Rifnar Evrópusambandið?

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, telur að útgáfa sameiginlegra skuldabréfa ESB geti leitt af sér stóran kipp í átt að sameiginlegu yfirvaldi og yfirþjóðlegu stórríki.

Auglýsing

Banka­hrunið reynd­ist Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) mjög erfið próf­raun. Nú segja ýmsir að kór­ónu­far­sóttin verði því miklu erf­ið­ari, og sumir spá því að ESB rifni í sundur á næst­unni.

Aðal­lega er nú rætt um and­stæður milli norð­urs og suð­urs innan ESB. Norð­ur­þjóð­irnar eru Hol­lend­ing­ar, Dan­ir, Sví­ar, Finn­ar, Aust­ur­rík­is­menn, Lúx­em­borg­ar­ar, og Þjóð­verjar, og jafn­vel Eystra­salts­þjóð­irnar með. Suð­ur­þjóð­irnar eru Ítal­ir, Grikkir, Spán­verjar, og Portú­gal­ar, og Frakkar hafa veitt þeim nokkurn stuðn­ing. - Auk þess hefur mik­ill ágrein­ingur blossað upp af öðrum ástæðum vegna stjórn­ar­stefnu í Ung­verja­landi og Pól­landi.

Suð­ur­þjóð­irnar kvarta og heimta aðstoð og fjár­fram­lög, eins og fyrri dag­inn. En mál­staður þeirra er mjög skadd­aður af eigin til­verkn­aði þeirra sjálfra. Ítalir hafa ýtt öllum nauð­synja­verkum á undan sér um langt ára­bil, og margir minn­ast þess að Berlusconi þáv. for­sæt­is­ráð­herra svar­aði ábend­ingum Þýska­landskansl­ara með per­sónu­legu níði á ítalska þing­inu. Fátt hefur lag­ast síðan þá þar í landi, og nú er talað um að alþýðan á Suð­ur­-Ítalíu hafi engar stoðir aðrar til fram­færslu en lán frá hefð­bundnum glæpa­sam­tök­um. Ekki er staða mála skárri í Grikk­landi. Við höfum öll djúpa samúð með grískri alþýðu eftir hremm­ing­arnar á liðnum ára­tug. En fram­koma grískra stjórn­valda, banka­herra og grísku auð­stétt­ar­innar var skelfi­leg og olli því að mjög erfitt hefur verið að finna leiðir Grikkjum til hjálp­ar. 

Auglýsing
Gremja grefur um sig meðal almenn­ings í suðr­inu, og mönnum finnst þeir mæta fyr­ir­litn­ingu á vett­vangi ESB. Sjálf­sagt er nokkuð til í þessu mati, enda þótt fyr­ir­litn­ingin bein­ist að stjórn­völd­um, banka­herrum og auð­stétt land­anna fremur en að almenn­ingi.

Nú benda Hol­lend­ingar á að kröfur um útgáfu sam­eig­in­legra skulda­bréfa ESB leiði ein­fald­lega til þess að norð­ur­þjóð­irnar verði látnar borga brús­ann. Þeir benda á að eftir ára­tuga­langa þátt­töku í ESB eigi suð­ur­þjóð­irnar aldrei neina vara­sjóði eða við­laga­sjóði. Þeir minna á að norð­ur­þjóð­irnar leggja árlega stórfé í svæða­þró­un­ar­sjóði, sam­lög­un­ar­sjóði og fram­fara­sjóði ESB sem gangi að veru­legu leyti til suð­ur­þjóð­anna. Kjós­endur í Hollandi og Þýska­landi vita t.d. full­vel hvernig á því stendur að heilsu­gæsla er orðin svo full­komin á Spán­ar­strönd sem dæmin sanna. Beint og óbeint er kostn­aður greiddur úr norðrinu, gegnum kassa í Brus­sel. 

Norð­ur­þjóð­irnar segja að suð­ur­þjóð­irnar noti ESB sem skálka­skjól. Þær hirði stórfé til sín í styrkjum og fram­lögum ár eftir ár, en komi sér enda­laust undan því að vinna á óskil­virkni, nefnda­bákni, skattsvikum og spill­ingu. Bent er á að í suðr­inu tíðkast alls konar fríð­indi, snemm­tek­inn líf­eyr­ir, auka­frí­dag­ar, búsetu­styrkir, skatta­fríð­indi og hvað eina annað sem engin norð­ur­þjóð léti sér detta í hug að veita sér. Og allt er þetta greitt og varið með ESB, á kostnað norð­ur­þjóð­anna. 

Nú hefur auð­mað­ur­inn Georg Soros lagt til að gefin verði út skulda­bréf án end­an­legs gjald­daga í þessu sama skyni, en það mun sjálf­sagt litlu breyta. Sam­kvæmt venju­reglum ESB verður þetta samn­inga­þóf með enda­lausum næt­ur­fund­um, áfanga fyrir áfanga, og lýkur með ein­hvers konar sætt sem engir verða fylli­lega ánægðir með. Og þannig geta ágrein­ing­ur­inn og gremjan áfram grafið um sig innan ESB.

Auglýsing
En ástæða er til að staldra við óskir um útgáfu sam­eig­in­legra skulda­bréfa. Þessi sama krafa var hávær eftir banka­hrun­ið. Sam­eig­in­leg skulda­bréf ESB verða auð­vitað greidd úr norðr­inu. En ekki er nóg með það. Af þeim leiðir að ESB verður að taka sér miklu meiri afskipti en verið hafa af allri hag­stjórn, rík­is­fjár­mál­um, fjár­mála­kerfi og efna­hags­á­standi innan ESB. Þannig verða þau til þess að þró­unin tekur stóran kipp í átt að sam­eig­in­legu yfir­valdi og yfir­þjóð­legu stór­ríki.

Banka­hrunið og kór­ónu­far­ald­ur­inn núna hafa stað­fest að aðeins þjóð­ríkið hefur lög­mæti í augum almenn­ings til þess að grípa til erf­iðra en nauð­syn­legra aðgerða. Sam­eig­in­leg skulda­bréf stór­skaða stöðu og svig­rúm þjóð­ríkj­anna, en firr­ingin og gremjan vaxa þá að sama skapi. Þjóðir sem hafa lifað við lýð­ræði og mann­rétt­indi krefj­ast þess að sam­fé­lags­valdið hafi lög­mæti í augum og hugum lands­manna sjálfra. Það er allt annað mál að þjóð­ríki geta efnt til sam­starfs og sam­ráða um nauð­synja­mál, til dæmis innan ESB, en fram­fylgnin verður þá áfram að vera í höndum hvers þjóð­ríkis fyrir sig, með eðli­legum hætti. Ríkja­sam­band verður að virða og styðj­ast við full­veldi þjóð­ríkj­anna.

Margir Íslend­ingar hafa fylgst með þróun ESB af áhuga og vita að sam­skipti Íslands og ESB eru einn mik­il­væg­asti grund­vall­ar­þáttur við­skipta­lífs, fram­leiðslu og menn­ing­ar. Flestir Íslend­ingar telja EES-­sam­starfið æski­legt og hent­ugt, en í því felst auka­að­ild Íslands að ESB. En sjálf­sagt renna tvær grímur á ýmsa, bæði hér­lendis og ann­ars stað­ar, ef á það er bent að ein­stök aðild­ar­ríki geta notað ESB sem skálka­skjól fyrir heima­lag­aða spill­ingu, og að ESB er að taka sér yfir­þjóð­legt stór­rík­is­vald, og ekki skánar það að ESB ætli að sætta sig við harð­stjórnir í sumum aðild­ar­ríkj­um, þvert á móti almennum hug­myndum um lýð­ræði.

Höf­undur er fyrr­ver­andi skóla­stjóri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar