Skjótum fleiri traustum stoðum undir samfélagið

Varaformaður Landverndar bendir á nokkur atriði og aðgerðir sem geta skipt sköpun um sjálfbæra þróun þegar brugðist er við áhrifum af útbreiðslu COVID-19.

Auglýsing

Und­an­farið hafa komið fram fjöl­margar ábend­ingar um hvernig Ísland sem sam­fé­lag getur kom­ist í gegn um þá erf­ið­leika sem COVID-19 far­ald­ur­inn hefur skap­að. Stjórn Land­verndar vill blanda sér í þær umræður með því að benda á nokkur atriði og aðgerðir sem geta skipt sköpun um sjálf­bæra þró­un. Stjórnin telur að nýta beri tíma­bundnar mót­væg­is­að­gerðir eins og kostur er til að skjóta fleiri traustum stoðum undir sam­fé­lagið til lengri tíma lit­ið.   

Land­vernd telur eins og fjöl­margir aðrir að mik­il­vægt sé að fjölga atvinnu­mögu­leikum á Íslandi og ein­blína ekki á fáeinar lausnir til þess að tryggja fólki atvinnu. Fjöl­breytni er styrkur bæði fyrir atvinnu­lífið og fyrir verndun líf­rík­is­ins. ­Aukin fjöl­breytni leggur grunn­inn að sam­fé­lags­lega sjálf­bærum stöð­ug­leika.

Land­vernd vill benda á að fyrir COVID-19 far­ald­ur­inn ríkti neyð­ar­á­stand í lofts­lags­mál­um. Ný og ný hita­met eru sleg­in, súrnun sjávar er mæl­an­leg, bráðnum jökla og pól­anna er hrað­ari og meiri en áður var talið og  víð­tæk og ógn­ar­hröð eyði­legg­ing á vist­kerfum á  sér stað .  Þetta neyð­ar­á­stand ríkir enn.  Það má ekki gleym­ast í ann­rík­inu að  við erum að renna út á tíma varð­andi að draga úr hættu­legum breyt­ingum á lofts­lagi jarð­ar­.  

Auglýsing
Það er því afar brýnt að upp­bygg­ing og björg­un­ar­að­gerðir efna­hags­ins vegna COVID-19 far­ald­urs­ins séu hugs­aðar til lengri tíma.  Að við nýtum tæki­færið til þess að skapa lofts­lagsvænna og sjálf­bær­ara atvinnu­líf sem forðar kyn­slóðum fram­tíð­ar­innar frá verstu afleið­ingum lofts­lags­breyt­inga og hlífir vist­kerfum og verð­mætri nátt­úru. Land­vernd leggur því til við stjórn­völd nokkrar aðgerðir sem stuðla að þessu.

Aðgerð­irnar sem hér er bent á  geta örvað atvinnu­lífið strax en jafn­framt búið í hag­inn fyrir sjálf­bær­ari fram­tíð:

Lofts­lags­mál:

 • Styrkja veru­lega og halda áfram góðri vinnu við að nota vel­sæld til að meta sam­fé­lags­þróun og árangur
 • End­ur­heimta vot­lendi á landi í rík­i­s­eigu í sumar
 • Opna aftur fyrir umsóknir í lofts­lags­sjóð – og bæta 500 millj­ónum í sjóð­inn
 • Flýta aðgerðum til að efla almenn­ings­sam­göng­ur, þar með talin en ekki ein­göngu með borg­ar­lín­u.  
 • Efla græn­met­is­rækt með því að leita leiða til að lækka orku­kostnað hennar og end­ur­skoða styrkja­kerfi í land­bún­aði til að auka fjöl­breytni og minnka áherslu á fram­leiðslu á dýr­af­urðum
 • Auka við lista­manna­laun 
 • Auka fjár­magn og bæta umgjörð fyrir nýsköpun og rann­sókn­ir 
 • Aukið fjár­magn í gerð náms­efnis fyrir ungt fólk um umhverf­is­mál
 • Styrkja fram­leiðslu á fæðu úr nærum­hverf­inu
 • Fella niður virð­is­auka­skatt á við­gerð­ar­þjón­ustu – og leggja áherslur á við­hald og  við­gerðir – fremur enn nýfram­kvæmdir varð­andi mann­virkja­gerð

Nátt­úru­vernd: 

 • Fjölga Land­vörðum í heils­árs­stöðum
 • Fjölga starfs­mönnum Skipu­lags­stofn­unar og Úrskurð­ar­nefndar umhverfis og auð­linda­mála til þess að stytta máls­með­ferð­ar­tíma
 • Hraða lands­á­ætlun um skóg­rækt og bæta  tíma­bundið við starfs­fólki í skóg­rækt­ar- og land­græðslu­mál­um  með áherslu á líf­fræði­lega fjöl­breytni 
 • Sam­eina og efla stofn­anir sem ann­ast frið­lýst svæði og þjóð­garða og stofna hálend­is­þjóð­garð
 • Bæta inn­viði á vin­sælum stöðum og fjölga áhuga­verðum áning­ar­stöðum til að dreifa álagi vegna ferða­manna í fram­tíð­inni

Land­vernd telur að gott sam­ráð og sam­tal stjórn­valda varð­andi aðgerðir til að styrkja atvinnu­lífið séu nauð­syn­legar og mik­il­vægt að tekið sé til­lit til fjöl­breyttra sjón­ar­horna.  Land­vernd er til­búið til þess að taka virkan þátt í því sam­tali og sam­ráð­i. 

Sjá nánar um til­lög­urnar og fleiri til­lögur Land­verndar á heima­síðu félags­ins.

Höf­undur er vara­for­maður Land­vernd­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar