Styðja þarf sprotafyrirtæki og frumkvöðlastarf

Framkvæmdastjóri Icelandic Startups skrifar um mikilvægi þess að efla enn frekar stuðning við nýsköpun og sprotafyrirtæki við yfirstandandi aðstæður.

Auglýsing

Aðstæður sem skap­ast hafa í atvinnu­líf­inu og sam­fé­lag­inu öllu vegna kór­ónu­veiru-far­ald­urs­ins eru for­dæma­lausar og ekki sér enn fyrir end­ann á þessum miklu hremm­ing­um. Þær aðgerðir sem stjórn­völd hafa kynnt til að styðja við fyr­ir­tækin í land­inu eru fagn­að­ar­efni en því miður henta þær ekki sprota­fyr­ir­tækjum nema að litlu leyti.

Sprota­fyr­ir­tæki sem byrjuð eru að selja vörur sínar en eru enn með nei­kvætt fjár­flæði standa nú frammi fyrir sam­drætti í tekjum sem eykur fjár­magns­þörf þeirra. Gera má ráð fyrir því að sprotar sem enn eru í þróun eigi einnig erf­ið­ara með að sækja fjár­magn á næstu vikum og mán­uð­um.

Sem betur fer á þetta ekki við um öll sprota­fyr­ir­tæki og sum þeirra vel fjár­mögnuð til næstu 12–18 mán­aða jafn­vel leng­ur. Hættan fyrir öll sprota­fyr­ir­tæki er hins vegar sú að við­skipti muni drag­ast veru­lega saman eða stöðvast.

Auglýsing
Í við­tali við RÚV lýsir for­stjóri Nox Med­ical stöð­unni sem við þeim blas­ir. „En skað­inn sem af henni [hluta­bóta­leið­inni] hlýst fyrir okkar starf­semi með því að þró­un­ar­verk­efni ein­fald­lega súrna og það er erfitt að koma þeim af stað. Og ekki síður kannski það tap sem liggur í því að rík­is­sjóður verður af gríð­ar­legum tekjum við það að allir fara heim og engar skatt­tekjur renna í rík­is­sjóð og enn meira verður tapið þegar rík­is­sjóður þarf að borga fólki fyrir að gera ekki neitt.“

Tug­þús­undir Íslend­inga hafa ýmist misst vinn­una eða orðið fyrir stór­felldri skerð­ingu á starfs­hlut­falli sínu og við blasir að þús­undir háskóla­nema verði án atvinnu í sum­ar. Við erum langt frá því að nýta alla þá þekk­ingu og mannauð sem þjóðin á og ljóst að hætta er á að mikil verð­mæti fari for­görðum sé ekki gripið til mark­vissra aðgerða.

Í þess­ari flóknu stöðu eru þó ýmsar leiðir færar til gagn­sókn­ar. Þegar við komum út úr þess­ari krísu skiptir máli að útflutn­ings­greinar okkar séu sterk­ar. Öfl­ugt nýsköp­un­ar­um­hverfi mun hjálpa okkur í við­spyrn­unni, hraða upp­bygg­ingu, fjölga störfum og auka hag­vöxt.

Í kjöl­far efna­hags­hruns­ins fyrir rúmum ára­tug tók nýsköpun að blómstra sem aldrei fyrr og lif­andi sam­fé­lag varð til í kringum frum­kvöðla og sprota­fyr­ir­tæki á Íslandi. Fólk sem misst hafði vinn­una fékk tæki­færi til að vinna að við­skipta­hug­myndum sem það hafði lengi dreymt um að koma í fram­kvæmd og mörg okkar öfl­ug­ustu nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki urðu til.

Það hefur sjaldan verið jafn mik­il­vægt að senda út í sam­fé­lagið jákvæð og upp­byggi­leg skila­boð. Ég ætla að leyfa mér að trúa því að rík­is­stjórnin sjái leiðir og muni á næstu dögum kynna frek­ari aðgerðir sem koma betur til móts við nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækin okkar og aðgerðir sem munu virkja til athafna þann mannauð sem er án atvinnu. Þannig má margefla umhverfi nýsköp­unar og tryggja að við komum út úr þess­ari krísu hlaup­andi!

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Icelandic Startups.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar