Bjargað í blindni

Benjamin Julian skrifar um björgunaraðgerðir stjórnvalda við bankahruninu annars vegar og við COVID-19 krísunni hins vegar.

Auglýsing

Þegar bönkum var bjargað einum á fætur öðrum um allan heim árin 2007-2009, þá birt­ist okkur óvenju­leg sjón. Yfir­völd dældu pen­ingum í þá, en gerðu allt sem þau gátu til að hafa enga stjórn á þeim. Víða var þetta yfir­lýst stefna. Þetta þýddi bara eitt: Fólkið sem klessu­keyrði hag­kerfið átti að vera áfram við stýri, en ríkið myndi laga bíl­inn (aftur og aft­ur) og borga bens­ín­ið.

Nú, ára­tug síð­ar, höfum við lært af reynsl­unni, en greini­lega mis­mun­andi lex­í­ur. Rík­is­stjórnin okkar hefur lært að þetta hafi verið mjög snjallt. Gefum fyr­ir­tækjum pen­inga, og leyfum þeim að ákveða hvernig þeir eru not­að­ir. Bank­arnir mega lána með rík­is­á­byrgð, fyr­ir­tækin mega segja upp fólki með rík­is­styrk. Rík­is­end­ur­skoð­andi sagði um banka­á­byrgð­ina að þar „sé í reynd verið að fela einka­að­ilum að fara með til­tekið opin­bert vald“. Ef pen­ingar eru völd, þá mætti gera þetta að slag­orði núver­andi björg­un­ar­að­gerða. 

Það hefði mátt draga annan lær­dóm. Ef fyr­ir­tæki þurfa á rík­is­hjálp að halda, þá ætti stjórnun fyr­ir­tæk­is­ins að sæta ein­hverjum skil­yrð­um.

Auglýsing
Einhver slík skil­yrði hefur tek­ist að setja, til dæmis að fyr­ir­tæki borgi ekki út arð á meðan þau eru á önd­un­ar­vél fjár­mála­ráð­herra. En slík skil­yrði eru veik, ekki mikið strang­ari en 2008. Eðli­legra væri að ríkið tæki að sér eign fyr­ir­tækj­anna í hlut­falli við þá aðstoð sem fyr­ir­tæk­inu er veitt.

Hlut­hafarétt­ur­inn þyrfti ekki að vera allur á for­ræði fjár­mála­ráð­herra. Starfs­fólk gæti farið með eitt­hvað af stjórn­un­inni sjálft, til dæmis hvað snertir innri mál fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta væri til mik­illa bóta í ferða­þjón­ust­u-, hót­el- og veit­inga­geir­an­um, þar sem óvenju mörg kjara­samn­ings­brot eiga sér stað – helm­ingur til­fella launa­þjófn­aðar er rekj­an­legur þang­að, sam­kvæmt nýlegri rann­sókn ASÍ.

Brotin gegn starfs­fólki fela ekki bara í sér launa­þjófn­að. Eitt hótel braut per­sónu­vernd­ar­lög með því að hengja upp í starfs­manna­rými lista yfir þá sem tóku flesta veik­inda­daga í fyrra. Trún­að­ar­menn á veit­inag­stöðum og hót­elum eru áreittir og jafn­vel reknir til að refsa þeim. Starfs­fólk í þessum geira er ungt, og mörg þeirra koma erlendis frá. Þetta not­færa yfir­menn sér.

Þessi geiri þarf hjálp, en hann þarf líka að haga sér betur þegar hann fer af stað á ný.

Yfir­völd fá nú líka annað tæki­færi til að búa í hag­inn fyrir upp­sveiflu í túris­ma, með því að tryggja að verka­fólk hafi lög­legt og ódýrt hús­næði að búa í. Mikið hefur verið smíðað af íbúðum síð­ustu ár, og heimagist­ing fyrir ferða­menn hefur svo gott sem stopp­að, svo ein­hver slaki er kom­inn á hús­næð­is­mark­að­inn. En nýju íbúð­irnar eru margar of dýrar, og þegar bygg­ing­ar­vinna fer af stað næstu tvö ár og ferða­menn byrja að koma aftur gæti þrengt að á ný. Erlenda verka­fólkið sem smíð­aði inn­viði ferða­þjón­ust­unnar þurfti síð­ustu ár að búa þús­undum saman í ólög­legu hús­næði, jafn­vel í gámum og geymsl­um. Það má ekki ger­ast aft­ur.

Sú braut sem við beygjum inn á núna, vörðuð með opin­berum björg­un­ar­að­gerð­um, gæti stýrt veg­ferð lands­ins til margra ára. Aðgát er nauð­syn­leg, og hún felst í að læra af reynsl­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar