Skipum talsmann vímuefnaneytenda

Þorsteinn Úlfar Björnsson segir að það ætli sér enginn að lenda á þeim stað í lífinu að vera að misnota vímuefni.

Auglýsing

„Að neita ánetj­uðum manni um lyfið sitt er eins og að neita syk­ur­sýkis­sjúk­lingi um insúlín vegna þess að hann er feit­ur.“ Þessi meit­l­uðu orð lét Dr. Steve Loyd frá sér fara. Það hefur komið fram und­an­farið í fjöl­miðlum að ástand mis­not­enda ákveð­inna vímu­efna sé krísu­kennt vegna ástands­ins í heim­inum þar sem lítið af efnum ber­ast til lands­ins þar sem fáar eru ferð­irnar landa á milli. Í tveimur nýlegum greinum í fjöl­miðlum hefur verið kallað eftir breyt­ingum á aðgengi að vímu­efnum til þess við­kvæma hóps sem mis­not­endur eru.

Þegar verið er að fjalla um vímu­efni og ánetjun eða fíkn verðum við alltaf að hafa í huga að þessi tvö fyr­ir­bæri eru ekk­ert annað og meira en félags­legar og póli­tískar skil­grein­ing­ar. Eins og það sé ekki nóg verðum við líka að hafa í huga að þessi fyr­ir­bæri eru afar fljót­andi og breyt­ast auð­veld­lega frá einum tíma til ann­ars. Þess vegna ætti alltaf að skoða þau með til­liti til þess þjóð­fé­lags og þeirra tíma sem um ræð­ir.Naloxone er beinlínis gert til að koma í veg fyrir ópíóða ofskömmtun og hefur engan annan tilgang og ekki hægt að misnota það.

Ari Matth­í­as­son tók saman í athygl­is­verða töl­fræði í meist­ara­rit­gerð sinni í heilsu­hag­fræði við Háskóla Íslands. Þar kom fram að kostn­aður þjóð­fé­lags­ins vegna vímu­efna­notk­unar sé tal­inn liggja á bil­inu 53,1 til 85,5 millj­arðar á ári ef ótíma­bær dauðs­föll vegna neyslu eru tekin með. Kostn­aður þjóð­fé­lags­ins er því gíf­ur­legur og kannski væri ástæða til að skoða aðrar aðferðir til að takast á við vand­ann.

Nú er það svo að í útlöndum hafa verið gerðar til­raunir með „aðrar aðferð­ir“ sem hafa gef­ist vel og lækkað bæði kostnað í bein­hörðum pen­ingum og öðrum verð­mæt­um, þá ekki síst þjóð­fé­lags­legan kostn­aði.

Auglýsing
Svala Jóhann­es­dóttir verk­efna­stýra Frú Ragn­heiðar sagði meðal ann­ars í við­tali við und­ir­rit­að­an: „Það er margt hægt að gera til að fólki líði betur með sjálfan sig og sínar aðstæður þótt það sé að glíma við erf­iðan fíkni­vanda. Jafn­framt hafa margir skjól­stæð­ingar Frú Ragn­heiðar náð að hætta að nota vímu­efni og sumir eru komnir í við­halds­með­ferð.“ Hún bætti við að „Ein­stak­ling­arnir sem leita til okkar búa oft við ofsa­lega erf­iðar aðstæð­ur. Margir þeirra eru heim­il­is­laus­ir, eiga erf­iða og mikla áfalla­sögu að baki og þurfa svo að vera hluti af „und­ir­heimun­um“ eða „ólög­lega mark­að­in­um“ þar sem margt ljótt ger­ist. Að auki eru þau síðan dæmd af sam­fé­lag­inu og jafn­vel kerf­inu fyrir að hafa þróað með sér fíkni­vanda. Þau eru stimpluð sem „fíklar“ og í raun afmennskuð í það vímu­efn­i/lyf sem þau eru háð.“

En hvað væri þá hin ákjós­an­leg­asta lausn fyrir þennan hóp? Ég vil leggja til að eft­ir­far­andi verði skoðað vand­lega:

  1. Komið væri á öruggu og vökt­uðu neyslu­rými í Reykja­vík þar sem heil­brigð­is­starfs­fólk og annað sér­þjálfað starfs­fólk gæti gripið inn í ef bráða­að­stæður koma upp og bjargað manns­líf­um.
  2. Vímu­efna­neyt­endur ættu að fá tals­mann, ein­hvern sem hefur kynnt sér málið frá öllum hliðum og treystir sér til að nálg­ast skjól­stæð­ing­ana af virð­ingu, umhyggju og án for­dóma. Tals­mað­ur­inn myndi þá standa vörð um mann­rétt­indi þeirra sem nota vímu­efni og eru með vímu­vanda­mál. 
  3. Tals­mað­ur­inn ætti að koma úr hópi neyt­enda. Munum það alltaf, að það ætlar sér eng­inn að lenda á þessum stað í líf­inu, það eru ástæður fyrir því. Rétt eins og með þung­lyndi og aðra geð­sjúk­dóma. Það eru alltaf ástæður og hvernig við metum þær segir mikið um okk­ur.
  4. Vara­söm­ustu vímu­efn­unum eins og ópíóðum yrði ávísað til skráðra neyt­enda af lækn­um. Vímu­efnin yrðu afhent á kostn­að­ar­verði eða jafn­vel ókeypis til neyt­enda sem yrðu flokk­aðir sem sjúk­ling­ar. Þessi aðferð getur falið í sér önnur ákvæði eins og að neysla efn­anna fari fram undir eft­ir­liti hæfra ein­stak­linga eins og hjúkr­un­ar­fólks á ákveðnum neyslu­stöð­u­m. 
  5. Lög­giltir lyf­salar sjái um eft­ir­lits­hlut­verk lyfja eins og amfetamíns eða MDMA. Þeir afhenda og selja rétta lyfja­skammta ein­stak­lingum sem vilja nota efn­in. Frek­ari höml­ur, eins og skrán­ing neyt­enda í gagna­grunn Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins, gætu einnig verið settar sem skil­yrði.

Bara við þessar aðgerðir myndu spar­ast dágóðar summur þar sem neyt­endur þyrftu ekki að stunda afbrot eða selja sig til að fjár­magna neysl­una því kostn­aður þeirra yrði ekki nema brot af því sem hann er nú. Að auki mundi félags­legur kostn­aður hrapa og mis­not­endur gætu hugs­an­lega farið að sjá til sól­ar.

Höf­undur er áhuga­maður um sögu menn­ing­ar­bundnar vímu­efna­notk­un­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnar fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar