Kaupmáttur – Lán, leiga og vextir

Sigbjartur Skúli Haraldsson vonar að við höfum lært eitthvað af síðustu kreppu.

Auglýsing

Við búum við það að  vera sú þjóð í heim­inum þar sem flest vinn­andi fólk gengur í stétt­ar­fé­lög, eða um 90%, og almenn sátt er um félög­in. Þar á eftir kemur Sví­þjóð með ein­ungis um 66% þátt­töku sam­kvæmt tölum frá statista.

Það segir okkur að Íslend­ingar hafa verið og eru virkir í bar­átt­unni fyrir hags­munum launa­fólks og einnig hvað laun­þega­hreyf­ingar síð­ast­liðna öld hafa unnið aðdá­un­ar­vert starf í þágu félags­manna sinna.

Stétt­ar­fé­lög berj­ast að sjálf­sögðu ekki ein­ungis fyrir launa­hækk­unum heldur einnig fyrir sjálf­sögðum rétt­indum hvers vinn­andi ein­stak­lings á öllum sviðum eins og um vinnu­tíma, orlof, jafn­rétti og fleira. Launa­hækk­anir hafa þó verið áber­andi síð­ast­liðin ár í bar­átt­unni enda ein mik­il­væg­asta krafa félags­manna. Sú bar­átta hefur ekki verið án árang­urs enda standa stjórn­endur stétt­ar­fé­laga fast á bak­við sitt fólk.

Nú er þó komin upp sú staða að beinar launa­hækk­anir eru ekki að skila sér í auknum kaup­mætti.

Launa­hækk­anir

„Wa­ge-price Spiral" kenn­ingin er eitt­hvað sem ber að hafa huga, þar sem hækkun launa eykur eft­ir­spurn á vörum, sem eykur verð, sem eykur eft­ir­spurn á launa­hækk­un­um. Þó eru til tól sem yfir­völd beita til að sporna við þróun þess­arar hringrás­ar.

Launa­kostn­að­ur, sem saman stendur af vinnu­launum og öllum til­fallandi gjöldum sem fyr­ir­tækin greiða til þess að hafa starfs­fólk í vinnu, er hluti af kostn­að­ar­dreif­ingu fyr­ir­tækja sem meðal ann­ars getur haft áhrif á verð­lag. það er þó ekki endi­lega alltaf sam­hengi þar á milli en vert að hafa til hlið­sjón­ar.

Auglýsing
Á óvissu tímum sem þessum berj­ast fyr­ir­tæki í bökkum við að borga fastan kostn­að, líkt og launa­kostn­að, í sumum til­fellum án nokk­urrar inn­komu. Það segir sig sjálft að þau fyr­ir­tæki sem ekki standa vel er varðar eigið fé munu ekki koma vel út úr þeim aðstæð­um. Ríkið hefur þó gefið út veg­lega pakka og lausnir til aðstoðar þeim fyr­ir­tækj­u­m.  Þau sem hafa sinnt raun­hæfri áætl­ana­gerð og hag­ræð­ingu munu að öllum lík­indum lifa af og því fyrr sem ástand­inu linnir því fleiri störfum verður bjarg­að. Þrátt fyrir aðdá­unar verð við­brögð stjórn­valda vegna far­ald­urs­ins er óvissan enn mik­il.

Fylgni milli launa­hækk­ana og kaup­máttar hefur farið minnk­andi síð­ustu tvö ár, eins og sjá má á tölum Hag­stof­unnar frá árunum 2012-2020.

Ef halda á áfram að styrkja kaup­mátt fólks þ.e.a.s að launin hrökkvi fyrir lífs­nauð­synjum um hver mán­aða­mót, þarf að hafa í huga rót­ina sem vegur hvað þyngst. 

Lán, leiga og vextir

Ég tel að tími sé kom­inn, þó án þess að sleppa tak­inu af launa­þróun og jafn­rétti á vinnu­mark­aði, að beina spjótum að þunga­vigt­inni í reikn­ingum launa­fólks.

Bar­áttan um betri kjör þarf að bein­ast í meira mæli að lána­stofn­un­um, leigu­mark­aði og rót vand­ans, fast­eigna­mark­aðn­um.

Meiri sam­keppni og sann­gjarn lag­ara­mmi í kringum þessa geira tel ég að væri stærsti lið­ur­inn í að auka kaup­mátt launa­fólks á næstu árum.

Helstu útgjöld eru jú þessir þrír liðir hver ein­ustu mán­aða­mót.

Fákeppni og við­skipti tengdra aðila, eða frænd-­sam­leg við­skipti, hafa valdið bjag­aðri verð­stýr­ingu og mis­beit­ingu á þessum mörk­uð­um. Stór fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki moka undir sig lóðum og fjöl­býl­um; megin áherslan á að hagn­ast frekar en að svara eft­ir­spurn. Til verður offram­boð á hús­næði sem vinnur gegn þeim vanda sem upp er kom­inn og fer versn­andi ef til rót­tæk­ari aðgerða verður ekki grip­ið.

Vand­inn liggur í því að margir þeir sem sitja við stjórn ríkis og sveit­ar­fé­laga eiga hags­muna að gæta hvað þessi mál varða. Bendi ég sér­stak­lega til Gamma hf. og tengdra félaga.

Biðla ég því til stétt­ar­fé­laga, sem hafa gert okkur að einu far­sælasta landi heims hvað varðar rétt­indi og rétt­læti á vinnu­mark­aði og einnig til alþing­is, að leggja áherslu á að berj­ast fyrir breyt­ingum á þessum megin þáttum útgjalda heim­il­anna og þannig styrkja kaup­mátt almenn­ings. Sann­gjarna leigu, sann­gjörn lán og vexti.

Hvað ger­ist nú?

Nú þegar þjóð­in, líkt og heim­ur­inn all­ur, sér fram á erf­iða tíma, horfum við aftur á tíma­bilið frá síð­ustu kreppu. Síðan þá hafa lúxus­í­búðir og ara­grúi af hót­elum risið án hafta í anda góð­æris og skyndigróða.

Mik­il­væg tann­hjól í efna­hags­kerfi þjóð­ar, líkt og ferða­iðn­aður og fast­eigna­mark­að­ur, eru stoðir sem ber að vernda og styrkja með lang­tíma áætl­un­um, ekki skyndigróða. Nær hömlu­laus upp­bygg­ing sem fer að mestu öll fram á erlendum lánum í þeim til­gangi að koma inn á mett­aðan markað er ekki hag­kvæm aðferð til þess.

Nú þegar við sjáum fram á auð hót­el­her­bergi og tómar íbúðir getur maður ekk­ert annað en vonað að skuld­irnar lendi sem minnst á skatt­greið­endum og fyr­ir­tækin beri ábyrgð. Von­andi höfum við lært eitt­hvað af síð­ustu kreppu. Því miður er lík­legri sú útkoma að gróði verði tekin út, kennitala sett í gjald­þrot og skatt­greið­endur sitji uppi með reikn­ing­inn. Aft­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar