Dagurinn okkar

Sólveig Anna Jónsdóttir segir verkalýðurinn þurfi ekki að þóknast einum né neinum. „Við skulum ekki biðjast afsökunar á okkur eða kröfum okkar. Við skulum standa saman, keik og bein í baki.“

Auglýsing

Kæru félag­ar, 

ég sendi ykkur inni­lega kveðju á bar­áttu­degi verka­lýðs­ins. Það er erfitt að finna réttu orðin í dag; stór­kost­legur fjöldi okkar missir vinn­una og mikil óvissa ríkir um það hvað bíður okk­ar. Aðeins tvennt getum við verið viss um, vegna þess að reynslan kennir okkur það: Þetta verður erfitt og það eina sem mun koma í veg fyrir að verka- og lág­launa­fólki verði gert að bera þyngstu byrð­arnar er algjör og afdrátt­ar­laus sam­staða okk­ar. Við munum þurfa að berj­ast fyrir því að þeir sigrar sem við sjálf og þau sem á undan okkur fóru tókst að vinna verði ekki af okkur teknir og við munum þurfa að berj­ast fyrir því að við­brögðin við far­aldr­inum leggi ekki líf í rúst. Við munum þurfa að berj­ast fyrir því að setn­ingin „Við erum öll í þessu sam­an“ verði ekki aðeins inn­an­tómt orða­gjálf­ur.

Það er svo stutt síðan að síð­ustu hremm­ingar dundu á okk­ur, vinn­andi fólki. Við erum ótal­mörg sem upp­lifðum það að fót­unum væri kippt undan okkur á auga­braði þegar úrkynj­aður og ban­eitr­aður kasínó-kap­ít­al­ism­inn hrundi árið 2008. Við sjálf eða nákomnir ást­vinir misstu vinn­una. Þús­undir heim­ila voru boðin upp á nauð­ung­ar­sölu. Börn horfu á for­eldra sína upp­lifa hræði­lega erf­iðar stund­ir, fangar aðstæðna sem þau báru enga ábyrg á. Fólk missti allt sem það sem aflað hafði verið í sveita eigin and­lits, afrakstur ára og ára­tuga strits þurrk­aður út eins og ekk­ert væri. Fólk sem hafði verið á vinnu­mark­aði frá barns­aldri stóð uppi eigna­laust, lent í búrókrat­ískri martröð hjá umboðs­manni skuld­ara, lent í því að fá atvinnu­leys­is­bætur sem kannski dugðu fyrir allra brýn­ustu nauð­synjum en engu umfram það.

Auglýsing

Ég veit hvaða ömur­legu gestir geta fylgt atvinnu­missi. Ég þekki af eigin reynslu að þurfa að tryggja vel­sæld barn­anna minna með eig­in­lega ekk­ert á milli hand­anna. Að lifa með við­var­andi áhyggjum er eitt það skað­leg­asta sem hægt er að hugsa sér. Að vita að það sem kemur inn á reikn­ing­inn um mán­aða­mót er aldrei að fara að duga fyrir öllu því sem þarf að standa skil á grefur undan and­legri og lík­am­legri heilsu. Að þurfa að hugsa um hverja ein­ustu krónu öllum stundum er fanga­vist. Þungur dómur sem kveð­inn er upp og mann­eskja hefur afplánun þrátt fyrir að hún hafi sann­ar­lega engan glæp framið. Hvergi er hægt að áfrýja og hvergi er hægt að fá svör við því hversu lengi fanga­vistin muni vara. Þessu fylgir skuggi sem eltir þig hvert sem þú ferð. Á blíð­viðr­is­degi þegar sólin skín eru áhyggj­urnar samt með í för. Þegar þú leggst til svefns ferðu yfir stöð­una í heima­bank­an­um. Og það ger­irðu líka þegar þú vaknar inn í nýjan dag.

Við sem lifðum síð­asta hrun tókum á okkur miklar byrð­ar. Og til að kom­ast undan þeim þurftum við, þegar að ný upp­sveifla hóf­st, að vinna og vinna. Oft í fleiri en einni og jafn­vel fleiri en tveimur vinn­um. Við seldum burtu sum­ar­fríin okkar og jóla­fríin líka. Ég þekki fjölda kvenna og karla sem gerðu lítið annað en að strita. Til að sjá fyrir fjöl­skyld­unni sinni, borga skuld­ir, reyna að eign­ast hús­næði. Vera í þeirri sjúku aðstöðu að þurfa að greiða stóran hluta af sínum ráð­stöf­un­ar­tekjum í húsa­leigu á leigu­mark­aði sem var í kjöl­far hruns­ins afhentur fjár­magns­eig­endum til að fara með eins og þeim sýnd­ist. Ég þekki konur sem árum saman unnu við að gæta barna og fóru svo að þeim 8 tíma langa og erf­iða vinnu­degi loknum beint í að skúra. Ég þekki konur sem nýttu allan sinn frí­tíma í að prjóna vörur til að selja ferða­mönn­um. Ég þekki konur sem báru út blöð áður en þær komu til vinnu sem konur í „stjórn­enda­stöð­u“, deild­ar­stjórar á leik­skólum borg­ar­inn­ar.

Verka- og lág­launa­fólk veit að til að kom­ast af þarf það að berj­ast. Alla daga, árið um kring. Við erum lífs­reynt, full­orðið fólk. Okkur verður ekki hægt að blekkja. Vinna okkar hefur knúið áfram hjól atvinnu­lífs­ins og við munum aldrei sætta okkur við annað en að fullt og algjört til­lit verði tekið til hags­muna okk­ar. Okkar vinna hefur skapað auð­æf­in; nú er tím­inn runn­inn upp til að ríkið við­ur­kenni það og sýni okkur það þakk­læti og þá auð­mýkt sem við sann­ar­lega eigum skil­ið. 

Við, félags­fólk Efl­ing­ar, fædd hér eða komin hingað til að vinna frá fjöl­mörgum lönd­um, tölum ótal­mörg tungu­mál, eigum ólíka sögu og fjöl­breyttan menn­ing­ar­legan bak­grunn. En við erum sann­ar­lega öll í þessu sam­an. Aðeins í krafti fjöld­ans og með afdrátt­ar­lausum stuðn­ingi hvort við annað munum við geta barist af nægi­legum krafti til að tryggja afkomu okkar og fjöl­skyldna okk­ar.

Dag­ur­inn í dag er okkar dag­ur, bar­áttu­dagur verka­lýðs­ins­ins, 1. maí. Ekki vegna þess að okkur hafi verið gef­inn hann af yfir­vald­inu. Nei, sann­ar­lega ekki. Við eigum hann vegna þess að þau sem á undan okkur gengu tóku hann og gáfu sjálfum sér, félögum sín­um, fjöl­skyldum og börn­um. Eigna­laust og alls­laust fólk, hetjur sög­unn­ar, full af eld­móði og þraut­seigju, sjálfs­virð­ingu og stolti. Saga verka­lýðs­bar­átt­unnar kennir okkur að okkur er ekki gefið neitt af þeim sem fara með völd. Það hefur aldrei verið þannig og það tíðkast sann­ar­lega ekki á þeim tímum sem við nú lif­um. Aðeins bar­átta okkar skilar árangri. 

Ég ætla að fá að enda á ljóði Jak­obínu Sig­urð­ar­dótt­ur, Fimm börn. Jak­obína þekkti fátækt og skort af eigin reynslu. Hún var bar­áttu­kona fyrir efna­hags­legu rétt­læti og jöfn­uði í mann­legu sam­fé­lagi. Um ljóðin sín sagði hún:

„Þau eru ekki ort til að þókn­ast einum né nein­um. Og ekki að ann­arra ósk­um. Ég er ekki að biðja neinn afsök­unar á þessu.“

Við skulum gera þessi orð að okk­ar: Við skulum ekki fara fram til að þókn­ast einum né nein­um. Við skulum ekki biðj­ast afsök­unar á okkur eða kröfum okk­ar. Við skulum standa sam­an, keik og bein í baki. Við erum vön því að berj­ast og við munum halda því áfram. Við ætlum að byggja rétt­látt þjóð­fé­lag, fyrir okkur sjálf, fyrir hvort annað og fyrir börnin okkar allra.



Þau sitja í brekkunni saman

syngj­andi lag, tvær stúlk­ur, þrír drengir með bros um brár

sem blóma leita í dag.

Þau vita ekki að heim­ur­inn hjarir

á helj­ar­þröm.

- Þau elstu tvö eru aðeins fjögra,

og öllum er gleðin töm.

Því allt sem frá manni til moldar

við morgni hlær,

umhverfis þau í unaði vors­ins

ilmar, syngur og grær.

Hér syngja þau söngva vors­ins

sum­ars­ins börn.

Óhrædd við dag­inn, sólgin í sól­skin

Með sak­leysið eitt að vörn

gegn öllu sem líf­inu ógnar

um allan heim.

Ég heimta af þér ver­öld, lát vor þeirra lifa

og vaxa í friði með þeim.

---

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar