Veðjum á framtíðina

Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að hið opinbera geri atvinnulífinu kleift að skapa verðmæti til útflutnings. Verðmætasköpun einkageirans gerir síðan hinu opinbera kleift að efla velferðarkerfið.

Auglýsing

Áskor­unin sem sam­fé­lagið stendur frammi fyrir er flók­in. Nær algjör óvissa er um ferða­lög milli landa og eng­inn veit hversu langur tími líður þar til við getum ferð­ast erlendis eða fengið gesti til lands­ins. Þar af leið­andi mun verð­mæta­sköpun þessa árs verða hund­ruðum millj­arða minni en hún var á síð­asta ári. Til ýmissa aðgerða hefur verið gripið til að dempa högg­ið.

Fyrstu skref voru að tryggja afkomu fólks, með launum í sótt­kví og með hluta­bóta­leið­inni svoköll­uðu. Rík­is­sjóður stendur traustur og mun taka á sig gríð­ar­legan halla á þessu ári og verður senni­lega meiri en í banka­hrun­inu fyrir rúmum ára­tug. Seðla­bank­inn hefur lækkað vexti og hóf jafn­framt nýlega kaup á bréfum til þess að halda niðri vaxta­kostn­aði til lengri tíma. Þá hefur verið gripið til fjöl­margra og umfangs­mik­illa aðgerða til að verja launa­fólk í land­inu og verja störf. Þær snúa m.a. að því að rík­is­sjóður ábyrgist lán til fyr­ir­tækja, að upp­fylltum ýmsum skil­yrðum s.s., að fyr­ir­tækin séu skráð á Íslandi en ekki í skatta­skjól­um, greiði sér ekki arð á láns­tím­anum og fleira. Enda þó að mik­il­vægt sé að aðgerð­irnar séu almennar þá verða þær einnig að vera hnit­mið­að­ar. 

Auglýsing
Aðgerðir stjórn­valda hafa miðað að því að grípa til varna fyrir fólk með félags­legum úrræðum sem við vitum að þörf er og verður fyr­ir, t.d. með því að styrkja geð­heil­brigðisteymi um land allt, átak gegn heim­il­is­of­beldi, mennt­un­ar­úr­ræði, stuðn­ing við íþrótta­iðkun barna og fleira. Þó er einnig mik­il­vægt að búa til við­spyrnu fyrir hag­kerfið þegar að birta tekur til. 

Krían er komin

Í öðrum aðgerð­ar­pakka rík­is­stjórn­ar­innar er enn meira lagt í nýsköpun hvers­konar sem ég tel afar mik­il­vægt. Það er lyk­il­at­riði að hér verði til störf nú þegar gefið hefur á bát­inn í atvinnu­líf­inu. Þessi störf þurfa að verða til úti um land allt. Við vitum að til þess að standa undir öfl­ugu vel­ferð­ar­kerfi þarf öfl­ugt atvinnu­líf. Þessir tveir þættir næra hvorn ann­an. Hið opin­bera gerir atvinnu­líf­inu kleift að skapa verð­mæti til útflutn­ings. Verð­mæta­sköpun einka­geirans gerir hinu opin­bera kleift að efla vel­ferð­ar­kerf­ið. Þetta sjáum við vel núna á öfl­ugu við­bragði hins opin­bera, heil­brigð­is­kerfis og almanna­varna sem hefur orðið til þess að settar hafa verið minni hömlur á dag­legt líf Íslend­inga heldur en í flestum löndum í kringum okk­ur. Þar hefur skólum verið lokað og útgöngu­bann verið í gildi og fram­fylgt af lög­reglu vikum og mán­uðum sam­an.

Eitt sem skort hefur lengi á Íslandi er nýsköp­un­ar­sjóður sem fjár­festir í fyr­ir­tækj­um. Fyrir þing­inu liggur frum­varp um slíkan sjóð, Kríu. Lagt er til að í hann fari 1300 millj­ónir sem hægt sé að nýta í fjár­fest­ingar á þessu ári. Þá er einnig mik­il­væg sú til­laga að hækka end­ur­greiðslur á rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aði sem einnig er til þess fallin að fjölga hér störfum og auð­velda end­ur­reisn­ina. Með þessu erum við að veðja á fram­tíð­ina – leysum úr læð­ingi sköp­un­ar­kraft til að skapa enn frek­ari verð­mæt­i. 

Rann­sóknir á vegum Nor­ræna ráð­herra­ráðs­ins sýna að á eftir heilsu og tekju­ó­jöfn­uði er það atvinnu­leysi sem mestri óham­ingju veldur hjá ein­stak­ling­um. Nú slær atvinnu­leysi öll met og mik­il­vægt að við náum að spyrna við fótum sem fyrst. Það gerum við með því að styðja við það sem fyrir er og byggir á traustum grunni en einnig með öfl­ugum nýsköp­un­ara­stuðn­ingi og horfum til fram­tíð­ar. Fjöl­breytni í störfum út um allt land er það sem við þurfum til að kom­ast á réttan kjöl aft­ur. 

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar