Virðing við viðmælendur

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur tíundi pistillinn.

Auglýsing

10. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að sýna við­mæl­endum sínum virð­ingu og umburð­ar­lyndi og leggja mál­notkun þeirra alltaf út á besta veg.

Íslenskan er félags­legt fyr­ir­bæri – lang­sam­lega mik­il­væg­asta sam­­skipta­tæki okkar við annað fólk. Þess vegna má hún ekki staðna, heldur þarf að vera lif­andi og laga sig að þörfum sam­fé­lags­ins á hverjum tíma. Hún verður að þola til­brigði í fram­­burði, beyg­ingum og setn­inga­gerð, og að ný orð komi inn í málið og gömul orð fái nýja merk­ingu. Hún má ekki verða einka­eign ákveð­inna hópa, og það má ekki nota hana og til­brigði í beit­ingu hennar til að mis­muna fólki eða skipa því í and­stæðar fylk­ing­ar.

Við megum ekki láta það bitna á fólki á nokkurn hátt að það talar ekki nákvæm­lega sömu íslensku og við. Það má ekki vera þannig að ein­hverjum hópum eða ein­stak­lingum í sam­fé­lag­inu finn­ist ís­­lensk­an ekki gera ráð fyrir sér, og það má ekki heldur vera þannig að ein­hverjum finn­ist gert lítið úr því máli og þeirri mál­notkun sem þau eru alin upp við eða hafa van­ist. Í allri umgengni okkar við íslensk­una þurfum við að hafa umburð­ar­­­lyndi, virð­ingu og til­lits­semi við annað fólk að leið­ar­ljósi.

Furðu oft virð­ist það talið íslensk­unni til fram­dráttar að mis­skilja vilj­andi mál­notkun ann­arra eða leggja hana út á verri veg. Mörg inn­legg í Mál­vönd­un­ar­þætt­inum á Face­book ganga t.d. út á þetta. Þar eru iðu­lega settar inn setn­ing­ar, ekki síst fyr­ir­sagnir úr fjöl­miðl­um, þar sem setn­inga­gerðin býður upp á fleiri en eina túlk­un, og snúið út úr þeim. Oft­ast er samt eng­inn vafi á því við hvað er átt, og ein­beittan brota­vilja þarf til að mis­skilja setn­ing­arn­ar. Hót­fyndni er ekki mál­rækt.

Auglýsing

Málið er fullt af margræðni. Ótal­margt sem við segjum má túlka á fleiri en einn veg, ef vilj­inn er fyrir hendi. Við tökum hins vegar sjaldn­ast eftir því vegna þess að mál­skynjun okkar síar ólík­legu merk­ing­arnar frá. Við skiljum setn­ingar út frá aðstæð­um, og aðstæð­urnar – hvort sem það eru ein­hver mál­leg atriði, þekk­ing okkar á við­mæl­anda og við­fangs­efni, ytra umhverfi, eða eitt­hvað annað – duga venju­lega til að úti­loka aðrar merk­ingar en þá sem við­mæl­andi lagði í það sem hann sagði.

Öllum verður okkur á – við mis­mælum okk­ur, segjum ein­hverjar ambög­ur, notum rangt eða óvið­eig­andi orð, beygjum vit­laust o.s.frv. Það er ekki í þágu íslensk­unnar að gera mikið úr slíku, nota það til að nið­ur­lægja mæl­and­ann eða hreykja sjálfum sér. Það er bæði í þágu mál­not­enda og máls­ins að frá­vik frá því sem okkur kann að þykja rétt eða við­eig­andi mál­notkun séu lögð út á besta veg.

Íslenskan er nefni­lega alls kon­ar. Íslenska með hreim er líka íslenska. App er líka íslenska. Mér langar er líka íslenska. Hán er líka íslenska. Það var hrint mér er líka íslenska. Vissu­lega ekki nákvæm­lega sú íslenska sem ég ólst upp við í norð­lenskri sveit fyrir sex­tíu árum eða svo, en það gefur mér engan rétt til að for­dæma íslensku ann­arra eða líta niður á hana og telja mína íslensku rétt­ari eða betri.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit