Bjartsýn til framtíðar eftir COVID-19

Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins á Íslandi, sér björtu hliðarnar á því ástandi sem við stöndum nú frammi fyrir og að grundvallarbreytingar til góðs geti átt sér stað.

Auglýsing

Heilsu­tengt: Við þurfum ekki að heim­sækja heilsu­gæslu í eigin per­sónu nándar nærri eins oft og fyrir COVID19. Spörum ærna fyr­ir­höfn, kolefn­is­spor og kostnað fyrir alla. Fjar­lækn­ingar og fjar­ráð­gjöf verða fyrsti kost­ur.

Ferða­manna­iðn­að­ur­inn: Hann mun byggj­ast upp á inn­lendum ferða­mönnum næstu eitt til tvö árin. Verð­lag verður sann­gjarnt og miðað við getu Íslend­inga til að kaupa þjón­ust­una. Kaffi fer úr 700 krónum boll­inn í 200 kall. Flat­kaka með smjöri og áleggi, ¼, fer úr 1.040 krónum í 200 kall. Ham­borg­ari og franskar fara úr 2.000 krónum í 1000 kall. Já og nóttin á hót­eli kostar í tveggja manna her­bergi 9.000 krón­ur. Það verður gaman að ferð­ast um landið og hafa efni á því.

Auglýsing
Húsnæðismál:
Allt Air­bnb verður í langri hvíld. Þær eignir fara á leigu­markað til lang­tíma­leigu á sann­gjörnu verði. Leigu­fram­boð verður sem næst eðli­legt.

Aðgeng­is­mál: Ríki og sveit­ar­fé­lög krefj­ast þess að fram­kvæmda­styrkir inni­feli alla og tryggi aðgengi. Þau munu láta flokka fólks lag­færa aðgengi á gang­stígum og almenn­ings svæðum á meðan atvinnu­leysi er hátt.

Lofts­lag: Minni mengun vegna heima­vinnu og heima­náms. Við klárum orku­skipti á bíl­um. Almenn­ings­sam­göngur verða bættar þannig að þær verði raun­veru­legur val­kostur fyrir alla.

Við getum notað þetta sem tæki­færi og svo getur maður alltaf látið sig dreyma.

Njótum lífs­ins, finnum lækn­ingu við COVID19 og svona í leið­inni MND sjúk­dómn­um.

Bar­áttu­kveðjur að heim­an.

Höf­undur er for­maður MND félags­ins á Íslandi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að von sé á góðum tíðindum frá Noregi líka.
Danmörk opnar fyrir Íslendingum 15. júní og von á góðum fréttum frá Noregi
Danmörk opnar landamæri sín fyrir Íslendingum, Norðmönnum og Þjóðverjum 15. júní. Fyrst um sinn verður ferðamönnum þó bannað að gista í Kaupmannahöfn og þeir beðnir um að sýna fram á að þeir hafi sex nátta dvöl bókaða í landinu.
Kjarninn 29. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar