Styðja þarf sprotafyrirtæki og frumkvöðlastarf

Framkvæmdastjóri Icelandic Startups skrifar um mikilvægi þess að efla enn frekar stuðning við nýsköpun og sprotafyrirtæki við yfirstandandi aðstæður.

Auglýsing

Aðstæður sem skap­ast hafa í atvinnu­líf­inu og sam­fé­lag­inu öllu vegna kór­ónu­veiru-far­ald­urs­ins eru for­dæma­lausar og ekki sér enn fyrir end­ann á þessum miklu hremm­ing­um. Þær aðgerðir sem stjórn­völd hafa kynnt til að styðja við fyr­ir­tækin í land­inu eru fagn­að­ar­efni en því miður henta þær ekki sprota­fyr­ir­tækjum nema að litlu leyti.

Sprota­fyr­ir­tæki sem byrjuð eru að selja vörur sínar en eru enn með nei­kvætt fjár­flæði standa nú frammi fyrir sam­drætti í tekjum sem eykur fjár­magns­þörf þeirra. Gera má ráð fyrir því að sprotar sem enn eru í þróun eigi einnig erf­ið­ara með að sækja fjár­magn á næstu vikum og mán­uð­um.

Sem betur fer á þetta ekki við um öll sprota­fyr­ir­tæki og sum þeirra vel fjár­mögnuð til næstu 12–18 mán­aða jafn­vel leng­ur. Hættan fyrir öll sprota­fyr­ir­tæki er hins vegar sú að við­skipti muni drag­ast veru­lega saman eða stöðvast.

Auglýsing
Í við­tali við RÚV lýsir for­stjóri Nox Med­ical stöð­unni sem við þeim blas­ir. „En skað­inn sem af henni [hluta­bóta­leið­inni] hlýst fyrir okkar starf­semi með því að þró­un­ar­verk­efni ein­fald­lega súrna og það er erfitt að koma þeim af stað. Og ekki síður kannski það tap sem liggur í því að rík­is­sjóður verður af gríð­ar­legum tekjum við það að allir fara heim og engar skatt­tekjur renna í rík­is­sjóð og enn meira verður tapið þegar rík­is­sjóður þarf að borga fólki fyrir að gera ekki neitt.“

Tug­þús­undir Íslend­inga hafa ýmist misst vinn­una eða orðið fyrir stór­felldri skerð­ingu á starfs­hlut­falli sínu og við blasir að þús­undir háskóla­nema verði án atvinnu í sum­ar. Við erum langt frá því að nýta alla þá þekk­ingu og mannauð sem þjóðin á og ljóst að hætta er á að mikil verð­mæti fari for­görðum sé ekki gripið til mark­vissra aðgerða.

Í þess­ari flóknu stöðu eru þó ýmsar leiðir færar til gagn­sókn­ar. Þegar við komum út úr þess­ari krísu skiptir máli að útflutn­ings­greinar okkar séu sterk­ar. Öfl­ugt nýsköp­un­ar­um­hverfi mun hjálpa okkur í við­spyrn­unni, hraða upp­bygg­ingu, fjölga störfum og auka hag­vöxt.

Í kjöl­far efna­hags­hruns­ins fyrir rúmum ára­tug tók nýsköpun að blómstra sem aldrei fyrr og lif­andi sam­fé­lag varð til í kringum frum­kvöðla og sprota­fyr­ir­tæki á Íslandi. Fólk sem misst hafði vinn­una fékk tæki­færi til að vinna að við­skipta­hug­myndum sem það hafði lengi dreymt um að koma í fram­kvæmd og mörg okkar öfl­ug­ustu nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki urðu til.

Það hefur sjaldan verið jafn mik­il­vægt að senda út í sam­fé­lagið jákvæð og upp­byggi­leg skila­boð. Ég ætla að leyfa mér að trúa því að rík­is­stjórnin sjái leiðir og muni á næstu dögum kynna frek­ari aðgerðir sem koma betur til móts við nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækin okkar og aðgerðir sem munu virkja til athafna þann mannauð sem er án atvinnu. Þannig má margefla umhverfi nýsköp­unar og tryggja að við komum út úr þess­ari krísu hlaup­andi!

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Icelandic Startups.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjúklingur á gjörgæsludeild í Buenos Aires. Heilbrigðiskerfi Argentínu er komið að þolmörkum.
„Milljónamæringa-skattur“ lagður á
Nýr skattur á stóreignafólk hefur verið tekinn upp í Argentínu til að standa straum af kostnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Skatttekjurnar verða m.a. notaðar til að kaupa lækningavörur.
Kjarninn 5. desember 2020
Plata sem undirstrikar tengsl hugleiðslu og bænar
Hugarró er fyrsta sólóplata Margrétar Árnadóttur söngkonu og söngkennara. Hún safnar fyrir útgáfu hennar á Karolina Fund.
Kjarninn 5. desember 2020
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar
Svíar búast við að bólusetja fimmtung þjóðarinnar á næsta ársfjórðungi
Þrátt fyrir að íslenska ríkisstjórnin, sem fær bóluefni frá Svíþjóð, voni að hjarðónæmi gegn COVID-19 náist á fyrsta ársfjórðungi 2021, búast sænsk yfirvöld ekki við því að bólusetja nema fimmtung af þjóðinni gegn veirunni á sama tíma.
Kjarninn 5. desember 2020
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar