Rifnar Evrópusambandið?

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, telur að útgáfa sameiginlegra skuldabréfa ESB geti leitt af sér stóran kipp í átt að sameiginlegu yfirvaldi og yfirþjóðlegu stórríki.

Auglýsing

Banka­hrunið reynd­ist Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) mjög erfið próf­raun. Nú segja ýmsir að kór­ónu­far­sóttin verði því miklu erf­ið­ari, og sumir spá því að ESB rifni í sundur á næst­unni.

Aðal­lega er nú rætt um and­stæður milli norð­urs og suð­urs innan ESB. Norð­ur­þjóð­irnar eru Hol­lend­ing­ar, Dan­ir, Sví­ar, Finn­ar, Aust­ur­rík­is­menn, Lúx­em­borg­ar­ar, og Þjóð­verjar, og jafn­vel Eystra­salts­þjóð­irnar með. Suð­ur­þjóð­irnar eru Ítal­ir, Grikkir, Spán­verjar, og Portú­gal­ar, og Frakkar hafa veitt þeim nokkurn stuðn­ing. - Auk þess hefur mik­ill ágrein­ingur blossað upp af öðrum ástæðum vegna stjórn­ar­stefnu í Ung­verja­landi og Pól­landi.

Suð­ur­þjóð­irnar kvarta og heimta aðstoð og fjár­fram­lög, eins og fyrri dag­inn. En mál­staður þeirra er mjög skadd­aður af eigin til­verkn­aði þeirra sjálfra. Ítalir hafa ýtt öllum nauð­synja­verkum á undan sér um langt ára­bil, og margir minn­ast þess að Berlusconi þáv. for­sæt­is­ráð­herra svar­aði ábend­ingum Þýska­landskansl­ara með per­sónu­legu níði á ítalska þing­inu. Fátt hefur lag­ast síðan þá þar í landi, og nú er talað um að alþýðan á Suð­ur­-Ítalíu hafi engar stoðir aðrar til fram­færslu en lán frá hefð­bundnum glæpa­sam­tök­um. Ekki er staða mála skárri í Grikk­landi. Við höfum öll djúpa samúð með grískri alþýðu eftir hremm­ing­arnar á liðnum ára­tug. En fram­koma grískra stjórn­valda, banka­herra og grísku auð­stétt­ar­innar var skelfi­leg og olli því að mjög erfitt hefur verið að finna leiðir Grikkjum til hjálp­ar. 

Auglýsing
Gremja grefur um sig meðal almenn­ings í suðr­inu, og mönnum finnst þeir mæta fyr­ir­litn­ingu á vett­vangi ESB. Sjálf­sagt er nokkuð til í þessu mati, enda þótt fyr­ir­litn­ingin bein­ist að stjórn­völd­um, banka­herrum og auð­stétt land­anna fremur en að almenn­ingi.

Nú benda Hol­lend­ingar á að kröfur um útgáfu sam­eig­in­legra skulda­bréfa ESB leiði ein­fald­lega til þess að norð­ur­þjóð­irnar verði látnar borga brús­ann. Þeir benda á að eftir ára­tuga­langa þátt­töku í ESB eigi suð­ur­þjóð­irnar aldrei neina vara­sjóði eða við­laga­sjóði. Þeir minna á að norð­ur­þjóð­irnar leggja árlega stórfé í svæða­þró­un­ar­sjóði, sam­lög­un­ar­sjóði og fram­fara­sjóði ESB sem gangi að veru­legu leyti til suð­ur­þjóð­anna. Kjós­endur í Hollandi og Þýska­landi vita t.d. full­vel hvernig á því stendur að heilsu­gæsla er orðin svo full­komin á Spán­ar­strönd sem dæmin sanna. Beint og óbeint er kostn­aður greiddur úr norðrinu, gegnum kassa í Brus­sel. 

Norð­ur­þjóð­irnar segja að suð­ur­þjóð­irnar noti ESB sem skálka­skjól. Þær hirði stórfé til sín í styrkjum og fram­lögum ár eftir ár, en komi sér enda­laust undan því að vinna á óskil­virkni, nefnda­bákni, skattsvikum og spill­ingu. Bent er á að í suðr­inu tíðkast alls konar fríð­indi, snemm­tek­inn líf­eyr­ir, auka­frí­dag­ar, búsetu­styrkir, skatta­fríð­indi og hvað eina annað sem engin norð­ur­þjóð léti sér detta í hug að veita sér. Og allt er þetta greitt og varið með ESB, á kostnað norð­ur­þjóð­anna. 

Nú hefur auð­mað­ur­inn Georg Soros lagt til að gefin verði út skulda­bréf án end­an­legs gjald­daga í þessu sama skyni, en það mun sjálf­sagt litlu breyta. Sam­kvæmt venju­reglum ESB verður þetta samn­inga­þóf með enda­lausum næt­ur­fund­um, áfanga fyrir áfanga, og lýkur með ein­hvers konar sætt sem engir verða fylli­lega ánægðir með. Og þannig geta ágrein­ing­ur­inn og gremjan áfram grafið um sig innan ESB.

Auglýsing
En ástæða er til að staldra við óskir um útgáfu sam­eig­in­legra skulda­bréfa. Þessi sama krafa var hávær eftir banka­hrun­ið. Sam­eig­in­leg skulda­bréf ESB verða auð­vitað greidd úr norðr­inu. En ekki er nóg með það. Af þeim leiðir að ESB verður að taka sér miklu meiri afskipti en verið hafa af allri hag­stjórn, rík­is­fjár­mál­um, fjár­mála­kerfi og efna­hags­á­standi innan ESB. Þannig verða þau til þess að þró­unin tekur stóran kipp í átt að sam­eig­in­legu yfir­valdi og yfir­þjóð­legu stór­ríki.

Banka­hrunið og kór­ónu­far­ald­ur­inn núna hafa stað­fest að aðeins þjóð­ríkið hefur lög­mæti í augum almenn­ings til þess að grípa til erf­iðra en nauð­syn­legra aðgerða. Sam­eig­in­leg skulda­bréf stór­skaða stöðu og svig­rúm þjóð­ríkj­anna, en firr­ingin og gremjan vaxa þá að sama skapi. Þjóðir sem hafa lifað við lýð­ræði og mann­rétt­indi krefj­ast þess að sam­fé­lags­valdið hafi lög­mæti í augum og hugum lands­manna sjálfra. Það er allt annað mál að þjóð­ríki geta efnt til sam­starfs og sam­ráða um nauð­synja­mál, til dæmis innan ESB, en fram­fylgnin verður þá áfram að vera í höndum hvers þjóð­ríkis fyrir sig, með eðli­legum hætti. Ríkja­sam­band verður að virða og styðj­ast við full­veldi þjóð­ríkj­anna.

Margir Íslend­ingar hafa fylgst með þróun ESB af áhuga og vita að sam­skipti Íslands og ESB eru einn mik­il­væg­asti grund­vall­ar­þáttur við­skipta­lífs, fram­leiðslu og menn­ing­ar. Flestir Íslend­ingar telja EES-­sam­starfið æski­legt og hent­ugt, en í því felst auka­að­ild Íslands að ESB. En sjálf­sagt renna tvær grímur á ýmsa, bæði hér­lendis og ann­ars stað­ar, ef á það er bent að ein­stök aðild­ar­ríki geta notað ESB sem skálka­skjól fyrir heima­lag­aða spill­ingu, og að ESB er að taka sér yfir­þjóð­legt stór­rík­is­vald, og ekki skánar það að ESB ætli að sætta sig við harð­stjórnir í sumum aðild­ar­ríkj­um, þvert á móti almennum hug­myndum um lýð­ræði.

Höf­undur er fyrr­ver­andi skóla­stjóri.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar