Skapandi lausnir eru nauðsynlegar

Þingmaður Samfylkingarinnar leggur til að fjöldi sjálfstætt starfandi einstaklinga í ferðaþjónustu og listum verði kallaðir að borðinu til að skapa þeim sem nú glíma við kvíða og einangrun ánægjulegri tíma.

Auglýsing

Stjórnvöld hafa nú kynnt einn aðgerðarpakka til vegna þess áfalls sem samfélagið hefur orðið fyrir vegna COVID-19 veirunnar. Gagnrýnisraddir hafa borist úr ýmsum áttum og hafa þær verið nokkuð samróma um að pakkinn sé of ómarkviss þótt margt sé þar nauðsynlegt. Við í Samfylkingunni erum sammála því þótt við áttum okkur einnig á að viðfangsefnið er hvort tveggja stórt og víðfeðmt. 

Ég held að allir finni fyrir auknum áhyggjum af stöðunni. Það er ekki síst óvissan sem veldur því að jafnvel þeir sem ekki sjá fram á stórt fjárhagslegt högg verða áhyggjufullir. Hvernig verður sumarið, haustið og næstu ár. Mun ég halda starfi mínu, næ ég að ljúka námi, munu börnin komast í gegnum sinn skóla, hvað með aldraða foreldra mína. Hvenær má ég sinna þeim? Mun ég ráða við að framfleyta mér og fjölskyldu minni? 

Þrátt fyrir áþreifanlega samstöðu í samfélaginu þá finnum við öll að róðurinn er að þyngjast. Við sem samfélag þurfum að halda áfram að standa saman í gegnum þennan brimskafl en við þurfum líka skapandi hugsun að lausnum í stóru sem smáu. 

Auglýsing
Ég legg til að við leitum lausna til skamms tíma hjá þeim ólíku einstaklingum sem nú hafa misst sín verkefni. Legg ég til að fjöldi sjálfstætt starfandi einstaklinga í ferðaþjónustu og listum verði nú kallaðir að borðinu til að skapa þeim sem nú glíma við kvíða og einangrun ánægjulegri tíma. Þannig getum við sameinað krafta allra, búið til vinnusmiðjur um allt land með skapandi starfi, hreyfingu og samveru. Yfir fimmtíu þúsund manns eru nú á atvinnuleysisskrá að hluta eða öllu leyti. Skapandi hugsun þarf til að leysa úr því hvernig virkja má þennan fjölmenna hóp og bæta líðan þeirra. Með því að koma þessum stóra hópi í virkni í sinni atvinnuleit minnkum við líkur á neikvæðum afleiðingum atvinnuskerðingar á geðheilsu þeirra. Við getum þannig séð fyrir okkur stór verkefni á sviði listar og menningar um allt land, leiksýningar og tónlistarsköpun, rithópa og sirkuslistir, myndlist og kvikmyndagerð, allt það sem hægt er fyrir þá sem mögulega gætu haft ánægju af slíku. Fyrir annan hóp má sjá fyrir sér ferðalög um landið undir dyggri stjórn fagfólks. Leiðsögumenn eru stétt sem hafa misst öll sín verkefni og gætu hæglega tekið að sér að ferðast um landið í styttri og lengri ferðum til að kynna hópum nýjar og þeim áður óþekktar perlur. Þannig fengjum við leiðsögumönnum og öðrum ferðaþjónustuaðilum verkefni, þau fara af atvinnuleysisskrá og í verkefni en þeir sem taka þátt njóta góðs af virkni sem tengjast styttri eða lengri ferðum. 

Á fordæmalausum tímum þarf að þora að leita óhefðbundinna lausna. Hvað sem öðru líður tel ég vert að stjórnvöld kalli eftir hugmyndum hjá þessum skapandi hópum til næstu mánaða svo auðvelda megi okkur gönguna í gegnum þennan skafl.   

Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar