Samstaða og réttlæti

Formaður Samfylkingarinnar segir að nú þurfi að eiga sér stað lýðræðisleg umræða um grundvallargildi, skipulag og skiptingu gæða í samfélaginu.

Auglýsing

Í fyrsta skipti í nær hund­rað ár, kemur íslenskt launa­fólk ekki saman í kraft­miklum kröfu­göngum á alþjóð­legum bar­áttu­degi verka­lýðs­ins. 

En þótt sam­taka­máttur launa­fólks verði kannski ekki jafn sýni­legur á götum úti víðs vegar um landið í dag, heldur bar­áttan svo sann­ar­lega áfram.

Veiran hefur fært okkur heim sann­inn um nauð­syn þess að hafa sterkt vel­ferð­ar­kerfi og öfl­uga sam­neyslu, þó vissu­lega ættum við að dreifa byrð­unum jafn­ar. Þá hefur öfl­ugt örygg­is­net á vinnu­mark­aði skipt höf­uð­máli í bar­átt­unni við heims­far­ald­ur­inn. Það náð­ist ekki af sjálfu sér. Staðan væri allt önnur á Íslandi, ef ekki væri fyrir sam­taka­mátt launa­fólks og þrot­lausa bar­áttu þess í þágu félags­legs rétt­lætis og bættra lífs­kjara.

En erf­iður vetur kennt okkur að betur má ef duga skal, svo við getum tryggt nægi­lega sterka og vel fjár­magn­aða grunn­inn­viði sem þjóna öllum lands­mönnum frá degi til dags - en geta líka þolað áraun og staðið af sér hörð vetr­ar­veður eða skæðan far­aldur sem við upp­lifum nú. Þetta á við um sam­göng­urnar okk­ar, fjar­skipt­in, raf­magnið – en líka heil­brigð­is­þjón­ustu og mennt­un.

Auglýsing
Nú þegar við upp­lifum þennan skóg­ar­bruna sem orðið hefur er mik­il­vægt að við höfum fram­sýni til að taka með­vit­aða ákvörðun um hvers konar gróður við viljum rækta þegar hann er geng­inn yfir. Þar verðum við að huga að því að upp spretti lágreist, fjöl­breytt flóra frekar en örfá háreist tré sem skyggja á rest. 

Nú þarf að eiga sér stað lýð­ræð­is­leg umræða um grund­vall­ar­gildi, skipu­lag og skipt­ingu gæða í sam­fé­lag­inu. Með skap­andi hugsun að vopni, jöfnuð og fjöl­breytni að leið­ar­ljósi, höfum við raun­veru­legt tæki­færi til að betra sam­fé­lag rísi upp úr bruna­rúst­un­um.

Sú umræða verður að eiga sér sér stað á þeim for­sendum að innan fárra ára­tuga verður þátt­taka manns­ins í sam­fé­lag­inu með allt öðrum hætti en við höfum þekkt hingað til. Tækni­þró­un­in, sem er í veld­is­vexti, mun gjör­breyta sam­fé­lag­inu okk­ar.

Fram­leiðni getur auk­ist gríð­ar­lega, sem er for­senda þess að við getum tek­ist á við breytta ald­urs­sam­setn­ingu mann­kyns. Mögu­leikar skap­ast til styttri vinnu­viku og fjöl­skyldu­vænna sam­fé­lags, til vist­vænni fram­leiðslu, sem eru nauð­syn­leg við­brögð við lofts­lagsógn­inni og síð­ast en ekki síst getur hún nýst til að jafna stöðu milli rík­ari og fátæk­ari hluta heims­ins. Allt þetta er for­senda fyrir lang­þráðum friði í heim­in­um.

Þessum breyt­ingum fylgja þó líka ógn­ir, ef ekki er rétt haldið á spil­un­um: sund­ur­lyndi þjóða gæti aukist, með vax­andi ófriði og minni mögu­leikum til að sam­hæfa nauð­syn­legar loft­lags­að­gerð­ir. Loks gæti bilið milli þeirra efna­meiri og snauðu stór­auk­ist.

Bar­áttu launa­fólks fyrir rétt­lát­ara sam­fé­lagi er því hvergi nærri lokið - og Sam­fylk­ingin mun halda áfram að styðja þá bar­áttu af alefli sviði stjórn­mál­anna.

Til ham­ingju með dag­inn!

Höf­undur er for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar