Uppbyggingin verður að vera umhverfisvæn og skapandi

Þingmaður Vinstri grænna segir að afar mikilvægt sé að í efnahagsaðgerða björgunarpökkum að ríkisvaldið stígi inn í uppbygginguna, stuðli að endurreisninni með öllum ráðum en gefi líka skýran tón í hvaða átt við sem samfélag eigum að fara.

Auglýsing

Nú þegar mesta smit­hættan vegna COVID-19 virð­ist loks vera að líða hjá og helsta heilsu­fars­hættan bless­un­ar­lega í rén­un, blasa við okkur ótrú­legar áskor­anir í efna­hags­líf­inu og í hag­kerf­inu. Eins og hvirf­il­bylur hafi farið um sam­fé­lag­ið, rykið sé að setj­ast og við séum loks að geta litið yfir og áttað okkur á skemmd­unum eftir ham­far­irn­ar. 

Og staðan er ekki beys­in. 

Tæp­lega 40 þús­und manns voru skráð á atvinnu­leys­is­skrá í lok mars, eða 9,2% þeirra sem eru á vinnu­mark­aði að með­töldum þeim sem fá atvinnu­leys­is­bætur vegna skerts starfs­hlut­falls. Vinnu­mála­stofnun býst við að atvinnu­leysi fari upp í 16,9% í apr­íl, sem verður þá mesta skráða atvinnu­leysi á Íslandi, en það lækki svo í maí. Í fyrstu efna­hags­spá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins eftir að COVID-19 far­ald­ur­inn hóf­st, spáir AGS  3% sam­drætti í heims­hag­kerf­inu. Það yrði þá mesti sam­dráttur síðan í krepp­unni miklu á 3. og 4. ára­tug síð­ustu ald­ar. Til sam­an­burðar þá dróst heims­hag­vöxt­ur­inn saman um 0,1% í fjár­málakrepp­unni 2009. En Ísland mun koma enn verr út; AGS spáir 7,2% sam­drætti hag­vaxtar hér á landi á þessu ári. 

Grunnatvinnu­grein Íslend­inga síð­ast­liðin ár, ferða­þjón­ust­an, er nán­ast eins og sviðin jörð. Því miður blasir við nán­ast algert hrun í grein­inni. Grein sem hefur skapað mestan gjald­eyri af öllum atvinnu­greinum á Íslandi und­an­farin ár, að ótöldum öllum stör­f­unum fyrir þús­undir manna um allt land, grein sem kom okkur á fæt­urna eftir Hrunið fyrir ára­tug. Auð­vitað var sá vöxtur ekki án vaxt­ar­verkja og ágangs á nátt­úru en nauð­syn­legur til að koma okkur úr Hrun­in­u. 

Í öllum efna­hags­að­gerða björg­un­ar­pökkum rík­is­stjórn­ar­innar er afar mik­il­vægt að rík­is­valdið stígi inn í upp­bygg­ing­una eins og það hefur gert, stuðli að end­ur­reisn­inni með öllum ráðum en gefi líka skýran tón í hvaða átt við sem sam­fé­lag eigum að fara. Það er vel skilj­an­legt að togað sé úr öllum áttum til að mætt sé þeim gríð­ar­lega miklu áskor­unum sem við okkur blasa. En þá reynir á stað­festu, ein­beit­ingu og fram­sýni. Og það skiptir ótrú­lega miklu máli við þessar dæma­lausu aðstæður að við dettum ekki af leið fram­sýnna, umhverf­is­vænna lausna við þá upp­bygg­ingu, að við höldum fast í skuld­bind­ingar okkar við Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið, að við finnum efna­hags­legan far­veg fyrir sjálf­bæra og græna atvinnu­upp­bygg­ingu. Þess vegna var ótrú­lega mik­il­vægt þegar Alþingi sam­þykkti nú í lok mars sér­stakt fjár­fest­inga­á­tak fyrir árið 2020, þar sem m.a. tveimur millj­örðum verður varið í ýmiss konar opin­bera fjár­fest­ingu auka­lega til verk­efna á ábyrgð­ar­sviði umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins. En við þurfum að halda áfram á þeirri braut. Margir gagn­rýndu fyrsta efna­hag­s­pakka rík­is­stjórn­ar­innar fyrir að ekki væri gert ráð fyrir aðgerðum fyrir kvenna­stétt­ir. Það má ekki ger­ast nú, við megum ekki detta í stór­karla­legar lausnir sem gang­ast meira öðru kyn­inu, heldur byggja upp með því að styrkja atvinnu­greinar sem bæði konur og karlar eru þátt­tak­endur í. 

Auglýsing
Stuðningur rík­is­ins verður að vera skýr og styðja verður mark­visst við grænar fjár­fest­ing­ar, græna upp­bygg­ingu ferða­þjón­ust­unn­ar, umhverf­is­vænar lausnir bæði í mat­væla­fram­leiðslu, tækninýj­ungum og fleiri grein­um,  áfram­hald­andi aðgerðir til að sporna við lofts­lags­breyt­ingum verða að vera hluti af efna­hags­upp­bygg­ing­unni og styrkja verður við hug­vit í orku­geir­anum og græna nýsköp­un. Styðja verður líka áfram að miklum móð við menn­ingu, sköpun og list­ir. Sýnin verður að vera skýr. 

Áhersla á grænar fjár­fest­ingar við end­ur­reisn Evr­ópu

Við sjáum að þrýst­ingur á grænar lausnir við end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins í lönd­unum í kringum okkur er mjög skýr og sterk­ur. Fjöl­mennur evr­ópskur hópur kjör­inna full­trúa, for­stjóra stórra evr­ópska fyr­ir­tækja og leið­togar verka­lýðs­hreyf­inga í Evr­ópu hafa kallað eftir því að ein­blínt sé á grænar fjár­fest­ingar til að hefja aftur efna­hags­legan vöxt í álf­unni. Þessi hópur sam­anstendur meðal ann­ars af 10 ráð­herrum Evr­ópu­ríkja, um 80 kjörnum full­trúum og for­stjóra L’Or­eal (OR­EP.PA), for­stjóra IKEA og for­stjóra Danone (DA­NO.PA). Í yfir­lýs­ingu hóps­ins er lögð þung áhersla á að efla líf­fræði­lega fjöl­breytni til að end­ur­reisa hag­kerfið og sporna við sam­drætt­inum sem vofir yfir Evr­ópu. Skila­boðin eru skýr; til að end­ur­reisa sterkara hag­kerfi í kjöl­far COVID-19, þarf að halda áfram að berj­ast gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Það muni byggja upp þrautseig­ari sam­fé­lög. 

Til við­bótar við þetta mik­il­væga ákall 180 áhrifa­fólks í stjórn­málum og við­skiptum í Evr­ópu um að grænar lausnir verði hafðar að leið­ar­ljósi við efna­hags­upp­bygg­ingu Evr­ópu, hafa 10 ESB-­ríki ásamt Þýska­landi, Frakk­landi og Grikk­landi, und­ir­ritað opið bréf þar sem ESB er hvatt til að tryggja að björg­un­ar­pakki hans í efna­hags­málum styðji við Græna Pakka ESB (e.Green Deal) 

Þetta eru gríð­ar­lega mik­il­væg skila­boð nú þegar Evr­ópu­sam­bandið stefnir hratt í sam­drátt­ar­skeið í sögu sam­bands­ins og deildur hafa verið upp um hvernig eigi að fjár­magna efna­hags­batann. Og það skiptir líka miklu máli fyrir Ísland að Evr­ópa haldi áfram á braut sjálf­bærni og líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika við efna­hags­lega upp­bygg­ingu, þar sem um er að ræða eitt helsta við­skipta­svæði okk­ar. 

En það eru líka lönd innan ESB sem vilja aflétta loft­lags­stefnu sam­bands­ins við end­ur­reisn­ina eins og Pól­land og Tékk­land. Það eru öflug og sterk öfl sem vilja nýta tæki­færið til að snúa af braut umhverf­is­vænna og sjálf­bærra lausna í efna­hags­kerf­in­u. 

Tæki­fær­in 

Það er mik­il­vægt á tímum sem þessum að reyna að horfa á það sem gæti talist vera tæki­færi eða bjart­ari tíð á svörtum tím­um. Það má halda því til haga að AGS spáir því að efna­hags­leg áhrif far­ald­urs­ins verði tíma­bundin og að þau muni fjara út á seinni árs­helm­ingi þessa árs og að á næsta ári muni sam­drátt­ur­inn snú­ast upp í nokkuð kröft­ugan 5,8% hag­vöxt. Það er hug­hreystandi sýn. Áhersla er samt lögð á að óvissa sé í þeirri spá og því sé enn mik­il­væg­ari en nokkru sinni að efna­hags­að­gerðir stjórn­valda verði skil­virkar til þess að draga úr líkum á meiri sam­drætti. Við­snún­ingur í ferða­þjón­ust­unni verður líka að verða ein­hver, þó við verðum að vera raun­sæ. En íslensk ferða­þjón­usta hefur staðið af sér áföll áður og íslensk ferða­þjón­usta hefur sýnt að hún hefur get­una til að styrkja sig á erf­iðum tímum og hafa þannig keðju­verk­andi áhrif á aðra greinar atvinnu­lífs­ins. 

Höf­undur er þing­mað­ur­ Vinstri grænna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Bann við tjáningu skaðlegra en tjáningin sjálf
Tveir þingmenn Pírata og Sjálfstæðisflokksins ræddu á þingi í dag hvort réttlætanlegt væri að gera það refsivert að afneita helförinni.
Kjarninn 27. janúar 2021
Arnheiður Jóhannsdóttir
Endurreisum ferðaþjónustuna með nýjum áherslum
Kjarninn 27. janúar 2021
Hækka veðhlutfall og lækka vexti
Gildi lífeyrissjóður hefur ákveðið að hækka veðhlutfall sjóðfélagalána og lækka breytilega vextir sjóðsins um 10 til 20 punkta í næstu viku.
Kjarninn 27. janúar 2021
Til ársins 2040 þarf líklega um 36 þúsund íbúðir í heild til að mæta metinni undirliggjandi íbúðaþörf landsins, að mati HMS.
Áform um 950 hlutdeildarlánaíbúðir á landsvísu þegar samþykkt
Fram kemur í nýrri skýrslu um stöðu húsnæðismarkaðarins að HMS hafi samþykkt áform um byggingu alls 950 hagkvæmra íbúða til þessa. 362 þessara íbúða verða á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 27. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar