Við þurfum að staldra við og anda

Guðmundur Andri Thorsson telur að nú sé ráð að staldra við og anda – og nýta tækifærið til að finna nýjar lausnir og framkvæma hlutina með öðrum hætti en áður.

Auglýsing

Við vitum ekki hvað bíður okk­ar, hvernig veiran mun haga sér – hvort aðrar fylgi í kjöl­farið – hvernig sam­fé­lag­inu reiðir af þegar tekjur drag­ast svo mikið saman sem fyr­ir­sjá­an­legt er. Svart­sýnar spár sýna líkur á efna­hags­legu hruni í lík­ingu við það sem við upp­lifðum fyrir meira en ára­tug.

Í því sam­bandi er vert að muna að þá hrundi ekki bara efna­hagur þjóð­ar­innar heldur var líka um að ræða sið­ferði­legt hrun, sam­fé­lags­leg gildi hrundu, sjálfs­mynd þjóð­ar­inn­ar, traust hennar á grunn­stofn­unum sam­fé­lags­ins. Í þeim erf­ið­leikum sem kunna að bíða okkar er ekki um neitt slíkt að ræða, þvert á móti hefur traust þjóð­ar­innar á yfir­völdum auk­ist í þessum hremm­ing­um, almenn­ingur setur traust sitt á tals­menn og and­lit almanna­varna, heil­brigð­is­mála og sótt­varna – þrí­eykið góða – og við finnum styrk í því að standa sam­an, finna og skynja að það er sam­fé­lags­legt úrlausn­ar­efni okkar allra að vinna okkur út úr þessum vanda; eng­inn má skor­ast undan sem getur lagt sitt að mörk­um.

En ekki borðum við sið­ferð­is­gildi og sam­fé­lags­legt traust, gæti nú ein­hver sagt. Og það er alveg rétt – en við getum byggt á þeim.

Auglýsing

Úrlausn­ar­efnin eru yfir­þyrm­andi og veg­ferðin rétt að hefj­ast. Nú þegar stefnir atvinnu­leysi í met­tölu, 17% í apr­íl­mán­uði og ferða­þjón­ustan virð­ist hrun­in, sú atvinnu­grein sem lands­menn hafa sett traust sitt á,  ein­stak­ling­ar, sveit­ar­fé­lög og sam­fé­lagið allt. Við þessu þarf að bregð­ast hratt og fum­laust, með því að fjölga störfum í opin­berri þjón­ustu, stór­auka fjár­fest­ingar í langvan­ræktum innviðum en þó sér­stak­lega fjár­festa í nýsköpun og sísköpun – skap­andi greinum í víð­asta skiln­ingi þess orðs – og þar yrði skóla­kerfið virkjað og styrkt í þessu upp­bygg­ing­ar­starfi á fólki og þekk­ingu. Það þarf að hlúa sér­stak­lega að vaxt­ar­broddum í umhverf­is­vænni mat­væla­fram­leiðslu með sér­stakri fyr­ir­greiðslu til græn­met­is­bænda og hvers kyns ylræktar – og það þarf að halda við þeim verð­mætum sem skap­ast hafa hér á umliðnum árum í ferða­þjón­ust­unni, því að íslensk nátt­úra, feg­urð hennar og sú upp­lifun sem hún veit­ir, er ekki að fara neitt frá okk­ur, og þeir tímar koma þegar á ný sækja landið heim ferða­langar í leit að öræfaun­drum og fossa­töfr­um.

Og er þá fátt eitt talið af því sem þarf að gera. Við í Sam­fylk­ing­unni viljum fyrir alla muni leggja okkar fram í þess­ari vinnu, eins og við erum kjörin til að gera og kjós­endur okkar ætl­ast til af okk­ur. Eftir sem áður munum við styðja góð mál sem koma frá rík­is­stjórn­inni og ekki hika við það þegar kemur til okkar kasta á þing­inu, að bæta þau sem bæta þarf, með hag lands og þjóðar að leið­ar­ljósi.

Það er svo margt sem við getum ekki beðið eftir að gera: Hittast, fara í sund, á tón­leika, leik­hús, bingó, félags­vist, alls konar manna­mót; vinna, faðm­ast og kyssast, vera saman enda höfum við fundið á eigin skinni hversu mik­il­vægt það er að vera innan um annað fólk í raun­tíma og raun­rým­i. 

En svo er annað sem við skynjum flest að nú kunni að vera tæki­færi til að end­ur­meta eða jafn­vel afleggja. Þegar við komum út úr þessum dimmu göngum þá þurfum við ekki að ferð­ast alveg svona mik­ið. Við þurfum kannski ekki að nota heim­send­ing­ar­þjón­ustu heims­álfa á milli. Við þurfum ekki að nota olíu svona mikið til að fara á milli staða.  Við þurfum ekki að láta sam­fé­lagið starfa svona mikið á for­sendum fjár­magns­eig­enda og stór­fyr­ir­tækja. Við þurfum ekki að byggja upp þennan fjölda­túrisma með stöðlun á upp­lif­un. Við þurfum ekki að byggja verk­smiðjur sem ná helj­ar­tökum á heilum byggð­ar­lögum í ein­hæfu atvinnu­lífi. Við þurfum ekki á allri þess­ari neyslu að halda – og þurfum ekki að knýja hag­kerfi okkar svona gegnd­ar­laust áfram með neyslu­varn­ingi. Við þurfum ekki að arð­ræna fátækt fólk sem á engra ann­arra kosta völ en að fram­leiða fyrir okkur á lúsa­laun­um. Við þurfum að nota tæki­færið til að finna nýjar lausnir í fram­leiðslu varn­ings og sam­göng­um, lausnir sem sam­ræm­ast betur eðli og eig­in­leikum Jarð­ar­inn­ar, þeirrar einu sem við eig­um. Við þurfum að staldra við og anda.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar