Samtal um tilfinningar, popúlisma og COVID-19

Þorvaldur Örn Árnason telur ríkisstjórn Íslands taka fulla og formlega ábyrgð á COVID-baráttunni hérlendis. Vandfundinn sé stjórnmálaforingi sem er ólíkari Trump og hinum popúlistunum sem komist hafa til valda en Katrín Jakobsdóttir.

Auglýsing

Ævar Kjart­ans­son og Torfi Tul­inius ræddu við Eirík Berg­mann Ein­ars­son stjórn­mála­fræð­ing, á Rás 1 19.4.2020. Hér rekur und­ir­rit­aður nokkur atriði umræð­unnar og gagn­rýni tvennt í lok­in.

Eiríkur er stjórn­mála­fræð­ing­ur, pró­fessor á Bif­röst og hefur skrifað bæði fræði­bækur og skáld­sög­ur. Hann er vel máli far­inn og sagði margt áhuga­vert í þessum þætti.

Þessir viku­legu þættir á Rás 1 eru um til­finn­ingar – og þær koma víða við sögu. Það kom t.d. fram í þessum þætti að þegar fólk greiðir atkvæði ráða til­finn­ingar ekki síður en köld rök­hyggja. Lýð­ræði þroskast vegna þess að það eru til­finn­ingar í spil­inu – og það er póli­tík í öllu. Allir menn stunda póli­tík.

Í stjórn­málum er tek­ist á um stöðu og stefnu – og ákvarð­anir eru teknar í hópi. Mað­ur­inn er flokks­dýr (hóp­dýr). Lífs­björgin ræðst af því að flokknum gangi vel. Við leitum alltaf að stað­fest­ingu á að við séum í réttum flokki.

Hafi maður góða til­finn­ingu fyrir stjórn­mála­manni og hann sýnir síðan að hann er lodd­ari, þá er erfitt að breyta til­finn­ing­unni – við leitum að rétt­læt­ingu. Sumir eru (vor­u?) bundnir flokki til­finn­inga­bönd­um. Risa­vaxið hrun, t.d. Ráð­stjórn­ar­ríkj­anna, er öðrum þræði til­finn­inga­hrun, líkt og ást­ar­sorg. Þá þurfa menn önnur hald­reipi – stundum verður umpól­un. Sumt verka­fólk og komm­ún­istar gengu þá ný-­þjóð­ern­is­stefnu á vald. Jafn­vel getur rót­gróin lýð­ræð­is­þjóð og lýð­ræð­is­flokkar verið við­kvæm fyrir lodd­urum og lýð­skrumi.

Popúl­ismi (lýð­hyggja)

Eiríkur slær föstu að sterkasta aflið í stjórn­málum sé ótt­inn. Stjórn­mála­menn sem ala á ótta ná fylgi – hræða fólk til fylgis við sig og vex ásmegin við þjóð­fé­lags­legt áfall. Þjóð­ern­ispopúl­ismi efldist eftir olíu­krepp­una 1972 – Le Pen, Glistr­up, And­ers Lange ... 

Þjóð­ern­ispopúl­ismi gerir út á tvenns konar ógn (Skiptir ekki máli hvort hún er raun­veru­leg, bara að hægt sé að ala á henn­i):

Auglýsing
Annars vegar að búa til (finna) utan­að­kom­andi ógn. Á okkar tíma eru það aðal­lega inn­flytj­end­ur, (Þeir til­heyra ekki okk­ur, eru utan­að­kom­and­i). Hins vegar að benda á inn­lenda elítu sem svik­ara – sem okkur stafi ógn af.

Þriðja skref­ið, til að full­komna for­múl­una: Þjóð­ern­ispopúlistar stilla sjálfum sér upp sem vörn­inni gegn þessum ógn­um, svo fólk fylki sér um þá í nauð­vörn.

Þessi for­múla er mis­sterk eftir tíma­bil­um, hún er lang sterk­ust eftir áföll – í krís­um.

Eiríkur telur popúl­isma ekki vera stjórn­mála­stefnu sem lýsi því hvernig þjóð­fé­lagið eigi að vera, t.d. hvað skattar eigi að vera háir og hvernig eigi að verja þeim, heldur sé popúl­ismi aðferð. Hug­takið popúlisti vísi ekki til vin­sælda (popular) heldur til þjóð­ar­innar (pop­ulu­s), þess innri hóps sem ber að vernda. Popúlist­inn höfði alltaf til okkar, í and­stöðu við hina. Grefur undan þeim sem bera ábyrgð. Blanda af sam­kennd (já­kvætt) og ótta (nei­kvætt).

Auglýsing
Popúlismi getur gert gagn þeim sem hafa orðið undir og eru kúg­að­ir. Stundum er utan­að­kom­andi ógn raun­veru­leg og stundum er við inn­lenda svik­ara að eiga. Þá getur sá sem berst gegn hvoru tveggja verið heppi­legur leið­togi. Dæmi: Hugo Chavez í Venes­ú­ela sem ræðst í að byggja upp vel­ferð á olíu­auði (sem síðan var grafið und­an). Popúlistar aðhyll­ast lýð­ræði, a.m.k. í orði kveðnu, en fas­istar ekki. 

COVID-19 og popúl­ism­inn

Fram kom að popúlistar grafa undan frjáls­lyndum lýð­ræð­is­þjóð­fé­lögum sem byggt voru upp eftir stríð. Þeir grafa undan fag­legri stjórn­sýslu og vís­inda­hyggju og því að ákvarð­anir séu teknar eftir bestu fáan­legum upp­lýs­ing­um. En þegar stjórn­málin verða mjög fag­leg eru stórir hópar skildir eft­ir, þeir sem skortir upp­lýs­ingu og þekk­ingu. Stjórn­málin geta þannig orðið her­tekin af fag­hópum (el­ít­u).

Popúl­ismi er ekki bara umræða í fjöl­miðl­um, hefur líka raun­veru­leg völd og áhrif. Við sjáum nú dæmi um það í COVID-far­aldr­inum sem er að breyta til­finn­inga­bú­skapnum í heim­in­um. Lítum t.d. á Ítalíu sem hefur búið við popúl­isma í 30 ár (Berlusconi o.fl.) og nú Banda­rík­in, þar sem for­ystan hefur hafnað fag­mennsku og vís­ind­um. And­stæðan gæti verið Þýska­land.

Trump komst til valda með því að tengj­ast hópum sem höfðu setið eft­ir, þeim sem stjórn­mála- og sér­fræð­inga­veldið hafði brugð­ist. Framan af far­aldr­inum horfði hann mest á hluta­bréfa­mark­að­inn sem var í hæstu hæðum og átti að tryggja honum end­ur­kjör. Veiran var bara ógn við það og var að mestu hundsuð framan af sem aðskota­hlutur frá Kína. Því kom far­ald­ur­inn aftan að þjóð­inni óvið­bú­inni. Við horfum upp á for­set­ann missa völdin til fylkj­anna sem verða að grípa til eigin ráða, hvert fyrir sig. 

Auglýsing
Bandaríkjaforseti heldur nú sjálfur dag­lega tveggja tíma blaða­manna­fundi, mest í eigin þágu, með end­ur­kjör í huga. Hann hefur fundið óvini til að ráð­ast gegn. Talar um veiruna sem ósýni­legan óvin. Ræðst á alþjóða­sam­fé­lag­ið, Sam­ein­uðu þjóð­irnar og á Kín­verja. Hann hefur grafið undan inn­lendum sér­fræð­ingum og í tísti hefur hann stutt þá sem berj­ast gegn því „ófrelsi“ sem felst í sótt­varn­ar­regl­um.

Evr­ópu­sam­bandið hafði ekki getu til neinnar for­ystu í COVID-bar­átt­unni, enda veik­burða stofn­un.

Eiríkur telur (mín­úta 44) að nú eigi sér stað mikil upp­stokkun í heim­in­um. Eftir stríð hrundi breska heims­veldið og við tók tví­póla kerfi Banda­ríkj­anna og Sov­ét­ríkj­anna. Svo um 1990 hrundu Sov­ét­ríkin og Banda­ríkin urðu óum­deilt for­ystu­ríki og höfðu þau átt ríkan þátt í að byggja upp alþjóða­sam­fé­lag og Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Um þessar mundir lækkar ris Banda­ríkj­anna hratt jafn­framt því sem staða Kína styrk­ist. Þetta for­ystu­ríki lýð­ræðis ber sig nú saman við alræð­is­ríkið Kína – og þar ræt­ast blautir draumar Kín­verja. Trump stillir Banda­ríkj­unum upp gegn Kína, þannig að tveir kappar berj­ist, svo skila­boðin heima fyrir virki.

Dr. Eiríkur Berg­mann mis­skilur sumt

Eiríkur segir (mín­úta 37) að í COVID-far­aldr­inum hafi reynst nauð­syn­legt að víkja til hliðar öllu því sem við höfum talið heilagast: Mann­rétt­indum og borg­ara­legum rétt­ind­um. Það hafi reynst nauð­syn­legt og rétt­læt­an­legt að afnema ferða­frelsi um tíma og hætta sé á að gengið verði á lagið til lengd­ar, sbr. Ung­verja­land. Hætta er á að þegar gott fólk tekur upp á þessu – í göf­ugum til­gangi – að aðrir komi í kjöl­far­ið. Þá eru tækin og tólin til stað­ar.

Jú, það er alltaf viss hætta á valdaráni, það er ekk­ert nýtt. En málið er að það hefur ekki þurft að víkja mann­rétt­indum og borg­ara­legum rétt­indum til hlið­ar, a.m.k. ekki hér­lend­is. Eru ein­hver mann­rétt­indi æðri en lífið sjálft? Lýð­ræð­is­lega kjörin stjórn­völd fóru að ráðum þeirra sem best vissu og tóku ákvörðun um tak­mörkun ferða­frelsis um tíma til að bjarga mörgum manns­líf­um. Engum mann­rétt­indum var ýtt til hlið­ar, öðru nær! Rétt­ur­inn til að halda lífi var í önd­vegi.

Öllu alvar­legra er að stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn virð­ist ekki skilja til fulls lýð­ræðið hér á landi. Hann segir að vísu að við búum í lýð­ræð­is­ríki og að það sé gæfa íslenskra stjórn­valda að reiða sig á bestu þekk­ingu sem til er í land­inu. En svo villist Eiríkur af leið. Hann segir að sú for­ysta sem við höfum borið gæfu til að leiða okkur í gegn um þetta sé ekki lýð­ræð­is­lega kjör­in! Sótt­varn­ar­lækn­ir­inn hafi haft for­ystu um við­burð­inn – verið í for­svari. Þegar komi að því að vinna sig út úr krís­unni þá geti stjórn­mála­menn ekki lengur falið öðrum for­ystu, en geti þó reitt sig á ráð þeirra. Hættu­legt sé að fara í aft­ur­sætið og fela öðrum, með ekk­ert póli­tískt umboð, að stýra.

Mér finnst þessi túlkun Eiríks Berg­mann furðu­leg, ekki síst í ljósi þess að nokkrum mín­útum áður hafði hann lýst því hvernig Trump setur sjálfan sig og eigin kosn­inga­hags­muni í fyr­ir­rúm á blaða­manna­fund­um. Ég hélt það hefði ekki farið fram hjá neinum að rík­is­stjórn Íslands tekur fulla og form­lega ábyrgð á COVID-bar­átt­unni hér. Mér kæmi ekki á óvart að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hafi öðrum fremur lagt upp þá línu fyrir rík­is­stjórn­ina, enda held ég að það sé vand­fund­inn á jörð­inni sá stjórn­málafor­ingi sem er ólík­ari Trump og hinum popúlist­unum sem kom­ist hafa til valda. Hún hefur verið sjálfri sér sam­kvæm í því að leita ávallt bestu vís­inda­legrar þekk­ingar til að styðj­ast við í ákvarð­ana­töku, jafnt smáu sem stóru. Hún stendur fyrir máli sínu án þess að troða sér fram. Hugs­an­lega kann sú aðferð að kosta flokk­inn hennar atkvæði, en hún setur það ekki á odd­inn. Hún og Svandís heil­brigð­is­ráð­herra og Þórólfur sótt­varn­ar­læknir hafa ítrekað útskýrt og svarað spurn­ingum blaða­manna um það hvernig ábyrgð og ákvarð­ana­töku er háttað í þessu gríðar mik­il­væga máli. Þessar ákvarð­anir hafa verið vanda­samar því óvissan er óvenju mik­il. Svo má ekki gleyma því að við erum á rauðu stigi almanna­varna og þá virkar ákveðið skipu­lag sem stjórn­völd hafa komið á og bera ábyrgð á, en stjórna ekki frá degi til dags. Þar er Víðir við stýrið, í umboði stjórn­valda. Ef við eru ekki ánægð með það sem  þrí­eykið gerir eigum við að láta stjórn­ar­flokk­ana gjalda þess í næstu kosn­ing­um. Þannig virkar lýð­ræði.

Bar­áttan við að lina krepp­una verður flókin og lang­vinn, og enn meiri óvissa þar. Ég vona að rík­is­stjórnin okkar (sem er þjóð­stjórn þegar horft er til vinstri og hægri) muni taka á því máli með svip­uðum aðferðum og á heil­brigð­is­vand­an­um. Leitað verði þekk­ingar og góðra ráða og það verði ekki alltaf ráð­herr­arnir sjálfir – eða alþing­is­menn – sem svari spurn­ingum blaða­manna og útskýri fyrir fólki það sem að því snýr.

Höf­undur er líf­fræð­ingur og eft­ir­­launa­­mað­­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar