Samkeppni austan og vestan við Atlantshaf: Ísland í slæmum félagsskap?

Gylfi Magnússon segir að það væri því miklu heilladrýgra að styrkja íslenskt samkeppniseftirlit en draga úr því og óskiljanlegt sé að vilja stefna Íslandi í þveröfuga átt.

Auglýsing

Nútíma sam­keppn­is­reglur og -eft­ir­lit á rætur sínar að rekja til Banda­ríkj­anna. Þar nær saga þess allt aftur til loka 19. ald­ar. Er oft­ast miðað við svo­kall­aða Sherman lög­gjöf, sem sam­þykkt var 1890, sem fyrsta skref­ið. For­sagan er þó lengri og nær allt aftur í enska lög­gjöf sem var umgjörð um sam­keppni fyr­ir­tækja og setti því skorður hvernig mætti tak­marka hana. Þá var einnig þýð­ing­ar­mikið skref tekið í stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna 1776 en þar er skýrt kveðið á um að ekki megi með hindra við­skipti á milli fylkja, t.d. með toll­um.

Skýr­ingin á því að Banda­ríkja­menn töldu nauð­syn­legt að semja sam­keppn­is­reglur og setja upp sam­keppn­is­eft­ir­lit undir lok 19. aldar var m.a. sú staða sem þá var komin upp í mörgum mik­il­vægum atvinnu­greinum að eitt fyr­ir­tæki eða sam­steypa fyr­ir­tækja („trust“) var orðið ráð­andi. Var því í fyrstu talað um lög­gjöf gegn hringa­myndun eða á ensku ant­i-tr­ust. Átti þetta m.a. við um mark­að­ina fyrir olíu og stál auk þess sem mikil sam­þjöppun hafði orðið í lest­ar­kerfi Banda­ríkj­anna. Lest­ar­kerfið ger­breytti sam­göngum í Banda­ríkj­unum og tengdi m.a. saman ýmsa mark­aði sem áður höfðu að mestu verið stað­bundn­ir. Það var ein for­senda vaxtar risa­fyr­ir­tækja.

Hjólað í Rockefeller og hina ris­ana

Með Sherman lög­gjöf­ina að vopni réðst því Banda­ríkja­stjórn á þessar mark­aðs­ráð­andi sam­steypur hverja á fætur annarri um og upp úr alda­mót­unum 1900 og krafð­ist þess að þær yrðu brotnar upp. Fræg­asta dæmið er lík­lega Stand­ard Oil, fyr­ir­tæki John Rockefell­er, sem var skipt upp í á fjórða tug sjálf­stæðra fyr­ir­tækja með dómi hæsta­réttar Banda­ríkj­anna 1911. Einnig voru ýmsar sam­steypur lestar­fyr­ir­tækja leystar upp eða komið í veg fyrir að þær væru stofn­að­ar, fyr­ir­tæki sem hafði náð nán­ast einka­sölu á tóbaki var leyst upp o.m.fl. Sam­keppn­is­yf­ir­völd höfðu oft­ast sigur í við­leitni sinni til að fá sam­steypur leystar upp, með nokkrum und­an­tekn­ingum þó. Þannig vann t.d. U.S. Steel, ein­ok­un­arrisi á stálmark­aði, árið 1920 mál sem var höfðað til að fá því skipt upp. Átökin voru mikil enda U.S. Steel lík­lega stærsta og verð­mætasta fyr­ir­tæki í heimi á þessum tíma. Lög­gjöfin var svo hert og skýrð með svoköll­uðum Clayton lögum árið 1914.

Sam­keppn­is­eft­ir­lit í Banda­ríkj­unum hélt svo áfram í þessum anda alla 20. öld­ina.

Auglýsing
Tiltölulega hvers­dags­legum verk­efnum eins og eft­ir­liti með sam­ráði og mis­notkun á mark­aðs­ráð­andi stöðu var sinnt vel og tekin afstaða til mik­il­vægra sam­runa. Dæmin þar sem fyr­ir­tækjum eða sam­steypum var skipt upp voru þó fá en sum þeirra afar mik­il­væg. 

Síð­asta viða­mikla verk­efnið af því tagi var upp­skipt­ing AT&T, sem hafði verið með nán­ast ein­okun á banda­rískum síma­mark­aði, bæði fyrir tækja­búnað og þjón­ustu. Þá stöðu mátti rekja allt aftur til einka­leyfis Alex­ander Gra­ham Bell á sím­tækjum árið 1876 en hann var einn stofn­enda AT&T. Nið­ur­staða fékkst í það mál 1982 eftir ára­langa deilu. AT&T barð­ist á hæl og hnakka gegn upp­skipt­ing­unni en varð á end­anum að sætta sig við hana. Á sama tíma barð­ist IBM líka hart gegn kröfum um að fyr­ir­tæk­inu væri skipt upp og hafði á end­anum sig­ur. IBM var þá mark­aðs­ráð­andi um heim allan á ýmsum sviðum tölvu­geirans, hafði m.a. yfir­burða­stöðu á mark­að­inum fyrir svo­kall­aðar stór­tölvur (ma­in­frame) og græddi á tá og fingri vegna þess. Nið­ur­staða fékkst í bæði þessi stóru mál sama dag, 8. jan­úar 1982. Þá féllst AT&T á skil­yrði dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins og ráðu­neytið féll frá mála­rekstri sínum gegn IBM.

AT&T var skipt upp í sjö stað­bundin síma­fyr­ir­tæki, sem fengu saman gælu­nafnið Bell börn­in, Baby Bells, og eitt sem bauð upp á lang­línu­sam­töl. Jafn­framt var opnað fyrir sam­keppni í lang­línu­sam­töl­um. Fyrr en varir voru fjöl­mörg fyr­ir­tæki búin að hasla sér völl á því sviði og verð snar­lækk­aði, bæði á þjón­ustu og tækja­bún­aði. Banda­ríkin settu með þessu tón­inn fyrir önnur lönd, sem lang­flest höfðu búið við ein­okun á síma­þjón­ustu. Smám saman var opnað fyrir sam­keppni á þeim mark­aði í flestum löndum heims, fyrst í lang­línu­sam­tölum og svo í far­síma­þjón­ustu, þegar hún ruddi sér til rúms. Opnun fjar­skipta­mark­að­ar­ins hafði gríð­ar­leg áhrif og skipti m.a. sköpum varð­andi fram­þróun tölvu- og upp­lýs­inga­tækni.

Á tíunda ára­tugnum var Microsoft komið í yfir­burða­stöðu á hug­bún­að­ar­mark­að­in­um, sér­stak­lega vegna tang­ar­halds á stýri­kerfum þess sem þá voru kall­aðar ein­menn­ings­tölv­ur. Banda­ríska dóms­mála­ráðu­neytið og 20 fylki Banda­ríkj­anna höfð­uðu mál árið 1998 vegna þessa og kröfð­ust þess að Microsoft yrði skipt upp. Á ýmsu gekk í þeim mála­rekstri sem ekki verður rakið hér en á end­anum náð­ust samn­ingar. Microsoft var ekki skipt upp en þurfti að hlíta marg­vís­legum skil­yrðum sem m.a. eiga að tryggja að hug­bún­aður keppi­nauta geti keppt á jafn­rétt­is­grund­velli við hug­búnað Microsoft. Það opn­aði m.a. mark­að­inn fyrir net­vafra. Sú nið­ur­staða skipti ekki síður miklu fyrir fram­þróun tölvu- og upp­lýs­inga­tækni en opnun síma­mark­að­ar­ins. 

Ísland: Betra seint en aldrei

Ísland var eitt þeirra landa sem fylgdu for­dæmi Banda­ríkj­anna og afnám einka­rétt Land­síma Íslands (nú Sím­inn og áður Póstur & sími), á sím­þjón­ustu árið 1997. Sú breyt­ing var hluti af inn­leið­ingu Íslands á EES samn­ingn­um. Líkt og margt annað í sam­keppn­is­málum sem Banda­ríkja­menn hafa þróað kom því frelsi í fjar­skiptum til Íslands eftir tals­verða töf, í þessu til­felli 15 ár, og með milli­lend­ingu í Evr­ópu.

Þróun sam­keppn­is­reglu­verks og -eft­ir­lits gerð­ist almennt miklu seinna utan Banda­ríkj­anna en innan þeirra. Á síð­ari hluta 20. ald­ar­innar fór þó að kom­ast hreyf­ing þar á. Sá árangur sem Banda­ríkin höfðu náð á efna­hags­svið­inu og þau lífs­kjör sem honum fylgdu hvatti aðra til dáða. Stundum beittu Banda­ríkin sér mjög fyrir því að önnur ríki tækju upp sam­bæri­lega lög­gjöf og þeir höfð­u. 

Skýrasta dæmið er frá Jap­an. Fyrir síð­ari heims­styrj­öld­ina höfðu Jap­anir enga sam­keppn­is­lög­gjöf. Eftir ósigur Jap­ana í stríð­inu tóku sig­ur­veg­ar­arn­ir, Banda­ríkja­menn, það sér­staka skref að skipa fyrir um að skipta skyldi upp sautján risa­stórum sam­steyp­um, Zai­batsu, sem höfðu að miklu leyti stýrt japönsku efna­hags­lífi fram að því. Jafn­framt urðu Jap­anir að taka upp sam­keppn­is­lög­gjöf sem var um margt svipuð þeirri banda­rísku. Japönsk sam­keppn­is­lög­gjöf nútím­ans byggir í grunn­inn á þeirri sem þannig var inn­leidd í stríðs­lok. Hún lagði grunn­inn að end­ur­reisn jap­anska efna­hags­lífs­ins eftir stríð og fádæma hag­vexti í hart­nær hálfa öld.

Nokkuð svipuð atburða­rás varð í Vest­ur­-Þýska­landi eftir stríð, þ.e. þeim hluta Þýska­lands sem var her­num­inn af Banda­ríkja­mönn­um, Bretum og Frökk­um. Þar var tekin upp sam­keppn­is­lög­gjöf árið 1947 sem m.a. var ætlað að brjóta upp fyr­ir­tækja­sam­steypur sem höfðu leikið stórt hlut­verk í þýsku efna­hags- og jafn­vel stjórn­mála­lífi í aðdrag­anda stríðs­ins. Þegar Vest­ur­-­Þjóð­verjar fengu svo aftur stjórn á eigin málum í stað her­náms­veld­anna var þess kraf­ist að þeir myndu sjálfir þróa og lög­festa sam­keppn­is­reglu­verk í anda þess banda­ríska. Það gekk eftir og lagði, líkt og í Jap­an, grunn­inn að end­ur­reisn eftir stríð og síðan fádæma hag­vexti sem gerði Þýska­land að mesta efna­hags­stór­veldi Evr­ópu.

Lýð­ræð­inu ógnað

Rökin fyrir styrkri sam­keppn­is­lög­gjöf í Banda­ríkj­unum í kringum alda­mótin 1900 byggðu ekki ein­ungis á áhyggjum af skil­virkni mark­aða heldur einnig því að lýð­ræð­inu gæti staðið ógn af afar stórum fyr­ir­tækjum og auð­kýf­ing­um. Það skýrir líka að nokkru leyti hvers vegna Banda­ríkja­menn tóku þessi um margt sér­kenni­legu skref í sigr­uðu lönd­unum eftir síð­ari heims­styrj­öld­ina. Það var talið nauð­syn­legt til að tryggja frið­inn að tryggja lýð­ræði í þessum löndum og að það væri vart hægt nema að taka á ægi­valdi stór­fyr­ir­tækj­anna. 

Tim Wu, sem er laga­pró­fessor við Col­umbia háskóla í Banda­ríkj­un­um, hefur skrifað mikið um tengsl lýð­ræð­is, stór­fyr­ir­tækja og sam­keppn­is­eft­ir­lits og er lík­lega helsti sér­fræð­ingur heims um þessi mál nú. Hann hefur fært skýr rök fyrir því að yfir­burða­staða fyr­ir­tækja eins og Goog­le, Face­book og Apple nú sé ekki ein­ungis skað­leg fyrir efna­hags­lífið heldur geti ógnað lýð­ræð­inu, með svip­uðum hætti og stór­fyr­ir­tæki í Japan eða Þýska­landi fyrir stríð eða í Banda­ríkj­unum í árdaga sam­keppn­is­eft­ir­lits.

Í öðrum löndum Vest­ur­-­Evr­ópu varð þró­unin mjög mis­hröð og engin sér­stök sam­hæf­ing var í fyrstu á milli landa. Það breytt­ist smám saman með nán­ara sam­starfi Vest­ur­-­Evr­ópu­ríkja sem hófst með kola- og stál­banda­lag­inu árið 1952. Það tók þó langan tíma fyrir löndin að koma sér upp sam­ræmdu reglu­verki og eft­ir­liti með sam­keppni. Langstærsta skrefið var ekki tekið fyrr en í upp­hafi tíunda ára­tug­ar­ins og sér­stak­lega með sam­eig­in­legum mark­aði innan þess sem var þá orðið Evr­ópu­sam­bandið árið 1993. Sam­eig­in­legum mark­aði fylgdi sam­ræmt reglu­verk. Íslend­ingar flutu með því að hið sam­ræmda reglu­verk ESB náði til alls EES svæð­is­ins sem varð að veru­leika í árs­byrjun 1994 og við vorum aðilar að EES. Íslend­ingar fengu því loks­ins nútíma sam­keppn­is­lög­gjöf árið 1993. Verð­lags­stofnun var lögð niður og í hennar stað kom Sam­keppn­is­stofn­un, sem síðar varð Sam­keppn­is­eft­ir­litið. Breyt­ingin 1993 var hluti af und­ir­bún­ingi aðildar Íslands að Evr­ópska efna­hags­svæð­inu.

Sam­keppn­is­reglu­verkið sem tekið var upp með sam­ræmdum hætti innan EES fyrir tæpum þrjá­tíu árum byggði í grund­vall­ar­at­riðum á því sem hafði verið þróað og prófað í Banda­ríkj­un­um. Það tók á sömu vanda­málum og með svip­uðum aðferðum og við­miðum og Banda­ríkja­menn höfðu þróað í tím­ans rás. Þá voru jafn­framt allir tollar og við­skipta­hindr­anir afnumdar innan ESB, meira en tveimur öldum eftir að Banda­ríkja­menn höfðu lagt bann við slíkum hindr­unum í við­skiptum milli fylkja í stjórn­ar­skrá sinni. Með stækkun ESB til aust­urs hefur svo sam­bæri­leg lög­gjöf verið tekin upp í sífellt fleiri Evr­ópu­lönd­um.

Banda­ríkin gefa frá sér for­skotið

Eins og þessi stutta (og mjög ein­fald­aða) saga sýnir hafa Evr­ópu­ríki sögu­lega verið langt á eftir Banda­ríkj­unum í beit­ingu og þróun nútíma sam­keppn­is­reglna eða voru það a.m.k. þangað til undir lok 20. ald­ar. Það hefur gefið Banda­ríkjum for­skot í efna­hags­málum og var eitt af því sem skýrði almennt betri lífs­kjör vest­an­hafs en í Vest­ur­-­Evr­ópu upp úr miðri öld­inni.

Þró­unin allra síð­ustu ár, e.t.v. u.þ.b. frá alda­mótum þótt skilin séu ekki skörp, hefur hins vegar verið tals­vert önn­ur. Banda­ríkin hafa dreg­ist aftur úr í sam­keppn­is­málum en ESB (og raunar EES löndin öll) hafa hins vegar haldið áfram á þeirri braut sem Banda­ríkin höfðu mót­að. 

Þannig hafa sam­keppn­is­yf­ir­völd í Banda­ríkj­unum sára­lítið beitt sér gegn sam­r­unum og hugs­an­legri mis­notkun stór­fyr­ir­tækja á mark­aðs­ráð­andi stöðu nýliðna ára­tugi. Síð­asta umfangs­mikla til­raunin til þess var fyrr­nefndur mála­rekstur vegna Microsoft. Banda­ríska dóms­mála­ráðu­neytið hefur ein­ungis rekið eitt mál vegna mis­notk­unar á mark­aðs­ráð­andi stöðu á þess­ari öld. 

Á sama tíma hefur fram­kvæmda­stjórn ESB beitt sér af tölu­verðum þunga í sam­keppn­is­málum og í mörgum til­fellum þvingað fram breyt­ingar sem auka sam­keppni, þrátt fyrir mjög harða and­stöðu ýmissra stór­fyr­ir­tækja. Fram­kvæmda­stjórnin hefur m.a.s. stöðvað sam­runa banda­rískra stór­fyr­ir­tækja þrátt fyrir sam­þykki eft­ir­lits­að­ila í heima­landi fyr­ir­tækj­anna. Er fyr­ir­hug­aður sam­runi Honeywell og General Elect­ric slá­andi dæmi um það. Sam­keppn­is­yf­ir­völd í Evr­ópu hafa líka haft miklu meiri áhyggjur af yfir­burða­stöðu fyr­ir­tækja eins og Face­book, Amazon og Goog­le, en yfir­völd í heima­landi þess­ara fyr­ir­tækja, Banda­ríkj­un­um. Það á bæði við um ein­stök ESB lönd, sér­stak­lega Þýska­land, og fram­kvæmda­stjórn­ina í Brus­sel.

Sér­stak­lega athygl­is­vert er að það eru evr­ópsk sam­keppn­is­yf­ir­völd sem reyna að setja banda­rískum stór­fyr­ir­tækjum sem náð hafa yfir­burða­stöðu skorður en ekki banda­rísk. Skýr­ingin getur að hluta legið í því að banda­rísk stór­fyr­ir­tæki hafa greið­ari aðgang að stjórn­mála­mönnum heima­fyrir en í Evr­ópu og tekst því að kæfa sam­bæri­legar hug­myndir vest­an­hafs í fæð­ingu. Þetta á ekki bara við um netris­ana. Það voru líka flug­mála­yf­ir­völd utan Banda­ríkj­anna en ekki þau banda­rísku, FAA, sem þving­uðu fram kyrr­setn­ingu Boeing 737Max flug­véla. FAA bar líka ábyrgð á því að hleypa flug­vél­unum í loftið á sínum tíma.

Slík áhrif vegna stuðn­ings heima fyrir geta vita­skuld virkað í báðar átt­ir. Það var ekki til­viljun að það voru yfir­völd í Banda­ríkj­unum (EPA) en ekki Þýska­landi sem stöðv­uðu svindl þýskra bíla­fram­leið­enda með Volkswagen í far­ar­broddi við útblást­urs­mæl­ingar frá dísel­bíl­um. Fyr­ir­tæki eins og Volkswagen og Boeing og fyrr­nefndir netrisar verja stórfé í að reyna að tryggja sér stuðn­ing og vel­vild eft­ir­lits­að­ila í heima­löndum sín­um. Þeir eiga erf­ið­ara með það erlendis en reyna þó vita­skuld ýmis­legt þar líka.

Fram­kvæmda­stjórn ESB tekur frum­kvæðið

Ýmsir fræði­menn hafa borið saman afgreiðslu á sam­runa­beiðnum ann­ars vegar innan ESB og hins vegar í Banda­ríkj­un­um. Þess sjást skýr merki að ESB hefur verið með harð­ari afstöðu und­an­farin ár. Þá hefur ESB einnig tekið af meiri þunga á sam­ráðs­mál­um. Jafn­framt hefur ESB verið með harða stefnu til að taka á rík­is­styrkjum sem skekkja sam­keppni, mun harð­ari en Banda­rík­in. Sú stefnu­mótun nær einnig til Íslands, vegna EES samn­ings­ins, og er hér fram­fylgt af EFTA Sur­veill­ance Aut­hority (ESA) og Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Enn meiru skiptir þó lík­lega að með ákvörð­unum um þving­aða opnun ýmissa mark­aða hefur fram­kvæmda­stjórn ESB ýtt harka­lega við fyr­ir­tækjum og tryggt neyt­endum kosti sam­keppni. Við höfum áður minnst á sím­þjón­ustu, þar var ekki bara opnað á sam­keppni innan ein­stakra landa heldur milli landa, m.a. með höftum á reiki­gjöld. Dæmin eru miklu fleiri. Þannig má nefna flug­sam­göngur og raf­orku­mark­að­inn, eins og Íslend­ingar þekkja eftir stórfurðu­lega og óhemju­lang­dregna umræðu um orku­pakka.

Auk þess sem gert hefur verið fyrir til­stuðlan fram­kvæmda­stjórnar ESB hafa sam­keppn­is­yf­ir­völd í ein­stökum löndum einnig beitt sér. Þannig er t.d. athygl­is­vert að í Bret­landi hafa þau ítrekað nýtt sér heim­ild til að breyta skipan mála á mörk­uðum sem virka illa, þótt ekki sé um bein sam­keppn­islaga­brot að ræða. Þannig skip­uðu bresk sam­keppn­is­yf­ir­völd fyrir um að fyr­ir­tæki sem hafði nán­ast ein­ok­un­ar­að­stöðu vegna eign­ar­halds á flug­völlum yrði að selja frá sér flug­velli til að sam­keppni væri mögu­leg í þeim geira. Það gekk eftir og hafði veru­leg áhrif. Í Bret­landi var jafn­framt skorið á eign­ar­hald bjór­fram­leið­anda á bör­um. Það hafði komið í veg fyrir að við­kom­andi barir byðu upp á bjór frá mörgum fram­leið­end­um.

GDPR og PSD2

ESB hefur einnig tekið for­ystu á heims­vísu í reglu­setn­ingu vegna per­sónu­verndar og tengdra þátta, eins og varð­veislu og eign­ar­halds á gögn­um, m.a. með svoköll­uðu GDPR reglu­verki (General Data Prot­ect­ion Reg­ul­ation). Sú afstaða ESB að ein­stak­lingar eigi gögn um sig og geti kraf­ist þess að fá aðgang að þeim og að upp­lýsa eigi um slíka söfnun og fá fyrir henni sam­þykki er gríð­ar­leg rétt­ar­bót. Þetta náð­ist í gegn á vett­vangi ESB, þrátt fyrir tölu­verða and­stöðu ýmissra stór­fyr­ir­tækja. Innan Banda­ríkj­anna er slík vinna frum­stæð­ari og skammt á veg komin og vernd ein­stak­linga miklu veik­ari. 

Af sama meiði er önnur til­skipun ESB um greiðslu­miðlun og tengda hluti, kölluð PSD2. Hún byggir m.a. á fyrr­nefndu grund­vall­ar­sjón­ar­miði að ein­stak­lingar eigi upp­lýs­ingar um sjálfa sig, þótt þau séu í vörslu fyr­ir­tækja, og geti stjórnað því hverjir fá aðgang að þeim. Á grunni þessa verður hægt að opna fyrir margs konar sam­keppni, m.a. í greiðslu­miðl­un. Það verður líka hægt að smíða margs konar fjár­tækni­lausnir sem byggja á gögnum sem ella væru óað­gengi­leg öðrum en þeim sem safn­aði þeim.

Auglýsing
Það er athygl­is­vert að bera saman póli­tíska umræðu og hags­muna­gæslu vegna þeirra álita­mála sem GDPR og PSD2 taka á ann­ars vegar í Banda­ríkj­unum og hins vegar í ESB. Bæði vest­an­hafs og austan komu fram svip­aðar til­lögur á vett­vangi stjórn­mála. Bæði vest­an­hafs og austan börð­ust stór­fyr­ir­tæki, m.a. bankar, og tengd sam­tök hat­ramm­lega gegn hug­mynd­un­um. Vest­an­hafs höfðu stór­fyr­ir­tækin sigur en í Evr­ópu urðu almanna­hags­munir ofan á.

Efna­hags­legar afleið­ingar þessa sívax­andi munar á sam­keppn­is­reglu­verki vest­an­hafs og austan eru veru­leg­ar. Sá hag­fræð­ingur sem hefur mest rann­sakað þær er Frakki, Thomas Phil­ippon, en hann er pró­fessor við New York Uni­versity. Hefur hann m.a. skrifað um þetta bók sem hefur vakið tölu­verða athygli, The Great Rever­sal: How Amer­ica Gave Up on Free Markets sem út kom í fyrra. Í bók­inni bæði rekur hann þessa sögu og birtir ýmiss konar talna­efni og leitar svo skýr­inga. 

Nið­ur­stöður Phil­ippon eru slá­andi og raunar svip­aðar og nágranni hans Wu í Col­umbia, sem áður var minnst á, hefur kom­ist að. Phil­ippon rekur m.a. hvernig sam­þjöppun og almennt minni sam­keppni fyr­ir­tækja í Banda­ríkj­unum hefur ýtt upp álagn­ingu í mörgum geir­um. Það hefur komið hlut­höfum vel, arð­greiðslur og end­ur­kaup hluta­bréfa hafa auk­ist og hluta­bréfa­verð hækk­að. Áhrifin á kaup­mátt almenn­ings eru hins vegar þver­öf­ug, hann hefur orðið minni en ella fyrir vik­ið. Fram að síð­ustu alda­mótum var álagn­ing (eða fram­legð, gross profit marg­in) banda­rískra fyr­ir­tækja að jafn­aði lægri en evr­ópskra. Það end­ur­spegl­aði harð­ari sam­keppni vest­an­hafs. Síðan hefur álagn­ingin hækkað veru­lega í Banda­ríkj­unum en farið heldur lækk­andi í Evr­ópu.

Phil­ippon tekur nokkrar atvinnu­greinar sér­stak­lega til skoð­unar og rekur m.a. hvernig kostn­aður við flug og sím­þjón­ustu hefur smám saman orðið hærri í Banda­ríkj­unum en Evr­ópu, þvert á það sem var sögu­lega raun­in. ESB hefur einmitt lagt þunga áherslu á sam­keppni í þessum geirum og beitt reglu­setn­ing­ar­valdi sínu og eft­ir­lits­stofn­unum til að ýta undir hana. Í Banda­ríkj­unum hafa fyr­ir­tæki sem starfa í þessum geirum barist á hæl og hnakka gegn slíkum breyt­ingum og að mestu haft bet­ur. Mestur er mun­ur­inn þó í heil­brigð­is­þjón­ustu. Hún er miklu dýr­ari í Banda­ríkj­unum en Evr­ópu og nær ein­ungis til hluta þjóð­ar­inn­ar. Til­raunir til að breyta þeirri banda­rísku hafa und­an­tekn­inga­lítið strandað á hat­rammri and­stöðu sér­hags­muna­afla. Hið sundraða og dýra heil­brigð­is­kerfi Banda­ríkj­anna á nú sinn þátt í því hve illa gengur þar að eiga við veiru­far­ald­ur­inn sem veldur Covid-19.

Tjónið lendir á almenn­ingi

Ein afleið­ing þessa er að skipt­ing lands­fram­leiðslu eða þjóð­ar­kök­unnar hefur breyst, hlutur laun­þega hefur lækkað mark­vert í Banda­ríkj­un­um. Þannig hefur hlut­deild laun­þega í vergri lands­fram­leiðslu lækkað um tæp 6 pró­sentu­stig frá alda­mótum þar en staðið nokkurn veg­inn í stað innan ESB. Það er gríð­ar­leg breyt­ing á því hvernig þjóð­ar­kök­unni er skipt. 

Vöxtur lands­fram­leiðslu á mann var hins vegar svip­aður vest­an­hafs og aust­an, a.m.k. þangað til núver­andi sam­drátt­ar­skeið hóf­st, þegar Banda­ríkin í heild eru borin saman við ESB löndin í heild. Þró­unin í ein­stökum ESB ríkjum hefur hins vegar verið nokkuð mis­jöfn, t.d. eng­inn hag­vöxtur á Ítalíu en mun meiri hag­vöxtur en í Banda­ríkj­unum í nokkrum ESB lönd­um, sér­stak­lega í Aust­ur-­Evr­ópu. Innan Banda­ríkj­anna hefur svo á sama hátt verið munur á þróun eftir fylkj­um. Lækk­andi hlut­deild laun­þega í lands­fram­leiðslu í Banda­ríkj­unum þýðir vita­skuld að þeir njóta ekki hag­vaxt­ar­ins með sama hætti og laun­þegar í ESB að jafn­aði.

Phil­ippon færir jafn­framt sterk rök fyrir því að hag­vöxtur í Banda­ríkj­unum hafi verið mun minni und­an­farna ára­tugi en hann hefði orðið ella vegna slak­ara eft­ir­lits með sam­keppni. M.a. hafi fyrir vikið dregið úr fjár­fest­ingum vest­an­hafs enda minni hvati til þeirra þegar sam­keppni er afslöpp­uð. Hag­tölur sýna að banda­rísk fyr­ir­tæki nota nýta nú mun lægra hlut­fall hagn­aðar til fjár­fest­inga en þau gerðu að jafn­aði á 20. öld. Hlut­fallið var helm­ingi lægra á árunum 2002 til 2015 en það var næstu fjöru­tíu ár á und­an.

Þegar Phil­ippon leggur saman áhrif minni sam­keppni á ann­ars vegar hag­vöxt og hins vegar minnk­andi hlut­deild laun­þega í þjóð­ar­kök­unni í Banda­ríkj­unum fær hann út að ráð­stöf­un­ar­tekjur laun­þega þar í landi séu nú um 1.500 millj­örðum Banda­ríkja­dala lægri á hverju ári en ella. Það er sem sé tap þeirra vegna þess að banda­rískir stjórn­mála­menn hafa sveigt af þeirri stefnu sem fyrri kyn­slóðir mót­uðu um harða lög­gjöf og eft­ir­lit með sam­keppni. Það munar um minna, þetta gerir meira en 4 þús­und Banda­ríkja­dali á mann á ári eða ríf­lega hálfa milljón íslenskra króna.

Auglýsing
Vitaskuld er margt vel gert í banda­rísku efna­hags­lífi og sumt betur en í Evr­ópu. Pen­inga­kerfið er skýrt dæmi. Banda­ríkin hafa náð góðu taki á sinni sam­eig­in­legu mynt – enda haft til þess meira en tvær aldir – en evr­ópska mynt­sam­starfið á við ýmis djúp­stæð vanda­mál að glíma. Það kom m.a. í ljós í krís­unni sem hófst fyrir rúmum ára­tug þegar það tók um það bil fjögur ár fyrir Evr­ópska seðla­bank­ann að bjarga mark­að­inum fyrir skulda­bréf evru­ríkj­anna, eftir hat­rammar póli­tískar deil­ur. Það og mis­heppn­aðar til­raunir til svelta ríki út úr krís­unni bæði lengdi og dýpkaði krís­una. Sú sorg­ar­saga verður ekki rakin hér og verður von­andi ekki end­ur­tekin í núver­andi krísu.

Stjórn­mála­kerfið er grunn­vand­inn

Hver er þá skýr­ingin á því að Banda­ríkin hafa sveigt af þeirri braut í sam­keppn­is­málum sem þau höfðu áður mótað en ESB tekið við kefl­inu á alþjóða­svið­inu? Phil­ippon, Wu og fleiri hafa glímt við þá spurn­ingu. Svarið virð­ist fyrst og fremst liggja í mun á stjórn­mála­kerf­um, hvernig flokkar og fram­bjóð­endur eru fjár­magn­aðir og hver aðgangur fjár­sterkra þrýsti­hópa og sér­hags­muna­að­ila er að ráða­mönnum fyrir vik­ið.

Vita­skuld reyna þrýsti­hópar og sér­hags­muna­öfl að hafa áhrif á stjórn­mála­menn bæði vest­an­hafs og austan en töl­fræðin sýnir að þeir ná betri árangri fyrir vest­an. Það hefur ekki bara orðið til þess að sveigja áherslur í sam­keppn­is­málum frá almanna­hags­mun­um, áhrif­anna gætir miklu víð­ar. Fárán­lega dýrt og óskil­virkt heil­brigð­is­kerfi í Banda­ríkj­unum er ein afleið­ing­in. Minni og jafn­vel minnk­andi áhersla á umhverf­is­vernd vest­an­hafs er önnur afleið­ing. Þar berj­ast fyr­ir­tæki og sam­tök þeirra í olíu­iðn­aði, kola­iðn­aði o.fl. með gríð­ar­legum fjár­austri gegn svip­uðu meng­un­ar­reglu­verki og beitt er í Evr­ópu og hafa að mestu orðið ofan á.

Hvað svo sem mönnum finnst um núver­andi Banda­ríkja­for­seta, Don­ald Trump, þá er vand­inn miklu djúp­stæð­ari og eldri en svo að hann eða kosn­ing hans ein skýri þró­un­ina. Hún hefur orðið á lengri tíma og raunar bæði á valda­tíma Repúblik­ana og Demókrata. Þótt ein­hver áherslu­munur sé á milli flokk­anna – og raunar líka innan hvors flokks – hvað það varðar hvernig beita á rík­is­vald­inu í þágu almanna­hags­muna, m.a. sam­keppn­is­reglu­verki, þá er mun­ur­inn þó oft furðu­lít­ill. Lang­flestir banda­rískir þing­menn eða for­seta­fram­bjóð­endur sækja fjár­stuðn­ing leynt eða ljóst til stór­fyr­ir­tækja og sam­taka og sá stuðn­ingur hefur áhrif. Dæmi­gerður þing­maður í full­trúa­deild­inni ver örugg­lega mun meiri tíma í að afla fjár vegna næsta próf­kjörs eða kosn­inga en hann getur varið í þing­störf­in.

Pen­ingar skipta auð­vitað líka veru­legu máli í stjórn­málum í Evr­ópu en þrátt fyrir það verða almanna­hags­munir oftar ofan á. Á því eru vænt­an­lega ýmsar skýr­ing­ar, m.a. að í Evr­ópu hefur víða verið reynt að setja fjár­austr­inum og hags­muna­gæsl­unni ein­hver mörk. Einnig virð­ist vera erf­ið­ara fyrir sér­hags­muna­öfl að berj­ast gegn breyt­ingum í almanna­þágu sem keyrðar eru í gegn með fjöl­þjóð­legu sam­starfi, líkt og er reglan innan ESB, en breyt­ingum sem er barist fyrir innan eins lands. Þetta þekkja Íslend­ingar vel. Með EES sam­starf­inu tókst að koma á marg­vís­legum breyt­ingum hér inn­an­lands sem ekki höfðu feng­ist í gegn á vett­vangi inn­lendra stjórn­mála. Stærsta ein­staka dæmið um það er lík­lega afnám gjald­eyr­is­hafta í áföngum í upp­hafi tíunda ára­tug­ar­ins. 

Svæð­a­lokun hverfur

Fleira breytt­ist strax með EES samn­ingn­um, t.d. þurftu Íslend­ingar ekki lengur að skipta við ara­grúa einka­um­boða þegar vörur voru fluttar til lands­ins. Það er dæmi um breyt­ingu sem varð vart komið á nema með fjöl­þjóð­legu sam­starfi. Annað nýlegt dæmi um það eru reglur sem banna svo­kall­aða svæð­a­lokun (geoblock­ing) í við­skiptum innan EES. Þær voru sam­þykktar af ESB árið 2018. Rökin voru ein­föld, hinn sam­eig­in­legi innri mark­aður virkar ekki vel ef fyr­ir­tæki skipta honum upp eftir svæðum og annað hvort neita að eiga í við­skiptum nema á hluta mark­að­ar­ins eða setja upp mis­hátt verð eftir svæð­u­m. 

Inn­leið­ingu þess­ara reglna er ekki lokið en þegar það hefur verið gert ættu íslenskir neyt­endur lík­lega að njóta meiri ábata en flestir aðr­ir. Íslend­ingar fá þá loks­ins fullan aðgang að vef­verslun alls staðar innan EES og á sömu kjörum og aðr­ir. Eini mun­ur­inn á verði ætti að liggja í mis­mun­andi flutn­ings­kostn­aði og virð­is­auka­skatti nema í örfáum vöru­flokkum sem sæta tollum eða vöru­gjöldum (og auð­vitað land­bún­að­ar­vörum en EES samn­ing­ur­inn nær því miður ekki til þeirra). Skýr­ingin á því að ábati Íslend­inga ætti að verða meiri en flestra ann­arra er vita­skuld til­tölu­lega hátt verð­lag hér inn­an­lands, sem Íslend­ingar munu geta kom­ist fram­hjá að ein­hverju marki með við­skiptum við erlendar vef­versl­an­ir. Regl­urnar sem banna svæð­a­lokun ná ekki bara til vara heldur einnig þjón­ustu. Það verður spenn­andi að fylgj­ast með áhrifum þess­ara breyt­inga hér­lend­is.

Vita­skuld eru mönnum þó mis­lagðar hendur hvort heldur er í fjöl­þjóð­legu sam­starfi um reglu­verk eða við samn­ingu slíks fyrir eitt land. Sumt reyn­ist illa, það liggur í hlut­ar­ins eðli. Helsta leiðin til að minnka líkur á því er að hafa ferlið við setn­ingu og und­ir­bún­ing reglu­verks og síðan fram­fylgd þess eins opið og gagn­sætt og hægt er. Það dregur líka úr lík­unum á því að sér­hags­muna­öfl geti haft mjög slæm áhrif á reglu­verkið og eft­ir­lit með þeim. Hættan á því er nær alltaf fyrir hendi. Það er vel þekkt að ríkir hags­munir ein­stakra aðila, t.d. stór­fyr­ir­tækja, verða oft ofan á, þótt hinir dreifðu hags­munir almenn­ings af annarri nið­ur­stöðu væru miklu meiri. Skýr­ingin er að sá sem hefur ríka hags­muni berst lík­lega fyrir þeim af hörku á meðan hópur ein­stak­linga gerir það miklu síður ef málið skiptir litlu fyrir hvern og einn.

Reglu­rán

Reglu­verk eða eft­ir­lit sem er sniðið eða sveigt að þröngum sér­hags­munum er alþjóð­legt vanda­mál. Á ensku er talað um reg­ul­atory capt­ure. Hér með er lýst eftir lipri þýð­ingu en t.d. mætti tala um reglu­verks­her­töku eða reglu­veld­is­yf­ir­töku á íslensku, jafn­vel reglu­rán. Í Banda­ríkj­unum er slík her­taka meira vanda­mál en í Evr­ópu, að því er virð­ist m.a. vegna þess hvernig stjórn­mála­bar­átta þar er fjár­mögn­uð. Vand­inn er þó líka mik­ill í Evr­ópu. Dísel­hneykslið sem áður var rætt er gott dæmi um það. Ísland er auð­vitað ekki und­an­skilið þess­ari hættu, því fer fjarri. Sam­eig­in­legt reglu­verk ESB virð­ist þó síður í hættu en reglu­verk sem Banda­ríkin eða ein­stök Evr­ópu­lönd setja. Jafn­framt skiptir máli að hið sam­eig­in­lega reglu­verk ESB – sem nær einnig að mestu til EES – setur reglu­verki ein­stakra landa skorð­ur.

Ágætt dæmi um það er sam­keppn­is­lög­gjöf­in. Hvert EES land er með sína eigin sam­keppn­is­lög­gjöf og hefur nokkuð svig­rúm til þess að útfæra hana á mis­mun­andi hátt. Hún verður þó alltaf að sam­ræm­ast nógu vel til­skip­unum og öðru reglu­verki ESB til að hægt sé að líta svo á að sam­bæri­legar reglur gildi á öllu svæð­inu. Í þessu felst tölu­verð vernd, m.a. fyrir Íslend­inga. Íslensk stjórn­völd geta ekki að eigin vild látið undan þrýst­ingi sér­hags­muna og veikt sam­keppn­is­reglu­verk og -eft­ir­lit hér­lend­is. Það væri brot á EES samn­ingn­um. 

Ísland á rangri leið

Á þetta reyndi nýlega þegar kynnt var frum­varp til veik­ingar á íslensku sam­keppn­is­lög­gjöf­inni nýlið­inn vet­ur. Í fyrstu útgáfu frum­varps­ins átti m.a. að afnema heim­ild Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til að bera nið­ur­stöður áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála undir dóm­stóla. Það hefði veru­lega veikt mögu­leika þess­arar eft­ir­lits­stofn­unar til að verja og ýta undir sam­keppni hér­lend­is. Þegar í ljós kom að svo stórt skref aft­urá­bak í sam­keppn­is­málum sam­rýmd­ist ekki EES samn­ingnum var dregið í land með þessa breyt­ingu. Í stað­inn er lögð til breyt­ing sem felur í sér að val­kvætt verði hvort mál er kært til áfrýj­un­ar­nefndar eða dóm­stóla. Það er mik­il­vægt að skoðað sé ítar­lega hvaða áhrif slík breyt­ing hef­ur.

Auglýsing
Eftir standa hins vegar fjöl­margar aðrar til­lögur í stjórn­ar­frum­varpi, sem allar miða að því að veikja sam­keppn­is­eft­ir­lit hér­lend­is. Búið er að mæla fyrir frum­varp­inu á Alþingi þrátt fyrir hörð mót­mæli aðila eins og Neyt­enda­sam­tak­anna og verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og fleiri. M.a. á að taka af Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu heim­ild til að grípa inn í skipu­lag mark­aða sem virka illa og efla þannig virkni þeirra þótt ekki sé um bein sam­keppn­islaga­brot að ræða. 

Það verður áhuga­vert að fylgj­ast með afdrifum frum­varps­ins á Alþingi. Í raun má líta á það sem próf­stein á íslenska stjórn­mála­kerf­ið. Verður látið undan háværum kröfum stór­fyr­ir­tækja og sam­taka þeirra um að veikja íslenskt sam­keppn­is­eft­ir­lit eða fær almenn­ingur að njóta þeirrar verndar sem hann hefur notið til þessa? Mun Alþingi taka það óheilla­skref að færa okkur nær Banda­ríkjum nútím­ans í sam­keppn­is­eft­ir­liti á kostnað almenn­ings? 

Vita­skuld er afar sér­stakt að halda þessu óheilla­skrefi til streitu við núver­andi aðstæð­ur, í miðjum veiru­far­aldri og snarpasta sam­drætti sem íslenskt efna­hags­líf hefur orðið fyrir á síð­ari tím­um. Veru­leg hætta er á að slíkt áfall leiði til sam­þjöpp­unar í efna­hags­líf­inu, þegar illa stödd fyr­ir­tæki hætta rekstri og stöndugri fyr­ir­tæki taka yfir mark­aðs­hlut­deild þeirra. Jafn­framt er hætt við að erfitt verði að vinda ofan af ýmiss konar sam­starfi og sam­ráði fyr­ir­tækja sem ýmist er heim­ilað sem tíma­bundin lausn eða hafið í trássi við lög af fyr­ir­tækjum í þröngri stöðu. Þessi staða kallar ef eitt­hvað er á enn öfl­ugra sam­keppn­is­eft­ir­lit en alla jafna og afar brýnt er að hægt sé að fyr­ir­byggja eða a.m.k. vinda ofan af eftir á sam­keppn­is­legum vanda­málum sem kunna að mynd­ast.

Sækjum frekar fram

Það væri því miklu heilla­drý­gra að styrkja íslenskt sam­keppn­is­eft­ir­lit og óskilj­an­legt að vilja stefna Íslandi í þver­öf­uga átt. Það er lík­lega hvergi meiri þörf fyrir öfl­ugt eft­ir­lit með sam­keppni en á okkar litla landi þar sem fákeppni er á nán­ast öllum mörk­uðum og verð­lag hátt. 

Auk þess að styrkja eft­ir­lits­stofn­un­ina væri mikið fram­fara­skref að auð­velda brota­þolum að sækja bætur vegna sam­keppn­islaga­brota. Jafn­vel mætti hugsa sér að gera slíkar bætur hærri en tjónið að banda­rískri fyr­ir­mynd. Í banda­rískum rétti tíðkast að dæma bætur sem eru þrefalt tjón vegna til­tek­inna brota, m.a. vegna brota á fyrr­nefndum Clayton sam­keppn­is­lög­um. Slíkar bætur gætu haft veru­legan fæl­ing­ar­mátt. Miðað við núgild­andi lög­gjöf er hætt við að brot á sam­keppn­is­lögum hrein­legi borgi sig fjár­hags­lega, því að sekt­ar­heim­ildir Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins eru mjög tak­mark­aðar og erfitt hefur reynst fyrir brota­þola að sækja bæt­ur. Það eru því ýmis sókn­ar­færi vilji lög­gjaf­inn bæta íslenska sam­keppn­is­lög­gjöf.

Höf­undur er dós­ent í við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar