Endum fíknistríðið

Þorsteinn Úlfar Björnsson segir að þeir einu sem græði á fíknistríðinu séu dópsalarnir. Og þeir verða bara ríkari og ríkari.

Auglýsing

Örygg­is­ráð­gjafi Ric­hards Nixons Banda­ríkja­for­seta, John Erlichman, sagði í við­tali vegna bókar Dan Baum, Smoke and Mir­r­ors, árið 1994: „1968 átti Nixon tvo óvini, vinstri­s­inn­aða rót­tæka hern­að­ar­and­stæð­inga og lit­aða. Skil­urðu hvað ég er að segja? Við vissum að við gátum ekki gert það ólög­legt að vera á móti stríð­inu eða vera svartur en með því að tengja hippa við mari­júana og svarta við heróín og herða refs­ingar gátum við truflað þessa hópa. Við gátum hand­tekið leið­tog­ana, rústað híbýlum þeirra og hleypt upp fundum þeirra og atað þá auri kvöld eftir kvöld í frétt­un­um. Vissum við að við vorum að ljúga um vímu­efn­in? Auð­vitað vissum við það.“

Svo Ric­hard Nixon lýsti því form­lega yfir að fíkni­stríðið væri hafið þann 17. júní 1971. Árinu áður en Banda­ríkja­menn voru með þá áætlun að lög­leiða kanna­bis. En Nixon var í vanda heima fyrir vegna Viet Nam stríðs­ins og mikil ólga og mót­mæli í land­inu. Svo Nixon þurfti að lækka rostann í lit­uð­um, hippum og rót­tæk­ling­um. Hvað var þá hent­ugra en að fara í stríð gegn þessum hópum og beita „dóp­inu“ fyrir vagn­inn? Hann vissi sem var að hann gat ekki lýst yfir stríði við þessa hópa. En hann gat lýst yfir stríði við vímu­gjafann sem vin­sælastur var meðal þeirra. Sem John Erlichman ját­aði svo. For­sendur stríðs­ins gegn vímu­efn­unum voru bull og skáld­skap­ur.

Auglýsing
Fíknistríðið sem hófst á þessum vafasömu for­sendum hefur staðið í 49 ár. Það hefur kostað óhemju fé úr vösum skatt­greið­enda, sem reyndar voru aldrei spurðir hvort þeir vildu taka þátt í kostn­aði þess, auk þess að kosta gíf­ur­lega mörg manns­líf um allan heim. Árlegur kostn­aður er um 51 millj­arður doll­ara árlega bara í Banda­ríkj­unum sam­kvæmt Drug Policy Alli­ance sem hefur verið iðið að benda á hann.

En fíkni­stríðið hefur líka kostað miklar mann­fórn­ir. Svo miklar að UNODC (United Nation Office on Drugs and Cri­mes) hefur áætlað mann­fallið um milljón manns á ári. Þá er ekki talið með mann­fallið t.d. í Mexíkó þar sem glæpa­gengin halda land­inu nán­ast í gísl­ingu með hrotta­legu ofbeldi. Allur þessi kostn­aður og allt þetta mann­fall til að koma í veg fyrir neyslu um 10% af þeim vímu­efnum sem notuð eru því það er ekki meira sem þessar aðgerðir skila að því talið er. Ég reikna með að fleirum en mér blöskri slík enda­leysa. 

En við skulum fara 4000 ár aftur í tím­ann því frá þeim tíma má finna fyrsta skjal­festa bannið en á pap­írus­skjali frá Egypta­landi skrifar þar­lendur prestur nem­anda sín­um: „Ég, yður æðri, banna yður að fara á ölstofu. Þér breyt­ist í skepn­u.“ Það er þó einn slá­andi munur á þessu fyrsta banni og fíkni­stríð­inu. Prest­ur­inn bann­aði einum manni að detta í það en ekki allri þjóð­inni, hvað þá heldur öllum heim­in­um. En það er nákvæm­lega það sem Banda­ríkja­menn hafa til mál­anna að leggja. Að banna öllum heim­inum að víma sig með öðrum efnum en þeim eru þókn­an­leg.

Auglýsing
Á þess­ari tæpu hálfu öld sem stríðið hefur staðið hefur það alltaf orðið harð­ara og grimmara, þrátt fyrir að byrjað sé að slaka á klónni varð­andi sum efni eins og t.d. kanna­bis og breytta afstöðu til máls­ins hjá ein­stökum lönd­um. Og alltaf hafa Banda­ríkja­menn staðið eins og klettur á móti öllum breyt­ingum og þeir eru ansi fyr­ir­ferða­miklir innan alþjóða­sam­starfs enda með mikla reynslu í að kúga þjóð­ir, múta eða kaupa. Það sem verra er að Banda­ríkja­menn túlka Single sátt­mál­ann, sem stríðið bygg­ist á og er svo sem nógu gall­aður í sjálfu sér og barn síns tíma, algjör­lega eftir því hvað hentar þeim póli­tískt. Bæði heima fyrir og alþjóð­lega.

En um hvað snýst svona galið fyr­ir­bæri eins og að fara í stríð við vímu­efni? Það snýst meðal ann­ars um að fólk geti ekki leitað sér líknar án aðkomu lækna eða stóru lyfja­fyr­ir­tækj­anna. 

Það snýst um að fólk leiti sér ekki ánægju­auka með efna­fræði­legri hjálp nema með áfengi, kaffi og tóbaki. 

Og ekki síst snýst það um að stjórn­völd geti notað það til að jað­ar­setja og berja á ákveðnum þjóð­fé­lags­hópum sem eru stjórn­völdum lítt þókn­an­legir eins og til dæmis ungt fólk eða rót­tækt. 

Það snýst um að gera þjóð­fé­lags­þegna að afbrota­mönnum að versla við afbrota­menn og það er mik­ill sann­leikur í því sem fyrrum hæsta­rétt­ar­dóm­ari í Kali­forníu James P. Grey segir í bók sinni A Judicial Ind­ict­ment of the War on Drugs, „Mesti félags­legi skað­inn vegna vímu­efna er ekki vegna áhrifa efn­anna sjálfra, heldur vegna banns að lögum við notkun þeirra.“

Fíkni­stríðið snýst líka um pen­inga og völd. Bann­sinnar eru vegna hinna „hræði­legu og hættu­legu eit­ur­lyfja“ og bar­átt­unnar gegn þeim, flestir búnir að koma sér vel fyrir með lúk­urnar í fjár­hirslum ríkja. 

Það snýst um póli­tísk völd og við­hald þeirra af mönnum eins og Duterte for­seta Fil­ipps­eyja sem borgar fyrir hvern drep­inn neyt­anda. 

Pen­ing­arnir eru ævin­týra­legir og það er talið að velta vímu­efna­mark­að­ar­ins í heim­inum nú sé meiri en sam­an­lögð velta hveit­is, korns og syk­urs þannig að eftir tölu­verðu er að slægj­ast.

En hvað kostar núver­andi skipan mála hér á landi? Á vef Fang­els­is­mála­stofn­un­ar, fang­elsi.is, kemur fram að lang­flest afbrot séu framin í tengslum við vímu­efni, áfengi þar á meðal og kannski aðal­lega. Seðla­bank­inn áætl­aði fyrir nokkrum árum að velta ólög­legrar starf­semi á borð við fíkni­efna­sölu, smygl, vændi og heima­brugg sé um 6,6 millj­arðar króna árlega. Þetta fé kemur frá skatt­borg­ur­um, bæði sem neyt­endum og sem skatt­borg­urum til rekst­urs stríðs­ins, lög­gæsla, toll­gæsla, heil­brigð­is­kerfi, dóms­kerfi.

­Kostn­aður á hvern fanga hér er kr. 19.000 á dag og fram hefur komið að þriðj­ungur þeirra situr inni vegna fíkni­efna­brota eða um 50 manns á ári. Árlega er þá kostn­aður í kringum 50 sinnum 19.000 sem gerir þá tæpa milljón á dag eða um 347 millj­ónir tæpar á ári. Þá er ekki tal­inn með kostn­aður dóms­kerfis og lög­reglu sem lík­lega má áætla að sé annað eins því dóm­arar eru ekki á neinum lúsa­laun­um. Þetta gerir um 700 millj­ónir á ári bara vegna fíkni­efna­brota. Þá er lík­legt að nokkrir fangar sitji inni vegna ofbeld­is- eða auðg­un­ar­brota vegna neyslu. 

Árlegur kostn­aður skatt­greið­enda vegna vímu­efna­neyslu, þ.m.t. áfengi, er þá senni­lega á bil­inu 46,4 til 49 millj­arðar króna Inni í þeirri tölu er ekki kostn­aður vegna ótíma­bærra dauðs­falla, bæði vegna vímu­efna­tengdra sjúk­dóma og slysa. Ef hann er tal­inn með liggur kostn­aður þjóð­ar­innar á bil­inu 53,1 til 85.5 millj­arð­ar. Þetta má finna í vand­aðri meist­ara­rit­gerð Ara Matth­í­as­sonar í heilsu­hag­fræði við HÍ.

Það er nokkuð sama hvaðan maður horfir á mál­in, Á fíkni­stríð­inu tapa all­ir, hver og einn ein­asti þjóð­fé­lags­þegn – nema dópsal­arn­ir. 

Þeir verða bara rík­ari og rík­ari svo lengi sem lagaum­hverfið réttir þeim bæði vopn og fé. Svart fé.

Þetta er fyrri grein af tveim­ur. Höf­undur er áhuga­maður um sögu menn­ing­ar­bundnar vímu­efna­notk­un­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar