Tveggja milljarða innspýting í umhverfismál

Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir að verkefni stjórnvalda á sviði umhverfismála dreifist víða um land og muni m.a. nýtast í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, til að vernda viðkvæma náttúru og efla vöktun og viðbrögð okkar við náttúruvá.

Auglýsing

Því fer fjarri að kór­ónu­veiran sé aufúsu­gestur í sam­fé­lag­inu okk­ar. Stjórn­völd munu halda áfram að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að milda höggið fyrir sam­fé­lag­ið. Það gera þau með því að leggja traust á mat sér­fræð­inga, efla heil­brigð­is­kerfið og styrkja stoðir efna­hags­kerf­is­ins eins og hægt er, svo íslenskt sam­fé­lag kom­ist á réttan kjöl sem fyrst. En það fel­ast líka tæki­færi í því að end­ur­skipu­leggja og end­ur­meta ákveðna þætt­i.  

Alþingi sam­þykkti í lok mars sér­stakt fjár­fest­inga­á­tak á árinu 2020, þar sem millj­örðum verður varið í ýmiss konar opin­bera fjár­fest­ingu. Til­gang­ur­inn er að vega upp á móti kóln­andi áhrifum kór­ónu­veirunnar í hag­kerf­inu og á vinnu­mark­aði. Vegna þessa munu heilir tveir millj­arðar renna auka­lega til verk­efna á ábyrgð­ar­sviði umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins. Og munar um minna. Fjár­fram­lög til umhverf­is­mála hafa að vísu aldrei verið meiri en í tíð þess­arar rík­is­stjórn­ar, og hafa fyrir þetta átak þegar auk­ist um 32% miðað við upp­haf kjör­tíma­bils­ins. En lengi má gott bæta. 

Lofts­lags­mál: Flýt­ing orku­skipta, aukin kolefn­is­bind­ing og efl­ing nýsköp­un­ar 

Í fjár­fest­inga­átak­inu felst meðal ann­ars að fjár­fram­lög til kolefn­is­bind­ingar og orku­skipta aukast um hálfan millj­arð á árinu sem gerir okkur kleift að flýta nauð­syn­legri inn­viða­upp­bygg­ingu fyrir orku­skipti. Þannig verður styttra þar til jarð­efna­elds­neyti víkur fyrir end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum í sam­fé­lag­inu okk­ar. Hér verður sér­stak­lega horft til raf­væð­ingar hafna, vist­vænni bíla­leigu­bíla og þunga­flutn­inga. Hér er því tæki­færi til end­ur­skipu­lagn­ing­ar. 

Auglýsing

Hvað kolefn­is­bind­ing­una varðar eru fjöldi verk­efna á teikni­borð­inu sem ráð­ist verður í strax á þessu ári. Til dæmis aukin end­ur­heimt vot­lend­is, aukin land­græðsla, birk­isán­ing og grisjun í skóg­rækt. Þá verður ráð­ist í verk­efni til að nýta moltu í auknum mæli við land­græðslu, í takt við hug­mynda­fræði hringrás­ar­hag­kerf­is­ins. Lofts­lags­sjóður fær síðan 50 millj­ónir króna auka­lega, til við­bótar við þær 140 millj­ónir sem sjóð­ur­inn hafði til ráð­stöf­unar á þessu ári. Hlut­verk sjóðs­ins er að styrkja nýsköp­un­ar­verk­efni á sviði lofts­lags­mála og fræðslu. Aft­ur, hér eru tæki­færi til að breyta í umhverf­is­vænni átt. 

Upp­bygg­ing á frið­lýstum svæðum

Fjár­fest­inga­átakið verður líka til þess að hægt verður að veita ríf­lega 650 m.kr. til upp­bygg­ingar á frið­lýstum svæð­um, til við­bótar við heilan millj­arð króna sem áður hafði verið ráð­stafað til þess mála­flokks á þessu ári og kom af lands­á­ætlun um upp­bygg­ingu inn­viða til verndar nátt­úru og menn­ing­ar­sögu­legum minj­um. Þess munu sjást merki víða um land, ekki síst við Jök­ulsár­lón, á Þing­völl­um, við Dyr­hólaey og innan Friðlands að Fjalla­baki. Mjög mik­il­vægt er að vernda nátt­úru þess­ara fjöl­sóttu svæða með styrk­ingu inn­viða þannig að ferða­menn geti notið þeirra án þess að nátt­úran hljóti skaða af.  

Lang­þráð átak í frá­veitu­málum hefst

Fjár­fest­inga­átakið verður einnig til þess að ríkið getur hafið stuðn­ing sinn við úrbætur í frá­veitu­málum sveit­ar­fé­laga á þessu ári, fyrr en ráð­gert hafði ver­ið. Alls verður 200 millj­ónum króna varið í stuðn­ing vegna þessa í ár, sem er bara byrj­unin á brýnu verk­efn­i.  Með auk­inni hreinsun skólps drögum við úr mengun vatns og sjávar og ég mun leggja áherslu á að fá auk­inn fjár­stuðn­ing fyrir frá­veitu­mál á næstu árum. 

Varnir gegn snjó­flóð­um, nátt­úruvá og land­broti

Nú þegar hefur verið sam­þykkt að verja rúmum millj­arði króna í bygg­inu varn­ar­garða vegna snjó­flóða á þessu ári. Því til við­bótar bæt­ast nú 350 millj­ónir króna, vegna fjár­fest­inga­átaks­ins. Sjö­tíuog­fimm millj­óna króna við­bót­ar­fjár­magn verður sett í varnir gegn land­broti. Hund­raðo­gn­íu­tíu millj­ónir verða not­aðar í mæli- og vökt­un­ar­bún­að, hug­búnað og veð­ursjár­kerfi, sem hluti af styrk­ingu inn­viða vegna óveð­urs­ins í des­em­ber og jan­ú­ar. Auk þess verður fjár­magni varið í að hraða máls­með­ferð meðal ann­ars í skipu­lags­mál­u­m. 

Umhverf­is­vernd skapar betri fram­tíð

Stjórn­völd eru þessa dag­ana að stíga mik­il­væg skref fyrir heim­ili og fyr­ir­tæki í land­inu. Fjár­fest­inga­átakið er afar brýnt til að auka opin­bera fjár­fest­ingu, fjölga störfum og glæða efna­hags­lífið á þessum sér­stöku tímum sem við göngum nú í gegn­um. Verk­efnin á sviði umhverf­is­mála dreifast víða um land og munu m.a. nýt­ast í bar­átt­unni gegn lofts­lags­breyt­ing­um, til að vernda við­kvæma nátt­úru og efla vöktun og við­brögð okkar við nátt­úru­vá. Allt eru þetta atriði sem snúa að því að bæta lífs­skil­yrði og mögu­leika okkar í fram­tíð­inn­i. 

Höf­undur er umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar