Kaupmáttur – Lán, leiga og vextir

Sigbjartur Skúli Haraldsson vonar að við höfum lært eitthvað af síðustu kreppu.

Auglýsing

Við búum við það að  vera sú þjóð í heim­inum þar sem flest vinn­andi fólk gengur í stétt­ar­fé­lög, eða um 90%, og almenn sátt er um félög­in. Þar á eftir kemur Sví­þjóð með ein­ungis um 66% þátt­töku sam­kvæmt tölum frá statista.

Það segir okkur að Íslend­ingar hafa verið og eru virkir í bar­átt­unni fyrir hags­munum launa­fólks og einnig hvað laun­þega­hreyf­ingar síð­ast­liðna öld hafa unnið aðdá­un­ar­vert starf í þágu félags­manna sinna.

Stétt­ar­fé­lög berj­ast að sjálf­sögðu ekki ein­ungis fyrir launa­hækk­unum heldur einnig fyrir sjálf­sögðum rétt­indum hvers vinn­andi ein­stak­lings á öllum sviðum eins og um vinnu­tíma, orlof, jafn­rétti og fleira. Launa­hækk­anir hafa þó verið áber­andi síð­ast­liðin ár í bar­átt­unni enda ein mik­il­væg­asta krafa félags­manna. Sú bar­átta hefur ekki verið án árang­urs enda standa stjórn­endur stétt­ar­fé­laga fast á bak­við sitt fólk.

Nú er þó komin upp sú staða að beinar launa­hækk­anir eru ekki að skila sér í auknum kaup­mætti.

Launa­hækk­anir

„Wa­ge-price Spiral" kenn­ingin er eitt­hvað sem ber að hafa huga, þar sem hækkun launa eykur eft­ir­spurn á vörum, sem eykur verð, sem eykur eft­ir­spurn á launa­hækk­un­um. Þó eru til tól sem yfir­völd beita til að sporna við þróun þess­arar hringrás­ar.

Launa­kostn­að­ur, sem saman stendur af vinnu­launum og öllum til­fallandi gjöldum sem fyr­ir­tækin greiða til þess að hafa starfs­fólk í vinnu, er hluti af kostn­að­ar­dreif­ingu fyr­ir­tækja sem meðal ann­ars getur haft áhrif á verð­lag. það er þó ekki endi­lega alltaf sam­hengi þar á milli en vert að hafa til hlið­sjón­ar.

Auglýsing
Á óvissu tímum sem þessum berj­ast fyr­ir­tæki í bökkum við að borga fastan kostn­að, líkt og launa­kostn­að, í sumum til­fellum án nokk­urrar inn­komu. Það segir sig sjálft að þau fyr­ir­tæki sem ekki standa vel er varðar eigið fé munu ekki koma vel út úr þeim aðstæð­um. Ríkið hefur þó gefið út veg­lega pakka og lausnir til aðstoðar þeim fyr­ir­tækj­u­m.  Þau sem hafa sinnt raun­hæfri áætl­ana­gerð og hag­ræð­ingu munu að öllum lík­indum lifa af og því fyrr sem ástand­inu linnir því fleiri störfum verður bjarg­að. Þrátt fyrir aðdá­unar verð við­brögð stjórn­valda vegna far­ald­urs­ins er óvissan enn mik­il.

Fylgni milli launa­hækk­ana og kaup­máttar hefur farið minnk­andi síð­ustu tvö ár, eins og sjá má á tölum Hag­stof­unnar frá árunum 2012-2020.

Ef halda á áfram að styrkja kaup­mátt fólks þ.e.a.s að launin hrökkvi fyrir lífs­nauð­synjum um hver mán­aða­mót, þarf að hafa í huga rót­ina sem vegur hvað þyngst. 

Lán, leiga og vextir

Ég tel að tími sé kom­inn, þó án þess að sleppa tak­inu af launa­þróun og jafn­rétti á vinnu­mark­aði, að beina spjótum að þunga­vigt­inni í reikn­ingum launa­fólks.

Bar­áttan um betri kjör þarf að bein­ast í meira mæli að lána­stofn­un­um, leigu­mark­aði og rót vand­ans, fast­eigna­mark­aðn­um.

Meiri sam­keppni og sann­gjarn lag­ara­mmi í kringum þessa geira tel ég að væri stærsti lið­ur­inn í að auka kaup­mátt launa­fólks á næstu árum.

Helstu útgjöld eru jú þessir þrír liðir hver ein­ustu mán­aða­mót.

Fákeppni og við­skipti tengdra aðila, eða frænd-­sam­leg við­skipti, hafa valdið bjag­aðri verð­stýr­ingu og mis­beit­ingu á þessum mörk­uð­um. Stór fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki moka undir sig lóðum og fjöl­býl­um; megin áherslan á að hagn­ast frekar en að svara eft­ir­spurn. Til verður offram­boð á hús­næði sem vinnur gegn þeim vanda sem upp er kom­inn og fer versn­andi ef til rót­tæk­ari aðgerða verður ekki grip­ið.

Vand­inn liggur í því að margir þeir sem sitja við stjórn ríkis og sveit­ar­fé­laga eiga hags­muna að gæta hvað þessi mál varða. Bendi ég sér­stak­lega til Gamma hf. og tengdra félaga.

Biðla ég því til stétt­ar­fé­laga, sem hafa gert okkur að einu far­sælasta landi heims hvað varðar rétt­indi og rétt­læti á vinnu­mark­aði og einnig til alþing­is, að leggja áherslu á að berj­ast fyrir breyt­ingum á þessum megin þáttum útgjalda heim­il­anna og þannig styrkja kaup­mátt almenn­ings. Sann­gjarna leigu, sann­gjörn lán og vexti.

Hvað ger­ist nú?

Nú þegar þjóð­in, líkt og heim­ur­inn all­ur, sér fram á erf­iða tíma, horfum við aftur á tíma­bilið frá síð­ustu kreppu. Síðan þá hafa lúxus­í­búðir og ara­grúi af hót­elum risið án hafta í anda góð­æris og skyndigróða.

Mik­il­væg tann­hjól í efna­hags­kerfi þjóð­ar, líkt og ferða­iðn­aður og fast­eigna­mark­að­ur, eru stoðir sem ber að vernda og styrkja með lang­tíma áætl­un­um, ekki skyndigróða. Nær hömlu­laus upp­bygg­ing sem fer að mestu öll fram á erlendum lánum í þeim til­gangi að koma inn á mett­aðan markað er ekki hag­kvæm aðferð til þess.

Nú þegar við sjáum fram á auð hót­el­her­bergi og tómar íbúðir getur maður ekk­ert annað en vonað að skuld­irnar lendi sem minnst á skatt­greið­endum og fyr­ir­tækin beri ábyrgð. Von­andi höfum við lært eitt­hvað af síð­ustu kreppu. Því miður er lík­legri sú útkoma að gróði verði tekin út, kennitala sett í gjald­þrot og skatt­greið­endur sitji uppi með reikn­ing­inn. Aft­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar