Skapandi lausnir eru nauðsynlegar

Þingmaður Samfylkingarinnar leggur til að fjöldi sjálfstætt starfandi einstaklinga í ferðaþjónustu og listum verði kallaðir að borðinu til að skapa þeim sem nú glíma við kvíða og einangrun ánægjulegri tíma.

Auglýsing

Stjórn­völd hafa nú kynnt einn aðgerð­ar­pakka til vegna þess áfalls sem sam­fé­lagið hefur orðið fyrir vegna COVID-19 veirunn­ar. Gagn­rýn­is­raddir hafa borist úr ýmsum áttum og hafa þær verið nokkuð sam­róma um að pakk­inn sé of ómark­viss þótt margt sé þar nauð­syn­legt. Við í Sam­fylk­ing­unni erum sam­mála því þótt við áttum okkur einnig á að við­fangs­efnið er hvort tveggja stórt og víð­feðm­t. 

Ég held að allir finni fyrir auknum áhyggjum af stöð­unni. Það er ekki síst óvissan sem veldur því að jafn­vel þeir sem ekki sjá fram á stórt fjár­hags­legt högg verða áhyggju­full­ir. Hvernig verður sum­ar­ið, haustið og næstu ár. Mun ég halda starfi mínu, næ ég að ljúka námi, munu börnin kom­ast í gegnum sinn skóla, hvað með aldr­aða for­eldra mína. Hvenær má ég sinna þeim? Mun ég ráða við að fram­fleyta mér og fjöl­skyldu minn­i? 

Þrátt fyrir áþreif­an­lega sam­stöðu í sam­fé­lag­inu þá finnum við öll að róð­ur­inn er að þyngj­ast. Við sem sam­fé­lag þurfum að halda áfram að standa saman í gegnum þennan brim­skafl en við þurfum líka skap­andi hugsun að lausnum í stóru sem smá­u. 

Auglýsing
Ég legg til að við leitum lausna til skamms tíma hjá þeim ólíku ein­stak­lingum sem nú hafa misst sín verk­efni. Legg ég til að fjöldi sjálf­stætt starf­andi ein­stak­linga í ferða­þjón­ustu og listum verði nú kall­aðir að borð­inu til að skapa þeim sem nú glíma við kvíða og ein­angrun ánægju­legri tíma. Þannig getum við sam­einað krafta allra, búið til vinnu­smiðjur um allt land með skap­andi starfi, hreyf­ingu og sam­veru. Yfir fimm­tíu þús­und manns eru nú á atvinnu­leys­is­skrá að hluta eða öllu leyti. Skap­andi hugsun þarf til að leysa úr því hvernig virkja má þennan fjöl­menna hóp og bæta líðan þeirra. Með því að koma þessum stóra hópi í virkni í sinni atvinnu­leit minnkum við líkur á nei­kvæðum afleið­ingum atvinnu­skerð­ingar á geð­heilsu þeirra. Við getum þannig séð fyrir okkur stór verk­efni á sviði listar og menn­ingar um allt land, leik­sýn­ingar og tón­list­ar­sköp­un, rit­hópa og sirku­slist­ir, mynd­list og kvikmynda­gerð, allt það sem hægt er fyrir þá sem mögu­lega gætu haft ánægju af slíku. Fyrir annan hóp má sjá fyrir sér ferða­lög um landið undir dyggri stjórn fag­fólks. Leið­sögu­menn eru stétt sem hafa misst öll sín verk­efni og gætu hæg­lega tekið að sér að ferð­ast um landið í styttri og lengri ferðum til að kynna hópum nýjar og þeim áður óþekktar perl­ur. Þannig fengjum við leið­sögu­mönnum og öðrum ferða­þjón­ustu­að­ilum verk­efni, þau fara af atvinnu­leys­is­skrá og í verk­efni en þeir sem taka þátt njóta góðs af virkni sem tengj­ast styttri eða lengri ferð­u­m. 

Á for­dæma­lausum tímum þarf að þora að leita óhefð­bund­inna lausna. Hvað sem öðru líður tel ég vert að stjórn­völd kalli eftir hug­myndum hjá þessum skap­andi hópum til næstu mán­aða svo auð­velda megi okkur göng­una í gegnum þennan skafl.   

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Kristbjörn Árnason
Sóttin hefur þegar bætt íslenska menningu
Leslistinn 25. nóvember 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda við einstaklinga og heimili
Formaður VR segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um nýtingu COVID-19 úrræða stjórnvalda hafi einungis um 7 milljarðar króna skilað sér beint til einstaklinga og heimila, en yfir 80 milljarðar til fyrirtækja.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Turnbygging sem íbúar lýstu sem „fokkmerki“ lækkuð um 10 hæðir
Hópur íbúa í Glaðheimahverfi í Kópavogi krafðist þess að hæsta hús á Íslandi yrði ekki byggt í hverfinu, til þess að áfram yrði gott að búa í Kópavogi. Turn sem átti eitt sinn að verða 32 hæðir og síðan 25 hæðir verður á endanum sennilega bara 15 hæðir.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar