Umbreyting á tímum farsóttar

Eggert Gunnarsson og Markús Þ. Þórhallsson fjalla um COVID-19 faraldurinn og afleiðingar hans.

collagemynd.jpg
Auglýsing

Á nokkrum mán­uðum hefur heims­mynd okkar tekið miklum stakka­skipt­um. Þeir atburðir sem við lifum núna valda breyt­ingum nán­ast á hverjum degi. Eitt­hvað sem þótti nærri óhugs­andi fyrir örskömmu er nú raun­veru­lega að ger­ast. 

Lík­indi og töl­fræði – ásamt sögu­legu minni – segja okkur að alvar­legar sóttir geti alltaf rokið af stað en að áhrifin yrðu svo afger­andi og alltum­lykj­andi og raun ber vitni hefðu senni­lega fáir getað ímyndað sér.

­Ban­vænar far­sóttir eru vel þekktar alveg frá því fólk tók að flytj­ast milli land­svæða og jafn­vel heims­álfa. Hinn ógn­væn­legi Svarti­dauði á fjórt­ándu öld er senni­lega einna þekkt­ust. 

Að sögn Ólafs Guð­laugs­son­ar, yfir­læknis sýk­inga­varna­deildar Land­spít­al­ans eru heims­far­aldrar ekki óal­geng­ir. Hin árlega inflú­ensa sé í raun dæmi um slíkt. Slæmir far­aldrar alveg nýrra sjúk­dóma skelli reglu­lega á; sá síð­asti var svínaflensan 2009. Áður og síðan hafi jafn­framt skotið upp koll­inum nýir sjúk­dómar (SARS, MERS) sem hefðu getað orðið svip­aðir COVID-19, en náðu ekki flugi.

En hvernig verður heims­mynd okkar eftir að far­ald­ur­inn hefur látið í minni pok­ann fyrir úthaldi og ekki síst hug­viti mann­kyns­ins? 

Sam­þykkt eft­ir­lit – er Stóri bróðir kom­inn til að vera?

Til að draga úr mögu­leikum á útbreiðslu Kór­óna-veirunnar hefur fólk út um allan heim sam­þykkt að láta fylgj­ast með ferðum sínum og hlýða banni eða tak­mörk­unum á ónauð­syn­legri úti­vist. Sums staðar og stundum er jafn­vel refsi­vert að brjóta þær regl­ur. 

Í lýs­ingu franska heim­spek­ings­ins Michels Foucault á við­brögðum við plág­unni miklu frá lokum 17. aldar má greina aðferð valds­ins til að ná og halda stjórn, við að skapa ákveðið ögun­ar­kerfi. Því ögun­ar­kerfi hlýddu þeir sem undir það voru settir að við­lögðum refs­ingum eða til að tryggja (heilsu­fars­legt) öryggi sitt. 

Foucault bjó til hug­takið líf­vald (e. bio-power) til að skil­greina valdið sem þjóð­ríkið notar til að stjórna og hafa vald yfir lík­ömum manna og gera þá að skil­virkum tækjum í kap­ít­al­ísku hag­kerfi sam­tím­ans.

Auglýsing
Skipulagið var til þess fallið að koma í veg fyrir glund­roða og jók mátt valds­ins. Foucault leit­aði í smiðju enska lög­fræð­ings­ins og heim­spek­ings­ins Jer­emy Bent­hams til að útskýra hvernig valdið þró­að­ist í átt að sjálf­virkni þess í nútím­an­um. 

Til varð hug­læga fyr­ir­bærið Alsæ­is­bygg­ing (e. Panopt­icon) sem skapar til­finn­ingu fyrir sífelldu eft­ir­liti, þótt mögu­lega sé það ekki fyrir hendi. Alsjáin er grunn­teikn­ing að hinu full­komna valdi, þar sem hver fylgist með öðr­um.

Auð­vitað er heil­brigðisógnin efst í huga okkar núna en hættan sem steðjar að í ver­öld heims­við­skipt­anna er ekki síður raun­veru­leg. Afkoma venju­legra heim­ila um alla ver­öld er líka í upp­námi, fólk sem fyrir skömmu hafði atvinnu og litlar fjár­hags­á­hyggjur hefur skyndi­lega staðið frammi fyrir ófyr­ir­sjá­an­legum áskor­un­um. 

Ónýtt rusl eða antík?

Þá verður sú vá sem blasir við ef Net­flix og aðrar veitur haska sér ekki við að fram­leiða meira efni harla létt­væg. Skortur á afþr­ey­ingu blasir þó við, þegar fólk hefur hámhorft upp til agna. Það gæti fljót­lega skapað nýja teg­und neyð­ar­á­stands á mörgum heim­il­u­m. 

Í hugum þeirra sem búa á Íslandi minnir sú fram­vinda sem nú hefur raun­gerst á heldur drunga­lega fram­tíð­ar­skáld­sögu. Ástandið er allt að því dystópískt. Skyndi­lega er svo komið að fjöldi fólks ver mestum tíma sínum innan veggja heim­il­is­ins og þegar vinnu slepp­ir, sé hún enn til stað­ar, þarf að finna sér eitt­hvað til dund­ur­s. 

Fyrstu dag­ana og jafn­vel vik­urnar var nýlundan við að vinna heima og sú örygg­is­til­finn­ing sem það skap­aði allt að því nota­leg. Við vorum öll í þessu saman og ljúf skylda að vera var­kár og halda sig heima. Þegar staðan breytt­ist lítið sem ekk­ert tók að grafa um sig eitt­hvað sem líkt­ist óróa og leiða yfir því að geta sig hvergi hreyft. 

Við­búið er að sumir hafi farið nokkrar ferðir í geymsl­una eða út í bíl­skúr að end­ur­raða dót­inu sem hefur legið þar árum sam­an. Inn hafa verið dregnir kassar fullir af löngu gleymdu dóti sem fólk vand­ræð­ast með um stund þangað til sest er niður og haldið áfram þar sem frá var horfið við að glápa á Net­fl­ix. 

Vonin liggur þó kannski að hluta til í þessum munum sem fólk hefur sankað að sér gegnum árin enda höfum við búið í efn­is­hyggju­heimi. Nota­gildi grip­anna er met­ið, það hvernig þeir voru not­aðir og hvaða merk­ingu hafa þeir fyrir eig­and­ann – sem getur verið mis­mun­andi frá stað til staðar og frá stund til stund­ar. Þarna býr efn­is­menn­ing­in; menn­ing­ar­legur bak­grunnur skapar tákn­mynd og nota­gildi hlut­ar­ins – en skapar líka sjálfs­mynd­ina – vit­und­ina um hver við erum. 

Mögu­lega er nefni­lega hægt að finna ryk­fallnar (og senni­lega ónýt­ar) VHS spólur og mynddiska í köss­unum sem dregnir voru inn úr skúma­skotum geymsl­unn­ar. Lík­lega er þetta dót varð­veitt í kass­anum við hlið­ina á þeim sem inni­heldur allar gömlu vín­yl­plöt­urn­ar. Allt eru þetta efn­is­legir hlutir sem end­ur­spegla smekk við­kom­andi á tón­list, sjón­varps­efni og bíó­mynd­um. Sjálfs­mynd­ina sjálfa. 

Þegar allt þetta gamla og án efa elskaða efni hefur verið dregið upp úr köss­unum blasir við næsta óþægi­legur raun­veru­leiki. Þeim heim­ilum hefur fækkað mjög sem eiga þau tæki sem þarf til að njóta efn­is­ins. 

Þá eru góð ráð dýr. Kannski væri hægt að fara á vef­inn og kaupa spil­ara en mynd­bands­spól­urnar verða senni­lega kvaddar í næstu Sorpu­ferð. Mögu­lega gæti fés­bók­in, Instagram, Twitt­er, Tik Tok og hvað þetta heitir allt orðið eina björgin í leið­ind­un­um. 

Bjarg­ræðið í vín­and­an­um?

Hugs­an­legt er að bjarg­ræðið liggi í að heim­send­ing­ar­þjón­usta verði leyfð á áfengum drykkjum sam­fara því að hægt verði að kaupa viskí og vodka með mjólk­inni í næstu búð. Þá er hætt við að stefni í vísan voða og að obbi þjóð­ar­innar skelli sér á kend­erí í núvit­und­ar­heim­in­um. 

Önnur og holl­ari leið til að gleyma stund og stað er að lesa sér til gagns og gam­ans líkt og almenn­ingur á Íslandi hefur verið hvattur til und­an­farnar vik­ur. Sumir hafa gripið til þess ráðs að draga fram gömlu mann­spilin eða borð­spil – og svo er auð­vitað alltaf hægt að spjalla við fólkið sitt. 

Ekki má heldur gleyma öllu því góða og fal­lega sem fólk af öllu tagi út um víða ver­öld hefur tekið upp á til að gera líf náung­ans betra og skemmti­legra. Dæmin eru mýmörg og von­andi höldum við áfram að rækta góð­mennsk­una eftir að far­ald­ur­inn er geng­inn yfir.

Ferða­lög í hug­anum heima við eru sömu­leiðis holl og góð afþrey­ing, en um leið og ljóst var að mögu­legt væri á næst­unni að slaka á sam­skipta- og ferða­hömlum fundu margir hjá sér þörf fyrir að stökkva út í vor­ið. Það er nefni­lega gaman að ferðast, hitta nýtt fólk og skoða ókunna stað­i. 

Víði var samt ekki skemmt og benti ákveð­inn á að fjórði maí, dag­ur­inn þegar létta skal á sam­komu­banni, væri ekki runn­inn upp. 

Sjúk­dóm­ur­inn sjálfur

Hvor­ugur höf­unda þess­arar greinar er sér­fræð­ingur á sviði far­alds­fræði. Því fara þeir afar var­lega í full­yrð­ingum varð­andi allt það sem hér fer á eftir en telja það vera vanga­veltur sem eigi sann­ar­lega vel við nú um stund­ir. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef­síð­unni Worldometer, hafa 171,850 þegar lát­ist af völdum veirunnar þegar þetta er skrifað þann 21. apríl 2010 kl. 14:29 að breskum tíma. Á sama tíma hafa 2.505.367 greinst með veiruna í 210 löndum og land­svæð­um. Hafa ber í huga að aðferðir við að skrá smit og dauðs­föll hafa verið með mis­mun­andi hætti eftir lönd­um.

Auglýsing
Auk þess er ekki hlaupið að því að átta sig á töl­fræði varð­andi skimun og smitrakn­ingu meðal ríkja heims­ins. 

Þessi háa tala lát­inna er bless­un­ar­lega aðeins lítið brot af þeim 7.778.525.000 sálum sem eiga sér sama­stað á jörð­inni núna. Sú tala er auð­vitað harla óáreið­an­leg og flökt­andi enda bætt­ust nokkrir tugir í þennan hóp á meðan þetta var skrif­að. Hér er hlekkur á fólks­fjölda­klukk­una.

Athygli vekur að þau ríki sem virð­ast hingað til hafa farið hvað verst út úr far­sótt­inni eru Kína, þar sem veiran á upp­tök sín, Banda­ríkin og Ítal­ía. Hugs­an­lega er það ein af ástæð­unum þess hve mjög ver­öldin á tánum nún­a. 

Þetta eru jú þróuð ríki sem státa af heil­brigð­is­kerfi sem ætti að jafn­aði að vera vel í sveit sett til að takast á við heil­brigð­is­vanda af þessu tagi. Önnur þróuð ríki hafa einnig orðið illa úti í fang­brögðum við COVID-19. 

Fram hefur komið að nýir sjúk­dómar hafa skotið upp koll­inum án þess að þeir köll­uðu á við­líka við­brögð og nú eru uppi um allan heim. Enn vitnum við í Ólaf Guð­laugs­son, yfir­lækni sem segir meg­in­mun­inn liggja í smit­leiðum og smit­hæfni. Til að mynda smit­ist eng­inn af HIV nema við mjög ákveðnar aðstæður sem fólk ákveði yfir­leitt sjálft að koma sér í. 

Veirur sem smit­ist með önd­un­ar­færa­smiti segir Ólafur dreifast mjög auð­veld­lega við almenna umgengni og því geti fólk ekki stjórnað hvort það verð útsett fyrir smiti. Dreif­ing COVID sýni okkur að svo­kallað „attack rate“ sé hátt þótt enn sé ekki komin nákvæm tala fyrir það. 

Við höfum iðu­lega heyrt bæði sótt­varna­lækni og land­lækni nota aðra tölu sem er R°(R­ho). Sú tala segi til um hve marga hver smit­aður smit­ar. Heil­brigð­is­yf­ir­völd eru ennþá að átta sig á almennu sam­fé­lags­legu smiti, það skýrist þegar lengra líð­ur, einkum þegar hægt verði að gera mótefna­próf. 

Sjúk­dóm­inn segir Ólafur vera mjög alvar­legan enda megi sjá háa tíðni alvar­legra veik­inda og dauðs­falla. Hann kveður að SARS og MERS hefðu getað orðið ámóta vanda­mál og COVID, en smit­hæfni þeirra reynd­ist minni og við­brögðin í sam­fé­lag­inu mið­ist alltaf við stærð vand­ans.

Á Íslandi hefur verið skip­aður vinnu­hópur á vegum þjóðar­ör­ygg­is­ráðs til að fylgj­ast með og „kort­leggja birt­ing­ar­myndir og umfang upp­lýs­inga­óreið­unn­ar“ sem teng­ist COVID-19. 

Fram­vindan

Annar höf­unda grein­ar­innar er búsettur í Papúa Nýju Gíneu sem er þró­un­ar­ríki. Heil­brigð­is­kerfið þar er ekki vel tækjum búið né hefur það mikil fjár­ráð til að takast á við far­aldur sem þenn­an. 

Þar virð­ast vera fá smit enn sem komið er en hugs­an­lega er skýr­ingin sú að þar í landi skortir úrræðin til að greina þá sem smit­aðir eru. Sé svo er mögu­legt að önnur hol­skefla smita eigi eftir að skella á í þró­un­ar­lönd­um. Hvaða áhrif það mun hafa á fjölda þeirra sem láta í minni pok­ann fyrir veirunni veit eng­inn.

Nú eru miklar hörm­ungar að ganga yfir í Ekvador og þar í landi virð­ist vera fátt um varn­ir. Óstað­festar fregnir benda til að þús­undir hafi lát­ist þar af völdum COVID-19. Það má hugsa sér að sama verði upp á ten­ingnum í öðrum þró­un­ar­ríkj­um.

Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin ótt­ast að Afr­íka kunni að verða næsti suðu­punktur far­ald­urs­ins. Þar gætu nokkur hund­ruð þús­und lát­ist af völdum hennar og millj­ónir orðið fátækt að bráð. Almennu hrein­læti er víða ábóta­vant og í álf­unni eru önd­un­ar­vélar fáséð­ar; innan við 2000 vélar eru til fyrir nokkur hund­ruð millj­ónir manna. Í tíu ríkjum er engin önd­un­ar­vél til. 

Nú ber­ast fréttir um að önnur alda smita sé að eiga sér stað í Singapúr og það vekur spurn­ingar um það hvort hið sama verði upp á ten­ingnum ann­ars stað­ar.

Önd­un­ar­vélar eru bráð­nauð­syn­legar lífs­hættu­lega veikum sjúk­ling­um. Fram­boð á slíkum tækjum hefur dreg­ist mjög saman í ver­öld­inni en Bretar hófu fram­leiðslu á sínum eigin að fyr­ir­mynd frá NASA. 

Hið sama var uppi á ten­ingnum vest­an­hafs þaðan sem þær fréttir bár­ust að bif­reiða­fram­leið­and­inn Ford hygð­ist fram­leiða önd­un­ar­vél­ar. Bíla­fram­leið­and­inn tók líka að fram­leiða and­lits­grímur en fram­boð þeirra var orðið mun minna en eft­ir­spurn­in. 

Vandi við við­brögð og varnir er því ekki aðeins uppi þar sem fátækt er mik­il. Fréttir hafa m.a. borist frá frá Bret­landi um að heil­brigð­is­stofn­anir þar séu að verða uppi­skroppa með hlífð­ar­búnað fyrir starfs­fólk. 

Annar hlífð­ar­bún­aður hefur einnig verið ill­fá­an­legur sem er hugs­an­lega skilj­an­legt í ljósi þess að þó að við­vör­un­ar­bjöll­urnar hafi klingt er sem fáir hafi heyrt í þeim. 

Björn Zoega for­stjóri Karol­inska-­sjúkra­húss­ins í Sví­þjóð nefndi jafn­framt nýverið í við­tali að eng­inn hefði verið við­bú­inn því hve mikið þyrfti að vera til af tækjum og bún­aði til að bregð­ast við far­aldri af þess­ari stærð­argráðu.

Allt frá árinu 2007 hefur þó mikið verið til til í land­inu af nauð­syn­legum bún­aði til að bregð­ast við áskorun af þessu tag­i. 

Á Íslandi hafa við­bragðs­á­ætl­anir vegna far­sótta verið til síðan um alda­mótin og hafa verið í stöðugri þróun og rýn­ingu. Síð­asta áætl­unin (sem áður hét við­bragðs­á­ætlun vegna heims­far­ald­urs inflú­ensu) mun hafa verið gefin út um það bil sem far­ald­ur­inn var að ná flugi.

Sam­dráttur

Nú þegar rykið virð­ist vera að setj­ast og myndin ögn að skýr­ast þarf að velta fyrir sér þeim spurn­ingum sem brenna á fólki. 

Líkt er sem stjórn­völd í Kína væru að vona að þeim tæk­ist að hefta útbreiðslu veirunnar frá Wuhan og að þeir þyrftu hrein­lega ekki að segja heims­byggð­inni frá þeirri ógn sem svo sann­ar­lega stafar af COVID-19. 

Lengi lét Banda­ríkja­for­seti í það skína að far­ald­ur­inn ætti eftir að hjaðna hratt og hverfa innan skamms án þess að grípa þyrfti til sér­stakra aðgerða. Eftir að ljóst varð að svo er ekki hefur for­set­inn óhikað beint spjótum sínum í allar áttir og kennt öllum öðrum en rík­is­stjórn sinni um hvernig komið er. 

Hann er til dæmis einn hat­rammasti gagn­rýn­andi Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ar­innar (WHO) og hefur lagt það til að greiðslum Banda­ríkj­anna til þeirrar stofn­unar verði hætt

Sér­fræð­ingar virð­ast sam­mála um að óum­flýj­an­legt sé að efna­hags­kerfi heims­ins muni skreppa tölu­vert saman um sinn. Vest­ur­lönd sem stóla mikið á versl­un, þjón­ustu og iðnað því tengdu munu fara verst út úr þeim sam­drætti. Þau lönd sem fram­leiða meira munu koma betur út vegna þess að þau eru að höndla með verð­mæti sem eru ekki hug­læg heldur eitt­hvað sem má hand­leika. 

Enn hafa höf­undar ekki rek­ist á spár um hvernig þró­un­ar­löndum muni farn­ast en gera má ráð fyrir því að þar verði kreppan djúp og muni auka við þá fátækt sem er nú þegar til stað­ar. 

Nýverið bár­ust fréttir af fjöl­mennum mót­mælum í Bangla­desh vegna afpant­ana stórra vest­rænna versl­un­ar­keðja á þar­lendum vefn­að­ar­vör­um. Þær eru mik­il­vægur þáttur í hag­kerfi lands­ins en fjöl­margt starfs­fólk í vefn­að­ar­iðn­aði hefur verið launa­laust í allt að tvo mán­uð­i. 

Reglu­festan breyt­ist

Sam­fé­lag nútím­ans ætl­ast til að ein­stak­ling­arnir séu heil og óbrotin tann­hjól í gang­verki þess, það skipar þeim með sífellt skil­virk­ari hætti í fyr­ir­fram gefin hólf, gefur þeim mæl­an­leg ein­kenni og skapar handa þeim stofn­anir sem í sjálfum sér bera reglu­festu og vald. Flestir virð­ast sam­þykkja þetta og þykir und­ar­legt að nokkur hafi áhuga á ann­ars konar lífi.

Nán­ast á auga­bragði var almenn­ingur samt til­bú­inn að sam­þykkja viða­miklar breyt­ingar á langvar­andi reglu­festu og vana. Þær víð­tæku, fjöl­þjóð­legu aðgerðir að hefta ferða­frelsi fólks, banna sam­komur og jafn­vel að loka vinnu­stöðum hafa ekki ein­göngu skapað efna­hag­skreppu sem ekki sér fyrir end­ann á heldur hafa mæl­ingar sýnt að magn CO2 agna í loft­hjúpi jarðar hefur dreg­ist sam­an. 

Umferð allra gerða far­ar­tækja hefur minnkað mik­ið, verk­smiðjum hefur verið lokað og flug­um­ferð er marg­falt minni en vant er svo dæmi séu nefnd. Þeir sem berj­ast fyrir betri umgengni um móður Jörð eru margir hverjir ánægðir með þróun mála. 

Mengun hefur enda minnkað snar­lega og í Los Ang­eles njóta ljós­mynd­arar þess að mynda borg­ina þar sem hún baðar sig í sól­ar­ljósi því meng­un­ar­skýið sem legið hefur yfir henni lengi er að mestu horf­ið. 

Bjart er yfir Himalaja fjöllum en dimmt yfir Úkra­ínu, einu stærsta og fátæk­asta ríki Evr­ópu. Bæði hefur veiran haft alvar­leg áhrif á dag­legt líf íbúa lands­ins og mökkur af skóg­ar­eldum sem log­uðu nærri Cherno­byl lögð­ust yfir Kiev. Þau tíð­indi hafa borist að fólk veik­ist verr á þeim svæðum þar sem loft­mengun er mik­il. 

Tröllin á sam­fé­lags­miðlum hafa nýtt sér and­rúms­loftið með því að skrifa upp­lognar frétt­ir. Ein þeirra snýr að höfr­ungum og fleiri sjáv­ar­dýrum sem hingað til hefðu ekki hætt sér í drullupytt­inn sýki Fen­eyja en geri það nú vegna minnk­aðrar meng­un­ar. 

Spáð hefur verið að á þessu ári verði allt að 5% minnkun á los­un. Vís­inda­menn telja að þetta sé stutt hlé sem muni hafa óveru­leg áhrif til langs tíma lit­ið. Um leið og hjól athafna­lífs­ins taki að snú­ast aftur muni fljót­lega verða snúið til fyrri vegar og lang­tíma­á­hrifin verði ekki þau sem bar­áttu­menn fyrir betra umhverfi hafa látið sig dreyma um. 

Á vef Norska rík­is­út­varps­ins voru nýlega taldar upp nokkrar ástæður þess að far­sóttin væri slæm tíð­indi fyrir lofts­lagið m.a. frestun lofts­lags­ráð­stefnu, hæg­ari upp­bygg­ing í sól- og vind­orku og að efna­hags­að­gerðir rík­is­stjórna heims­ins geri illt verra. 

Velta má fyrir sér hvort veiru­váin og afleið­ingar hennar muni opna augu almenn­ings og ráða­manna fyrir því að hægt sé að draga úr mengun með því að draga úr neyslu á ýmsum svið­u­m. 

Á hinn bóg­inn gefur núver­andi staða vís­inda­mönnum tæki­færi til að safna upp­lýs­ingum sem hægt er að nota til að skrifa lærðar greinar um það sem koma skal ef tekst að snúa þró­un­inni og hug­ar­far­inu við. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.

Kenn­ingar af ýmsu tagi

Eftir stendur að það sem fáir vildu heyra er orðið að raun­veru­leika. Nokkrar kvik­myndir hafa verið gerðar um far­sóttir og ara­grúi af skáld­sögum skrif­aðar sem fjalla um aðstæður svip­aðar þeim sem uppi eru í heim­inum í dag. 

Heil­brigð­is­kerfi ver­aldar hafa vita­skuld lengi gert sér grein fyrir að far­sóttir og heims­far­aldrar gætu skollið á og hafa t.d. séð skæða inflú­ensu árin 1918, 1957, 1968, 1977 og 2009. 

Ekki ómerk­ari maður en Bill Gates hefur ítrekað varað við hætt­unni á heims­far­aldri und­an­farin ár. Gates hefur sjálfur verið sak­aður um að bera ábyrgð á veirunni og stefna ásamt öðrum að því að koma á eft­ir­lits­kerfi í anda alsjár Foucaults eða Stóra bróður Orwells. 

Aðrir hafa gert slíkt hið sama en talað fyrir fremur daufum eyrum ráða­manna. Hér skal einnig nefndur Mich­ael Oster­holm sem er sér­fræð­ingur í smit­sjúk­dómum sem var­aði fyrst við heims­far­aldri árið 2005 með skrifum sínum í The For­eign Affairs Mag­azine. 

Það sem hann rit­aði þar var síðar birt á CNN frétta­stöð­inni og í laus­legri þýð­ingu var það þetta: „Við stöndum á mik­il­vægum tíma­punkti í sög­unni. Sá tími sem við höfum til að búa okkur undir næsta heims­far­aldur er að renna út. Við verðum að bregð­ast við nú þegar með yfir­veg­uðum og afger­andi hætt­i.“

Oster­holm ítrek­aði þetta í bók­inni Deald­liest Enemy: Our War Aga­inst Killer Germs sem kom út árið 2017. 

Veiru­fræð­ing­ur­inn Robert G. Web­ster gaf út bók­ina Flu Hunter: Unlock­ing the Secrets of a Virus í des­em­ber 2019 þar sem hann full­yrti að hættu­legur far­aldur væri ekki aðeins mögu­legur heldur væri það ein­göngu tíma­spurs­mál hvenær hann skylli á. 

Jer­emy Konyndyk sem var yfir­maður USAID Office of US For­eign Disaster Assistance í for­seta­tíð Obama lýsti því yfir að veira svipuð þeirri sem olli far­sótt­inni 1918 myndi koma fram. Hann var­aði við því að for­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, væri ekki vel und­ir­bú­inn til að takast á við far­aldur sem þenn­an. 

Dr. Luci­ana Borio sem starf­aði fyrir við­bragð­steymi Hvíta húss­ins gegn heims­f­ar­öldrum (e. The White House National Security Council team responsi­ble for pandem­ics) sagði hætt­una af heims­far­aldri vera eitt mesta áhyggju­efni heil­brigð­is­kerfa. Hún kvaðst jafn­framt ótt­ast að eng­inn væri við­bú­inn að bregð­ast við. 

John Bolton, sem var þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi Trumps for­seta leysti þetta teymi upp þegar Þjóðar­ör­ygg­is­ráðið (NSC) var end­ur­skipu­lagt.

Alls konar óáreið­an­legar til­gátur hafa einnig verið settar fram upp á síðkast­ið. Ein er sú að banda­ríski rit­höf­und­ur­inn Dean Koonz hafi spáð fyrir um COVID-19 í bók sinni The Eyes of Dark­ness. Í bók­inni er fjallað um veiru sem var búin til í efna­rann­sókn­ar­stöð og nefnd er „Wu­han -400“. Þar lýkur sam­lík­ing­unni því dán­ar­líkur af veirunni í bók­inni er 100%. Auk þess var veiran nefnd „Gorki-400“ í upp­haf­legri útgáfu bók­ar­innar árið 1981. 

Ein­hverjir „sér­fræð­ing­ar“ í spá­dómum sext­ándu aldar lækn­is­ins og spá­manns­ins Nostradamusar hafa full­yrt að hann hafi spáð fyrir um yfir­stand­andi far­sótt í tveimur ef ekki þremur af tor­ræðum fjög­urra lína spá­dóms­vísum sín­um. 

Margir virð­ast jafn­vel álíta að um ein­hvers konar svið­setn­ingu sé að ræða og ástæður hennar eru taldar vera af ýmsu tagi, allt frá því að verið sé að fela upp­setn­ingu 5G mastra fyrir almenn­ingi til þess að alþjóða­sam­tök auð­kýf­inga hafi þurft á fryst­ingu hag­kerfa heims­ins að halda. Slíkum kenn­ingum fylgja oft yfir­lýs­ingar um að COVID-19 sé varla hættu­legri en venju­leg flensa eða jafn­vel kvef. 

Því tengd er kenn­ing um að það sé 5G kerf­ið, símar og möstur sem valdi og dreifi veik­ind­un­um. Svarið við því er að raf­seg­ul­geislun flytji orku en alls ekki efni. Því sé alger­lega ómögu­legt að hún dreifi veir­um.

Loks virð­ast ein­hverjir telja að Kín­verjar hafi komið veirunni af stað til fella hag­kerfi and­stæð­inga sinna um ver­öld­ina og koma svo inn sem frelsandi englar með úrræði og bjarg­ráð. Látið er að því liggja að þeir sjálfir hafi sloppið ótrú­lega vel; t.d. hafi engir ráða­menn sýkst og stór­borgir í nágrenni Wuhan hafi ekki orðið fyrir barð­inu á veirunn­i. 

Hag­kerfi Kína hefur þó dreg­ist saman í fyrsta skipti í ára­tugi og hátt í hund­rað þús­und dauðs­föll hafa verið skráð í land­in­u. 

Þáttur stjórn­valda

Hvers vegna virð­ast sumir ráða­menn heims­ins koma af fjöllum varð­andi til­komu COVID-19 og hvers vegna eru við­brögð margra þeirra jafn slæ­leg og raun ber vitn­i? 

Getur það verið vegna þess að þau sem við veljum til þess að stjórna ríkjum okkar vilji fyrst og fremst tryggja sér áfram­hald­andi setu í emb­ætti og forð­ist þess vegna að ræða erf­iðar aðstæður sem koma upp? 

Hvers­dags­legu vanda­málin sem stjórn­mála­menn þurfa að glíma við eru marg­vís­leg og hví þá að verja orku í að draga fram erf­ið­leika sem eru hvort eð er líkt og fjar­læg martröð sem ætti frekar heima í kvik­myndum eða skáld­sög­um? 

Eng­inn vinnur sér inn atkvæði með því að draga slík mál upp á yfir­borðið á meðan flest leikur í lyndi. Til að sann­girni sé gætt hlýtur þó að mega búast við að skyn­samir stjórn­mála­menn styðji við og hvetji til und­ir­bún­ings gegn hverskyns vá þótt það fari ekki endi­lega fram á opin­berum vett­vang­i. 

Um þessar mundir er ástandið að versna í Bret­landi og Banda­ríkj­unum með hverjum deg­inum sem líð­ur. Nú ber­ast fréttir um það eins og áður sagði að ný bylgja smita séu að koma fram í Singapúr. Hins­vegar virð­ast Kín­verjar vera búnir að ná tökum á far­aldr­inum þar í landi sem er mjög gleði­legt og gefur von um að í það minnsta sé hægt að hefta útbreiðsl­una á meðan verið er að leita að bólu­efni sem getur unnið á veirunn­i. 

Á hinn bóg­inn virð­ast kín­versk stjórn­völd ekki ein­vörð­ungu vera að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar heldur líka að hefta umræðu og rann­sóknir um hvers vegna veiran gat valdið jafn miklum usla og raun ber vitni. Þessar aðgerðir eru örugg­lega ekki hjálp­legar til að finna lausn vand­ans eða til þess að læra af reynsl­unn­i. 

Efna­hag­skreppa

Öll heims­byggðin siglir hrað­byri inn í kreppu sem virð­ist ætla að verða mjög erfið og erfitt að sjá fyrir end­ann á. Sam­an­burður við kreppur fyrri tíma gefur til kynna að hún verði enn verri en kreppan eftir banka­hrunið 2008 og jafn­vel verri en „kreppan mikla“ sem hófst í Banda­ríkj­unum árið 1929. Henni fylgdi mik­ill sam­dráttur á flestum sviðum atvinnu­lífs­ins, atvinnu­leysi og harð­ræði fyrir marga. 

Krepp­unni miklu lauk þegar seinni heims­styrj­öldin skall á og í raun má segja að tíma­bilið frá 1929 til stríðsloka 1945 hafi verið lang­vinnt umbrota­tíma­bil. Þegar upp var staðið og upp­bygg­ingin hófst var öllum ljóst að bæta yrði sam­skipti á alþjóða­vett­vang­i. 

Sam­ein­uðu þjóð­irnar litu dags­ins ljós og fyrstu skrefin voru stigin til meiri sam­vinnu Evr­ópu­ríkj­anna. Evr­ópu­banda­lagið á rætur sínar að rekja til Par­ís­ar­sátt­mál­ans sem var und­ir­rit­aður árið 1951 og Róm­ar­sátt­mál­ans sem tryggði frek­ari efna­hags­bönd á milli ríkj­anna sem að honum stóð­u. 

Þar með var Evr­ópska efna­hags­svæðið orðið að raun­veru­leika (European Economic Comm­unity). Það var þó ekki fyrr en 1993 að Evr­ópu Banda­lagið (EU) var stofnað þegar Maastricht-sátt­mál­inn var und­ir­rit­að­ur. 

Alþjóða­stofn­anir eins og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Alþjóða­bank­inn voru einnig stofn­aðar og aðrar ráð­staf­anir gerðar sem hafa hjálpað til við að við­halda einu lengsta efna­hags­vaxt­ar­tíma­bili sög­unn­ar.

Allt þetta gerð­ist meðan heim­ur­inn skipt­ist í tvö gagn­stæð kerfi í ísköldu stríð­i. 

Umbreyt­ing á tímum far­sótt­ar. Hvað svo? 

Hvernig verður málum háttað þegar þessi heims­far­aldur er yfir­stað­inn? Efna­hag­skreppan mun vænt­an­lega vara eitt­hvað áfram eftir að far­ald­ur­inn sjálfur hefur verið kveð­inn nið­ur. 

Þótt Ólafur Guð­laugs­son yfir­læknir sýk­inga­varna­deildar Land­spít­al­ans segi of snemmt að horfa til baka í miðjum far­aldri sé lær­dómur dreg­inn af öllu því sem gert er í raun­tíma og reynt að bæta næstu ákvarð­an­ir. Allir þættir tengdir far­aldr­inum sjálfum eru í stöðugri rýn­ingu innan heil­brigð­is­kerf­is­ins þar sem verið er að læra af því sem gert er, það notað sem vel reyn­ist og öðru breytt. 

Enn er alls óvíst hvenær far­ald­ur­inn verður að baki og hversu margir munu láta líf­ið. Vonin er þó sú að við sem mann­kyn munum bera gæfu til að geta litið um öxl og séð hvað fór úrskeiðis og hvað var vel gert til þess að læra af reynsl­unni. Alvar­lega þarf t.d. að huga að og styrkja fæðu­ör­yggi heims­ins og efna­hags­lega afkomu fólks. 

Verk­smiðju­fram­leiðsla hefur færst til Kína og Ind­lands til að nefna fjöl­menn­ustu svæðin þar sem ódýrt vinnu­afl gefur fjöl­þjóða­fyr­ir­tækjum færi á að auka gróða sinn. 

Þeir hlutir sem við kaupum eru hreint og beint hann­aðir til að ganga fljótt úr sér svo við kaupum meira. 

Að mestu er af sem áður var þegar til dæmis arm­bandsúr eða hús­gögn ent­ust mannsæv­ina alla og gengu svo í erfðir til afkom­enda eig­and­ans. Harla litlar líkur eru á því að far­símar gangi í erfðir og efast má um að IKEA hús­gögn muni duga margar kyn­slóð­ir. 

Kannski förum við að lesa gömlu bæk­urn­ar, horfa á gömlu mynd­irnar og spila gömlu vín­yl­plöt­urnar meðan við látum fara vel um okkur í gamla sóf­an­um. Við þurfum ekki að hætta að ferð­ast til fjar­lægra staða en kannski leyfum við okkur að gera það stundum í hug­anum án þess að fyll­ast von­leysi yfir því. 

Áður en far­ald­ur­inn skall á var nefni­lega tekið að glitta í hug­ar­fars­breyt­ingu þar sem kallað var eftir minni sóun verð­mæta. Að mörgu þarf að huga og ýmis­legt þarf að skoða til að sneiða hjá þeim hremm­ingum sem gætu verið á næsta leiti verði ekk­ert að gert. 

Umhverf­is- og lofts­lags­mál eru vanda­mál sem ekki munu hverfa án þess að tekið sé á þeim. Aðgerða er þörf og hug­ar­fars- og kerf­is­breyt­ingu þarf til þess að þær nái fram að ganga. Ef til vill verður nýtt og bjart­ara við­horf til umhverf­is­ins, fólks­ins í kringum okkur og mun­anna sem við þegar eigum hin jákvæða nið­ur­staða heims­far­ald­urs­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar