Samstaða og réttlæti

Formaður Samfylkingarinnar segir að nú þurfi að eiga sér stað lýðræðisleg umræða um grundvallargildi, skipulag og skiptingu gæða í samfélaginu.

Auglýsing

Í fyrsta skipti í nær hund­rað ár, kemur íslenskt launa­fólk ekki saman í kraft­miklum kröfu­göngum á alþjóð­legum bar­áttu­degi verka­lýðs­ins. 

En þótt sam­taka­máttur launa­fólks verði kannski ekki jafn sýni­legur á götum úti víðs vegar um landið í dag, heldur bar­áttan svo sann­ar­lega áfram.

Veiran hefur fært okkur heim sann­inn um nauð­syn þess að hafa sterkt vel­ferð­ar­kerfi og öfl­uga sam­neyslu, þó vissu­lega ættum við að dreifa byrð­unum jafn­ar. Þá hefur öfl­ugt örygg­is­net á vinnu­mark­aði skipt höf­uð­máli í bar­átt­unni við heims­far­ald­ur­inn. Það náð­ist ekki af sjálfu sér. Staðan væri allt önnur á Íslandi, ef ekki væri fyrir sam­taka­mátt launa­fólks og þrot­lausa bar­áttu þess í þágu félags­legs rétt­lætis og bættra lífs­kjara.

En erf­iður vetur kennt okkur að betur má ef duga skal, svo við getum tryggt nægi­lega sterka og vel fjár­magn­aða grunn­inn­viði sem þjóna öllum lands­mönnum frá degi til dags - en geta líka þolað áraun og staðið af sér hörð vetr­ar­veður eða skæðan far­aldur sem við upp­lifum nú. Þetta á við um sam­göng­urnar okk­ar, fjar­skipt­in, raf­magnið – en líka heil­brigð­is­þjón­ustu og mennt­un.

Auglýsing
Nú þegar við upp­lifum þennan skóg­ar­bruna sem orðið hefur er mik­il­vægt að við höfum fram­sýni til að taka með­vit­aða ákvörðun um hvers konar gróður við viljum rækta þegar hann er geng­inn yfir. Þar verðum við að huga að því að upp spretti lágreist, fjöl­breytt flóra frekar en örfá háreist tré sem skyggja á rest. 

Nú þarf að eiga sér stað lýð­ræð­is­leg umræða um grund­vall­ar­gildi, skipu­lag og skipt­ingu gæða í sam­fé­lag­inu. Með skap­andi hugsun að vopni, jöfnuð og fjöl­breytni að leið­ar­ljósi, höfum við raun­veru­legt tæki­færi til að betra sam­fé­lag rísi upp úr bruna­rúst­un­um.

Sú umræða verður að eiga sér sér stað á þeim for­sendum að innan fárra ára­tuga verður þátt­taka manns­ins í sam­fé­lag­inu með allt öðrum hætti en við höfum þekkt hingað til. Tækni­þró­un­in, sem er í veld­is­vexti, mun gjör­breyta sam­fé­lag­inu okk­ar.

Fram­leiðni getur auk­ist gríð­ar­lega, sem er for­senda þess að við getum tek­ist á við breytta ald­urs­sam­setn­ingu mann­kyns. Mögu­leikar skap­ast til styttri vinnu­viku og fjöl­skyldu­vænna sam­fé­lags, til vist­vænni fram­leiðslu, sem eru nauð­syn­leg við­brögð við lofts­lagsógn­inni og síð­ast en ekki síst getur hún nýst til að jafna stöðu milli rík­ari og fátæk­ari hluta heims­ins. Allt þetta er for­senda fyrir lang­þráðum friði í heim­in­um.

Þessum breyt­ingum fylgja þó líka ógn­ir, ef ekki er rétt haldið á spil­un­um: sund­ur­lyndi þjóða gæti aukist, með vax­andi ófriði og minni mögu­leikum til að sam­hæfa nauð­syn­legar loft­lags­að­gerð­ir. Loks gæti bilið milli þeirra efna­meiri og snauðu stór­auk­ist.

Bar­áttu launa­fólks fyrir rétt­lát­ara sam­fé­lagi er því hvergi nærri lokið - og Sam­fylk­ingin mun halda áfram að styðja þá bar­áttu af alefli sviði stjórn­mál­anna.

Til ham­ingju með dag­inn!

Höf­undur er for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úr 11 í 20 – smitum fjölgar á ný
Tuttugu manns greindust með COVID-19 innanlands í gær og er það mikil fjölgun frá því í fyrradag þegar smitin voru ellefu. 176 eru nú í einangrun með sjúkdóminn.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Borgarstjóri: Getum ekki beðið – breyta verður lögum og tryggja öryggi leigjenda
„Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg hafði mjög mikil áhrif á mig persónulega og ég fann fyrir mikilli frústrasjón og sorg,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og stjórnarformaður slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Hvernig getur svona gerst?“
Kjarninn 27. nóvember 2020
Halldór Gunnarsson í Holti.
Segir eiginkonur Miðflokksmanna ekki kjósa flokkinn vegna Gunnars Braga Sveinssonar
Flokksráðsfulltrúi í Miðflokknum segir bæði konur og bændur ólíklegri til að kjósa Miðflokkinn ef Gunnar Bragi Sveinsson býður sig áfram fram fyrir flokkinn. Hann gagnrýnir tilgang aukalandsþings sem haldið var um liðna helgi.
Kjarninn 27. nóvember 2020
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG.
Ari Trausti ætlar ekki að bjóða sig fram aftur
Eini þingmaður VG í Suðurkjördæmi mun ekki bjóða sig fram aftur í næstu Alþingiskosningum.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Óskað eftir heimild fyrir ríkissjóð til að taka allt að 360 milljarða króna lán í erlendri mynt
Heildarskuldir ríkissjóðs verða 1.251 milljarðar króna um komandi áramót, eða 431 milljarði króna hærri en lagt var upp með á fjárlögum ársins 2020. Vextir hafa hins vegar lækkað mikið á árinu og vaxtagjöld hafa hlutfallslega hækkað mun minna en skuldir.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 27. þáttur: Konungdæmið í norðri
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli
Kjarninn 26. nóvember 2020
„Látum Amazon borga“
Starfsmenn Amazon munu á svörtum föstudegi efna til mótmæla og jafnvel verkfalla á starfsstöðvum Amazon víða um heim. Alþýðusamband Íslands er orðið þátttakandi í alþjóðlegri herferð undir yfirskriftinni „Látum Amazon borga“.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar