Þroskaskeið mannkyns

Guðrún Schmidt segir að við verðum að hugsa út fyrir rammann og komast í gegnum þetta nýjasta þroskaskeið mannkyns. „Byrjum á róttækum breytingum núna, látum kórónuveiruna vera lokaviðvörun!“

Auglýsing

Í þroska­sál­fræði er oft talað um að erf­ið­leikar ýti undir þróun og breyt­ing­ar. Þetta eru aðstæður sem gera okkur kleift að þroskast, vaxa og styrkj­ast and­lega og læra meira um okkur sjálf. Þannig má segja að þessir for­dæma­lausu tímar kór­ónu­far­ald­urs­ins færi okk­ur, fyrir utan harm og erf­ið­leika, líka mögu­leika til að þroskast og læra af reynsl­unni, sem ein­stak­ling­ar, sam­fé­lag og sem heims­borg­ar­ar. Hvað lærum við í þessum aðstæðum og getur það nýst okkur í sam­bandi við aðra stóra og aðkallandi áskorun mann­kyns, hinar yfir­vof­andi lofts­lags­ham­far­ir? Ber okkur gæfa til þess að svara þessu kalli jarð­ar­innar og gera var­an­legar breyt­ingar á lifn­að­ar­háttum okk­ar? Breyt­ingar sem eru nauð­syn­legar vegna lofts­lags­ham­fara og sjálf­bærrar þró­un­ar.

Hugs­an­legur lær­dómur

Und­an­farnar vikur hafa ýmsir skrifað góðar greinar um lær­dóm­inn sem hægt er að draga af kór­ónu­far­aldr­inum m.t.t. ham­fara­hlýn­un­ar. Ég tek heils­hugar undir þær hug­leið­ing­ar. M.a. lærum við að við þurfum öll að leggja okkar af mörkum og standa sam­an, að þegar við grípum snemma til sam­stilltra aðgerða þá getum við mildað verstu áhrifin og að við getum brugð­ist hratt við ef neyð­ar­á­stand skap­ast. Einnig er oft bent á það að núna erum við að læra hvað það þýðir að „fletja út kúr­f­una“ með breyttri hegðun og athöfnum okk­ar. 

Margt fleira er líkt með kór­ónu­far­aldr­inum og lofts­lags­mál­um. Við verðum að hlusta á vís­inda­menn, við getum ekki stjórnað nátt­úr­unni, við erum hluti af henni og öll tengd og við erum öll saman í liði. Reynslan núna sýnir að við getum auð­veld­lega haldið fundi í gegnum net­ið, ferð­ast minna og gert margt þýð­ing­ar­mik­ið, inni­halds­ríkt og skap­andi sam­an. Þessar breyt­ingar á hegð­un­ar­mynstri okkar hafa ekki ein­ungis minnkað mengun og losun á gróð­ur­húsa­lofts­teg­undum heldur geta þær sýnt okkur hver þau lífs­gildi eru sem við viljum rækta. Lífs­gildi eins og ást, kær­leik­ur, sam­kennd, nægju­semi og þakk­læt­i. 

Auglýsing

Í þessu neyð­ar­á­standi kór­ónu­far­ald­urs­ins erum við einnig að átta okkur á að hvaða leyti við erum háð öðrum þjóð­um, t.d. þeim sem fram­leiða lyf, önd­un­ar­vél­ar, grímur og ekki síst mat­inn okk­ar. Nauð­syn þess að skapa meira fæðu­ör­yggi með auk­inni inn­lendri mat­væla­fram­leiðslu er mjög aug­ljós og ákall sem þarf að svara.

Allir þessir þættir gefa von um að við sem ein­stak­lingar og sem sam­fé­lag munum þroskast á þessum erf­ið­leikum kór­ónu­far­ald­urs­ins. Að við end­ur­metum hvaða þarfir við virki­lega höf­um, hvaða lífs­gildi við ætlum að rækta og hvaða lífs­stíl við ætlum að lifa eru ein­ungis lítil skref en mik­il­vægur grunnur að stærri mynd. 

Að kafa dýpra

Er nóg að gera breyt­ingar á eigin lífs­stíl og hugs­un­ar­hætti? Hverju þurfum við að breyta og af hverju? Margir vita það innst inni að núver­andi óheft kap­ít­al­ískt hag­kerfi okkar gengur ekki upp til lengdar þar sem óend­an­legur vöxtur getur ekki rúm­ast á jörð­inni með sínum end­an­legu auð­lind­um. Núver­andi hag­kerfi hefur komið okkur langt áleiðis inn í hrun vist­kerfa, lofts­lags­ham­fara, auk­ins ójafn­aðar og órétt­læt­is. Samt forð­ast flestir að horfast í augun við þá stað­reynd. Við erum of upp­tekin við að snúa tann­hjólum vel­meg­unar okkar hratt og örugg­lega, tann­hjólum sem eru bara hluti af heilu tann­hjóla­kerfi, kap­ít­al­isma. En viljum við í alvör­unni að vel­megun í okkar vest­ræna heimi náist að ein­hverju leyti á kostnað ann­arra landa, íbúa þeirra og nátt­úru­legra auð­linda? Til­gang­ur­inn með alþjóða­væð­ing­unni er m.a. að færa fram­leiðslu til landa þar sem hægt er að fremja nær óhindrað arð­rán á mönn­um, dýrum og náttúru til að hámarka hagn­að, til að fóðra kap­ít­al­ismann. Við höfum byggt upp heim þar sem hið rík­asta 1% fólks á jörð­inni á meiri auð en hin 99% (oxfa­m.org). Heim þar sem fyr­ir­tækið Amazon Inc. er fleiri hund­ruð millj­arða virði, á meðan Amazon-­skóg­ur­inn sjálfur virð­ist varla hafa vernd­ar­gildi. Face­book og Google eru billjóna virði, en við áttum okkur ekki á virði þess sem er grund­völlur til­veru okk­ar, þ.e. lofts, vatns, jarð­vegs, líf­vera og fjöl­breyti­leiki þeirra. Við erum nefni­lega búin að gleyma að við erum hluti af nátt­úr­unni.

Við, hin breiða vest­ræna milli- og yfir­stétt, leyfum öllu þessu að við­gang­ast sem þöglir þátt­tak­endur hnatt­væð­ing­ar­inn­ar. Við höfum byggt upp líf okkar í klóm kap­ít­al­ískra hugs­un­ar­hátta, þ.e. að hámarka inn­kom­una. Kap­ít­al­ism­inn elur m.a. af sér græðgi og nær­ist á henni. Lífs­gildi eins og kær­leik­ur, sam­kennd og þakk­læti dafna ekki nógu vel í kap­ít­al­íska umhverf­inu. Og nægju­semi er meira að segja að ógna kap­ít­al­íska tann­hjóla­kerf­in­u. 

En á neyð­ar­tímum eins og núna, þegar við stígum smá skref út úr okkar „venju­lega“ kerfi, þá áttum við okkur meira á mik­il­vægum lífs­gild­um. Stöldrum við núna og áttum okkur á því í hvernig sam­fé­lagi við viljum lifa. Eiga sam­fé­lögin okkar að vera tann­hjól sem þurfa að stíga hratt áfram og alltaf í sömu átt, eða ættu þau að vera garðar þar sem við getum ræktað lífs­gildin okkar og leyft því góða í okkar að vaxa og dafna? 

Var­an­legar breyt­ingar

Hvort kemur á und­an, hænan eða egg­ið, s.s. breyt­ingar á okkar eigin hugs­un­ar­hætti og hegðun eða breyt­ingar á kerf­inu? Síð­ast­liðna ára­tugi hafa stjórn­völd verið í aft­ur­sæt­inu og látið mark­aðs­kerfið og fyr­ir­tækin stýra og skapa auð. Stjórn­völd grípa ein­ungis inn í til að laga vanda­mál þegar þau koma upp. Kap­ít­al­ism­inn sjálfur hefur verið við stjórn­völ­inn lengi. En núna á tímum kór­ónu­far­ald­urs­ins hafa stjórn­völd gripið í taumana og eru aftur í stjórn­sæt­inu. Og for­gangs­röð­unin er frekar á þann veg að hags­munir almenn­ings eru settir fyrir ofan hagn­að.

Til þess að hindra að kerfið taki aftur við stjórn­ar­taumunum erum við, lýð­ræð­is­þegn­arn­ir, mik­il­væg­ustu hlekkirn­ir. Þar liggur tæki­færið í mínum huga – að við öll notum þetta þroska­skeið og gerum stjórn­völdum ljóst að það er eng­inn val­kostur að fara til baka í „venju­lega“ líf­ið. Látum heyra í okkur um að stíga þurfi skref í nýja átt með rétt­læti, sjálf­bæra þróun og lofts­lags­mál að leið­ar­ljósi. 

Ég neita að trúa því að við mann­kynið getum ekki búið til nýtt og betra kerfi og veit að ýmsar spenn­andi útfærslur hafa nú þegar verið teikn­aðar upp víðs vegar um heim. Við verðum að hugsa út fyrir rammann og kom­ast í gegnum þetta þroska­skeið mann­kyns. Næsta neyð­ar­til­felli, lofts­lags­ham­far­irn­ar, bíða handan við horn­ið. Byrjum á rót­tækum breyt­ingum núna, látum kór­ónu­veiruna vera loka­við­vör­un!

Höf­undur er nátt­úru­fræð­ingur og sér­fræð­ingur í menntun til sjálf­bærni.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar