Skapandi lausnir eru nauðsynlegar

Þingmaður Samfylkingarinnar leggur til að fjöldi sjálfstætt starfandi einstaklinga í ferðaþjónustu og listum verði kallaðir að borðinu til að skapa þeim sem nú glíma við kvíða og einangrun ánægjulegri tíma.

Auglýsing

Stjórn­völd hafa nú kynnt einn aðgerð­ar­pakka til vegna þess áfalls sem sam­fé­lagið hefur orðið fyrir vegna COVID-19 veirunn­ar. Gagn­rýn­is­raddir hafa borist úr ýmsum áttum og hafa þær verið nokkuð sam­róma um að pakk­inn sé of ómark­viss þótt margt sé þar nauð­syn­legt. Við í Sam­fylk­ing­unni erum sam­mála því þótt við áttum okkur einnig á að við­fangs­efnið er hvort tveggja stórt og víð­feðm­t. 

Ég held að allir finni fyrir auknum áhyggjum af stöð­unni. Það er ekki síst óvissan sem veldur því að jafn­vel þeir sem ekki sjá fram á stórt fjár­hags­legt högg verða áhyggju­full­ir. Hvernig verður sum­ar­ið, haustið og næstu ár. Mun ég halda starfi mínu, næ ég að ljúka námi, munu börnin kom­ast í gegnum sinn skóla, hvað með aldr­aða for­eldra mína. Hvenær má ég sinna þeim? Mun ég ráða við að fram­fleyta mér og fjöl­skyldu minn­i? 

Þrátt fyrir áþreif­an­lega sam­stöðu í sam­fé­lag­inu þá finnum við öll að róð­ur­inn er að þyngj­ast. Við sem sam­fé­lag þurfum að halda áfram að standa saman í gegnum þennan brim­skafl en við þurfum líka skap­andi hugsun að lausnum í stóru sem smá­u. 

Auglýsing
Ég legg til að við leitum lausna til skamms tíma hjá þeim ólíku ein­stak­lingum sem nú hafa misst sín verk­efni. Legg ég til að fjöldi sjálf­stætt starf­andi ein­stak­linga í ferða­þjón­ustu og listum verði nú kall­aðir að borð­inu til að skapa þeim sem nú glíma við kvíða og ein­angrun ánægju­legri tíma. Þannig getum við sam­einað krafta allra, búið til vinnu­smiðjur um allt land með skap­andi starfi, hreyf­ingu og sam­veru. Yfir fimm­tíu þús­und manns eru nú á atvinnu­leys­is­skrá að hluta eða öllu leyti. Skap­andi hugsun þarf til að leysa úr því hvernig virkja má þennan fjöl­menna hóp og bæta líðan þeirra. Með því að koma þessum stóra hópi í virkni í sinni atvinnu­leit minnkum við líkur á nei­kvæðum afleið­ingum atvinnu­skerð­ingar á geð­heilsu þeirra. Við getum þannig séð fyrir okkur stór verk­efni á sviði listar og menn­ingar um allt land, leik­sýn­ingar og tón­list­ar­sköp­un, rit­hópa og sirku­slist­ir, mynd­list og kvikmynda­gerð, allt það sem hægt er fyrir þá sem mögu­lega gætu haft ánægju af slíku. Fyrir annan hóp má sjá fyrir sér ferða­lög um landið undir dyggri stjórn fag­fólks. Leið­sögu­menn eru stétt sem hafa misst öll sín verk­efni og gætu hæg­lega tekið að sér að ferð­ast um landið í styttri og lengri ferðum til að kynna hópum nýjar og þeim áður óþekktar perl­ur. Þannig fengjum við leið­sögu­mönnum og öðrum ferða­þjón­ustu­að­ilum verk­efni, þau fara af atvinnu­leys­is­skrá og í verk­efni en þeir sem taka þátt njóta góðs af virkni sem tengj­ast styttri eða lengri ferð­u­m. 

Á for­dæma­lausum tímum þarf að þora að leita óhefð­bund­inna lausna. Hvað sem öðru líður tel ég vert að stjórn­völd kalli eftir hug­myndum hjá þessum skap­andi hópum til næstu mán­aða svo auð­velda megi okkur göng­una í gegnum þennan skafl.   

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar