Aðgát skal höfð

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur ellefti pistillinn.

Auglýsing

11. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að sneiða hjá orðum og mál­notkun sem getur verið sær­andi eða úti­lok­andi fyrir ákveðna þjóð­fé­lags­hópa.

Í 65. grein Stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins Íslands seg­ir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mann­rétt­inda án til­lits til kyn­ferð­is, trú­ar­bragða, skoð­ana, þjóð­ern­is­upp­runa, kyn­þátt­ar, lit­ar­hátt­ar, efna­hags, ætt­ernis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hví­vetna.“ Þetta þýðir auð­vitað líka að það má ekki nota tungu­málið til að mis­muna fólki eftir þeim þáttum sem þarna eru taldir – eða ein­hverjum öðr­um. Það er samt oft gert.

Víða erlendis er niðr­andi orða­lag um fólk af ákveðnum upp­runa eða húð­lit alþekkt. Vegna þess hversu eins­leitir íbúar Íslands hafa verið til skamms tíma hefur þetta ekki verið mikið vanda­mál hér, en það gæti breyst. Fyrir fáum árum varð t.d. tölu­verð umræða um orðið múlatti sem Morg­un­blaðið not­aði um Obama þáver­andi for­seta Banda­ríkj­anna. Bent var á að þetta væri orð sem þætti niðr­andi núorðið og væri ekki við hæfi í opin­berri umræðu.

Ýmis orð sem áður voru notuð um fatlað fólk þykja nú óvið­eig­andi og önnur orð eru komin í þeirra stað. En vand­inn er sá að nýju orð­unum hættir til að verða líka for­dóma­full og óvið­eig­andi smátt og smátt. Það er mik­il­vægt að breyta orða­notkun og útrýma gild­is­hlöðnum og nið­ur­lægj­andi orðum eins og fáviti, aum­ingi, vit­firr­inga­hæli o.s.frv., en það dugir þó skammt ef hug­ar­farið breyt­ist ekki. Meðan for­dómar í garð til­tek­ins hóps eru ríkj­andi í sam­fé­lag­inu munu þeir alltaf hengja sig á orðin sem notuð eru um þennan hóp. Hverfi for­dóm­arnir úr sam­fé­lag­inu hverfa þeir líka úr mál­notk­un­inni.

Auglýsing

Þetta sést vel á orðum eins og hommi og lesbía. Það er ekki langt síðan þessi orð voru mjög niðr­andi og máttu t.d. ekki heyr­ast í útvarpi. Mál­vönd­un­ar­menn reyndu að hafa vit fyrir sam­kyn­hneigðu fólki og lögðu til að nota í stað­inn orðin hómi og lespa, og auk þess nafn­orðin kyn­hvörf og kyn­hvarfi og lýs­ing­ar­orðið kyn­hvarf­ur. Það var ekki von að sam­kyn­hneigt fólk sætti sig við að það væri talað niður til þess á þennan hátt. Það hélt sig við orðin hommi og lesbía og með breyttu hug­ar­fari í garð sam­kyn­hneigðra hefur staða þess­ara orða líka breyst, þannig að nú þykja þau góð og gild í almennri umræðu.

Það er ekki síst mik­il­vægt að huga vel að orða­notkun þegar talað er við og um börn. Ég þekki mann sem fædd­ist með ákveðna fötlun sem olli honum ýmsum óþæg­indum og hug­ar­angri. Þegar efnt var til leitar að feg­ursta orð­inu í íslensku fyrir nokkrum árum sagð­ist hann ekki vera í vafa um hvaða orð hann myndi velja sem ljótasta orð máls­ins. Það var lýs­ing­ar­orðið van­skap­aður. Þetta orð heyrði hann stundum notað um sjálfan sig þegar hann var barn og tengir ýmsar óþægi­legar minn­ingar við það.

Vit­an­lega getur það komið fyrir okkur að nota orða­lag sem ein­hver áheyr­andi eða les­andi tekur nærri sér. En sé ljóst að það sé ekki af ásetn­ingi, heldur þekk­ing­ar- eða hugs­un­ar­leysi, tekur fólk það yfir­leitt ekki illa upp. Þá er bara að biðj­ast afsök­unar og muna þetta næst. Íslenskan á það ekki skilið að hún sé notuð til að meiða fólk.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Starfslokasamningur fílanna
Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.
Kjarninn 7. júní 2020
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiÁlit