Samstaða – Í tveggja metra fjarlægð

Hallgrímur Hróðmarsson telur engan vafa á því að Íslendingar komi standandi út úr yfirstandandi hremmingum. Miklu skipti hins vegar að þær byrðar sem fólk þarf að bæta á sig verði réttlátar og skynsamar.

Auglýsing

Það er athygl­is­vert að sjá í hvaða mynd við við verðum vör við sam­stöð­una í sam­fé­lag­inu núna. Allir setja það á odd­inn að passa upp á öryggi sjálfra sín og ann­arra. Ég held mig heima og fæ engar heim­sókn­ir. Ég fer í göngu­ferðir – reyndar ekki nógu oft. Og þegar ég fer út mæti ég sam­borg­urum mín­um; þeir brosa, kinka kolli og heilsa. Um dag­inn gekk ég eftir Reykja­mörk­inni hér í heimabæ mín­um, Hvera­gerði, nið­ur­sokk­inn í hugs­anir mínar um allt og ekk­ert, þá heyrði ég allt í einu kallað glað­lega – hæ. Og sjá – þegar ég leit upp og horfði til hliðar sá ég stráka­hóp sem veif­aði glað­lega til mín. Ég tók kveðju þeirra með bros á vör og mér hlýn­aði um hjarta­ræt­ur. Æ, ég ætl­aði ekki að verða svona væm­inn – en það  er nauð­syn­legt að sjá og finna gleð­ina sem fylgir hinu smáa – sem er reyndar alls ekki svo smátt.

Ég fer í Bónus á þriggja til fjög­urra daga fresti – með grímu og einnota hlífð­ar­hanska. Allt gengur rólega fyrir sig – engum liggur á. Það mynd­ast engin örtröð við kass­ann þegar líður að lokun versl­un­ar­inn­ar, því fólk dreifir inn­kaupa­ferð­unum yfir dag­inn. Það gengur ekki með mál­band eða tommu­stokk til að mæla fjar­lægð­ina til næsta manns – nú eru allir með inn­byggt fjar­lægð­ar­skyn og halda sig í um það bil tveggja metra fjar­lægð frá náung­an­um. Þarna er kona sem stendur við hill­una með hnetum og þurrk­uðum ávöxt­um. Hún gefur sér góðan tíma, athugar verðið og hugsar greini­lega um það hvað kall­inn hennar kýs helst í boll­urnar sem hún ætlar að baka handa hon­um. Ég bíð álengdar – er alveg viss um hvað ég ætla að kaupa. Ég á nefni­lega firna­góða upp­skrift af Kaffi­-­trönu­berja-köku. Hún er mein­holl af svona köku að vera. Þegar ég kem að kass­anum bendir afgreiðslu­stúlkan mér á að stíga ekki yfir strikið sem á að tryggja tveggja metra fjar­lægð frá kúnn­anum sem hún er að afgreiða. Ég afsaka mig, stíg eitt skref til baka, brosi til ann­arra við­skipta­vina og þeir brosa á móti.

Þeir lakast settu

Ég er ekki á flæðiskeri staddur – kenn­ari, sestur í helgan stein. Kenn­ara­kaupið er reyndar ekki neitt til að hrópa húrra fyrir og líf­eyr­ir­inn eftir því – en það næg­ir. Mér verður hugsað til allra þeirra sem eiga ekki fyrir mat út mán­uð­inn. Hugsa stjórn­völd nægi­lega til þeirra á tímum sem þessum? Um áraraðir hafa eldri borg­arar og öryrkjar mátt þola að tekjur þeirra hafa ekki hækkað í sam­ræmi við tekjur á almennum vinnu­mark­aði. Og um áraraðir hafa allir stjórn­mála­flokk­arnir lofað því fyrir kosn­ingar að leið­rétta kjör þessa fólks – en eftir kosn­ingar hafa önnur mál verið sett í for­gang. Fleiri hópa má nefna í þessu sam­bandi, svo sem ein­stæða feður og ein­stæðar mæð­ur, leigj­end­ur, náms­menn og fleiri. Í augum hinna háu ráð­andi herra á alþingi og í rík­is­stjórn, hafa þessir hópar verið afgangs­stærðir þegar kemur að því að skapa gott og rétt­látt sam­fé­lag á Íslandi. Á tímum sem þessum er mjög nauð­syn­legt að hafa í huga að áhyggjur og kvíði vegna veirunnar bæt­ist hér ofan á áhyggjur og kvíða vegna mat­ar­leysis og skorts á öðrum nauð­synj­um. Við vitum að fjár­hags­staða þeirra hópa sem ég nefndi hér að framan er mjög mis­mun­andi. Það er eng­inn sem lætur sér detta í hug að vel stæðir ein­stak­lingar meðal þeirra eigi rétt á auknum bótum eða lag­fær­ingu líf­eyr­is. En það verður að huga betur að þeim hluta sem lakar stend­ur. Hug­myndin um borg­ara­laun er að vakna til lífs­ins núna. Útfærsla þeirra á að tryggja öllum lág­marks­fram­færslu. Við ættum að huga að slíkum lausnum þegar við erum laus úr þessum hremm­ing­um.

Sam­vinna og sam­ráð

Það er ljóst að vald­haf­arnir hafa ekki dregið nægan lær­dóm af hrun­inu árið 2008. Margt tókst vel í þeim bjarg­ráðum sem stjórn­völd buðu upp á þá. En þegar grannt var skoðað kom í ljós að margt fór úrskeið­is. Þegar frá líður veltir maður því fyrir sér hversu algengt það var að fyr­ir­tæki fengu ótak­mark­aðan stuðn­ing – hvort sem þau voru stór­gróða­fyr­ir­tæki eða önnur minni. Mjög mörg þeirra áttu góða að hjá valda­stétt­inni og það var ótrú­lega auð­velt að fá nið­ur­felldar skuldir og gjöld. Á sama tíma misstu margir hús sín og eignir þó þeir hefðu haft alla burði til að standa við skuld­bind­ingar sínar fyrir hrun. Eins og svo oft áður voru stórir hópar í sam­fé­lag­inu sem litið var á sem afgangs­stærð­ir. Þegar á heild­ina er litið þá voru það þeir best settu sem fengu mest út úr þeim bjarg­ráðunum sem stjórn­völd buðu upp á. En þeir sem lakar stóðu máttu þola miklar hremm­ing­ar. Ég er ekki í vafa um að ef meiri sam­vinna hefði verið milli allra stjórn­mála­hreyf­inga á alþingi þá hefði verið hægt að finna betri og rétt­lát­ari lausn­ir. Og ef meira sam­ráð hefði verið haft við ýmsa hags­muna­hópa í sam­fé­lag­inu þá hefði betur tek­ist að rétta hlut allra sem urðu illa úti í hrun­in­u. 

Auglýsing
Í dag er mikið rætt um sam­vinnu stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu – en því miður virð­ast það orðin tóm. „Sam­vinn­an“ felst í því að stjórn­ar­and­staðan fær sér­kynn­ingu á aðgerð­unum en ekk­ert til­lit er tekið til rétt­mætra athuga­semda við þær. Allar til­lögur minni­hlut­ans á alþingi um breyt­ingar á fyrsta  aðgerð­ar­pakk­anum voru felld­ar. Ein þeirra dúkk­aði reyndar upp í aðgerða­pakka númer tvö: Um stuðn­ing við nýsköpun og sprota­starf­semi. Það er væg­ast sagt bros­legt að stuðn­ings­menn stjórn­ar­innar á alþingi felli til­lögu frá stjórn­ar­and­stöð­unni – en sam­þykki hana síðan þegar hún hefur verið eyrna­merkt stjórn­inni – æ, æ.

Sam­ráð við ýmsa mik­il­væga hags­muna­hópa í sam­fé­lag­inu er í skötu­líki. Umsögn ASÍ um aðgerða­pakka tvö lýsir glögg­lega hversu stór­gall­aðar til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar eru: „Enn á ný beina stjórn­völd stuðn­ingi sínum ekki að fólki heldur að fyr­ir­tækjum sem eftir óljósum leik­reglum geta sótt sér fjár­muni í vasa almenn­ings, óháð því hvort þau við­halda störf­um, fara eftir kjara­samn­ingum eða standa skil á fram­lagi sínu til sam­fé­lags­ins. Það er lyk­il­at­riði við end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins að tekjur fólks séu tryggð­ar, atvinnu­leys­is­bætur og önnur fram­færsla sé þannig að fólk geti lifað sóma­sam­legu lífi og stutt við þjón­ustu og fram­leiðslu með kaup­mætti sín­um.“ 

Síðan er haft eftir Drífu Snæ­dal for­seta ASÍ: „For­svars­fólk rík­is­stjórn­ar­innar hefur kosið að þróa til­lögur til aðgerða við for­dæma­lausum aðstæðum einkum í sam­tali við sjálft sig. Reyndin er hins vegar sú að þekk­ingin og reynslan liggur hjá verka­lýðs­hreyf­ing­unni og aðeins með sam­tali og sam­vinnu getum við búið til lausnir sem henta vanda af þeirri stærð­argráðu sem við nú stöndum frammi fyr­ir. Krafa okkar um sam­ráð snýr að þessu.“ 

Stöndum þétt saman – Þegar hremm­ing­arnar eru að baki

Eng­inn vafi er á því að Íslend­ingar koma stand­andi út úr þessum hremm­ing­um. En miklu skiptir að þær byrðar sem fólk þarf að bæta á sig verði rétt­látar og skyn­sam­ar. Það gengur ekki að óhóf­legar byrgðar sér lagðar á almenn­ing í land­inu. Og það gengur ekki að sá litli hluti þjóð­ar­innar sem mest hefur á milli hand­anna axli ekki ábyrgð í takt við þau efn­is­legu gæði sem þeir njóta. Hvaða vit er í því að fyr­ir­tækj­um, sem um áraraðir hafa greitt hlut­höfum sínum millj­arða í arð, sé hleypt á rík­is­jöt­una? Það þarf að gera grein­ar­mun á fyr­ir­tækjum sem sigla með him­in­skautum og öðrum sem hafa haldið þokka­legum sjó og svo þeim sem voru og eru að sökkva. Það er hrein ósvinna að fyr­ir­tæki sem eiga mikið eigið fé og greiða millj­arða króna í arð til eig­end­anna fái sömu bjarg­ráðin og önnur fyr­ir­tæki. Menn verða að átta sig á því að þeir sem „eiga“ pen­ing­ana hafa ekki „eignast“ þá með súrum sveita síns and­lit­is. Þeir hafa tekið þá frá almenn­ingi á Íslandi í gegnum tíð­ina. 

Að loknum hremm­ing­unum þurfa ráða­menn að setj­ast niður og meta hvernig til hefur tekist, með rétt­læti og sann­girni að leið­ar­ljósi. Og þegar ég tala um ráða­menn á ég ekki bara við rík­is­stjórn Íslands og stuðn­ings­menn hennar – ég á við alla alþing­is­menn og ekki síður alla for­ystu­menn hags­muna­hópa í sam­fé­lag­inu. Sam­ráð og sam­vinna á að ein­kenna þetta mat. Við skulum vona að slíkt mat leiði til betra sam­fé­lags þegar hremm­ing­arnar eru að baki.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar