Grein um núverandi ástand ferðaþjónustu og hvað er til ráða

Gunnar Ingiberg Guðmundsson segir að á tímum sem þessum sé ljóst að rétturinn til atvinnufrelsis við fiskveiðar sé lykilatriði til þess að stefna okkur út úr þeim ógöngum sem blasi við.

Auglýsing

Nú er það öllum ljóst að horfur ferða­þjón­ustu á íslandi eru með þeim svört­ustu sem nokkur atvinnu­grein hefur upp­lifað á jafn skömmum tíma. For­dæma­laus for­sendu­brestur og litlar horfur um að eitt­hvað vænk­ist fyrr en í fyrsta lagi sum­arið 2021 og ekk­ert gefið að sama árangri verði náð í fram­haldi plág­unn­ar.

Fjöldi lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja þrátt fyrir minnk­andi vöxt freistað þess að auka þjón­ustu víðs vegar um land­ið, þar sem ekki þótti áður vit­rænt eða arð­bært að halda úti versl­un, með bæði nauð­synja­vöru og aðra þjón­ustu svo sem veit­ingar og mat­sölu. Fólks­flótt­inn til höf­uð­borg­ar­innar vegna hag­ræð­ingar í grunnatvinnu­vegum stóð um stund­ar­sakir í stað, gekk jafn­vel að hluta til baka. Ferða­mann­inn hafði rekið inn á firði og flóa og nú átti að hirða rek­ann og sjá til þess að hver arða yrði nýtt eins og Íslend­ingum er einum lag­ið.

Þetta hafði í för með sér að horfur hinna dreifðu byggða lands­ins voru bara eftir atvikum væn­leg­ar. En eins og dögg fyrir sólu er rek­inn horf­inn, strendur lands­ins hrein­lega auðnin ein og engin von um að annað á þær reki en haf­ís. Í þessu árferði hefðu for­feður okkar ekki setið auðum hönd­um, nú hefði aukin sjó­sókn verið það sem fólki væri ofar­lega í huga fyrst aðrar bjargir brugð­ust.

Auglýsing
En það er nú með það eins og önnur mann­anna verk að sjó­sókn­inni hefur kyrfi­lega verið komið fyrir inni í læstu bak­her­bergi must­eris mamm­ons. Þaðan er ólík­legt að nokkuð komi út óskadd­að. Ef við ætlum okkur að bjarga því sem bjargað verður er það meira en mögu­legt að opna fyrir fólkið í land­inu leið til þess að fleyta öllum þeim hornum sem flotið geta, með skyn­sam­legum hætti til þess að færa björg í bú.

Það er til nóg af fólki til að sækja afl­ann. Það er til nægi­legt fólk til að vinna hann. Það eru mýmörg fley sem liggja í bak­görðum líkt og minn­is­varðar um betri tíð. Það er til nægt hús­næði, hús­næði sem með einni svipan losn­aði um land allt, til að hýsa alla þá sem hyggj­ast sækja sjó eða vinna áfram afurð­irnar sem af því kom­a. 

Hvað tálmar það að smá­báta­flot­inn sé virkj­aður og um hann verði sett umgjörð sem gerir sjó­sókn ein­stak­linga mögu­lega?. Frelsi ein­stak­lings­ins til þess að stunda hand­færa­veiðar sér til atvinnu. Öllum þeim sem sér það kynna er það dag­ljóst að haf­inu verður eng­inn skaði unnin með slíkri til­hög­un. Á tímum sem þessum er það hins vegar ljóst að rétt­ur­inn til atvinnu­frelsis við fisk­veiðar er lyk­il­at­riði til þess að stefna okkur út úr þessum ógöngum sem blasa við.

Þessi aðgerð ein og sér myndi vænka hag flestra þeirra sem starf­rækja kytrur til útleigu og þeirra veit­inga­manna sem nú horfa fram á full­kom­inn upp­skeru­brest. Þetta minnkar atvinnu­leysi ein­hverra þeirra sem hrekj­ast úr verk­efnum tengdum ferða­mann­in­um. Þetta verður ekki nóg til þess að allt fari í sama horf, en þetta er þó skárra en fimm­þús­und­króna ferða­tékk­inn sem rík­is­stjórnin hefur lofað að úthluta lands­mönn­um.

Það eina sem vantar í upp­skrift­ina er vilji stjórn­valda. Nú er þörf til að sætta sig við að núver­andi sjáv­ar­út­vegur er ekki jafn góður og arð­greiðsl­urnar gefa til kynna. Með síauk­inni hag­ræð­ingu fást færri störf og með færri störfum fer minna út í æðar efna­hags­ins. Með minna flæði fást minni umsvif og þau sem þó eru til staðar virð­ast ekki gagn­ast nema fáum. Það er engin sér­stök þörf fyrir að útgerð­ar­menn sölsi undir sig fleiri bíla­um­boð, leigu­fé­lög eða heild­söl­ur. Það er þörf fyrir að þeir gangi í versl­anir víðs vegar um landið og kaupi í mat­inn. Það hljóta flestir að sjá að þó digrir séu þá éta þeir ekki á við þús­undir munna. Það er jafn­skýrt að fleiri með fé handa á milli um landið allt er svo gott sem öruggt til þess að blása lífi í byggð­irnar og kynda and­ann á ný. Aukið frelsi ein­stak­lings­ins til sjó­sóknar mun færa nauð­syn­legt súr­efni í æðar efna­hags­lífs­ins.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar