Skjótum fleiri traustum stoðum undir samfélagið

Varaformaður Landverndar bendir á nokkur atriði og aðgerðir sem geta skipt sköpun um sjálfbæra þróun þegar brugðist er við áhrifum af útbreiðslu COVID-19.

Auglýsing

Und­an­farið hafa komið fram fjöl­margar ábend­ingar um hvernig Ísland sem sam­fé­lag getur kom­ist í gegn um þá erf­ið­leika sem COVID-19 far­ald­ur­inn hefur skap­að. Stjórn Land­verndar vill blanda sér í þær umræður með því að benda á nokkur atriði og aðgerðir sem geta skipt sköpun um sjálf­bæra þró­un. Stjórnin telur að nýta beri tíma­bundnar mót­væg­is­að­gerðir eins og kostur er til að skjóta fleiri traustum stoðum undir sam­fé­lagið til lengri tíma lit­ið.   

Land­vernd telur eins og fjöl­margir aðrir að mik­il­vægt sé að fjölga atvinnu­mögu­leikum á Íslandi og ein­blína ekki á fáeinar lausnir til þess að tryggja fólki atvinnu. Fjöl­breytni er styrkur bæði fyrir atvinnu­lífið og fyrir verndun líf­rík­is­ins. ­Aukin fjöl­breytni leggur grunn­inn að sam­fé­lags­lega sjálf­bærum stöð­ug­leika.

Land­vernd vill benda á að fyrir COVID-19 far­ald­ur­inn ríkti neyð­ar­á­stand í lofts­lags­mál­um. Ný og ný hita­met eru sleg­in, súrnun sjávar er mæl­an­leg, bráðnum jökla og pól­anna er hrað­ari og meiri en áður var talið og  víð­tæk og ógn­ar­hröð eyði­legg­ing á vist­kerfum á  sér stað .  Þetta neyð­ar­á­stand ríkir enn.  Það má ekki gleym­ast í ann­rík­inu að  við erum að renna út á tíma varð­andi að draga úr hættu­legum breyt­ingum á lofts­lagi jarð­ar­.  

Auglýsing
Það er því afar brýnt að upp­bygg­ing og björg­un­ar­að­gerðir efna­hags­ins vegna COVID-19 far­ald­urs­ins séu hugs­aðar til lengri tíma.  Að við nýtum tæki­færið til þess að skapa lofts­lagsvænna og sjálf­bær­ara atvinnu­líf sem forðar kyn­slóðum fram­tíð­ar­innar frá verstu afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga og hlífir vist­kerfum og verð­mætri nátt­úru. Land­vernd leggur því til við stjórn­völd nokkrar aðgerðir sem stuðla að þessu.

Aðgerð­irnar sem hér er bent á  geta örvað atvinnu­lífið strax en jafn­framt búið í hag­inn fyrir sjálf­bær­ari fram­tíð:

Lofts­lags­mál:

 • Styrkja veru­lega og halda áfram góðri vinnu við að nota vel­sæld til að meta sam­fé­lags­þróun og árangur
 • End­ur­heimta vot­lendi á landi í rík­i­s­eigu í sumar
 • Opna aftur fyrir umsóknir í lofts­lags­sjóð – og bæta 500 millj­ónum í sjóð­inn
 • Flýta aðgerðum til að efla almenn­ings­sam­göng­ur, þar með talin en ekki ein­göngu með borg­ar­lín­u.  
 • Efla græn­met­is­rækt með því að leita leiða til að lækka orku­kostnað hennar og end­ur­skoða styrkja­kerfi í land­bún­aði til að auka fjöl­breytni og minnka áherslu á fram­leiðslu á dýr­af­urðum
 • Auka við lista­manna­laun 
 • Auka fjár­magn og bæta umgjörð fyrir nýsköpun og rann­sókn­ir 
 • Aukið fjár­magn í gerð náms­efnis fyrir ungt fólk um umhverf­is­mál
 • Styrkja fram­leiðslu á fæðu úr nærum­hverf­inu
 • Fella niður virð­is­auka­skatt á við­gerð­ar­þjón­ustu – og leggja áherslur á við­hald og  við­gerðir – fremur enn nýfram­kvæmdir varð­andi mann­virkja­gerð

Nátt­úru­vernd: 

 • Fjölga Land­vörðum í heils­árs­stöðum
 • Fjölga starfs­mönnum Skipu­lags­stofn­unar og Úrskurð­ar­nefndar umhverfis og auð­linda­mála til þess að stytta máls­með­ferð­ar­tíma
 • Hraða lands­á­ætlun um skóg­rækt og bæta  tíma­bundið við starfs­fólki í skóg­rækt­ar- og land­græðslu­mál­um  með áherslu á líf­fræði­lega fjöl­breytni 
 • Sam­eina og efla stofn­anir sem ann­ast frið­lýst svæði og þjóð­garða og stofna hálend­is­þjóð­garð
 • Bæta inn­viði á vin­sælum stöðum og fjölga áhuga­verðum áning­ar­stöðum til að dreifa álagi vegna ferða­manna í fram­tíð­inni

Land­vernd telur að gott sam­ráð og sam­tal stjórn­valda varð­andi aðgerðir til að styrkja atvinnu­lífið séu nauð­syn­legar og mik­il­vægt að tekið sé til­lit til fjöl­breyttra sjón­ar­horna.  Land­vernd er til­búið til þess að taka virkan þátt í því sam­tali og sam­ráð­i. 

Sjá nánar um til­lög­urnar og fleiri til­lögur Land­verndar á heima­síðu félags­ins.

Höf­undur er vara­for­maður Land­vernd­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar