Dagurinn okkar

Sólveig Anna Jónsdóttir segir verkalýðurinn þurfi ekki að þóknast einum né neinum. „Við skulum ekki biðjast afsökunar á okkur eða kröfum okkar. Við skulum standa saman, keik og bein í baki.“

Auglýsing

Kæru félag­ar, 

ég sendi ykkur inni­lega kveðju á bar­áttu­degi verka­lýðs­ins. Það er erfitt að finna réttu orðin í dag; stór­kost­legur fjöldi okkar missir vinn­una og mikil óvissa ríkir um það hvað bíður okk­ar. Aðeins tvennt getum við verið viss um, vegna þess að reynslan kennir okkur það: Þetta verður erfitt og það eina sem mun koma í veg fyrir að verka- og lág­launa­fólki verði gert að bera þyngstu byrð­arnar er algjör og afdrátt­ar­laus sam­staða okk­ar. Við munum þurfa að berj­ast fyrir því að þeir sigrar sem við sjálf og þau sem á undan okkur fóru tókst að vinna verði ekki af okkur teknir og við munum þurfa að berj­ast fyrir því að við­brögðin við far­aldr­inum leggi ekki líf í rúst. Við munum þurfa að berj­ast fyrir því að setn­ingin „Við erum öll í þessu sam­an“ verði ekki aðeins inn­an­tómt orða­gjálf­ur.

Það er svo stutt síðan að síð­ustu hremm­ingar dundu á okk­ur, vinn­andi fólki. Við erum ótal­mörg sem upp­lifðum það að fót­unum væri kippt undan okkur á auga­braði þegar úrkynj­aður og ban­eitr­aður kasínó-kap­ít­al­ism­inn hrundi árið 2008. Við sjálf eða nákomnir ást­vinir misstu vinn­una. Þús­undir heim­ila voru boðin upp á nauð­ung­ar­sölu. Börn horfu á for­eldra sína upp­lifa hræði­lega erf­iðar stund­ir, fangar aðstæðna sem þau báru enga ábyrg á. Fólk missti allt sem það sem aflað hafði verið í sveita eigin and­lits, afrakstur ára og ára­tuga strits þurrk­aður út eins og ekk­ert væri. Fólk sem hafði verið á vinnu­mark­aði frá barns­aldri stóð uppi eigna­laust, lent í búrókrat­ískri martröð hjá umboðs­manni skuld­ara, lent í því að fá atvinnu­leys­is­bætur sem kannski dugðu fyrir allra brýn­ustu nauð­synjum en engu umfram það.

Auglýsing

Ég veit hvaða ömur­legu gestir geta fylgt atvinnu­missi. Ég þekki af eigin reynslu að þurfa að tryggja vel­sæld barn­anna minna með eig­in­lega ekk­ert á milli hand­anna. Að lifa með við­var­andi áhyggjum er eitt það skað­leg­asta sem hægt er að hugsa sér. Að vita að það sem kemur inn á reikn­ing­inn um mán­aða­mót er aldrei að fara að duga fyrir öllu því sem þarf að standa skil á grefur undan and­legri og lík­am­legri heilsu. Að þurfa að hugsa um hverja ein­ustu krónu öllum stundum er fanga­vist. Þungur dómur sem kveð­inn er upp og mann­eskja hefur afplánun þrátt fyrir að hún hafi sann­ar­lega engan glæp framið. Hvergi er hægt að áfrýja og hvergi er hægt að fá svör við því hversu lengi fanga­vistin muni vara. Þessu fylgir skuggi sem eltir þig hvert sem þú ferð. Á blíð­viðr­is­degi þegar sólin skín eru áhyggj­urnar samt með í för. Þegar þú leggst til svefns ferðu yfir stöð­una í heima­bank­an­um. Og það ger­irðu líka þegar þú vaknar inn í nýjan dag.

Við sem lifðum síð­asta hrun tókum á okkur miklar byrð­ar. Og til að kom­ast undan þeim þurftum við, þegar að ný upp­sveifla hóf­st, að vinna og vinna. Oft í fleiri en einni og jafn­vel fleiri en tveimur vinn­um. Við seldum burtu sum­ar­fríin okkar og jóla­fríin líka. Ég þekki fjölda kvenna og karla sem gerðu lítið annað en að strita. Til að sjá fyrir fjöl­skyld­unni sinni, borga skuld­ir, reyna að eign­ast hús­næði. Vera í þeirri sjúku aðstöðu að þurfa að greiða stóran hluta af sínum ráð­stöf­un­ar­tekjum í húsa­leigu á leigu­mark­aði sem var í kjöl­far hruns­ins afhentur fjár­magns­eig­endum til að fara með eins og þeim sýnd­ist. Ég þekki konur sem árum saman unnu við að gæta barna og fóru svo að þeim 8 tíma langa og erf­iða vinnu­degi loknum beint í að skúra. Ég þekki konur sem nýttu allan sinn frí­tíma í að prjóna vörur til að selja ferða­mönn­um. Ég þekki konur sem báru út blöð áður en þær komu til vinnu sem konur í „stjórn­enda­stöð­u“, deild­ar­stjórar á leik­skólum borg­ar­inn­ar.

Verka- og lág­launa­fólk veit að til að kom­ast af þarf það að berj­ast. Alla daga, árið um kring. Við erum lífs­reynt, full­orðið fólk. Okkur verður ekki hægt að blekkja. Vinna okkar hefur knúið áfram hjól atvinnu­lífs­ins og við munum aldrei sætta okkur við annað en að fullt og algjört til­lit verði tekið til hags­muna okk­ar. Okkar vinna hefur skapað auð­æf­in; nú er tím­inn runn­inn upp til að ríkið við­ur­kenni það og sýni okkur það þakk­læti og þá auð­mýkt sem við sann­ar­lega eigum skil­ið. 

Við, félags­fólk Efl­ing­ar, fædd hér eða komin hingað til að vinna frá fjöl­mörgum lönd­um, tölum ótal­mörg tungu­mál, eigum ólíka sögu og fjöl­breyttan menn­ing­ar­legan bak­grunn. En við erum sann­ar­lega öll í þessu sam­an. Aðeins í krafti fjöld­ans og með afdrátt­ar­lausum stuðn­ingi hvort við annað munum við geta barist af nægi­legum krafti til að tryggja afkomu okkar og fjöl­skyldna okk­ar.

Dag­ur­inn í dag er okkar dag­ur, bar­áttu­dagur verka­lýðs­ins­ins, 1. maí. Ekki vegna þess að okkur hafi verið gef­inn hann af yfir­vald­inu. Nei, sann­ar­lega ekki. Við eigum hann vegna þess að þau sem á undan okkur gengu tóku hann og gáfu sjálfum sér, félögum sín­um, fjöl­skyldum og börn­um. Eigna­laust og alls­laust fólk, hetjur sög­unn­ar, full af eld­móði og þraut­seigju, sjálfs­virð­ingu og stolti. Saga verka­lýðs­bar­átt­unnar kennir okkur að okkur er ekki gefið neitt af þeim sem fara með völd. Það hefur aldrei verið þannig og það tíðkast sann­ar­lega ekki á þeim tímum sem við nú lif­um. Aðeins bar­átta okkar skilar árangri. 

Ég ætla að fá að enda á ljóði Jak­obínu Sig­urð­ar­dótt­ur, Fimm börn. Jak­obína þekkti fátækt og skort af eigin reynslu. Hún var bar­áttu­kona fyrir efna­hags­legu rétt­læti og jöfn­uði í mann­legu sam­fé­lagi. Um ljóðin sín sagði hún:

„Þau eru ekki ort til að þókn­ast einum né nein­um. Og ekki að ann­arra ósk­um. Ég er ekki að biðja neinn afsök­unar á þessu.“

Við skulum gera þessi orð að okk­ar: Við skulum ekki fara fram til að þókn­ast einum né nein­um. Við skulum ekki biðj­ast afsök­unar á okkur eða kröfum okk­ar. Við skulum standa sam­an, keik og bein í baki. Við erum vön því að berj­ast og við munum halda því áfram. Við ætlum að byggja rétt­látt þjóð­fé­lag, fyrir okkur sjálf, fyrir hvort annað og fyrir börnin okkar allra.Þau sitja í brekkunni saman

syngj­andi lag, tvær stúlk­ur, þrír drengir með bros um brár

sem blóma leita í dag.

Þau vita ekki að heim­ur­inn hjarir

á helj­ar­þröm.

- Þau elstu tvö eru aðeins fjögra,

og öllum er gleðin töm.

Því allt sem frá manni til moldar

við morgni hlær,

umhverfis þau í unaði vors­ins

ilmar, syngur og grær.

Hér syngja þau söngva vors­ins

sum­ars­ins börn.

Óhrædd við dag­inn, sólgin í sól­skin

Með sak­leysið eitt að vörn

gegn öllu sem líf­inu ógnar

um allan heim.

Ég heimta af þér ver­öld, lát vor þeirra lifa

og vaxa í friði með þeim.

---

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Kristbjörn Árnason
Sóttin hefur þegar bætt íslenska menningu
Leslistinn 25. nóvember 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda við einstaklinga og heimili
Formaður VR segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um nýtingu COVID-19 úrræða stjórnvalda hafi einungis um 7 milljarðar króna skilað sér beint til einstaklinga og heimila, en yfir 80 milljarðar til fyrirtækja.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Turnbygging sem íbúar lýstu sem „fokkmerki“ lækkuð um 10 hæðir
Hópur íbúa í Glaðheimahverfi í Kópavogi krafðist þess að hæsta hús á Íslandi yrði ekki byggt í hverfinu, til þess að áfram yrði gott að búa í Kópavogi. Turn sem átti eitt sinn að verða 32 hæðir og síðan 25 hæðir verður á endanum sennilega bara 15 hæðir.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar