Hið ómögulega getur orðið mögulegt

Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir að samvinna allra sé grundvöllur þess að samfélagið virki. Við séum að öðlast nýjan skilning á þessum einkennilegu tímum sem gefi okkur jafnframt von fyrir framtíðina.

Auglýsing


Kæru félag­ar, til ham­ingju með dag­inn!

Í dag höldum við upp á alþjóð­legan bar­áttu­dag verka­lýðs­ins við óvenju­legar aðstæð­ur, aðstæður sem eng­inn hefði getað séð fyr­ir. Í dag berj­umst við eins og alltaf fyrir betra sam­fé­lagi en einnig fyrir heilsu okkar og öryggi.

Kór­óna­veiru­far­ald­ur­inn virð­ist vera í nið­ur­sveiflu hér á landi sem er mik­ill létt­ir. Hann hefur þegar haft alvar­legar afleið­ingar á heilsu og líf fjöl­margra, og mjög hefur dregið saman í efna­hags­líf­inu með afleið­ingum sem við sjáum enn ekki fyrir að fullu.

Auglýsing

Í þessum heims­far­aldri höfum við séð með skýrum hætti nauð­syn þess að við hjálp­umst öll að. Sam­vinna okkar allra er grund­völlur þess að sam­fé­lagið virki. Við erum að öðl­ast nýjan skiln­ing sem gefur okkur jafn­framt von fyrir fram­tíð­ina. Við þurfum sem sam­fé­lag að virkja þennan sam­stöðu­kraft og vilja til að byggja upp rétt­látt og sjálf­bært sam­fé­lag sem ein­kenn­ist af jöfn­uði og jafn­rétti í kjöl­far far­ald­urs­ins.

Fram­línu­fólkið okkar hefur unnið þrek­virki við að vernda og ann­ast þjóð­ina í for­dæma­lausum aðstæð­um. Eins og margir hafa bent á eru þau raun­veru­legar hetjur okkar sam­fé­lags. Hetj­urnar okkar lifa ekki á hrós­inu einu sam­an, það þarf að launa þeim erf­iðið í sam­ræmi við álag og tryggja stuðn­ing og hvíld við fyrsta tæki­færi.

Aukin fram­lög og fjár­fest­ing í heil­brigð­is­þjón­ustu er ekki ein­göngu nauð­syn­leg á næst­unni heldur til fram­tíð­ar. Nú þurfum við að vinda ofan af und­ir­fjár­mögnun síð­ast­lið­ins ára­tug­ar, til að tryggja að þjón­ustan standi undir þeim kröfum sem við gerum til hennar og til að tryggja heil­brigði starfs­fólks­ins sem þar starfar.

En það er ekki bara heil­brigð­is­þjón­ustan sem er undir auknu álagi heldur öll almanna­þjón­ust­an, eftir ára­tug af nið­ur­skurði og aðhalds­að­gerð­um. Það þarf nýja nálgun á opin­bera þjón­ustu svo að hún geti staðið undir auknum kröfum sem fylgja far­aldr­inum og til fram­tíð­ar.  

Stytt­ing vinnu­vik­unnar í höfn

Þó far­ald­ur­inn hafi ein­kennt síð­ustu vikur eru sem betur fer jákvæð­ari mál sem hægt er að gleðj­ast yfir. Í nýgerðum kjara­samn­ingum var samið um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Vinnu­vika dag­vinnu­fólks getur frá næstu ára­mótum styst um allt að hálfan dag á viku og um allt að heilan dag hjá vakta­vinnu­fólki að ári. Útfærslan verður mis­mun­andi með hlið­sjón af hags­munum starfs­fólks og þeirri þjón­ustu sem er veitt á hverjum vinnu­stað. Við hjá BSRB erum stolt af því að hafa dregið vagn­inn í þessu mik­il­væga verk­efni.

En verk­efnin eru auð­vitað fleiri. Í tengslum við kjara­samn­inga aðild­ar­fé­laga BSRB lýsti rík­is­stjórnin því yfir að hún muni vinna mark­visst að því að leið­rétta kerf­is­bundið van­mat á störfum þar sem konur eru í meiri­hluta. Rík­is­stjórnin mun einnig setja af stað vinnu við heild­ar­end­ur­skoðun á opin­berum stuðn­ings­kerfum við barna­fjöl­skyldur líkt og barna­bóta­kerf­inu.

Lög­reglu­menn kjara­samn­ings­lausir 13 mán­uði

Þrátt fyrir að kjara­samn­ingar flestra aðild­ar­fé­laga BSRB hafi verið und­ir­rit­aðir og sam­þykktir í atkvæða­greiðslum er einn af okkar fjöl­menn­ustu hópum innan banda­lags­ins ennþá með lausan kjara­samn­ing. Lög­reglu­menn, félagar okkar sem starfa í fram­lín­unni nú sem endranær, hafa verið kjara­samn­ings­lausir í eitt ár og einn mán­uð. Þetta er með öllu óásætt­an­legt og við krefj­umst þess að þeir fái kjara­samn­ing strax!

Yfir­skrift dags­ins í dag, „Byggjum rétt­látt þjóð­fé­lag,“ vísar til þess hvert við stefn­um. Við krefj­umst þess í þeirri brekku sem við stöndum nú í að við stöldrum við, end­ur­metum og end­ur­skipu­leggjum sam­fé­lags­gerð­ina.

Á meðan við erum enn stödd í auga storms­ins er okkar mik­il­væg­asta verk­efni að verja afkomu fólks í fjöl­breyttum aðstæðum hvers og eins. Við þurfum að grípa til mark­vissra aðgerða með jafn­rétti að leið­ar­ljósi. Það þarf að verja störf­in, tryggja þarf að hópar í við­kvæmri stöðu geti sinnt sínum grunn­þörf­um, gæta að afkomu fólks á atvinnu­leys­is­bótum og tryggja afkomu fólks sem getur ekki sinnt vinnu vegna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og umönn­unar barna vegna tak­mark­ana á skóla­starfi.

Leiðin upp á við krefst opin­berra fram­laga og fjár­fest­inga sem byggja á sann­girni. Skapa þarf störf og fjár­festa í menntun til að tryggja færni í störfum á breyttum vinnu­mark­aði. Þá þarf að skapa tæki­færi með því að efla nýsköpun og rann­sókn­ir. Það mun skapa störf á fjöl­breyttum sviðum og leggja grunn að verð­mæta­sköpun til fram­tíð­ar. Sókn í hús­næð­is­málum til að tryggja hús­næð­is­ör­yggi og grænar lausnir stuðla enn fremur að félags­legum stöð­ug­leika. Sam­fé­lags­legar lausnir eru lyk­ill­inn að því að við komumst sem best út úr óvissuni en ekki lausnir sem byggj­ast á sér­hags­mun­um.

Hið ómögu­lega getur orðið mögu­legt

Í dag, á bar­áttu­degi verka­lýðs­ins, fögnum við þeim sigrum sem launa­fólk hefur náð með sam­eig­in­legri og oft á tíðum harðri bar­áttu fyrir bættum kjör­um. Sigr­arnir minna okkur á að hið ómögu­lega getur orðið mögu­legt með ríkri sam­stöðu og þraut­seigju að vopni. Nú sem aldrei fyrr þurfum við öll að standa þétt saman í bar­átt­unni og byggja upp rétt­látt þjóð­fé­lag!

Kæru félag­ar, til ham­ingju með dag­inn!

Höf­undur er for­maður BSRB.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar