Hið ómögulega getur orðið mögulegt

Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir að samvinna allra sé grundvöllur þess að samfélagið virki. Við séum að öðlast nýjan skilning á þessum einkennilegu tímum sem gefi okkur jafnframt von fyrir framtíðina.

Auglýsing


Kæru félag­ar, til ham­ingju með dag­inn!

Í dag höldum við upp á alþjóð­legan bar­áttu­dag verka­lýðs­ins við óvenju­legar aðstæð­ur, aðstæður sem eng­inn hefði getað séð fyr­ir. Í dag berj­umst við eins og alltaf fyrir betra sam­fé­lagi en einnig fyrir heilsu okkar og öryggi.

Kór­óna­veiru­far­ald­ur­inn virð­ist vera í nið­ur­sveiflu hér á landi sem er mik­ill létt­ir. Hann hefur þegar haft alvar­legar afleið­ingar á heilsu og líf fjöl­margra, og mjög hefur dregið saman í efna­hags­líf­inu með afleið­ingum sem við sjáum enn ekki fyrir að fullu.

Auglýsing

Í þessum heims­far­aldri höfum við séð með skýrum hætti nauð­syn þess að við hjálp­umst öll að. Sam­vinna okkar allra er grund­völlur þess að sam­fé­lagið virki. Við erum að öðl­ast nýjan skiln­ing sem gefur okkur jafn­framt von fyrir fram­tíð­ina. Við þurfum sem sam­fé­lag að virkja þennan sam­stöðu­kraft og vilja til að byggja upp rétt­látt og sjálf­bært sam­fé­lag sem ein­kenn­ist af jöfn­uði og jafn­rétti í kjöl­far far­ald­urs­ins.

Fram­línu­fólkið okkar hefur unnið þrek­virki við að vernda og ann­ast þjóð­ina í for­dæma­lausum aðstæð­um. Eins og margir hafa bent á eru þau raun­veru­legar hetjur okkar sam­fé­lags. Hetj­urnar okkar lifa ekki á hrós­inu einu sam­an, það þarf að launa þeim erf­iðið í sam­ræmi við álag og tryggja stuðn­ing og hvíld við fyrsta tæki­færi.

Aukin fram­lög og fjár­fest­ing í heil­brigð­is­þjón­ustu er ekki ein­göngu nauð­syn­leg á næst­unni heldur til fram­tíð­ar. Nú þurfum við að vinda ofan af und­ir­fjár­mögnun síð­ast­lið­ins ára­tug­ar, til að tryggja að þjón­ustan standi undir þeim kröfum sem við gerum til hennar og til að tryggja heil­brigði starfs­fólks­ins sem þar starfar.

En það er ekki bara heil­brigð­is­þjón­ustan sem er undir auknu álagi heldur öll almanna­þjón­ust­an, eftir ára­tug af nið­ur­skurði og aðhalds­að­gerð­um. Það þarf nýja nálgun á opin­bera þjón­ustu svo að hún geti staðið undir auknum kröfum sem fylgja far­aldr­inum og til fram­tíð­ar.  

Stytt­ing vinnu­vik­unnar í höfn

Þó far­ald­ur­inn hafi ein­kennt síð­ustu vikur eru sem betur fer jákvæð­ari mál sem hægt er að gleðj­ast yfir. Í nýgerðum kjara­samn­ingum var samið um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Vinnu­vika dag­vinnu­fólks getur frá næstu ára­mótum styst um allt að hálfan dag á viku og um allt að heilan dag hjá vakta­vinnu­fólki að ári. Útfærslan verður mis­mun­andi með hlið­sjón af hags­munum starfs­fólks og þeirri þjón­ustu sem er veitt á hverjum vinnu­stað. Við hjá BSRB erum stolt af því að hafa dregið vagn­inn í þessu mik­il­væga verk­efni.

En verk­efnin eru auð­vitað fleiri. Í tengslum við kjara­samn­inga aðild­ar­fé­laga BSRB lýsti rík­is­stjórnin því yfir að hún muni vinna mark­visst að því að leið­rétta kerf­is­bundið van­mat á störfum þar sem konur eru í meiri­hluta. Rík­is­stjórnin mun einnig setja af stað vinnu við heild­ar­end­ur­skoðun á opin­berum stuðn­ings­kerfum við barna­fjöl­skyldur líkt og barna­bóta­kerf­inu.

Lög­reglu­menn kjara­samn­ings­lausir 13 mán­uði

Þrátt fyrir að kjara­samn­ingar flestra aðild­ar­fé­laga BSRB hafi verið und­ir­rit­aðir og sam­þykktir í atkvæða­greiðslum er einn af okkar fjöl­menn­ustu hópum innan banda­lags­ins ennþá með lausan kjara­samn­ing. Lög­reglu­menn, félagar okkar sem starfa í fram­lín­unni nú sem endranær, hafa verið kjara­samn­ings­lausir í eitt ár og einn mán­uð. Þetta er með öllu óásætt­an­legt og við krefj­umst þess að þeir fái kjara­samn­ing strax!

Yfir­skrift dags­ins í dag, „Byggjum rétt­látt þjóð­fé­lag,“ vísar til þess hvert við stefn­um. Við krefj­umst þess í þeirri brekku sem við stöndum nú í að við stöldrum við, end­ur­metum og end­ur­skipu­leggjum sam­fé­lags­gerð­ina.

Á meðan við erum enn stödd í auga storms­ins er okkar mik­il­væg­asta verk­efni að verja afkomu fólks í fjöl­breyttum aðstæðum hvers og eins. Við þurfum að grípa til mark­vissra aðgerða með jafn­rétti að leið­ar­ljósi. Það þarf að verja störf­in, tryggja þarf að hópar í við­kvæmri stöðu geti sinnt sínum grunn­þörf­um, gæta að afkomu fólks á atvinnu­leys­is­bótum og tryggja afkomu fólks sem getur ekki sinnt vinnu vegna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og umönn­unar barna vegna tak­mark­ana á skóla­starfi.

Leiðin upp á við krefst opin­berra fram­laga og fjár­fest­inga sem byggja á sann­girni. Skapa þarf störf og fjár­festa í menntun til að tryggja færni í störfum á breyttum vinnu­mark­aði. Þá þarf að skapa tæki­færi með því að efla nýsköpun og rann­sókn­ir. Það mun skapa störf á fjöl­breyttum sviðum og leggja grunn að verð­mæta­sköpun til fram­tíð­ar. Sókn í hús­næð­is­málum til að tryggja hús­næð­is­ör­yggi og grænar lausnir stuðla enn fremur að félags­legum stöð­ug­leika. Sam­fé­lags­legar lausnir eru lyk­ill­inn að því að við komumst sem best út úr óvissuni en ekki lausnir sem byggj­ast á sér­hags­mun­um.

Hið ómögu­lega getur orðið mögu­legt

Í dag, á bar­áttu­degi verka­lýðs­ins, fögnum við þeim sigrum sem launa­fólk hefur náð með sam­eig­in­legri og oft á tíðum harðri bar­áttu fyrir bættum kjör­um. Sigr­arnir minna okkur á að hið ómögu­lega getur orðið mögu­legt með ríkri sam­stöðu og þraut­seigju að vopni. Nú sem aldrei fyrr þurfum við öll að standa þétt saman í bar­átt­unni og byggja upp rétt­látt þjóð­fé­lag!

Kæru félag­ar, til ham­ingju með dag­inn!

Höf­undur er for­maður BSRB.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu.Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun eins og nú er stefnt að og hugmyndir að stærri virkjun se
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar