Grein um núverandi ástand ferðaþjónustu og hvað er til ráða

Gunnar Ingiberg Guðmundsson segir að á tímum sem þessum sé ljóst að rétturinn til atvinnufrelsis við fiskveiðar sé lykilatriði til þess að stefna okkur út úr þeim ógöngum sem blasi við.

Auglýsing

Nú er það öllum ljóst að horfur ferða­þjón­ustu á íslandi eru með þeim svört­ustu sem nokkur atvinnu­grein hefur upp­lifað á jafn skömmum tíma. For­dæma­laus for­sendu­brestur og litlar horfur um að eitt­hvað vænk­ist fyrr en í fyrsta lagi sum­arið 2021 og ekk­ert gefið að sama árangri verði náð í fram­haldi plág­unn­ar.

Fjöldi lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja þrátt fyrir minnk­andi vöxt freistað þess að auka þjón­ustu víðs vegar um land­ið, þar sem ekki þótti áður vit­rænt eða arð­bært að halda úti versl­un, með bæði nauð­synja­vöru og aðra þjón­ustu svo sem veit­ingar og mat­sölu. Fólks­flótt­inn til höf­uð­borg­ar­innar vegna hag­ræð­ingar í grunnatvinnu­vegum stóð um stund­ar­sakir í stað, gekk jafn­vel að hluta til baka. Ferða­mann­inn hafði rekið inn á firði og flóa og nú átti að hirða rek­ann og sjá til þess að hver arða yrði nýtt eins og Íslend­ingum er einum lag­ið.

Þetta hafði í för með sér að horfur hinna dreifðu byggða lands­ins voru bara eftir atvikum væn­leg­ar. En eins og dögg fyrir sólu er rek­inn horf­inn, strendur lands­ins hrein­lega auðnin ein og engin von um að annað á þær reki en haf­ís. Í þessu árferði hefðu for­feður okkar ekki setið auðum hönd­um, nú hefði aukin sjó­sókn verið það sem fólki væri ofar­lega í huga fyrst aðrar bjargir brugð­ust.

Auglýsing
En það er nú með það eins og önnur mann­anna verk að sjó­sókn­inni hefur kyrfi­lega verið komið fyrir inni í læstu bak­her­bergi must­eris mamm­ons. Þaðan er ólík­legt að nokkuð komi út óskadd­að. Ef við ætlum okkur að bjarga því sem bjargað verður er það meira en mögu­legt að opna fyrir fólkið í land­inu leið til þess að fleyta öllum þeim hornum sem flotið geta, með skyn­sam­legum hætti til þess að færa björg í bú.

Það er til nóg af fólki til að sækja afl­ann. Það er til nægi­legt fólk til að vinna hann. Það eru mýmörg fley sem liggja í bak­görðum líkt og minn­is­varðar um betri tíð. Það er til nægt hús­næði, hús­næði sem með einni svipan losn­aði um land allt, til að hýsa alla þá sem hyggj­ast sækja sjó eða vinna áfram afurð­irnar sem af því kom­a. 

Hvað tálmar það að smá­báta­flot­inn sé virkj­aður og um hann verði sett umgjörð sem gerir sjó­sókn ein­stak­linga mögu­lega?. Frelsi ein­stak­lings­ins til þess að stunda hand­færa­veiðar sér til atvinnu. Öllum þeim sem sér það kynna er það dag­ljóst að haf­inu verður eng­inn skaði unnin með slíkri til­hög­un. Á tímum sem þessum er það hins vegar ljóst að rétt­ur­inn til atvinnu­frelsis við fisk­veiðar er lyk­il­at­riði til þess að stefna okkur út úr þessum ógöngum sem blasa við.

Þessi aðgerð ein og sér myndi vænka hag flestra þeirra sem starf­rækja kytrur til útleigu og þeirra veit­inga­manna sem nú horfa fram á full­kom­inn upp­skeru­brest. Þetta minnkar atvinnu­leysi ein­hverra þeirra sem hrekj­ast úr verk­efnum tengdum ferða­mann­in­um. Þetta verður ekki nóg til þess að allt fari í sama horf, en þetta er þó skárra en fimm­þús­und­króna ferða­tékk­inn sem rík­is­stjórnin hefur lofað að úthluta lands­mönn­um.

Það eina sem vantar í upp­skrift­ina er vilji stjórn­valda. Nú er þörf til að sætta sig við að núver­andi sjáv­ar­út­vegur er ekki jafn góður og arð­greiðsl­urnar gefa til kynna. Með síauk­inni hag­ræð­ingu fást færri störf og með færri störfum fer minna út í æðar efna­hags­ins. Með minna flæði fást minni umsvif og þau sem þó eru til staðar virð­ast ekki gagn­ast nema fáum. Það er engin sér­stök þörf fyrir að útgerð­ar­menn sölsi undir sig fleiri bíla­um­boð, leigu­fé­lög eða heild­söl­ur. Það er þörf fyrir að þeir gangi í versl­anir víðs vegar um landið og kaupi í mat­inn. Það hljóta flestir að sjá að þó digrir séu þá éta þeir ekki á við þús­undir munna. Það er jafn­skýrt að fleiri með fé handa á milli um landið allt er svo gott sem öruggt til þess að blása lífi í byggð­irnar og kynda and­ann á ný. Aukið frelsi ein­stak­lings­ins til sjó­sóknar mun færa nauð­syn­legt súr­efni í æðar efna­hags­lífs­ins.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar