Hið ómögulega getur orðið mögulegt

Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir að samvinna allra sé grundvöllur þess að samfélagið virki. Við séum að öðlast nýjan skilning á þessum einkennilegu tímum sem gefi okkur jafnframt von fyrir framtíðina.

Auglýsing


Kæru félag­ar, til ham­ingju með dag­inn!

Í dag höldum við upp á alþjóð­legan bar­áttu­dag verka­lýðs­ins við óvenju­legar aðstæð­ur, aðstæður sem eng­inn hefði getað séð fyr­ir. Í dag berj­umst við eins og alltaf fyrir betra sam­fé­lagi en einnig fyrir heilsu okkar og öryggi.

Kór­óna­veiru­far­ald­ur­inn virð­ist vera í nið­ur­sveiflu hér á landi sem er mik­ill létt­ir. Hann hefur þegar haft alvar­legar afleið­ingar á heilsu og líf fjöl­margra, og mjög hefur dregið saman í efna­hags­líf­inu með afleið­ingum sem við sjáum enn ekki fyrir að fullu.

Auglýsing

Í þessum heims­far­aldri höfum við séð með skýrum hætti nauð­syn þess að við hjálp­umst öll að. Sam­vinna okkar allra er grund­völlur þess að sam­fé­lagið virki. Við erum að öðl­ast nýjan skiln­ing sem gefur okkur jafn­framt von fyrir fram­tíð­ina. Við þurfum sem sam­fé­lag að virkja þennan sam­stöðu­kraft og vilja til að byggja upp rétt­látt og sjálf­bært sam­fé­lag sem ein­kenn­ist af jöfn­uði og jafn­rétti í kjöl­far far­ald­urs­ins.

Fram­línu­fólkið okkar hefur unnið þrek­virki við að vernda og ann­ast þjóð­ina í for­dæma­lausum aðstæð­um. Eins og margir hafa bent á eru þau raun­veru­legar hetjur okkar sam­fé­lags. Hetj­urnar okkar lifa ekki á hrós­inu einu sam­an, það þarf að launa þeim erf­iðið í sam­ræmi við álag og tryggja stuðn­ing og hvíld við fyrsta tæki­færi.

Aukin fram­lög og fjár­fest­ing í heil­brigð­is­þjón­ustu er ekki ein­göngu nauð­syn­leg á næst­unni heldur til fram­tíð­ar. Nú þurfum við að vinda ofan af und­ir­fjár­mögnun síð­ast­lið­ins ára­tug­ar, til að tryggja að þjón­ustan standi undir þeim kröfum sem við gerum til hennar og til að tryggja heil­brigði starfs­fólks­ins sem þar starfar.

En það er ekki bara heil­brigð­is­þjón­ustan sem er undir auknu álagi heldur öll almanna­þjón­ust­an, eftir ára­tug af nið­ur­skurði og aðhalds­að­gerð­um. Það þarf nýja nálgun á opin­bera þjón­ustu svo að hún geti staðið undir auknum kröfum sem fylgja far­aldr­inum og til fram­tíð­ar.  

Stytt­ing vinnu­vik­unnar í höfn

Þó far­ald­ur­inn hafi ein­kennt síð­ustu vikur eru sem betur fer jákvæð­ari mál sem hægt er að gleðj­ast yfir. Í nýgerðum kjara­samn­ingum var samið um stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. Vinnu­vika dag­vinnu­fólks getur frá næstu ára­mótum styst um allt að hálfan dag á viku og um allt að heilan dag hjá vakta­vinnu­fólki að ári. Útfærslan verður mis­mun­andi með hlið­sjón af hags­munum starfs­fólks og þeirri þjón­ustu sem er veitt á hverjum vinnu­stað. Við hjá BSRB erum stolt af því að hafa dregið vagn­inn í þessu mik­il­væga verk­efni.

En verk­efnin eru auð­vitað fleiri. Í tengslum við kjara­samn­inga aðild­ar­fé­laga BSRB lýsti rík­is­stjórnin því yfir að hún muni vinna mark­visst að því að leið­rétta kerf­is­bundið van­mat á störfum þar sem konur eru í meiri­hluta. Rík­is­stjórnin mun einnig setja af stað vinnu við heild­ar­end­ur­skoðun á opin­berum stuðn­ings­kerfum við barna­fjöl­skyldur líkt og barna­bóta­kerf­inu.

Lög­reglu­menn kjara­samn­ings­lausir 13 mán­uði

Þrátt fyrir að kjara­samn­ingar flestra aðild­ar­fé­laga BSRB hafi verið und­ir­rit­aðir og sam­þykktir í atkvæða­greiðslum er einn af okkar fjöl­menn­ustu hópum innan banda­lags­ins ennþá með lausan kjara­samn­ing. Lög­reglu­menn, félagar okkar sem starfa í fram­lín­unni nú sem endranær, hafa verið kjara­samn­ings­lausir í eitt ár og einn mán­uð. Þetta er með öllu óásætt­an­legt og við krefj­umst þess að þeir fái kjara­samn­ing strax!

Yfir­skrift dags­ins í dag, „Byggjum rétt­látt þjóð­fé­lag,“ vísar til þess hvert við stefn­um. Við krefj­umst þess í þeirri brekku sem við stöndum nú í að við stöldrum við, end­ur­metum og end­ur­skipu­leggjum sam­fé­lags­gerð­ina.

Á meðan við erum enn stödd í auga storms­ins er okkar mik­il­væg­asta verk­efni að verja afkomu fólks í fjöl­breyttum aðstæðum hvers og eins. Við þurfum að grípa til mark­vissra aðgerða með jafn­rétti að leið­ar­ljósi. Það þarf að verja störf­in, tryggja þarf að hópar í við­kvæmri stöðu geti sinnt sínum grunn­þörf­um, gæta að afkomu fólks á atvinnu­leys­is­bótum og tryggja afkomu fólks sem getur ekki sinnt vinnu vegna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma og umönn­unar barna vegna tak­mark­ana á skóla­starfi.

Leiðin upp á við krefst opin­berra fram­laga og fjár­fest­inga sem byggja á sann­girni. Skapa þarf störf og fjár­festa í menntun til að tryggja færni í störfum á breyttum vinnu­mark­aði. Þá þarf að skapa tæki­færi með því að efla nýsköpun og rann­sókn­ir. Það mun skapa störf á fjöl­breyttum sviðum og leggja grunn að verð­mæta­sköpun til fram­tíð­ar. Sókn í hús­næð­is­málum til að tryggja hús­næð­is­ör­yggi og grænar lausnir stuðla enn fremur að félags­legum stöð­ug­leika. Sam­fé­lags­legar lausnir eru lyk­ill­inn að því að við komumst sem best út úr óvissuni en ekki lausnir sem byggj­ast á sér­hags­mun­um.

Hið ómögu­lega getur orðið mögu­legt

Í dag, á bar­áttu­degi verka­lýðs­ins, fögnum við þeim sigrum sem launa­fólk hefur náð með sam­eig­in­legri og oft á tíðum harðri bar­áttu fyrir bættum kjör­um. Sigr­arnir minna okkur á að hið ómögu­lega getur orðið mögu­legt með ríkri sam­stöðu og þraut­seigju að vopni. Nú sem aldrei fyrr þurfum við öll að standa þétt saman í bar­átt­unni og byggja upp rétt­látt þjóð­fé­lag!

Kæru félag­ar, til ham­ingju með dag­inn!

Höf­undur er for­maður BSRB.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar