Tveggja milljarða innspýting í umhverfismál

Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir að verkefni stjórnvalda á sviði umhverfismála dreifist víða um land og muni m.a. nýtast í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, til að vernda viðkvæma náttúru og efla vöktun og viðbrögð okkar við náttúruvá.

Auglýsing

Því fer fjarri að kór­ónu­veiran sé aufúsu­gestur í sam­fé­lag­inu okk­ar. Stjórn­völd munu halda áfram að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að milda höggið fyrir sam­fé­lag­ið. Það gera þau með því að leggja traust á mat sér­fræð­inga, efla heil­brigð­is­kerfið og styrkja stoðir efna­hags­kerf­is­ins eins og hægt er, svo íslenskt sam­fé­lag kom­ist á réttan kjöl sem fyrst. En það fel­ast líka tæki­færi í því að end­ur­skipu­leggja og end­ur­meta ákveðna þætt­i.  

Alþingi sam­þykkti í lok mars sér­stakt fjár­fest­inga­á­tak á árinu 2020, þar sem millj­örðum verður varið í ýmiss konar opin­bera fjár­fest­ingu. Til­gang­ur­inn er að vega upp á móti kóln­andi áhrifum kór­ónu­veirunnar í hag­kerf­inu og á vinnu­mark­aði. Vegna þessa munu heilir tveir millj­arðar renna auka­lega til verk­efna á ábyrgð­ar­sviði umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins. Og munar um minna. Fjár­fram­lög til umhverf­is­mála hafa að vísu aldrei verið meiri en í tíð þess­arar rík­is­stjórn­ar, og hafa fyrir þetta átak þegar auk­ist um 32% miðað við upp­haf kjör­tíma­bils­ins. En lengi má gott bæta. 

Lofts­lags­mál: Flýt­ing orku­skipta, aukin kolefn­is­bind­ing og efl­ing nýsköp­un­ar 

Í fjár­fest­inga­átak­inu felst meðal ann­ars að fjár­fram­lög til kolefn­is­bind­ingar og orku­skipta aukast um hálfan millj­arð á árinu sem gerir okkur kleift að flýta nauð­syn­legri inn­viða­upp­bygg­ingu fyrir orku­skipti. Þannig verður styttra þar til jarð­efna­elds­neyti víkur fyrir end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum í sam­fé­lag­inu okk­ar. Hér verður sér­stak­lega horft til raf­væð­ingar hafna, vist­vænni bíla­leigu­bíla og þunga­flutn­inga. Hér er því tæki­færi til end­ur­skipu­lagn­ing­ar. 

Auglýsing

Hvað kolefn­is­bind­ing­una varðar eru fjöldi verk­efna á teikni­borð­inu sem ráð­ist verður í strax á þessu ári. Til dæmis aukin end­ur­heimt vot­lend­is, aukin land­græðsla, birk­isán­ing og grisjun í skóg­rækt. Þá verður ráð­ist í verk­efni til að nýta moltu í auknum mæli við land­græðslu, í takt við hug­mynda­fræði hringrás­ar­hag­kerf­is­ins. Lofts­lags­sjóður fær síðan 50 millj­ónir króna auka­lega, til við­bótar við þær 140 millj­ónir sem sjóð­ur­inn hafði til ráð­stöf­unar á þessu ári. Hlut­verk sjóðs­ins er að styrkja nýsköp­un­ar­verk­efni á sviði lofts­lags­mála og fræðslu. Aft­ur, hér eru tæki­færi til að breyta í umhverf­is­vænni átt. 

Upp­bygg­ing á frið­lýstum svæðum

Fjár­fest­inga­átakið verður líka til þess að hægt verður að veita ríf­lega 650 m.kr. til upp­bygg­ingar á frið­lýstum svæð­um, til við­bótar við heilan millj­arð króna sem áður hafði verið ráð­stafað til þess mála­flokks á þessu ári og kom af lands­á­ætlun um upp­bygg­ingu inn­viða til verndar nátt­úru og menn­ing­ar­sögu­legum minj­um. Þess munu sjást merki víða um land, ekki síst við Jök­ulsár­lón, á Þing­völl­um, við Dyr­hólaey og innan Friðlands að Fjalla­baki. Mjög mik­il­vægt er að vernda nátt­úru þess­ara fjöl­sóttu svæða með styrk­ingu inn­viða þannig að ferða­menn geti notið þeirra án þess að nátt­úran hljóti skaða af.  

Lang­þráð átak í frá­veitu­málum hefst

Fjár­fest­inga­átakið verður einnig til þess að ríkið getur hafið stuðn­ing sinn við úrbætur í frá­veitu­málum sveit­ar­fé­laga á þessu ári, fyrr en ráð­gert hafði ver­ið. Alls verður 200 millj­ónum króna varið í stuðn­ing vegna þessa í ár, sem er bara byrj­unin á brýnu verk­efn­i.  Með auk­inni hreinsun skólps drögum við úr mengun vatns og sjávar og ég mun leggja áherslu á að fá auk­inn fjár­stuðn­ing fyrir frá­veitu­mál á næstu árum. 

Varnir gegn snjó­flóð­um, nátt­úruvá og land­broti

Nú þegar hefur verið sam­þykkt að verja rúmum millj­arði króna í bygg­inu varn­ar­garða vegna snjó­flóða á þessu ári. Því til við­bótar bæt­ast nú 350 millj­ónir króna, vegna fjár­fest­inga­átaks­ins. Sjö­tíuog­fimm millj­óna króna við­bót­ar­fjár­magn verður sett í varnir gegn land­broti. Hund­raðo­gn­íu­tíu millj­ónir verða not­aðar í mæli- og vökt­un­ar­bún­að, hug­búnað og veð­ursjár­kerfi, sem hluti af styrk­ingu inn­viða vegna óveð­urs­ins í des­em­ber og jan­ú­ar. Auk þess verður fjár­magni varið í að hraða máls­með­ferð meðal ann­ars í skipu­lags­mál­u­m. 

Umhverf­is­vernd skapar betri fram­tíð

Stjórn­völd eru þessa dag­ana að stíga mik­il­væg skref fyrir heim­ili og fyr­ir­tæki í land­inu. Fjár­fest­inga­átakið er afar brýnt til að auka opin­bera fjár­fest­ingu, fjölga störfum og glæða efna­hags­lífið á þessum sér­stöku tímum sem við göngum nú í gegn­um. Verk­efnin á sviði umhverf­is­mála dreifast víða um land og munu m.a. nýt­ast í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um, til að vernda við­kvæma nátt­úru og efla vöktun og við­brögð okkar við nátt­úru­vá. Allt eru þetta atriði sem snúa að því að bæta lífs­skil­yrði og mögu­leika okkar í fram­tíð­inn­i. 

Höf­undur er umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar