir­tækja í öllum stærð­ar­flokk­um. Glæsi­leg hótel og gisti­heim­ili hafa risið víða. Fjöl­breytt bændag­ist­ing hefur byggst upp út um land og aukið bjart­sýni og atvinnu­mögu­leika á lands­byggð­inn­i. 

Auglýsing
Metnaðarfull afþrey­ing­ar­fyr­ir­tæki hafa sömu­leiðis byggst upp – nýj­ustu dæmin eru frá­bær­lega vel skipu­lagðir bað­staðir líkt og Vök Baths við Egils­staði og Sjó­böðin á Húsa­vík og er þá margt annað ótalið. Loks hafa sam­göngur batnað og aðstaða við fjöl­farna ferða­manna­staði einnig og eiga eftir að batna enn frekar með fyr­ir­hug­aðri upp­bygg­ingu á næstu miss­er­um. Fyrir okkur sem búum norðan heiða verður t.a.m. stór áfangi þegar hinn svo­kall­aði Dem­ants­hringur (Goða­foss, Mývatn, Detti­foss, Ásbyrgi, Húsa­vík) mun form­lega opna á bundnu slit­lagi á kom­andi sumri.

Hvernig breyt­ist ferða­hegðun í heim­in­um?

Þegar yfir­stand­andi far­aldri lýkur á heims­vísu mun ferða­þjón­usta lifna við. Lík­legt er að ferða­hegðun geti breyst og ferða­tíðni dreg­ist saman fyrstu árin eftir far­ald­ur­inn. Hvernig nákvæm­lega þetta ger­ist veit eng­inn og heldur ekki hversu hratt ferða­þjón­ustan mun lifna við. Í þessu öllu geta falist tæki­færi fyrir Ísland. Vin­sæl­ustu ferða­manna­staðir heims hafa á und­an­förnum árum verið helstu stór­borgir heims­ins, New York, Par­ís, Moskva, Prag, Amster­dam og svo fram­veg­is. Og stór­borg­irnar verða auð­vitað áfram vin­sæl­ar. Á næstu árum er þó vel hugs­an­legt að ferða­hegðun gæti breyst eftir slíkan far­aldur sem geisar á þann hátt að margir ferða­menn velji í meiri mæli að sækja heim lönd og staði þar sem örtröðin er minni en á miðjum stór­borg­ar­stræt­um. Og að sama skapi gæti ferða­tíðnin breyst með auknum tækni­fram­förum við funda­höld og ferða­menn ferð­ist þá sjaldnar en stoppi lengur á hverjum stað. Allt þetta getur skapað tæki­færi fyrir Ísland.

Vel skipu­lögð mark­aðs­her­ferð mik­il­væg

Einn liður í að koma Íslandi ræki­lega á kortið eftir að far­aldr­inum lýkur er vel skipu­lögð mark­aðs­her­ferð erlend­is. Stjórn­völd og greinin sjálf hafa rætt um slíka her­ferð þegar séð er fyrir end­ann á far­aldr­in­um. Með vel skipu­lagðri mark­aðs­her­ferð fyrir Ísland eru stór tæki­færi til að laða til okkar ferða­menn sem vilja nú koma og njóta ein­stakrar íslenskrar nátt­úru á öruggum stað, anda að sér fersku lofti utan kraðaks stór­borga og upp­lifa landið og nýta sér þjón­ustu frá þeim fjöl­mörgu metn­að­ar­fullu afþrey­ing­ar­fyr­ir­tækjum sem byggst hafa upp á síð­ustu árum. Næstu ár eftir að far­aldr­inum slotar geta því orðið góð á Íslandi ef að rétt er á spilum hald­ið.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Norð­ur­sigl­ingar hf á Húsa­vík og stjórn­ar­maður í Isa­via og Sjó­böð­unum á Húsa­vík.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar