Bjargað í blindni

Benjamin Julian skrifar um björgunaraðgerðir stjórnvalda við bankahruninu annars vegar og við COVID-19 krísunni hins vegar.

Auglýsing

Þegar bönkum var bjargað einum á fætur öðrum um allan heim árin 2007-2009, þá birt­ist okkur óvenju­leg sjón. Yfir­völd dældu pen­ingum í þá, en gerðu allt sem þau gátu til að hafa enga stjórn á þeim. Víða var þetta yfir­lýst stefna. Þetta þýddi bara eitt: Fólkið sem klessu­keyrði hag­kerfið átti að vera áfram við stýri, en ríkið myndi laga bíl­inn (aftur og aft­ur) og borga bens­ín­ið.

Nú, ára­tug síð­ar, höfum við lært af reynsl­unni, en greini­lega mis­mun­andi lex­í­ur. Rík­is­stjórnin okkar hefur lært að þetta hafi verið mjög snjallt. Gefum fyr­ir­tækjum pen­inga, og leyfum þeim að ákveða hvernig þeir eru not­að­ir. Bank­arnir mega lána með rík­is­á­byrgð, fyr­ir­tækin mega segja upp fólki með rík­is­styrk. Rík­is­end­ur­skoð­andi sagði um banka­á­byrgð­ina að þar „sé í reynd verið að fela einka­að­ilum að fara með til­tekið opin­bert vald“. Ef pen­ingar eru völd, þá mætti gera þetta að slag­orði núver­andi björg­un­ar­að­gerða. 

Það hefði mátt draga annan lær­dóm. Ef fyr­ir­tæki þurfa á rík­is­hjálp að halda, þá ætti stjórnun fyr­ir­tæk­is­ins að sæta ein­hverjum skil­yrð­um.

Auglýsing
Einhver slík skil­yrði hefur tek­ist að setja, til dæmis að fyr­ir­tæki borgi ekki út arð á meðan þau eru á önd­un­ar­vél fjár­mála­ráð­herra. En slík skil­yrði eru veik, ekki mikið strang­ari en 2008. Eðli­legra væri að ríkið tæki að sér eign fyr­ir­tækj­anna í hlut­falli við þá aðstoð sem fyr­ir­tæk­inu er veitt.

Hlut­hafarétt­ur­inn þyrfti ekki að vera allur á for­ræði fjár­mála­ráð­herra. Starfs­fólk gæti farið með eitt­hvað af stjórn­un­inni sjálft, til dæmis hvað snertir innri mál fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta væri til mik­illa bóta í ferða­þjón­ust­u-, hót­el- og veit­inga­geir­an­um, þar sem óvenju mörg kjara­samn­ings­brot eiga sér stað – helm­ingur til­fella launa­þjófn­aðar er rekj­an­legur þang­að, sam­kvæmt nýlegri rann­sókn ASÍ.

Brotin gegn starfs­fólki fela ekki bara í sér launa­þjófn­að. Eitt hótel braut per­sónu­vernd­ar­lög með því að hengja upp í starfs­manna­rými lista yfir þá sem tóku flesta veik­inda­daga í fyrra. Trún­að­ar­menn á veit­inag­stöðum og hót­elum eru áreittir og jafn­vel reknir til að refsa þeim. Starfs­fólk í þessum geira er ungt, og mörg þeirra koma erlendis frá. Þetta not­færa yfir­menn sér.

Þessi geiri þarf hjálp, en hann þarf líka að haga sér betur þegar hann fer af stað á ný.

Yfir­völd fá nú líka annað tæki­færi til að búa í hag­inn fyrir upp­sveiflu í túris­ma, með því að tryggja að verka­fólk hafi lög­legt og ódýrt hús­næði að búa í. Mikið hefur verið smíðað af íbúðum síð­ustu ár, og heimagist­ing fyrir ferða­menn hefur svo gott sem stopp­að, svo ein­hver slaki er kom­inn á hús­næð­is­mark­að­inn. En nýju íbúð­irnar eru margar of dýrar, og þegar bygg­ing­ar­vinna fer af stað næstu tvö ár og ferða­menn byrja að koma aftur gæti þrengt að á ný. Erlenda verka­fólkið sem smíð­aði inn­viði ferða­þjón­ust­unnar þurfti síð­ustu ár að búa þús­undum saman í ólög­legu hús­næði, jafn­vel í gámum og geymsl­um. Það má ekki ger­ast aft­ur.

Sú braut sem við beygjum inn á núna, vörðuð með opin­berum björg­un­ar­að­gerð­um, gæti stýrt veg­ferð lands­ins til margra ára. Aðgát er nauð­syn­leg, og hún felst í að læra af reynsl­unni.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Kristbjörn Árnason
Sóttin hefur þegar bætt íslenska menningu
Leslistinn 25. nóvember 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda við einstaklinga og heimili
Formaður VR segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um nýtingu COVID-19 úrræða stjórnvalda hafi einungis um 7 milljarðar króna skilað sér beint til einstaklinga og heimila, en yfir 80 milljarðar til fyrirtækja.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Turnbygging sem íbúar lýstu sem „fokkmerki“ lækkuð um 10 hæðir
Hópur íbúa í Glaðheimahverfi í Kópavogi krafðist þess að hæsta hús á Íslandi yrði ekki byggt í hverfinu, til þess að áfram yrði gott að búa í Kópavogi. Turn sem átti eitt sinn að verða 32 hæðir og síðan 25 hæðir verður á endanum sennilega bara 15 hæðir.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur enn ekki endurgreitt styrki eins og til stóð
Styrkir sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að endurgreiða fyrir árið 2018 hafa ekki enn verið greiddir. Kjarninn fékk sama svar frá framkvæmdastjóra flokksins nú og fyrir ári síðan.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar